Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 2
ALEYÐuBLAÐIÐ ALÞÝBUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. ► Aígreiðsla i Alpýðuhúsinu við í Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9Vg —10Vs árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). > Yerðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. J Prentsmiðia: Alpýðuprentsmiðjan ► (i sama husi, sömu símar). { Friður íhaldsins. —• Ihaldsblöðin hafa auglýst í ó- gáti hræðslu íhaldsliðsins við kosningarnar. Það pekkir verk sín og skelfur á beinunum þegar skuldadagurinn er í nánd. Fyrsta og hinzta hugsjón þess er að 'reyna að halda völdunum. Og svo þykjast blöð þess vera að boða frið(!). Um að gera, að kosninga- baráttan sé sem skemst. Því síð- ur getur alþýða Islands áttað sig á meðferð og meðferðarleysi í- haldsins á máium hennar á þing- inu, og því meiri líkur vonar það að hiafa til að véla út úr henni yfirráðin á ný. Og þetta þykist það gera af friðarvináttu(!). Hér eiga sannarlega við orð Péturs biskups: ,,Sá friður, sem heim- urinn gefur, kemur frá djöflinum." Friður íhaldsins er friður tófunn- ar til að ganga öáreitt milli sauð- fjárins og lifa á hjörðinni. Það er friður efnastéttarinnar til að velta skatíabyrðinni af sér yf- ir á bak fátæklinganna með því að taka yfirborðið af tekjum rik- isins með tollum, sem í reynd- inni verður nefskattur, er mæðir alira mest á fátaekum barnafjöl- skyldum. Það er fjármálastefna Jóns Þorlákssonar — að dæðast eftir fé í vasa fátæklinganna, láta þá borga það af hverjum matar- bita og hverri smjörklípu, sem þeir kaupa, til þess að þeir taki síður eftir því. Þess fremur fær efnastéttin að vera í friði með sínar reytur. Þvi siður er þjóð- nýting framkvæmd til að afla teknanna. Þessi er aðferð íhalds- liðsins. Að læðast og bíta þá, sem erfiðast veitir að biarga sér undan bitinu, — það er aðferð katt- arins og lúsarinnar, stefnusystk- ina íhaldsins. Friðurinn, sem í- haldsblöðin predika, er friður tígr- isdýrsins til að bíta bráð sína í næði,. — friður til aö neita hafn- arverkamönnum um næturfrið og sjómönnum um nauðsynlegan svefn, friður öleiskra og tröllrið- inna alþingismanna tU að halda við Spánarvínaflóði og öörum götum á vínbanninu, friður at- vinnumálaráðherrans til að brjóta siglingalögin og veita undanþág- ur frá þeim í lagaleysi og biðja síðan næsta þing að leggja bless- un sína yfir aðfarirnar. Það er friður til að lækka kaup verka- iýðsins og hundsa kröfur hans. Slíkur er friður íhaldsins. Er hann ekki girnilegur áttaviti í ís- lenzkum stjórnmálum næstu fjög- ur árin? Tekju- cg eigna-skattur i Reykjavík í ár. II. Þessi togara-félög og -eigendur greiða í skatt svo sem nú skal greina. „Aliiance'1 (4 togaiar) kr. 857,00 H. P. Duus verzlun (og útgerð) — 686,50 „Vífill" . — 437,40 Geir Thorsteinsson — 275,20 „Hængur" — 216,50 „Sleipnir" (2 togarar) — 110,90 „Njáll" — 163,40 „Fylkir" — 46,20 * * * Fiskverkunarstöðin „De- fensor" (greiðir ekkert útsvar) — 818,00 Þá koma nokkrir framkvæmda- stjórar togarafélaga: