Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.05.1927, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ Kebken> 09 Rengarú^ HUTÍD5'SÆBEmBRII ^ KOLDIKG. maður aíhress og gengur glaður til vinnu sinnar. Öðru vísi er ásigkomuiag manns, ef maður verður að vinna án nauðsynlegra frístunda; ef vinnunni er Jrannig háttað, að maður er prælbundinn við hana mestan tírna sólarhxingsins og tæpur tími gefinn til svefns og matar. Þá sefur maður fast og va'knar að morgni illa á sig kom- inn og gengur að vinnunni með ó- lund og óánægju, vitandi það, að fyrir hendi ér langur og preytandi erfiðisdagur. Og eftir pví, sem árin fjölga, verður petta enn óbæri- legra; gigtinkemur; bakiðbognar; andlitið stirðnar og verður hrukk- ótt. Alt iífið verður einhliða, punglamalegt og gleðisnautt. Freistingin til að deyfa þreytuna stutta stund með æsandi meðul- um gerir vart við sig, og margir eru þeir, sem standast hana ekki. Krafan uöi, að hver vinnandi maður skuli eiga kost á nægileg- um fristundum, sem hann geti. notað eftir eigin vild, mun í íram- tíðinni koma með meiri og meiri óherzlu, því að það er í raun réttri krafa um h-eilsu, velferð og óðul þeirra manna, sem með and- legu og líkamlegu erfiði viðhalda þjóðfélaginu. Látum því takmarkið vera: 8 tíma vinna, 8 tíma hvíld, 8 tíma svefn.“ (NI.) simskejrtl* Khöfn, FB., 27. maí. Brezka þingið samþykkir sam- bandsslitin við Rússa. V erkamannaflokkurinn ogfrjáls- lyndir á móti, Frá Lundúnum er símað: Mik- ill meiri hluti þingsins hef- ir fallist á þá ákvörðun stjórn- arinnar að slíta stjórnmálasam- handinu við Rússland. Fulltrúar vexkalýðsins í þinginu lögðu það til, að nefnd yrði skipuð til þess að rannsaka skjöl öll, er fundust, þegar húsrannsóknin fór fram í Arcósbyggingunni, áður en sam- bandinu væri slitið, en þingið feldi þá tillögu. Lloyd George hélt ræðu um málið, og kvað hann ekkert unnið við það að slíta stjórnmálasambandinu, en áhætt- ■una hins vegar mikia. Sp&i*ar fé tiifia og ©rlIÍL Kanada segir upp verzlunar- samningi við Rússa. Frá Ottawa er símað: Sam- bandsstjórn Kanada befir sagt upp verzlunarsamningunum milii Kanada og Rússlands. Frakkar feta ekki í fótspor Breta gegn Rússum. Frá París er símað: Það er talið ósennilegt, að frakkneska stjómin feti í fótspor brezku stjórnarinnar og slíti stjórnmála- og verzlunar-sambandi við Rúss- land, að minsta kosti í bráð. Hins vegar er stjörnin staðráðin í því að bæla niður allan undirróður af Rússa hálfu í Frakklandi og frakknesku nýlendunum. Fiaiadssp „Araetsi.44 Nánari frásögn. Verður haim OFSiSk máSaferla? „Ameta“, norska skútan, sem lenti áður í hxakningunum á leið frá Grænlandi og skaut þá upp við Breiðafjörð, slitnaði s. I. sunnu- dagsnótt, eins og áður var frá sagt, aftan úr vélbáti, sem ætlaði að draga hana hingað. Eftir að báturinn hafði birgt sig hér í Reykjavik af vistum og olíu, snéri hann aftur að leita hennar. Leit- uðu bátverjar um Faxaflóa, en íundu skútuna ekki í fyrstu. Loks hittu þeir tvo vélbáta, er höfðu hana í eftirdragi. Bátar þessir voru frá Akranesi. Höfðu þeir verið á leið vestan úr flóanum og sáu þá sfcip liggja nálægt Þor- móðsskeri, og var það mannlaust. Það var ,,Ameta“. Mennimir þrír, ter í henni höfðu verið, höfðu tek- ið skipsbátinn og ætluðu að róa til lands. Nú sjá þeir vélbátana og snúa þá þegar aftur á leið til skipsins. Vélbátaverjar höfðu los- að festar skútunnar og slept þeim í sjóinn, en tekið hana í eftirdrag áleiðis til Reykjavíkur. Gekk ferðin hingað síðan heilu og höldnu, svo sem áður hefir verið frá skýrt. Nú er sagt, að eigendur bátanna krefjist þriðjungs af verði eða vá- tryggingarfjárhæð „Ametu‘“ í björgunarlaun, en aftur á móti krefjist vátryggingarfélagið fjög- urna þúsunda