Tíminn - 19.10.1939, Page 2

Tíminn - 19.10.1939, Page 2
482 TÍMirViV. fimiiitucla^inii 19. okt. 1939 121. Mað Verkefni í iiæsln framtíð ‘gíminn Fimmtudaginn 19. oUt. Stjórnarsamvínnan og kröfur kaup- mannanna í ræðu, sem forsætisráðherra flutti, þegar hann tilkynnti myndun þjóðstjórnarinnar í þinginu, lét hann m. a. um- mælt á þessa leið: „Ef félagsheildir, stéttir eða einstaklingar, sem standa að baki ráðherrum í ríkisstjórn- inni, sýna ásælni í því að fá dreginn sinn taum eitt fet framar því, sem réttlátt er, samanborið við aðra, og fram- ar því, sem alþjóðarheill leyfir, og látið verður undan þeirri á- sælni, þá mun samstarfið, að minu áliti sem forsætisráð- herra, mistakast". Með þessum ummælum túlk- aði forsætisráðherra ekki að- eins viðhorf sitt, heldur alls Framsóknarflokksins og allra þeirra manna í öðrum flokkum, sem fögnuðu samvinnu flokk- anna og treystu því, að hún gæti orðið til bóta fyrir þjóðina á hinum erfiðu tímum. Stjórnmálaskrif íhaldsblað- anna seinustu dagana hafa vak- ið talsverða athygli. Blöðin hafa borið fram mjög stór- vægilegar sérhagsmunakröfur kaupmannastéttarinnar og krafizt þess með hinu tryllings- legasta orðbragði, að þessum kröfum yrði fullnægt. Samkvæmt skrifum blað- anna virðast kröfur kaup- mannastéttar vera þrenns- konar: í fyrsta lagi afnám innflutn- ingshaftanna, en til vara, að hætt verði að fylgja höfðatölu- reglunni og innflutningnum ráðstafað í hlutfalli við inn- flutning verzlunaTfyrirtækja fyrir mörgum árum síðan. í öðru lagi afnám fleiri ríkis- verzlana og eru bifreiðaeinka- salan og viðtækjaverzlunin sér- staklega tilgreindar. í þriðja lagi, að tekjuskatt- urinn á hærri tekjum verði stórlega lækk'aður. Verði kröfum þessum ekki fullnægt, hóta íhaldsblöðin því, að ráðherrar þeirra verði „dregnir úr“ ríkisstjórninni. Þessar kröfur eiga allar sam- merkt um það, að þær stór- auka fjáröflunarmöguleika kaupmanna á kostnað hinna mörgu í þjóðfélaginu, sem ver eru staddir. Afnám innflutningshaftanna myndi leiða til þess, að kaup- menn legðu mest kapp á inn- flutning þeirra vara, sem veittu þeim mestan verzlunarhagnað. Nauðsynjavörur myndu setja á hakanum og verða skortur á þeim meðan nóg væri til af þarflitlum varningi. Jafnframt myndu þeir kaupa eins mikið af ónauðsynlegum vörum gegn greiðslufresti og þeir gætu. Þjóð- in yrði síðar að greiða þessar skuldir með erlendum gjaldeyri eða fá á sig vanskilastimpilinn. Heimskulegri ráðstöfun en afnám innflutningshaftanna á þessum tímum er tæpast hugs- anleg, þegar litið er á hag þjóð- arheildarinar, en hinu verður ekki neitað, að meðan allar aðr- ar stéttir töpuðu á slíku hátta- lagi, myndu kaupmennirnir græða. Yrði horfði að varakröfunni, afnámi höfðatölureglunnar, myndi afleiðingin verða sú, að botgararnir yrðu sviptir réttin- um til að verzla þar, sem þeir teldu sér bezt henta. Sömu lög giltu þá orðið hér og á dögum Hólmfasts á Brunnastöðum, en þeir tímar voru líka blómaskeið dönsku kaupmannanna á ís- landi. Kaupmennirnir myndu ekki siður græða á afnámi ríkis- verzlananna, en ríkissjóður myndi tapa að sama skapi og verzlunin með þessar vörur verða erfiðari. Er það nú al- mennt viðurkennt, að óráðlegt hafi