Tíminn - 29.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.12.1938, Blaðsíða 4
332 TÍMIM, flmmtwdagiim 29. des. 1938 83. blað Steina Chamberlaíns (Framh. af 1. si8u) hafi minnt þá á mann, sem findi sig snortinn af spámann- legri köllun. í dómunum um Chamberlain gætir þeirrar skoðunar líka orðið meira, að friðarstefna hans sé raunveru- lega sannfæring hans, en eigi ekki rætur sínar að rekja til á- hrifa auðmanna eða vina hans eins og oft hefir verið haldið fram. Andstæðingar hans tala um hinn gamla mann, sem standi í þeirri trú, að forsjónin hafi ætlað honum það hlutverk að vera boðberi friðarins. En boðskapur Chamberlains virðist falla í grýttan jarððveg eins og margra annara spá- manna. Þýzku blaðamennirnir fengu ekki að hlusta á þessa ræðu hans, því yfirmönnum þeirra var fyrirfram kunnugt um efni hennar og vissu að hann myndi lýsa andúð sinni á nazismanum. Um líkt leyti og hann ákvað Ítalíuför sína, hóf Mussolini landakröfur á hend- ur Frökkum og ógnar þeim nú með árás á Somaliland. Raforkuveita austanfjalls (Framh. af 1. síöu) sem veitan liggur til, verði byggilegri en ella. Ýmsir örð- ugleikar geta þó orðið á því, að koma slíku fyrirtæki í fram- kvæmd á þessum tímum, og gildir um þetta sem um flest önnur framfaramál héraðanna, að framgangur þess er að veru- legu leyti undir því kominn að héraðsbúar sjálfir fylgi málinu fram með öllu því liðsinni, sem þeir geta. ÚR BÆMW Örninn f Miðbæjarskólanum. Undanfama daga hefir Magnús Jóns- son bóndi að Ballará á Skarðsströnd dvalið hér í bænum og með honum allóvenjulegur ferðafélagi, sem hann sýnir hér um þessar mimdir í Miðbæj- arbarnaskólanum. Þessi ferðafélagi Magnúsar er örn, sem alizt hefir upp á Ballará frá því hann var mánaðar- gamall, en nú er hann þriggja ára. Ernir eru nú að verða mjög sjaldséðir hér á landi og má því telja það mjög merkilegan viðburð, að þessi fugl hefir tekið tryggð vi'ö menn og mannabú- staði. Örninn er daglega til sýnis í Miðbæjarbarnaskólanum frá kl. 10—12 f. h. og 1—11 e. h. Áramótadansleik heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó á gamlárskvöld og hefst dansleikurinn kl. 10% síðdegis. Nýja bandið spilar. Ljóskastarar. Aðgöngumiðar seldir á afgr. Álafoss 30. og 31. des. og í Iðnó á gamársdag. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á sjónleiknum Fróðá á annan í jólum cg fékk leikur- urinn ágætar viðtökur. — Næst verður leikið í kvöld. Framsóknarfélag Sunnmýlinga. í frásögn um fulltrúafimd (aðal- fund) Framsóknarfélags S.M. að Eiðum 18. september síðastllðinn er sagt, að Jón Kerúlf á Hafursá hafi verið kosinn í stjórn félagsins. Þetta er ekki rétt. Stjórnarkosning fór þannig, að Sigur- björn Snjóífsson bóndi í Gilsár* igi var kosinn formaður, Stefán Björnsson prófastur á Eskifirði ritari, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði gjaldkeri. í varastjórn voru kosnir Pétur Jpnsson bóndi á Egilsstöðum, Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi í Vattarnesi og Brynjólfm- Þorvarðarson bókhaldari á Reyðarfirði Leiðrétting. í hið snjalla kvæði Guðmundar Böðvarssonar á Kirkjubóli, „Þó hin ófarna leið —“, sem birtist í fullveldis- dagsblaði Tímans, er Samband ungra Framsóknarmanna gaf út, hefir slæðst leiðinleg prentvilla. Upphaf kvæðisins á að hljóða þannig: „Öll ströndin í skammdegis- skuggum og mjöll, öll skcrmsl hinna íslenzku fjalla í jökulsins helgreip, — og hyldýpis þögn um heiðanna borgir og stalla." Skrifstofur og Törngeymilnr vorar, verða lokaðar 2. janúar n. k. Eimskipafélag Isiands. P.Smíth&Co. