Tíminn - 05.10.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1939, Blaðsíða 3
115. blað TÍMIM, fimmtudagiim 5. okt. 1939 459 Jón Eristjánsson Glaumbæ Norður á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu er í dag til grafar borinn einn vinsælasti bóndi þeirrar sveitar: Jón Kristjánsson í Glaumbæ. í símtali er mér tjáð, að þar sé samankomið um 300 manna víðsvegar að. Jón vann sér traust og vináttu allra, sem eitthvað höfðu saman við hann að sælda, fyrir frábæra hjálp og greiðasemi, sem honum var meðfædd. Mig furðar því ekki á því þó að margir séu við- staddir þessa kveðjuathöfn. Þegar ég frétti um fráfall Jóns í Glaumbæ var eins og ský fyrir sólu drægi í sálu minni. Hvers vegna? Við and- lát góðs vinar, er oft margs að minnast. Hugurinn fer þá að vekja upp minningar frá löngu liðnum samverustundum. Og enda þótt þær minningar séu hugljúfar, þá vill söknuðurinn stundum gera vart við sig. — Jón á Úlfsbæ. Jón skorti tvo mánuði til að vera 71 árs. Hann fæddist á Úlfsbæ í Bárðardal 1868. Þar bjuggu þá foreldrar hans: Elín Jónsdóttir, ættuð frá Lundarbrekku, greind kona, prúð og sérlega vel látin og maður hennar, Kristján Jóns- son, viðurkenndur kjark-. og dugnaðarmaður. Heimili þeirra hjóna var feikna stórt og um- svifamikið. Jón var ekki látinn liggja í hveiti á uppvaxtarár- unum, því vinnuákafi og vinnu- þörf var mikil á heimilinu alla daga ársins. Hann ólst því upp við margbreytt og oft ströng störf á sínu ágæta heimili. En vinnan og uppeldisáhrifin gerðu Jón hraustan og harðsóttan í baráttu þessa lífs. — Bernskuminingar. Ég, sem þetta skrifa, man fyrst eftir Jóni heima í föðurgarði, á Úlfsbæ, er hann var um tvítugsaldur. Ég var þá barn. Ég var mjög hrif- inn af þessum glæsilega manni og þótti sérlega vænt um hann. Hann var mikill á allan vöxt og karlmenni að burðum, ljóshærð- ur, sviphreinn og góðmannleg- ur og vel farinn í andliti, venju- lega glaðvær og spaíugsamur, samt var hann skapmikill og til- finningamaður. Hann var á- hugamaður, fjörmaður og mik- ill göngumaður, og þegar hann gekk, var eins og hann mætti ekki vera að því að ganga hægt, heldur hljóp hann jafnan við fót, eins og það er orðað. Þegar ég hugsa um Jón á Úlfsbæ frá bernskuárunum, kemur svo margt í hugann. Á 50 árum hafa orðið miklar breyt- ingar á sveitaheimilum. Marg- mennu heimilin eru horfin og vinnutilhögun orðin öðruvísi. Hugsunarháttur fólks og lífs- skoðanir eru nú öðruvísi og ég vil segja að vetrarveðrátta sé einnig orðin breytt. Þá gust- aði oft kalt frá Skjálfanda- flóa inn yfir héröðin. Djúpur snjór og hríðarveður langtím- um sainan, svo fugl hafði ekki björg í nef sitt og karlmenn komust ekki í fjárhúsin á tún- unum nema á skíðum. Fjárhirð- ing var þá aðalstarfið úti. Kom sér þá oft vel að hafa hraust- um drengjum á að skipa við úti- störfin. Það er ekki of mælt þó sagt sé, að Jón stundaði fjárræktina frá vöggunni til grafarinnar. Hann var fjármaður í orðsins fyllstu merkingu, nærgætinn og samvizkusamur í allri um- gengni. Hann var líka mikill heyskaparmaður. Mér fannst á þessum árum, að í þessum manni vera sameinaðir miklir hæfileikar. Jón fékk enga skóla- göngu, en á Úlfsbæ geymdi lestr- arfélag sveitarinnar bækur sín- ar, og var