Tíminn - 10.06.1939, Síða 4

Tíminn - 10.06.1939, Síða 4
264 TÍMIM, langardagiim 10. |úm 1939 66. blað Sigurganga Franco inn í Madrid, höfuðborg Spánar, átti sér stað 19. maí. Tvö hundruð Þús. hermanna gengu' fylktu liði fram lijá leiðtoganum, Franco, við þetta tœkifœri. Opinber málgögn ítölsku stjórnarinnar hafa undanfarið verið að birta frásagnir um hlutdeild ítala í Spánarstyrjöldinni, sem ekki hafi verið hægt að greina frá jyrr „af pólitískri nauösyn dagsins". ZMZOL.A.IR, Sá orðrómur fœrist stöðugt í aukana, að Mussolini hafi í hyggju að láta Ciano tengdason son sinn leggja niður utanríkis- ráðherrastöðuna og láta Dino Grandi koma í hans stað. Dino Grandi er 44 ára, kominn af fátœkumbœndacettum.Grandi barðist í heimsstyrjöldinni og hlaut heiðursmerki fyrir hraust- lega framgöngu.Eftir styrjöldina stundaði hann blaðamennsku og varð brátt einn af leiðtogum fas- ista. Hann var þó frjálslyndari en margir flokksbrœður hans og er það frœgt orðið, að hann varð eitt sinn að heyja einvígi við aft- urhaldssaman flokksbróður sinn fyrir að hafa skrifað of hlýlega um andstœðingana i blað sitt. Frá 1924—29 var hann aðstoðar- ráðherra í innanríkisráðuneytinu og 1929—32 utanríkisráðherra. Árið 1932 varð hann sendiherra ítala í London og hefir verið það síðan. Hann á sœti í stórráði fa- sista. Grandi er tvímœlalaust einn duglegasti og mikilhœfasti sam- starfsmaður Mussolini. Það er fyrst og fremst verk hans, að Bretar hafa ekki tekið harðara á mótgerðum ítala á undanförn- um árum en raun er á, enda er hann talinn frábœr samninga- maður. Hann er glœsimenni mik- ið og skemmtilegur í viðkynn- ingu og á orðið fjölda vina meðal yfirstéttarinnar í London. Hann og Balbo eru taldir líklegastir til að taka við af Mussolini og mœlt er að Mussolini hafi sent þá báða burtu, Balbo til Libyu og Grandi til London, af ótta við vinsceldir þeirra. Talið er að Grandi sé einn af þeim fáu mönnum, sem þorir að mótmœla Mussolini og segja honum meiningu sína. Verði Grandi aftur utanrilcis- ráðherra, er það sökum þess, að Mussolini treystir honum betur en Ciano, enda er Grandi al- mennt talinn langtum slyngari samningamaður. Auk þess er Grandi liklegri til þess að geta samið við Breta, sem Mussolini vill ekki slíta við öllu samneyti fyrr en í seinustu lög. 4ðalfiincliir Kaupfél. Héraðsbúa. (Framh. af 1. siðu) unarhúsinu. Þar hefir og líka verið komið fyrir gistihúsi fyrir félagsmenn og aðra ferðamenn. Félagið keypti við síðustu ára- mót svonefnda „Johansens- eign“, sem eru nokkur hús utar á Búðareyrarkauptúni, íbúðir, sölubúð, vöruskemmur og haf- skipabryggj a, ásamt stórri lóð. Þessi húsakaup eru nauðsynleg vegna skipaafgreiðslna, fiski- töku, saltupplags og annarrar starfsemi, sem sífellt er að auk- ast, þar sem félagið er nú i ör- um vexti. Félagið var 30 ára 19. apríl s. 1. Það var stofnað 1909, þegar séð var fyrir um örlög Pöntun- arfélags Fljótsdalshéraðs, sem þá hafði aðsetur á Seyðisfirði. En það var stofnað 1886. tJR BÆMJM Leiðrétting. Tvær leiðinlegar prentvillur höfðu slæðzt inn í grein Magnúsar Stefáns- sonar, „Íslandsglíman og íslenzk glíma“, hér í blaðinu sl. fimmtudag. í þriðja dálki greinarinnar, 