Tíminn - 29.12.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 29.12.1938, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GtJÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Llndargötu 1D. SlMAR: 4373 og 2353. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AVGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsl, Lindargötu 1D. Síml: 2323. Prentsmlðjan Edda hl. Símar: 3943 og 3720. 22. árg. Reykjavik, í'imintiidagmn 29. des. 1938 83. folað Raiorkuveita írá Sogi til þorpanna austaníjalls Áællan rafmagnseftirlstsíns Tíminn hefir fengið eftirfar- andi upplýsingar hjá Jakob Gíslasyni forstöðumanni raf- rnagnseftirlits ríkisins: Rafmagnseftirlitið hefir nú að tilhlutun atvinnumálaráð- herra endurskoðað eldri áætl- anir um raforkuveitu frá Sogi um Selfoss til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Er háspennulínu þessarar veitu ætlað að liggja frá Ljósafossi til suðurs, yfir Sogið hjá Öxarhólma og niður um Grafning framhjá Alviðru og yfir Hvítá hjá Laugardæl- um. Þaðan fram hjá mjólkur- búi Flóamanna til Selfoss, sunnan þorpsins, þar sem spennustöð þorpsins verður sett, en frá henni liggi lágspennt- ar taugar inn í þorpið og um það. Frá Selfossi liggi línan nokkurnveginn beina leið til vegamótanna milli Eyrarbakka Stokkseyrar og greinist þar til beggja kauptúnanna. í aðalá- ætlun er reiknað með spennu- stöðvum í öllum kauptúnum, en jafnframt er sérstaklega áætl- aður kostnaður af spennistöðv- um og línum fyrir mjólkurbú Flóamanna, Laugardælabúið og kringum 20 önnur býli. Háspennulínan er lögð sem eirvír á einföldum tréstólpum, 10y2—11 m. háum, og er bil milli stólpa kringum 90 metra. Áætlað er að aðalveitan kosti 310.000 kr., sem skiptist þannig, að sjálf háspennulínan á að kosta um 200,000 kr., spennu- stöðvar í kauptúnunum um 40,000 kr. og lágspennuveitum- ar um kauptúnin um 70,000 kr. Kostnaður af spennustöðvum og línum fyrir mjólkurbúið, Laugardælabúið og hln önnur býli til sveita er áætlaður kringum 70,000 kr. Gert er ráð fyrir því, að af stofnkostnaði verði kringum 60 —65% að greiðast í erlendum gjaldeyri, og aðflutningsgjald greiðist í erlendri mynt. Árleg rekstursútgjöld aðal- veitunnar eru áætluð 42,000 kr. Þar af fara um 25,000 kr. í vexti og afborganir lána, en hitt i gæzlu, viðhald og inn- heimtu. Við þetta bætist svo sú upphæð, sem greiða þarf til Sogsvirkjunarinnar fyrir ork- una. — Um verð á orku frá Sógi er ekki vitað og þvi enn í nokkurri óvissu hverju þessi liður rekstursútgjaldanna muni nema. Það er talið nauðsynlegt skil- yrði fyrir því, að veita þessi geti orðið fjárhagslega sjálfstæð, að rafmagnsnotkun verðl almenn Framsóknaríélag Keflavíkur hélt útbreiðslufund, félagsfund og skemmtun í gær. Hófst út- breiðslufundurinn kl. 4 og var allfjölmennur. Töluðu þar Jón- as Jónsson formaður Fram- sóknarflokksins og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Stóð þessi fundur í iy2 klst. Síðan hófst félagsfundurinn og stóð hann til kl. 7. Var þar aðallega rætt um innansveitarmál og tóku þeir Jónas og Eysteinn þátt í umræðunum. Skemmt- unin hófst um kl. 9 og sóttu hana á annað hundrað manns. Var fyrst spiluð Framsóknar- vist og síðan dansað. Hefir fé- lagið áður í haust haldið skemmtun með þessu fyrir- komulagi. Bæði fundirnir og skemmtunin fóru hið bezta fram. í félaginu eru nú um 60 manns. og tiltölulega mikil, þannig að allir noti rafmagn bæði til ljósa og matareldunar og að auki að nokkuru leyti til hit- unar. Á því svæði, sem aðalveitan nær til, búa um 1200 manns í kauptúnum. Til ljósa og alls eldsneytis, kola og olíu, er nú greitt árlega í þessum kauptún- um um 100,000 kr. Gert er ráð fyrir