Jón bókavörður. Hann las margar bækur á vetrin, las pá upphátt á löngum vetrar- kvöldum, þegar aðrir sátu í bað- stofunni við hin og önnur störf. Hann las hátt og greinilega og pað var ekki laust við að ég, krakkinn, öfundaði hann af leikninni. Eftirleitir. Á þessum árum var Jón fjallsækinn, ef svo mætti orða það. Þó langt væri frá heimili hans suður á Sprengi- sandsöræfi fór hann þangað oft í göngur og þó sérstaklega i eft- irleitir. Mun hann á þessum ár- um hafa verið mesti frumkvöð- ull og drifhjólið í eftirleitarferð- um. Hann leitaði um Framdali, báðum megin Skjálfandafljóts, allt suður í Tungnafellsjökul og Vonarskarð, og bjargaði þá oft mörgum kindarlífum úr heljar- greipum dauðans. Oft er það næstum óskiljan- legt, hvað maður getur stundum sett bernskuminningarnar í samband við eitt og annað. Ég t. d. heyri aldrei svo farið með hið hugljúfa kvæði: „Fjalla- blærinn frjáls og hreinn“ o. s. frv., eftir Sigurð skáld á Arnar- vatni, að mér ekki detti í hug minn gamli æskuvinur, Jón frá Úlfsbæ. Langt inni í óbyggðun- um sé ég þá hrausta manninn áhugasama, sem á öræfin og tæra fjallaloftið að „vini sín- um“. Ég sé ötula, fóthvata, brjóst- heila ítursveininn, sem skortir hvorki kjark né áræði til að glíma við hildarleik norðlenzkra stórhríða og grimda í stytztu og döpurlegustu dögum ársins. Þessara atorku- og forvígis- manna, er venjulega minna get- ið að dagsverkinu loknu, en þeirra, sem á skrifstofum sitja í baðhita og njóta allra þæginda, er lífið hefir upp á að bjóða. Og ég tala ekki um, ef þeir komast í ráðherrastöðu. Vil þó ekki þar með gera litið úr áhyggjum og störfum, sem því eru samfara. Baráttunni við öræfalífið fylgdi líka metorð og frægð þegar vel gekk. Kveður æskuheimilið. Jón giftist haustið 1891, Lilju Björnsdóttur, eyfirzkri að ætt. Góð kona og vel gefin. Lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum, sem þau eignuðust: Fanney gift Hermanni Guðnasyni oddvita á Hvarfi í Bárðardal, Elín, gift Árna Jakobssyni bónda í Skóg- arseli í Reykjadal og Kristján bóndi í Glaumbæ, giftur Efu Tómasdóttur frá Brettingsstöð- um í Laxárdal. — Vorið 1893 fluttu þau, Jón og Lilja, frá Úlfsbæ og reistu bú á Landa- mótsseli í Köldukinn. En um aldamótin eða 1901 fluttu þau að Glaumbæ í Reykjadal og hafa því búið þar nær 40 ár. Var Jón þekktastur þar nyrðra undir nafninu: Jón í Glaumbæ. Mér er enn minnisstæður dagurinn sá, er þau hjónin fluttu frá Úlfsbæ með Fann- eyju litlu ársgamla. Ég fór ein- förum. Ég varð að vera einn með mínar tilfinningar, því í þá daga munu þær ekki hafa þótt karlmannlegar. Ég mun þá hafa litið líkt á þann flutning, út í Landamótssel, eins og ég lít nú á burtflutning Jóns yfir landa- mærin lífs og dauða. Ferðamaðurinn. Þegar Jón kom að Glaumbæ hagaði allt öðruvísi til með flutninga frá Húsavík inn í sveitirnar en nú er orðið. Þá var engin akbraut og engir bílar. Þá varð allt “að flytjast á klökkum og sleðum, þau ferðalög gáfust misjafnlega, einkum vetrarferðarnar. Mér hefir tjáð gamall nábúi Jóns frá þessum tíma, sem er réttvís og greindur maður, að Jón hafi fljótt vakið á sér eftirtekt fyrir dugnað og sérstaka greiðasemi og nákvæmni í smáu og stóru. Hann hefir verið framúrskar- andi ferðamaður, áræðinn