verið, sökum hins nýja við- horfs í verzlunarmálum, að leggja niður raftækjaeinkasöl- una, því að æskilegra væri nú að hafa þessa verzlun á einni hendi en mörgum. Sama myndi vítanlega leiða af niðurlagningu annarra ríkisverzlana, en hitt er vitanlega sjálfsagt að spara starfsmannahald þeirra, ef rekstur þeirra dregst saman, sökum styrjaldarinnar. Um skattalækkanir má segja það sama. Ríkið myndi tapa, kaupmenn og aðrir hátekju- menn græða. Á sama tíma og kjör þeirra bágstöddustu þrengdust, yrðu byrðar hinna ríku minnkaðar. Á sama tíma og ríkið yrði að draga úr fram- lögum til atvinnuveganna, sök- um tollarýrnunar og skatta- lækkunar, myndu kaupmenn og aðrir hátekjumenn safna meiri auði og lifa meira eyðslulífi. Ekkert sýnir gleggra, hversu mjög kröfur kaupmanna fara í bága við þjóðarhagsmuni og kjör hinna efnaminni stétta. Hinir erfiðu tímar gera sam- starf stjórnmálaflokkanna nauðsynlegt. Menn viðurkenna, að mikið sé leggjandi í söl- urnar til þess að það geti heppn- ast. En hinir erfiðu tímar krefjast meira en samstarfs af stjórn- málaflokkunum. Þeir krefjast drengskapar af þegnunum og að þeir reyni ekki að misnota erfiðleikana til að hagnast á annarra kostnað. Fulltrúar kaupmannanna virðast hafa séð nauðsynina fyr- ir samstarf stjórnmálaflokk- anna. í trausti þess, að and- stæðingarnir muni því í’júfa samvinnuna í seinustu lög, hyggjast þeir að geta komið fram sérhagsmunakröfum kaup- manna. En þeir hafa hins vegar ekki gert sér það ljóst, að þjóðin skilur ekki síður nauðsyn þess, að menn sýni þegnskap á erfið- um tímum og reyni ekki að hagnast á kostnað annarra. Þessvegna mun þeim, sem hyggjast að nota stjórnarsam- vinnuna til að koma fram óbil- gjörnum sérhagsmunakröfum, farnast illa. Framsóknarflokurinn gekk til stjórnarsamvinnunnar með þeim ásetningi, að hún ætti að miðast við þjóðarhagsmuni, en ekki stéttarhagsmuni. ÞeiTri stefnu mun hann fylgja, hverju, sem verður hótað og hvað, sem gert verður til að reyna að fram- kvæma hótanirnar. Framsóknarflokkurinn hefir gert sitt til að friður gæti hald- ist milli stjórnmálaflokkanna, svo samvinna þeirra gæti orðið heillarík fyrir þjóðina. Blöð hans hafa jafnan gætt, að efna ekki til deilna, og flokkurinn hefir leitazt við að taka sem fyllst tillit til séraðstæðna and- I. Á síðustu tveim mannsöldrum hefir Suður-Þingeyjarsýsla ver- ið í fararbroddi um þrennskonar andlegar nýjungar: Kaupfélags- skap, skáldskap sjálfmenntaðra manna og skipting gamalla bú- jarða í mörg nýbýli, milli frænda og systkina. Forgöngumenn kaupfélags- stefnunnar eru löngu lands- kunnir menn. Það voru þeir Tryggvi Gunnarsson, Gaut- landafeðgar, Jakob Hálfdánar- son, sr. Benedikt Kristjánsson í Múla, Sigurður Jónsson í Yzta- felli, Benedikt Jónsson á Auðn- um, Jón Jónsson í Múla og Ein- ar Ásmundsson í Nesi. Þessir forgöngumenn og fjöldi annarra minna þekktra manna grund- völluðu kaupfélögin og lögðu hornstein að Sambandinu. Með starfi tveggja kynslóða eru sam-. vinnufyrirtækin orðin öflugast og þjóðnýtast fjármálafyrir- tæki, sem þjóðin hefir eignazt. Skáldin komu í spor sam- vinnuleiðtoganna. Þingeyingar höfðu átt marga hagyrðinga eins og sveitamenn í sumum öðrum sýslum. En