Jón ólafsson, útgerðar- stjóri „Alliance" kr. 1334,00 Jón Sigurðsson, annar útgerðarstjóri þess — 253,60 Richard Thors — 1961,00 Kjartan Thors — 1132,50 Haukur Thors — 1059,60 (allir framkvæmda- stjórar „Kveldúlfs" ásamt Ólafi Thors) Bjarni Sighvatsson út- gerðarstj. og kaupm. — 198,00 Páll Ólafsson, togara- framkvæmdarstj. og skrifstoíustjóri Félags ísl. botnvörpuskipaeig. — 41,00 (í fyrra kr. 34,00) Bjarni Pétursson, togarafram- kvæmdarstjóri og blikksmiður greiðir engan skatt. sk * * P. Petersen (Gamla Bíó) kr. 1998,70 Nýja Bíó — 852,90 Þorsteinn Sch. Thor- steinsson lyfsali (Rvíkur Apotek) — 1092,40 „Hið ísl.“ steinoliufél. — 921,00 Magn. Guðm. ráðh. — 694,60 Jóh. Jóh. bæjarfógeti — 667,00 Slippfélagið — 404,60 Pípuverksmiðjan h.f. — 336,30 „Hamar" h.f. — 64,00 Veiðarfæraverzlunin „Geysir" — 11,68 Prentsmiðjan „Acta“ -— 5,00 (Ólafur Thors er talinn vera einn hluthafinn í henni) „ísaga" h.i. Núll * * * Axel I. Dahlstedt, veitingamaður í „Fjallkonunni" kr. 60,00 en ekkert útsvar. Magnús Kjaran kaupm. — 3,80 Lárus Jóhannesson hæsta- réttarlögmaður — 1,30 Þá er „Kveldúlfur" enn ótalinn og sjö önnur togarafélög, og verður í næsta blaði sagt frá skatfgreiðslu þeirra. Lúðrasveit Reykjavikur spiJar á Austurvelli kl. 81/2 ann- að kvöld, ef veður Ieyfir. Skopleg málsliofðisBi. ióhann P. Jónssnn, fyrr ver- andi auka- og vas'a-iiigreglu- stjóri f Reykjavík og nú „skipherra“ á höSðar mál gegn Alþýðnblaðinii og Eirni Bl. Jósissyití fyrir grein- ir- nm landhelgisgæzluna. í gærkveldi birtu stefnuvottar ritstjóra Alþýðublaðsins sátta- kæru frá Jóhanni P. Jónssyni skipstjóra, þar sem ritstjórinn er kvaddur á sáttafunnd vegna um- mæla í greinum um landhelgis- gæzluna í 80., 83., 84., 86., 87. og 88. tölublaði Alþýðublaðsins í ár, er nefndur Jóhann P. skip- stjóri telur meiðandi fyrir sig og atvinnu sína. Sáttafundurinn er á þriðjudaginn kemur kl. 9Vr á,- degis. Ritstjóri Alþýðublaðsins gat satt að segja ekki varist brosi, er hann las sáttakæruna, því að þetta er næsta kátlegt uppátæki úr skipherranum. Hann er sem sé alls ekki málsaðili gagnvart þessum greinum, sem eru gagn- rýning á almennu máli og at- höfnum ríkisstjórnarinnar í opin- beru framkvæmdamáli, sem ekki snerta Jóhann P. persónulega. Stjórnin ber sem sé ábyrgð á landheTgisgæzlunni gagnvart al- menningi. Það er því næsta ó- trúlegt annað en að málinu verði vísað frá, þegar til dómstólanna kemur, og þangað fer málið vit- anlega, þar sem sætt getur vita- skuld ekki komið til mála við mann, sem ekki getur skoðast málsaðili. Það getur ekki heldur átt sér stað, þar sem umræður um opinber mál eru lögtryggðar með stjórnarskránni, að einstak- lingar geti barið þær niður, þótt þeir séu nefndir, og um atvinnu- róg getur ekki verið að ræða, því að landhelgisgæzlan er ekki og á ekki að vera atvinnurekstur Jö- hanns P. Eitt er enn til marks um, hve málshöfðun þessi er skopleg, sem sé það, að ein af ummælunum, sem kært er yfir, er ályktun á fundi í Jafnáðar- mannnafélaginu, sem- sagt er frá í frétt. Það færi