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Togarafélag. I»eir, sem kynnn að vilja gjörast hlnthafar í hlutafélagi, sem þegar hefur verið stofnað, með það fyrir augum, að kaupa í tilraunaskyni, tog- ara með nýtízku vinnslutækjum, geta snúið sér til skrifstofu Stefáns Jóh. Stefánssonar & Guðmundar Guð- mundssonar, Austurstræti 1 frá kl. 2 —4 e. h. daglega, sem gefur allar nán- ari upplýsingar og tekur á móti um- sóknum. B.V. „Reykjabor^ 687 brutto smálestir, er til sölu. í skipinu er meðal annars fyrsta flokks mjölvinnsluverk- smiðja, dýptarmælir, miðunarstöð, lopt- skeytastöð og yfirhitun. Upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri fé- lagsins, Kr. Ó. Skagf jörð, Túngötu 5. Tilboð séu komin fyrir 20. janúar 1939. STJÓM H.f. MJÖLMR. Áramótadansleftk heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó á gaml- árskvöld kl. 10,30 síðd. Ljóskastarar. Húsið skreytt. — Nýja bandið spilar. Aðgöngumiðar verða sðldir á afgreiðslu Álafoss 30. og 31. des og frá kl. 4 í Iðnó á gamlársdag. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar RtJÐIR og SKIM, sem faUa tU á heimUum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPA HtJÐIR, HROSSHtJÐLR, KÁLFSKíW, LAMR SKIW og SELSKEVJV tU útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL StJTUJVAR. - NAUT GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKEVIV er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, horgar sig. Vinnið ötullega fyrir Tímann. 166 Andreas Poltzer: Patrtcia 167 Það munu hafa Iðiið nálægt fimm mln- útur, þar til hann sá Sluice koma fram úr pálmagarðinum. Litli naggurinn stóð aðeins fá skref frá felustað hans. Birtan frá vegglampa féll beint í andlit Sluice, og Whinstone sá greinilega, að hann var í djúpum hugleiðingum. Allt í einu virtist Sluice taka ákvörðun. Hann skimaði þjófslega kringum sig og hljóp svo beint að myndastyttunni. í sama bili kom hann auga á fulltrú- ann, sem stóð í dimmu skotinu og sást verr en ella, af því að hann var dökk- klæddur. Sluice hafði vissulega ekki bú- izt við að hitta fulltrúann þarna. Það var auðheyrt á röddinni, að hann var forviða og að fát hafði komið á hann. — Nú, eruð það þér, fulltrúi....? Af- sakið þér! Og svo hljóp hann leiðar sinnar án frekari skýringa. Whinstone horfði á eftir honum og allt í einu datt honum nokkuð í hug. í stað þess að elta Sluice, eins og hann hafði ætlað sér fyrst, fór hann aö þukla varlega á myndastyttunni. Fyrst í stað varð hann einskis vísari. En hann missti ekki þolinmæðina og hélt áfram að þreifa. Hann var að kanna stallinn undir myndinni, þegar hann heyrði fóta_ tak nálgast og flýtti sér þá bak við myndina. Alice Bradford kom rakleitt að mynd- inni. Hún var rétt að segja komin að felu- stað Whinstones, þegar hún sneri allt í einu af leið. Á næsta augnabliki sá Whinstone unga manninn hlaupa ofan stigann. Hann var að hugleiða, hvort hann hefði sézt, þegar skotið, sem hann stóð