nokkru fyrir aldamótin síðustu hófst í þessu héraði nýtt skáldakyn. Þar kom fyrstur Jón Þorsteinsson bóndi á Arnarvatni, Jón Stefánsson (Þorgils gjallandi) á Litlu- strönd, og Sigurður Jónsson á Arnarvatni, allt bændur í Mý- vatnssveit. Þá komu á bökkum Laxár Guðmundur Friðjónsson á Sandi, Indriði Þórkelsson á Fjalli og Unnur Benediktsdótt- Ný viðhorf hafa myndazt við það, sem kalla má nýja heims- styrjöld. Flestar hinar gömlu viðskipta- og siglingaleiðir ís- lendinga eru lokaðar, eða bundn- ar miklum örðugleikum. Það má búast við, að í mörg ár verði ís- lenzka þjóðin að búa að miklu meira leyti að sínu, heldur en núlifandi menn hafa vanizt við. í þessum aðsteðjandi vanda, hafa allar þjóðir, sem við höfum kynni af, annaðhvort látið land- ið afskiptalaust eða sýnt velvilja í sambúð, nema ein þjóð. í rúss- neska útvarpinu var fyrir nokkr- um dögum minnzt á ísland í til- kynningu á ensku. ísland var þar spottað fyrir veikleika og van- mátt og gert gys að því, að slíkt kotríki reyndi að kalla sig sjálf- stætt, sem ekki gæti kyrrsett erlendar hernaðarflugvélar með valdi. Nú vill svo til, að hér á landi er lítill flokkur manna, er stendur beint undir áhrifavaldi þessarar útlendu þjóðar. Og í blaði þess flokks voru dögum saman samskonar árásir á ríkis- stjórnina, eins og kom síðar fram í umræddri spottræðu rússnesku valdhafanna. Það skal ekkert um það sagt, hvort þeir íslendingar,er standa beint undir rússnesku áhrifa- valdi, hafa beint eða óbeint kom- ið af stað þessari ómaklegu og illa grunduðu erlendu árás á ís- stöðuflokkanna. En enginn má ætla, að þessi framkoma beri vott um veikleika. Bregðist and- stöðuflokkarnir því trausti, sem til þeirra hefir verið borið, og ætli þeir, gagnstætt fyrri yfir- lýsingum, að gerast meiri þjón- ar séThagsmuna en þjóðarhags- muna, þá óttast Framsóknaf- flokkurinn ekki bardagann og mun sýna sem fyrr, „at atgeir- inn er heima.“ Komi til samvinnuslita, vegna hinna óbilgjörnu sérhagsmuna- streitu kaupmannanna, áður en stjórnin hefir gert mörgum þýð- ingarmestu verkefnum sinum nokkur skil, þá getur Fram- sóknarflokkurinn líka verið þess fullviss, að hann getur ekki að- eins treyst á stuðning fylgis- manna sinna, heldur fjölmargra fyrri kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins, sem ætlazt hafa til ann- ars af mörgum forráðamönnum þess flokks en að þeir létu skó- þjónustu við heildsalana ráða meira gerðum sínum en hag þj óðarheildarinnar. ir (Hulda) frá Auðnum. Loks bættist við fjórða skáldið í Mý- vatnssveit. Það er Þura í Garði, hið landfræga vísnaskáld. Hún rekur lestina. Enn eru margir vel hagorðir menn í sýslunni, en enginn af hinum yngri mönnum hefir sýnt verulega skáldgáfu. Þura í Garði virðist nú um stund ætla að reka lest hinna sjálfmenntuðu þingeysku skálda. Samvinnustefnan er fyrir löngu orðin alþjóðareign, og ekki lengur sérstaklega bundin við þau héruð, þar sem hreyf- ingin byrjaði. Liðsmenn Þing- eyinga í skáldafylkingunni eru nú flestir orðnir rosknir menn, og einn af þeim, Þorgils gjall- andi,kominn undir græna torfu. En afkomendur samvinnufor- kólfanna og .skáldanna hafa tekið sér ný viðfangsefni. Þeir skipta jörðum feðra