líklega að þynn- ast um fréttir í blöðunum, ef ein- hver og einhver ætti að geta höfð- að mál gegn blaði út af fréttum um ályktanir annara. Enn fremur heíir Jóhann P. sent Birni Bl. Jónssyni sáttakæru til sama tíma út af grein hér í bíað- inu eftir hann um landhelgismál- ið, þar sem Jóhann telur ummæli hans um iandhelgisgæzluna móðg- andi fyrir sig. Það leiðir af þessum athöfnum varðskipsstjóranns, að hann verð- ur sjálfur að vera á sáttafundi á þriðjudaginn kemur kl. 9 ár- degis. Þeir, sem leggja stund á landhelgisveiðar, þurfa því ekki að óttast hið skarpskygna eftir- Iitsauga hans þann morguninn. Það fer líklega að verða heldur lítið út landhelghgæzlúnni, ef skipstjórar varðskiparina eiga að fara að standa í stríði fyrir í- haldsstjórnina á vígvelli stjórn- málianna, því að þá er haett við að þeim myndi reynast margur óvinurinn. Frá Boston. íslenzkur fiskimaður, sem stundar atvinnu á togara frá Bos- ton í Bandaríkjunum, skrifar kunningja sínum hingað heim. Birtist hér ágrip úr bréfinu: „Ég er nýkominn úr veiðiför, Sem stóð 4 daga. Veðrið var á- gætt, sléítur sjór og stiltur. Hiti var svo mikill, að við unnilm á 'skyrtunum. Aflinn var 273 þús. pd., mest ýsa. Skipið er 7 ára gamalt með 350 hestafla Diesel- vél, er gengur ávalt eins og klukka. Skipið kostaði nýtt 250 þúsund dollara. Dýrt þætti það heima. Á skipinu eru 22 menn, 14 hásetar, 3 menn við vél, skip- stjóri, stýrimaður, matsveinn, loft- skeytamaður og svo nefndur „stjórnarmabur", sem hirðir hrogn og klekur þeim út. Svefntími okk- ar á sjónum er alt af reglubund- inn, 8 tímar í sóiarhring. — Afla; þennan seldum við fyrir 5467 dollara. Markaðsverðið var þann dag hæst 5 cent fyrir pd. is- ienzkur skipstjóri, Magnús Magn- ússon frá isafirði, seldi þann dag fyrir 8000 dollara. — Kaup okkar, háseta, er 51 doll- ari á mánuði eða doll. 1,70 á dag og ókeypis fæði, þar að auki hlutdeild í sölu aflans doll. 6,66 af 1000 doll. upp að 3 þús. doll. og 10 doll. af hverjum þúsund doll., sem selst yfir 3 þús. Enn. fremur fengum við alla gotu, sem „stjórnarmaður“ ekki hirti, og fengum við 'fyrir hana alimikla. peninga. Fyrir þessa 4 daga sjóferð vann- ég mér inn 86 dollara, og þótti mér gott. Ég hefi þegar trygt mér fast skiprúm og vona, ef heilsa leyfir, að geta átt góð kjör.“ Ekkert getur bréfritarinn um, að umkvörtun sé yfir því, að útgerðin beri sig ekki, þó dýrt sé skipið og ráöning skipverja á þann hátt,. sem hann lýsir. Nokkrir Islendingar eru þar bú- settir, sem stunda fiskveiðar, flestir á togurum, og láta þeir allir vel yfir sér. 8-tíma-dagnrmn. —— (Frh.) Gusíav Ottesen læknir kemst svo að orði: „Hin bezta endumæring fyrir andlega og líkamlega heilbrigði er sú hvíld, sem maður fær eftir dagstritið við það að vera í næði á heimili sínu við lestur, samtal, handavinnu eða annað, sem manni feilur vel í geð. Þreytan hvérfur og aflið eykst; mjúkleikinn og þróttutinn er aftur komvnn í alla limi, áður en maður legst til hvíidar, og að morgni vaknar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.