að af þeirri eyðslu mundi sparast sem næmi um 65—70 þús. krónum þegar rafmagns- notkun frá orkuveitunni yrði komin upp í 400—500 kílówött. Hinsvegar er gizkað á, að öll útgjöld rafveitunnar með þeim orkukaupum myndu nema um 70—78,000 krónum, þannig, að henni yrðu að koma a. m. k. 5—10 þúsund króna tekjur fram yfir hinn beina sparnað í öðru eldsneyti og ljósmat. Talið er að fimm manna heimili muni þurfa að greiða fyrir raf- orkuna 200—360 krónur á ári eftir stærð íbúðar og öðrum að- stæðum. í áætlunarupphæðinni, sem áður er nefnd, er ekki innifal- inn sá kostnaður, sem raf- magnsnotendur sjálfir þurfa að bera af raflögninni í húsum sínum og rafmagnsáhöldum, en hann er talinn muni verða*um 350—700 kr. á meðalheimili, en alls kringum 170.000 kr. Af þeirri upphæð er talið að um 40% sé erlendur gjaldeyrir. Skilyrði fyrir því að veita þessi geti komið til fram- kvæmda og orðið fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki, eru talin, að til fyrirtækisins fáist fé með hagkvæmum skilmálum, að verð orkunnar frá Sogsvirkjun- inni verði eigi of hátt, og að raforkunotkun við veituna verði almenn og mikil. Áhugi er mikill austan fjalls fyrir því, að koma upp þessari veitu, enda þykir auðsætt, að hér sé um mikið framfaramál að ræða fyrir héraðið, þar sem með rafveitunni skapist skil- yrði til ýmissa nýrra fram- kvæmda og sveitir þær og þorp, (Framh. á 4. síðu) Erlendar fréttir Á Spáni voru miklar orrustur um jólin. Hófu uppreistarmenn stórfeilda sókn á Kataloníuvíg- stöðvunum á Þorláksmessudag og hafa haldið henni áfram síð- an. Jafnframt hafa þeir gert margar loftárásir á varnarlaus- ar borgir. Stjómarherinn hefir á ýmsum stöðum orðið að hörfa undan. ítölsk blöð lofa mjög framgöngu ítalskra hermanna í liði Franco. Tilraunir höfðu verið gerðar til að fá stríðsaðila á Spáni til að semja um vopna- hlé yfir jólin, en því var hafnað af Franco. í Rúmeníu varð stórkostlegt járnbrautarslys á aðfangadags- kvöld. Rákust tvær Járnbrautar- lestir á í blindhríð. 92 menn fór- ust og um 350 særðust. Tveir heimskunnir menn hafa látizt um jólin. Annar þeirra var Emile Vandervelde, sem var um langt skeið aðalleiðtogi belgiskra j afnaðarmanna og ráðherra um skeið. Hinn var Karel Capek, frægasti rithöf- undur Tékka. Liggja eftir hann um 30 skáldrit. Franski jafnaðarmannaflokk- urinn hefir haldið landsfund sinn um jólin. Aðallega var rætt um utanríkismál. Ritari flokks- ins, Paul Fauré, hélt fram svip- aðri stefnu og ríkisstjórnin, en formaður flokksins, Leon Blum, lagði minna upp úr bættri sam- búð við Þýzkaland, en vildi í þess stað styrkja betur sambúð- ina við England, Bandaríkin og Rússland. Tillaga frá honum þess efnis var samþykkt með 4000 : 2800 atkv. Bílslys. Það slys vildi til 27. þ. m. að 19 ára gamall piltur, Friðgeir Valdemarsson frá Sólheima- gerði í Blönduhlíð féll út af bíl á veginum skammt frá Héraðs- vötnum, og beið samstundis bana. — Bíllinn var að flytja fólk frá skemmtun í Varmahlíð áleið is yfir í Blönduhlíð. Sex menn stóðu í djúpum kassa aftan á bilnum — en afturgafl var eng- inn — og var Friðgeir einn með- al þeirra. Sáu þeir, sem' með honum voru, að hatturinn fauk af höfði hans, og í sömu svif- um var hann horfinn af bíln- um. Er álitið að hann muni hafa ætlað að reyna að grípa Stefna Chamberlaíus Um fátt mun nú meira deilt en Chamberlain forsætisráð- herra Breta og utanríkismála- stefnu hans. í ræðu, sem Chamberlain hélt nýlega í hópi erlendra blaða- manna, gerði hann ítarlega grein fyrir stefnu sinni. Hann sagði m. a.: — Þegar ég varð forsætis- ráðherra hafði samkomulagið milli Englands og Frakklands annarsvegar og Ítalíu og Þýzka- lands