sinna, brjóta ný lönd, byggja ný hús og gera einskonar sveitaþorp úr gömlum einbýlisjörðum. Ungu mennirnir, sem lært hafa smíði í Laugaskóla, og ungu stúlkurn- ar, sem læra margskonar kven- legar hannyrðir í húsmæðra- skólunum á Laugum.prýða þessi híbýli með smekklegum og stíl- hreinum íslenzkum vefnaði. Hvergi á íslandi nema í Öræfum og Þingeyj arsýslu gerist nú land- nám, sem um munar í byggðum landsins. Unga kynslóðin í hér- aðinu hefir byrjað merkilegt og þjóðnýtt heimatrúboð. Á þeim árum, þegar mikið af æsku landsins berst stöðvunarlaust lenzku þjóðina. En óneitanlega mun þessi atburður sannfæra þjóðina enn betur um það, hver hætta sjálfstæði hennar er búin, bæði ef hér á landi eru hópar manna, sem hafa segulskaut að- gerða sinna í öðru landi, og af vaxandi veldi þeirra þjóða, sem fótumtroða rétt einstaklinga og þjóða, með grimmu herveldi og umbúðalausu ofbeldi. Fyrsta verk allra heiðarlegra íslendinga hlýtur að vera að standa saman um mál sinnar þjóðar og verjast öllum tilraun- um útlendinga til að nota íslend- inga sem flugumenn móti frelsi þjóðarinnar. En af því leiðir aft- ur það, að allir ærlegir íslend- ingar hljóta að standa einhuga um, að skoða eins og andlega og siðferðilega sjúklinga þá menn og mannhópa, sem gera sig lík- lega til að vera verkfæri í hönd- um erlendra valdhafa móti frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Næsta verkefnið hlýtur að verða það að nota gæði landsins til framdráttar íslendingum. — Mjög mikill hluti íslendinga lif- ir nú ekki af framleiðslunni, og þeir sem stunda fxamleiðsluna á sjó og landi hafa með miklum rétti getað bent á, að hlutur þeirra væri ekki nægilega tryggður. í hinum stærri kaup- stöðum og einkum í Reykjavík, er mikill fjöldi fólks, sem ekki hefir arðbæra vinnu. Stundum hafa verið um 5000 manns á fá- tækraframfæri í Reykjavík. Þar við bætist sú mikli fjöldi manna, sem síðustu ár hafa lifað að verulegu leyti á framlögum ríkis og bæjar, á hinni svokölluðu at- vinnubótavinnu. Sú starfsemi er beint ofanálag á fátækrafram- færið, þar sem mestur hluti vinnunnar hefir verið óarðgæfur. Auk þess hefir sú vinna venju- lega verið framkvæmd með þeim hætti, að vinnuvenjum lands- manna hefir stórlega hnignað af siðum þeim, sem þar hafa myndazt. Það má telja alveg fullvíst, að í bili a. m. k. f jölgi stórlega fólki sem er á sveit eða vill vera í at- vinnubótavinnu. Ef ekki er að gert, mun þetta fjölmenni verða voðabyrði á öllum þeim lands- mönnum, er bera opinber gjöld. Fjárhagur Reykjavíkur og allra stærri kaupstaðanna er mjög erfiður, og fer síversnandi. Fá- tækraframfærið er aðálorsökin til þessarar hnignunar. Samt kemur með ári hverju stærri og stærri byrði á landið í útlátum frá einni verstöð til annarrar, hefir mikið af æskumönnum Þingeyjarsýslu starfað að yfir- lætislausu landnámi, og að því að endurvekja ró og frið í sveita- heimilum tuttugustu aldarinnar. Indriði Þórkelsson á Fjalli er nú sjötugur að aldri. Vinir hans hafa fengið hann til að halda þetta afmæli hátíðlegt með því að gefa út ljóð sín á þessum af- mælisdegi. Ljóðabók Indriða á Fjalli heitir Baugabrot. Hún er allstór, og myndarleg að öllum frágangi. Höfundur þessara ljóða