5. línu að neðan, stendur keyrisveiflu, en á að vera langri sveiflu. í fjórða dálki stendur: „Náttúrlega eru margir glímumenn þannig skapi farnir, að þeir vilja ekki byggja á heiðarleikanum, þó þeir ætti auövitað að sigra á heiðarlegan hátt", o. s. frv. Þetta á að vera svo: Náttúr- lega eru margir glímumenn þannig skapi farnir, að þeir vilja ekki liggja á heiðarleikanum, þó þeir œtli auðvitað að sigra, o. s. frv. Barnaheimilið Vorboðinn leitar á morgun til bæjarbúa um fjár- söfnun til starfsemi sinnar. Verða haldnar samkomur, hlutavelta, merkja- sala o. fl. Nú eru liðin nokkur ár síðan að starfsemi barnaheimilisins var hafin fyrir atbeina nokkurra kvenna hér í bæ. Hefir það verið starfrækt í heima- vistarskólanum að Brautarholti á Skeiðum. Gangi fjársöfnunin vel, er í ráði að hafa sumarheimilin tvö í sumar Áheit á Laugarneskirkju, afhent Garðari Svavarssyni: kr. 20.00 frá G. M. við Laugarnesveg og kr. 5.00 frá ónefndum. GÚMMÍLÍMIÐ „GRETTIR" reynist bezt. Sá, sem einu sinni hefir not- að það, biður aldrei um annað. Gúmmílímgerðin Grettir, Laugaveg 76.-----Sími 3176. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) er því þakkarvert hvað á hef- ir unnizt í þessu efni á hinum síðustu og viðsjárverðu tímum. Er það ekki vonum fyrr, að framtakssamur ungur maður hefir nú kynnt sér selveiðar Norðmanna á veiðislóðum, þar sem við eigum miklu hægari að- stöðu en Norðmenn, og er þess að vænta, að héðan af líði ekki allt of langur tími þar til við verðum liðgengir þátttakendur við þessar álitlegu veiðar. Stjórn félagsins skipa: Björn Hallsson, Rangá, Páll Her- mannsson, Eiðum, Þórhallur Jónasson, Breiðavaði. — Endur- skoðunarmenn eru: Guttorm- ur Pálsson, Hallormsstað og Er- lingur Sveinsson, Víðivöllum. Lin timblásur. (Framh. af 2. siðu) einu gersamlega breytt um stefnu. Annar greinarhöfundur- inn játar beinlínis úrræðaleysi fyrverandi forgöngumanna með því, að eldur Bakkusar hafi magnast þegar á leið kvöldið, af því að löggæzlumenn úr Rvík hafi orðið að hverfa burtu fyr en skyldi vegna skipaferða. Höf. sýnir, að honum dettur ekki í hug að mörg hundruð ungra karlmanna, sem raunverulega stóðu að mótinu, gætu gert minnsta átak til að verja heiður sinn og samkomunnar. Mótin virðast hafa verið á svipuðu stigi og sum fornaldarríkin, sem vörðu land með aðfengnum leiguhermönnum. VII. Ég býst við, að þeirri kynslóð, sem stofnuðu ungmennafélögin og gerðu þau að því sem þau hafa orðið mest, hafi ekki með öllu verið sársaukalaust, að sjá þá breytingu, sem aldarandinn hefir gert á þeim að sumu leyti. Sú kynslóð, sem nú ræður yfir því, sem eftir er af hinum forna her, getur ekki undrast, þó að þau dæmi sem hér hafa verið rakin, hafi orðið hinni eldri kynslóð óhugðnæm. Félögin voru stofnuð, sem harðfeng bindind- isfélög og studdu hiklaust vín- bannið meðan unnt var. Og eft- ir nokkur ár, sjá svo þessir gömlu félagsmenn ekki vínbind- indið afnumið, heldur- íþrótta mót þessara félaga vera orðin margfallt meiri drykkjustaði heldur en hrossamarkaðir eru í næstu löndum. Ég hefi um nokkur ár verið starfsmaður ungmennafélag- anna. Gagnvart þeirri samtíð var ég eins og gerist um fólk í félagsskap, ýmist