og framsýnn og engir hafi lagt upp í tvísýnt ferðalag nema að hafa Jón í Glaumbæ í fararbroddi. Og þegar náunginn hafi þurft á hjálp að halda til ferðalaga, hvort heldur var í kaupstaðar- ferð, sækja hey á sleða, sækja lækni eða ljósmóður, þá var sjálfsagt að leita til Jóns í Glaumbæ. Það hafi mátt standa illa á hafi Jón ekki reynt að Bindíndismálavikan, sem stendur yfir dagana 5,—11. október næstkomandi hefst fimmtudagskvöldlð 5. okt. kl. 5í l/>. I Fríkirkjunni. Friðrik Á. Brekkan bindindismálaráðunautur setur sam- komuna. Ávörp flytja: fjármálaráðherra, biskupinn, fræðslumálastjóri og Dr. Helgi Tómasson. — Karlakór Reykjavíkur syngur. Páll ísólfsson leikur einleik á orgel. — Inngaiigiir ókcypis. — Tilkyniifng. Það tilkynnist hér með, að ég hefi selt hr. rafvirkjameist- ara Júlíusi Björnssyni, Austurstræti 12, firmað: Raftækjaverzl- unin Jón Sigurðsson. Ég þakka viðskiptamönnum firmans fyrir viðskiptin á liðn- um árum og vona, að þeir láti hinn nýja eiganda njóta þeirra framvegis. Reykjavík, 30. sept. 1939. Albert Lárusson Goodman. Eins og framanrituð tilkynning ber með sér, hefi ég keypt firmað: Raftækjaverzlunin Jón Sigurðsson. Ég mun gera mér far um að láta viðskiptamenn firmans njóta hagkvæmra viðskipta og vona, að eigendaskiptin þurfi ekki á neinn hátt að draga úr ánægjulegu viðskiptasambandi þeirra við firmað. Firmað er flutt í Austurstræti 12. Símar 3836 og 3837. Júlíus líjörnsson. Bifreiðasmíðja vor hefir nú tekið til starfa af fullum krafti. Tökum að oss viðgerðir á BIFREIÐIJM, TRAKTORIJM, I ISKIR VTV- MÓTORUM, og' allskouar verkfærum. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Vegna brnna, hafa búðir vorar í Bankastræti 2 verið lokaðar í nokkra daga. ---- í gær opnuðum vér Skóbúðina og seljum þaðan einnig nauðsynlegustu búsáhöld. Eftir nokkra daga getum vér einnig opnað Búsáhalda- og Glervörubúðina. Vér höfum tekið frá allar gall- aðar og skemmdar vörur og verða þær seldar með niðursettu verði á sérstakri brunaútsölu, sem nánar verður auglýst. Rennismíði - eldsmíði - brætt í legur Renndar og slípaðar cylinderblokkir. Áhyggi* leg vinna. Fljót afgreiðsla. — Verkstjóri bif- reiðasmiðjunnar er hiim góðkunni bifreiða- viðg'erðamaður IVICOI VI hOHSTEIWSSOV. Kaupiélag Ámesínga. S3SSS33S&& THE WORLD#S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records íor you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name__________________________________________ Address. Samþle Copy on Request hlaupa í skarðið og hjálpa og bæta úr örðugleikum. Hann dró sig aldrei í hlé. Hann dreifði sínum kröftum þar sem þörfin var mest. Hann vann líka vin- sældir samtíðar sinnar. Dauðinn kom skyndilega. Jón var heilsuhraustur alla æfi og laus við kvef og smáumferða- vilsur. En sjóndepra hindraði ýmsar hans athafnir á seinni árum og gerði hann hrörlegri en hann í rauninni var. Að morgni 20. maí s. 1. reis Jón árla úr rekkju eins og hans var venja. Hann gekk út um haga til að athuga fé sitt. Hann var á heim- leið, kominn heim fyrir tún- girðinguna þegar „kallið kom“. Hjartabilun varð honum að bana. Brátt hefir dauðann bor- ið þar að. Hendin var fast kreppt um handfang stafsins — eins og Grettis um saxið. — Báðir hand- fastir