hinsvegar stöðugt farið versnandi. Mér virtist að ekki væri um nema tvennt að velja. Annað var að slá því föstu, að styrjöld væri óhjákvæmileg og einbeita öllum kröftum þjóðar- innar til að undirbúa hana. Hltt var að gera sér von um að hægt væri að varðveita friðinn með því að hagnýta alla mögu- leika til að útrýma orsökum til nýrrar styrjaldar, en halda þó hervæðingunni áfram á meðan til þess að vera undir allt búinn. Margir halda því fram i fullri einlægni, að hyggilegra hefði verið að velja fyrri kostinn. Ég hygg þó að þeir séu í miklum minnahluta í Englandi. Og fögnuðurinn, sem varð í öllum löndum, þegar kunnugt varð um Múnchensættina, sýnir að svo muni einnig hafa verið annarsstaðar. Það er lika eðli- legt. Því styrjöld nú yrði ólík öllum fyrri styrjöldum. Fórn- ardýrin yrðu nú ekki aðeins hermennirnir heldur einnig hinir óbreyttu borgarar: verka- maðurinn, skrifstofuþjónninn, húsmóðirin og — það sem er hryggiiegast af öllu — bömin. Og þegar styrjöldinni er .lokið, munu þau erfa, án tillits til þess hver hefði sigrað, eyði- leggingu og þjáningar, sem heil kynslóð myndi ekki geta bætt. Það voru þessar staðreyndir, sem ollu því, að ég valdi seinni kostinn. Markmið mitt hefir ekki aðeins verið friður í dag heldur einnig um alla framtið. Mér hefir aldrei komið til hug- ar að þetta takmark gæti názt, án mikillar fyrirhafnar og hattinn. — Bíllinn, sem var á hægri ferð, staðnæmdist þeg- ar, en pilturinn var örendur þegar að var komið. A. KROSSGÖTUM Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja. — Lifrarverðið. — Nýmæli í ráðningar- samningum. — Utgerð frá Eyjum. — Árshátíð Framsóknarmanna í Eyj- um. — Refarækt í Hvammssveit. — Rækjuveiðin í Arnarfirði. Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Fé- lagið tekur 5% í tryggingargjöld af bátum félagsmanna, en endurgreiðir svo að árinu liðnu sem iðgjaldaaf- slátt meginhluta tekjuafgangsins. Að þessu sinni voru 30% af iðgjöldunum endurgreidd, þannig að trygging árs- ins 1937 heflr endanlega orðið 3,5%. Þó hefir að þessum afslætti greiddum orðið nokkur aukning á sjóðseign fé- lagsins. Skuldlaust á félagið irni 300 þúsund krónur. t t t Lifrarsamlag Vestmannaeyja hefir nú fyrir nokkru selt alla lýsisfram- leiðslu þessa árs og er útborgun á lifr- arandvirðinu lokið. Endanlegt útborg- unarverð Ufrarinnar í ár varð 35 aurar fyrir hvert kílógr. lifrar. Er það ein- um eyri lægra verð heldur en fékkst í fyrra, en hinsvegar hæsta llfrarverð, sem greitt er í landlnu i ár. t t t í Vestmannaeyjum er, eins og víðar í sjóþorpum, sérstökum erfiðleikum bundið fyrir unglinga á milli ferming- ar og átján ára aldurs að komast að atvinnu. í nýgerðum samningum á milli útvegsbændafélaginu í Vest- mannaeyjum og sjómannafélagsins Jötuns er það merkilega nýmæli, að félögin skuldbinda sig gagnkvæmt til þess að stuðla að þvi að einn slíkra unglinga búsettar i Eyjum, óvaningar eins og það er nefnt i samningunum, verði ráðinn við útgerð hvers báts. Er hér með samstarfi tveggja stétta stíg- ið myndarlegt spor í þá átt að bæta úr um aðstöðu uppvaxandi manna í Eyjum til þátttöku í framleiðslustörf- unum. t t t Útgerð frá Vestmannaeyjum kemur til með að verða melri á næstu vertíð heldur en nokkru skipti áður. Til Eyja hafa verið keyptir allmargir nýir bát- ar og eldri bátar á þessu ári. Hinsveg- ar stendur Eyjamönnum stuggur af netaútgerð Færeyinga og íslenzkra leppa á færeyskum fiskiskútum. Vitað er, að Eggert Jónsson frá Nautabúi ætlar að gera út níu eða ef til vill tíu færeysk skip á þorskanetaveiðum við Eyjar í vetur, Karl Kristmanns eitt eða tvö skip og Færeyingar sjálfir gera út eitthvað af skipum fyrir eigin reikning. t