í, fór allt í einu að hreyfast. Skotið og myndin snerist alveg hljóð- laust um ósýnilegan ás. Úr þvl að hreyfi- útbúnaður þessara leynidyra — því að þetta voru leynidyr — hafði verið settur á stað, án þess að Whinstone kæmi þar til skjalanna, efaðist hann ekki um, að einhver væri þarna fyrir innan, sem þyrfti að komast út. Nú var útskotið hætt að hreyfast. Og nú var Whinstone staddur I herbergi, þar sem niðamyrkur var inni. Hann greip ósjálfrátt til vasaljóssins síns, en mundi á næsta augnabliki, að hann var I kven- búningi, sem engir vasar voru á. Hann þreifaði niður á gólfið við fætur sér, þar sem hann hafði lagt kventösk- una sína, og fann að hún var þar enn. Því miður voru engar eldspýtur I henni. Whinstone fór að káfa á veggjunum I dimmu stofunni, með mestu varúð. Sér til mikillar furðu, fann hann, að vegg- irnir voru úr þykku, teygjanlegu efnl, .Giilll'oss* ler héðan á priðjudags kvöld 3. jan. um Vest- mannaeyjar og Fá- skrúðsljörð til Kaup- mannahainar. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa íylgir, selur SIGXJRÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík KASSAGERÐ JÓHANNESAR JÓN- ASSONAR, Reykjavík, Skothúsvegi 9 (hjá h.f. ísbimlnum). — Býr til allar tegundir af kössum, hvort sem er undir verksmiðjuframleiðslu eða undir fisk tU útflutnings. Útvegar ennfremur jámborða og thheyrandi lása og vélar tU að spenna utan um kassa. — Verk- smiðjusími 1978. Heimasimi 2485. Beztu kökurnar til nýársins hjá Ólafíu Jónsdóttur, Baldurs-: götu 6, uppi. Sími 2473. 100 menn og ein stúlka Heimsfræg og hrlfandi fögur amerísk kvikmynd. Aðalhlutv. leika undra- barnið Deanne Durbin og Leopold Stokowski ásamt hinni heimsfrægu Philadelphiu hljómsveit er leikur í myndinnl þætti úr fegurstu verkum Wagners, Tschaikowsky, Mozarts, Verdi og Liszt. ■ nýja Bíótttmm*m«m Barónsirúin og brytinn Bráðfyndln og skemmtUeg am- erísk kvikmjmd frá FOX. Aðalhlutverkin leika hin fagra: ANNA BKIiT.A og kvenr.aguhið WTLLTAM POWKIiL. Skrí f stoium vorum verður lokað allan daginn þ. 2. jan. n.k. Tóbakseinkasala ríkisins. Tekjii- og eignarikattnr Hér með er vakin athyg’li skatt- gjaldenda á pví, að peir purfa að hafa greitt tekju- og eign- arskatt sinu FYRIR ÁRSLOK, til þess að skatturinn verði dregínn frá skaitskyldum tekj- um peírra, þegar skattar þeirra á næsta ári verða ákveðnir. Greiðsla fyrir áramót er skil- yrði fyrir nefndum frádrætti. Tollstjórinn í Reykjavík 28. desember 1938 UTSVÖR Athygli gjaldenda hér í bæn- um skal vakin á því, að við á- kvörðun skatts og útsvars á næsta ári verða útsvarsgreiðsl- ur því aðeins teknar til greina til frádráttar, að greítt sé fyr- ir áramót. Greiðið útsvarsskuldir yðar því nú þegar og í síðasta lagi fyr- ir hádegi á gamlársdag. Borgarrítarinn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR 99 Fróðáw Sjónleikur í 4 þáttum, eftlr JÓHANN FRÍMANN. Sýnlng í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 I dag. Sígurður Ólason & Egill Sígurgeírsson Málllutningsskrilstoia Austurstræti 3. Sími 1712. Jörðin Miðkot I Vestur-Landeyjahreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við eig- anda og ábúanda Kristinn Þorsteinsson. Kopar keyptur i Landssmiðjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.