í lífinu. Hann var ætíð hraður í heim- anbúnaði og svo hefir verið í þetta síðasta ferðalag yfir landamærin. Ég tel æfilokin á- gæt. Hann deyr þjáningalaust með óskerta sálarkrafta að af- loknu löngu og ósviknu dags- verki, og hann á líka óskerta vinahugi allra, sem nokkur kynni höfðu af honum. Og víst er um það að minning um mæta menn lifir lengi. Reykjavík 7. júní 1939. E. T. Auglýsið í Tímaimm! Tilkyniifng: frá Blómaverzlunum. Frá 1. okt. þ. á., seljum við aðeins gegn staðgreiðslu með þeirri undantekningu, að eldri viðskiptamenn geta eins og áður fengið mánaðarviðskipti með því skilyrði að reikningar séu að fullu greiddir 6 n. m. eftir úttektarmánuð. Virðingarfyllst. Blóm & Ávextír. Lítla Blómabúðin. Blómaverzluuín Flóra. Sigurður Ólason & Egill Sigurgeirsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurhar Ólafssonar. ____Slmar 1369 og 1933._ Útbrciðið TÍMANN 276 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 273 um hans, sem gæti leitt hann í gildru. Hann horfði hálfluktum — næstum ólundarlegum — augunum á þessa grönnu, en þó þroskuðu konu. Hún fann að augnaráð hans var áleitið og gat ekki dulið óróleika sinn. Hann glotti í sigrihrósandi eftirvænt- ingu. XXX. KAFLI. Maður getur horfzt í augu við dauð- ann, ef hann hefir lent í æsandi æfin- týri. Ákafinn stælir taugarnar og örf- ar hugann. Þúsundir hversdagslegra klukkustunda fela i sér minni nautn en ein slík, þrungin hita baráttunnar. En það er annað mál að sitja með bundnar hendur og horfast þannig í augu við dauðann. Óttanum hafði skotið upp, innra með Taylor, en hann hafði bælt hann með járnvilja sínum. En óttinn hafði legið undir yfirborðinu, reiðubúinn að sópa burt hugrekkinu, ef undan væri látið. Þá hafði, allt í einu, komið stúlka og gefið honum líf. Þetta eitt var í sjálfu sér kraftaverk. En að þessi stúlka skyldi vera Molly Prescott, það fyllti hann ó- umræðilegri gleði. Hún hafði komið til þess að bjarga honum. Hann myndi aldrei gleyma svipnum í augum hennar, þegar hún hrópaði þakkarorðin með nábleikum andi á Oakland. — Einkum þar sem eini maðurinn, sem gæti rekið lygina ofan í þig, er með handjárn. — Ég hefi þekkt Clint Prescott í meir en tuttugu ár, og þetta er einmitt það, sem ég gæti vænzt af dóttur hans. Epl- ið fellur sjaldan langt frá eikinni. — Stilltu þig, Clem, sagði Dean. — Stúlkan er ekkert við þetta riðin, láttu hana eiga sig. — Hefir hún ekki troðið sér inn í þetta með því að koma hérna? hreytti Oakland út úr sér. — Onei. Barnett hefir rétt að mæla. Þú þarft ekki að ráðast sérstaklega á hana. Ég býst við að þú vitir, að ég vil ekkert hafa saman við Clint Prescott að sælda. Ég hefi alltaf verið á móti hon- um síðan hann sakaði mig um þjófnað á kvikfénaði hérna um árið. En ég ræðst ekki á kvenfólk og allra sízt telpukrakka. Clem meinar ekkert með þessu, ungfrú Prescott. Hann er aðeins venju fremur æstur í skapi, það er allt og sumt. Oakland starði á Dean orðlaus af reiði og dauðlangaði til þess að taka hann og lúberja. En hann var nógu skynsam- ur til þess að sjá, að með því að gera það eyðilegði hann öll sín áform. Hann bældi þess vegna ofsann niður. — Jæja þá, Brad. Ef þú ert svona

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.