króna bóta fyrir akkerin og keðjurrtar, þar eð þeim hafi verið slept í sjóinn, en ekki dregin upp. Sennilegt er tal- ið, að dómstólarnir verði látnir skera úr deilunni. „Ameta“ er orðin æfintýraskip, hvað sem við þau kann að bætast úr þessu. U*m <Saglmn ®gg Nætuslæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, simi 1185, og aðra nótt Árni Pétursson, Uppsölum, sími 1900. jfe m * Næturvörður mm ift ® er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. JfR I' m m &i i4í.ii ílsi -'l Frambjóðendur. Sigurður Eggerz kvað ætla að bjóða sig tram í Dalasýslu. Einnig mun séra Jón Guðnason bjóða sig fram par af hálfu xFramsóknar*- flokksmanna. Björn Kristjánsson þóttist lengst af ekki ætla að bjóða sig fram oftar. Nú mun þó ráðið, að íhaldið hafi hann enn á boðstólum í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Er látið heita svo, sem ein- hverjír flokksbræður hans hafi skorað á hann að vera í kjöri. Líklega verður fulltrúi togaraút- gerðarmanna í fylgd með honum. Fullyrt er þó, að vomur sé í fleM íhaldsmönnum að róa á sömu mið. — Oscar Clausen kaupmað- maður kvað ætla að bjóða sig fram í Snæfellsness- og Hnappa- dals-sýslu af hálfu Sigurðar- Eggerz-flokksins. Éts m pi m ss m @ Togaramir. „Austri" kom af veiðum í giæir- kveldi til Viðeyjar með 104 tunnur tifrar. Varðskipin „Fylla“ og „Islands Falk“ liggja hér; komu bæði í gær. „Þór“ kom einnig í morgun. Skipafréttir. „Esja“ fór í morgun vestur um Jflnd í hringferð og „Suðurland" í Borgarnessför. „Botnía“ og „Tjaldur“ eru væntanleg frá út- iöndum annað kvöld eða á mánu- dagsmorguninn, — „Tjaldur" lík- legast annað kvöld. DómkirkjuMj ómleikarnir í gærkveidi voru ágætlega sótt- ir og fóru fram hið bezta. Er Sig- fús Einarsson alls góðs maklegur fyrir menningarstarf sitt á hljóm- listarsviðinu. f ' Leikjakeppui. Á morgun, sunnudaginn 29. maí, kl. 5 síðdegis keppir stúlknahóp- ux héðan á íþróttavellinum í Hafnarfirði við stúlknahóp það- an úr kaupstaðnum í ýmsum úti- leikjum, sem Valdimar Svein- bjömsson leiltfimiskennari hefir innleitt hér á landi, og er það í fyrsta sinni, sem stúlkur keppa Til Hafnarfjarðar og Vifilsstaða er bezt að aka með Bnick-bifreitiin, fs*á JStefmdérl. Sæti til Hafnarfjarðar kostar að eins eina krónn. Tií Keflavíkur áagiega. Sími 581. sín á milli. Drengir héðan úr barnaskólanum keppa þá einnig við hafnfirzka drengi í sömu leikjum. Listaverkasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikudögum kl. 1—3. Það ætti enginn íslend- ingur, sem þangað getur komist, að láta óskoðað. Listanautnin er æðst og farsælust allra nautna. í sjóinn Ienti í gær hestur með vagn austan við steinbryggjuna. Tókst að spenna vagninn frá, en hest- inn varð að láta synda fram fyrir bryggjusporðinn, svo að hann næðist upp aftur, og tókst það á þann hátt. Heilsufarsfréttii'. (Eftir símtali við héraðslækn- inn.) Hér í Reykjavík veiktust s. l. viku (15.—21. þ. m.) 18 manns af „kikhósta“ á 14 heimilum. 13 manns fengu lungnabólgu, 3 dán- ir. Tvent manna tók barnaveiki og einn mænusótt. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjami Jónsson. Engin síð- degismessa. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Har- flldur prófessor Níelsson. 1 Landa- kotskirkju og spítalakirkjunni í Hafnaxfirði kl. 9 f. in. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikun. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. — 1 Sjómannastofunni ki 6 e. m. guðsþjónusta. AUir velkomn- ir. Veðrið. Hiti 13—7 stig. Vestlæg og norðlajg átt, víðast heeg. Þm't veður. Loftvægishæð yfir Suð- austurlandi. Útlit: Norðvestanátt, allhvöss í dag á Norðaustur- landi, vaxandi austan Reykjaness Þutí\ veður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.