t t Framsóknarmenn í Vestmannaeyjum héldu árshátið sina á þriðjudagskvöld- ið. Hófst hún með borðhaldi og sátu undir borðum áttatíu manns, en hús- rúm leyfðl ekki meira fjölmenni. Var reitt fram hangikjöt og drukkið hvltöl með. Að borðhaldinu loknu bættust enn nokkrir gestir við og voru þá alls hundrað manns á samkomunni: Hóf- ust þá ræðuhöld, söngur og dans. Fjór- ar stúlkur léku á gitar og sungu og ungur maður lék á sög. Samkoman fór ÖU frábærilega vel fram. t t t Refarækt færist mjög í aukana í Dölum. í Hvammssveit eru refabú á sex bæjum af nítján. Stærsta refabúið er í Sælingsdalstungu, hjá Jóni J. Einarssyni. Þar verða um tuttugu dýr á eldi í vetur, aUt sUfurrefir. Margir hugsa sér að styðjast við refaræktina er fjárstofninum fækkar af völdum mæðíveikinnar. t t t Tveir bátar hafa stundað rækju- veiðar í Arnarfirði, en afli lítiU og ekkert glæðst tU þessa. Hefir hin nýja rækjuverksmiðja Gísla Jóns- sonar ekki enn getað starfað svo telj- andi sé, vegna aflatregðunnar. Sumir ala í brjósti þá veiku von, að eitthvað rætist úr um rækjuveiðarnar, þegar þorskurinn gengur úr firðinum. t f t Bændur í Árneshreppi hafa megin verzlun sína við kaupfélagið á Norður- firði. En einnig sækja bændur langt norðan af Ströndum, aUt norðan úr Furufirði, þangað verzlun sína. Auk kaupfélagsins eru þó þrjár kaupmanna- verzlanir í hreppnum, í Reykjarfirði, Djúpuvík og Gjögri. t t r Neville Chamherlain. nokkurra vonbrigða. Það hefi ég líka mátt reyna. Ég hefi kannske orðið fyrir fleiri von- brigðum en ég reiknaði upphaf- lega með, en það hefir ekki svift mig trúnni. Með réttu hefir það verið sagt, að hrunið byrji þá fyrst, þegar maður gefst upp við að reyna að afstýxa því. Svo lengi sem ég gegni því embætti, er ég hefi nú, mun ég aldrei gefast upp við að reyna að ná mark- inu, þó ein eða önnur tilraun kunni að misheppnast. Þegar ég lít yfir atburði seinasta árs verð ég að lýsa mig undrandi yfir svartsýni gagnrýnenda minna. Þeir segja, og ég veit að þeir segja það satt, að fólkið óski allsstaðar eftir friði. En þeir, sem óska eftir fríði, verða einnig að leita hans. Maður verður að reyna að gera sér ljóst, hvað það er, sem ógnar friðnum og reyna að ryðja því úr vegi. Þetta hefir stjórn min reynt að gera. Ég vil aðeins benda á samninginn við írland, sáttmálann við Ítalíu, verzlun- arsamninginn við Bandaríkin, Mtinchensættina og þýzk- brezku yfirlýsinguna. Allt þetta hefir stefnt að því að treysta friðinn með því að ryðja styrjaldarorsökum úr vegi. Ýmsir andstæðingar minir halda því fram, að vegna þess að ég vilji reyna að ná sam- komulagi við einræðisrikin, hljóti ég að vera fylgjandi stjórnskipulagi þeirra. Þetta er fullkomlega rangt. Fyrir mig og meginþorrann af landsmönnum minum myndi undirokun ein- staklingsins undir það, sem menn nefna ríkið, en í rauninni er ekkert annað en þeir, sem stjórna ríkinu á hverjum tíma, vera fullkomlega óþolandi. Slíkt er í mesta máta ósamrýman- legt skoðunum vorum um mannlegt samfélag. En hitt játa ég, að mér finnst hvorki gagnlegt né hyggilegt að ávíta aðra, þó þeir fylgi öðru stjóm- skipulagi en vér. Sagan kennir oss, að ekkert stjórnskipulag varir að eilífu. Breytingin get- ur þróast stig af stigi eða kom- ið eins og óvænt sprenging. Hún er óhjákvæmileg og það væri beinlínis hættulegt að rjúfa sambandið við eitthvert land, sökum þess skipulags, sem ríkir þar á einhverjum tíma, en fljótlega getur tekið gagngerð- um breytingum. Seinustu vikurnar hafa ýms- ir gagnrýnt mig, sem „hinn gamla mann“. Ég hefi sjálfur ekki orðið ellinnar var, hvorki andlega eða líkamlega, en þó merki ég kannske ellinnar — eða réttara sagt reynslunnar • á einn