þiggjandi eða veitandi. Sagan um manndóm þessara félaga á árunum fyrir heimsstyrjöldina, og í sumum landshlutum fram á þennan dag, er mjög glæsileg, þó að þess sjáist lítil merki í bók Geirs Jónassonar. En þó að ég sé gam- all ungmennafélagi álít ég mig alls ekki skyldan til að vera blindan fylgismann undan- haldsins. Það er rétt skilið hjá öðrum af andmælendum mín- um, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þeim ágöllum, sem ég hefi gert hér að umtalsefni. Ég leita mér samstarfsmanna og bandamanna í leit eftir meiri manndómi í uppeldi æskunnar til manna eins og Bjarna á Laugarvatni og Runólfs á Hvanneyri, fremur en til hinna seinheppilegu forstöðu drykkju- sýningarinnar við Þjórsárbrú. Ég játa, að Bjarna á Laugarvatni er nokkur vorkunn, þótt hann ekki hafi sótt fyrirmyndir um skólastjórn á þessar samkomur. Honum hefir tekizt það þrek- virki, sem mjög er í anda hinna gömlu ungmennafélaga, að gera vín, tóbak og kaffi að miklu leyti útlægt úr stærsta skóla- heimili landsins. VIII. Ég álít að ádeilugreinar þeirra tveggja forráðamanna í ung- mennafélögum hafi að vísu ver- ið ritaöar af litlum sögulegum skilningi, en þó munu þær vafa- laust verða að nokkru gagni. Á sama.hátt og pólska æfintýrið á hafnarbakkanum vekur Reykja- vík til meðvitundar um hættu sína í sambandi við útlend skip, þá þykist ég þess fullviss, að umræður um svo undarlegt fyr- irbrigði eins og almenna of- drykkju á íþróttamótum æsku- manna muni vekja marga mæta menn í byggðum landsins, þar sem enn eru allmörg ungmenna- félög, til athugunar á því, að ef til vill væri bezt að byrja á nýj- um kapitula. Taka aftur upp bindindi og harðar kröfur um drengilega framkomu. Ef til vill myndi þá sumum þessara manna detta í hug, að þeir ættu einhverja skuld að gjalda til sinna fyrirrennara, sem skildu þeim eftir nokkurn arf í sterkum og heilbrigðum venjum, og nafn í miklu áliti. Alveg sérstaklega mætti sú kynslóð, sem varð fyr- ir þeim vafasama gróða, að mótast á bylgjutímabili styrj- aldar og kreppu, finna fremur til þakklátssemi en gremju við þá menn, sem ekki hafa flúið af hólmi, heldur nota haust æf- innar til að fylkja að nýju liði móti þeim hættum, sem þung- bærastar eru æsku landsins, bæði körlum og konum. J. J. Ath. Umræðum um þetta mál er lokið hér í blaðinu. Ritstjórinn. Sígurður Olason & Egíll Sígurgeirsson Málflutmngsskrífstofa Austurstrætí 3. — Sími 1712 ““'"“GAMLA <h»o—« Fornmenja- prófessorlmi. I Sprenghiægileg og framúr- | skarandi spennandi ame- j rísk gamanmynd, frá Para- ! mount-Harold Lloyd Pro- f duction. — Aðalhlutverkið i leikur hinn ódauðlegi j skopleikari HAROLD LLOYD, er síðastl. 20 ár hefir verið j vinsælasti gamanleikari heimsins, og er þetta 500. hlutverkið hans og um leið f það langskemmtilegasta! j NÝJA BÍÓ*0—0 GOLDWIN FOLLIES íburðarmikil og dásamlega skrautleg amerísk „revy“- kvikmynd, þar sem fræg- ustu listamenn Ameríku sýna listir sínar. Myndin er öll tekin í eðli- legum litum. 