hátt. Ég hefi séð, að sér- hver tilraun, sem er fólgin í því að reyna að drottna og und- iroka, hlýtur að misheppnast. Aftur kennir sagan okkur, að viðleitnin til að drottna hefir aldrei verið nein hamingjuleið eða reynst holl þeirri þjóð, sem valið hefir veldi sínu það fyrir- komulag. Undirokunin og frelsisskerðingin skapar aukinn mótstöðukraft hjá þeim, sem ofrikinu eru beittir eða eiga von Á viðavanei ■i|iV Eins og áður hefir verið minnst á hér í blaðinu, hélt í- haldsfélagið Vörður I Reykja- vík nýlega fund um sjávarút- vegsmál. Framsögumaður var þar Sigurður Kristjánsson full- trúi Sjálfstæðisflokksins í milliþinganefnd þeirri, er rann- sakar togaraútgerðina. Sigurð- ur áleit það eitt helzta bjarg- ráð útgerðarinnar að gefa inn- flutninginn frjálsan. En það myndi þýða, að meira yrði flutt inn í landið af appelsín- um, silki, lakkskóm o. s. frv., en minna af kolum, saltí, olíu og veiðarfærum. Lagleg umhyggja fyrir útgerðinni. * * * /* En hérmeð er ekki öll sagan sögð. Á áðurnefndum Varðar- fundi reis upp annar „vinur“ út- gerðarinnar, Gísli Jónsson vél- stjóri, og lét ljós sitt skína. Um ræðu hans segir Mbl.: „Ræddi hann einnig um vandræði út- vegsins og nauðsyn þess, að hon- um yrði bjargað frá glötun. Benti hann á, hvað stjórn Sjálf- stæðisflokksins hefði gert í þess_ um efnum 1934 og vildi að svip- uð leið yrði farin.“ * * * En hver var svo þessi ,farsæla‘ leið, sem íhaldsstjórnin fór 1924? Hún var meðal annars sú, að tollar voru hækkaðir um 3—4 milljónir króna, þar á meðal kola- og salttollurinn um 25%. í öðru lagi var hún í því fólgin að hœkka gengi íslenzkrar krónu um nál. 50%. Með öðrum orðum: Gísli Jónsson virðist álita að út- veginum verði helzt bjargað frá glötun“ með því að hækka tolla (t. d. kola. og salttollinn!) og hækka gengi krónunnar. Maður gæti eiginlega freistast til að halda, að þessir virðulegu „vinir“ útgerðarinnar vissu ekki fylli- lega um hvað þeir eru að tala! * * * Mbl. í dag er með ónot út af því, að hinir nýju bankastjórar Útvegsbankans skuli ekki hafa verið ráðnir úr starfsmannaliði bankans. En þetta hefir aldrei verið gert í þeim banka. Hvorki Helgi Briem, Jón Ólafsson, Jón Baldvinsson né Helgi Guð- mundsson voru úr starfsmanna- liði bankans. Og hvernig var það á sínum tima, þegar Jón Magnússon réð Eggert Claessen að íslandsbanka fyrir 40 þús. kr. á ári í 10 ár? Ekki var hann úr starfsmannaliði bankans. — Bankastjórar Landsbankans hafa heldur ekki verið valdir meðal starfsmanna þess banka. * * * Annars hefir svokallað „Bankablað" verið látið hafa forystuna í því að reyna að koma af stað óánægju út af ráðningu hinna nýju banka- stjóra. Hefir piltur nokkur í Út- vegsbankanum, sem talin hafði verið trú um að hann gæti orðið bankastjóri, skrifað fremur lúa- lega dulnefnisgrein um þetta efni, þar sem nýju bankastjór- arnir eru kallaðir „liðleskjur" o. s. frv. í grein þessari er því m. a. haldið fram, að stjórn bankans hafi batnað, þegar Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson féllu frá, og Helgi Guðmundsson varð einn um bankastjórastörf- in. Og fleira er í þessu blaði á- líka smekklegt um þessi mál. * * * Hvaða rök vill Mbl. færa fyrir þvi, að sá af bankastjórum landsins, sem Sjálfstæðisflokk- urinn studdi sem forsætis- og fjármálaráðherra rikisins í tvö ár, eigi að hafa lægri laun en aðrir bankastjórar? Frh. á 2. síðu. á slíkum afarkostum. Bæði ein- staklingar og þjóðir verða að leita hamingjunnar á annan hátt. — Þessi ræða Chamberlains var flutt af meiri þrótti en venja hans er. Ýmsir blaðamennirn- ir hafa sagt svo frá, að hann (Framh. á 4, siöu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.