78 William McLeoá Raine: þess að ríða yfir ána með mér, ef hún væri í vexti. Ég get ekki trúað því, að hann dansi eftir Oaklands pípu eða nokkurs annars manns yfirleitt. Hann hefir öll einkenni stjórnandans. — Þú ferð í kring um kjarna málsins, Steve. Hann keypti klárinn, fékk hann að láni eða stal honum. Þú villt halda því fram, að hann hafi ekkert af þessu gert. Setjum svo, en hvernig komst hann þá yfir hann? — Það er nú einmitt það, sem ég ætla að komast að, en það tekur sinn tíma. 9. KAFLI Taylor hitti Molly í anddyrinu. Hún horfði yfir dalinn, til snjóþak- inna hæðanna hinum megin. Landið var alþakið fönn, svo hvergi sá í dökkan díl, nema í Svörtuklettum. — Við eigum þá að hafa þetta litla leyndarmál okkar svona tvö ein, út af fyrir okkur, sagði hann og var háðskur að vanda. Hún snéri að honum og leit á hann. — Heldur þú að ég vilji láta taka föður minn fastan fyrir morð? Hann lyfti brúnunum til merkis um að hann efaðist. — Heldur þú að svo illa færi, ef við legðum spilin á borðið? Skot úr laun- sátri, hnífstunga, nokkur hnefahögg og Flóttamaðurinn frá Texas 79 spörk myndu vega nokkuð á móti svipu- hirtingunni, eða heldur þú það ekki? — Ég ætla ekki að hætta á það, sagði hún og augu hennar skutu eldingum. — Komstu hingað til að gera mér erfiðara að halda því leyndu hversu illa mér er við þig? Skilur þú ekki að ég tala aðeins við þig af því, að þú ert gestur okkar? Þegar þú ert ekki lengur gestur okkar, ferð þú þína leið og ég mína. Hann var ekki jafn öruggur og hann hafði verið í Sjömílnakofanum. Nú var hún klædd fötum, sem voru keypt fyrir fáum mánuðum í San Frans- isko. Hún var í dýrum svörtum flauels- kjól, skreyttum steinum og hann fór henni svo vel, að vel hefði mátt ímynda sér að hún hefði verið steypt í hann. Angan góðra ilmvatna lagði að vitum hans. Fötin höfðu breytt henni. Hún var ekki lengur stráksleg, þegar hún var laus við samfestinginn og stígvélin. Hún teigði fram hökuna reiðilega, augun voru heit og ögrandi og líkamsvöxturinn fagur. Þetta rændi allt nokkru af sjálfs- öryggi hans, honum virtist hún eitthvað svo fjarlæg og sterk í sinni háleitu fyr- irlitningu. Það ruglaði hann, er honum varð hugsað til þess, að hann hefði bol- að henni niður með hnjám og hnúum og förin eftir svipuólina myndu ennþá sjást á limum hennar. Kanptilboð óskast í oftirtaldar eignir dánarbiis Helga Jónssonar frá Kotvogi: 1. Jörðina Kotvojí í Hafnabrcppi, ásainl pen- ingshiisum og fiskiliiisuni. 2. J/2 húsið IVjarðargata 33 í Reykjavík. 3. Opna vélbátinn ,,Sjöíii“ G. K. 133, ásamt veiðarfærnm. — Bátnum getur enn- freinur fylgt 1/7. hluti fiskgeymsluliiiss- ins „Hraunprýði“, svo og réttindi í lifrar- bræðslufélagi Hafnamanna. Skiftaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2. júní 1939. Bergur Jóttsson Gístihúsið á Laugarvatni verður opnað á niorgun (sunnudag) fyrir dvalargesti og ferðafólk. Bergsteinn Kristjánsson Reíkníngur H.F. Eimskipafélags Islands fyrir árið 1938 liggur frammi á skrifstofu vorri frá í dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 10. júni 1939. STJÓRNIN Borgarnes---------Hólmavík Ferðir alla miðvikudaga. BORGASNES — STAÐARFELL Ferðir alla laugardaga. Afgreiðsla á BiSreíðarstöð íslands Sími 1540 Munið að sýníng sjómanna er opin daglega irá 10—10 SÝNIN G ARNEFNDIN. Lesið og útbreíðið TÍMANN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.