er á mjög verulegan hátt tengdur öllum þrem áðurnefnd- um hreyfingum í Þingeyjar- sýslu. Hann hefir verið eindreg- inn samvinnumaður alla æfi og mikill styrktarmaður kaupfé- lagsins á Húsavík. Hann er einn af höfuðskáldum sýslunnar, og hann og níu börn hans, hafa lagt fram myndarlegan skerf til nýbyggðarinnar í héraðinu. Indriði er fæddur í Sýrnesi í Aðaldal og alinn upp á Fjalli. Hann hefir verið þar alla æfi nema nokkrar vikur á Seyðis- firði, þegar hann var ungur. Hann hefir séð ýmsa skóla að utan, en aldrei stundað nám í neinum þeirra. Hann hefir aldrei látið dropa af áfengi koma inn fyrir varir sínar. Hann var öfl- ugur stuðningsmaður Björns Jónssonar í sjálfstæðisbarátt- unni, og einlægur stuðnings- maður Framsóknarflokksins, eftir að innanlands málin tóku að skipta flokkum. Indriði hefir verið farsæll búmaður og verið valinn til að inna af hendi flest hin ólaunuðu eða lítt launuðu skyldustörf í mannfélagsmálum fyrir sveit og sýslu. Indriði á Fjalli hefir verið hinn trausti og öruggi borgari. Hann heldur við hins svokallaða jöfnunarsjóðs. Nú virðist ekkert undanfæri annað en gerbreyta þessu skipu- lagi ,og það þegar i vetur. Allir vinnufærir menn, sem ekki geta aflað sér og sínum fæðu, klæða og húsaskjóls, verða að byrja skipulega framleiðsluvinnu undir eftirliti ríkisvaldsins. En það fólk, sem ekki getur unnið, verð- ur að fæða í sameiginlegum mötuneytum, á framleiðslu landsins fyrst og fremst. Verður væntanlega þar ekki sýnilegur munur, því að með vaxandi kreppu verða allir landsmenn að líkindum raunverulega við sama borð, og mega láta sér það vel lika. Ríkisstjórnin verður að hafa fullan ráðstöfunarrétt af því hvar þeir menn vinna, sem ríkið verður að framfæra. Og það verður að koma þeirri vinnu fyrst og fremst að arðgæfum framkvæmdum. Hér eru ótal verkefni, sem hnigið geta að því að auka matvæla- og elds- neytisframleiðsluna og þessi störf verða að ganga fyrir. Jafn- framt þarf að hjálpa þeim, sem vilja bjarga sér sjálfir til að geta komið fótum undir sjálf- stæða atvinnu. Það verður þess vegna eðlilegt og heilbrigt tak- mark fyrir þá, sem vinna um stund hjá þjóðfélaginu, að verða aftur sínir eigin hús- bændur. Náskyld slíku vinnukerfi er önnur nýjung í uppsiglingu. Það er hinn svonefndi almenni vinnuskóli. Þar er ekki átt við neina smáleiki, eins og að hafa 30 drengi í hóp undir föstum landsjóðslaunuðum yfirmönn- um. Hér duga ekki slík vettl- ingatök. Sá vinnuskóli, sem þjóðin þarf að fá, er það, að allir unglingar, sem ekki hafa alizt upp við algenga vinnu, vetur og sumar við framleiðslu á sjó eða landi, verði eitt ár við vinnunám á venjulegum heim- ilum í sveit eða sjávarbyggðum. Þar eiga bæjaunglingarnir að ganga inn í hin daglegu störf við framleiðsluna í landinu. Þetta verður að ná jafnt til ungra manna og ungra stúlkna. Þessi framkvæmd er óhjá- kvæmileg vegna beggja máls- aðila. Fólkið í dreifbýlinu þarf að fá hjálp við framleiðsluna, og fólk, sem elzt upp í bæjum og stundar önnur störf, þarf, vegna eigin menningar og manndóms, að hafa gengið í gegnum þann vinnuskóla, sem mótað hefir íslendinga í þús- und ár. Nú á stríðstímum er þörfin margföld. Matvælafram- leiðsluþörf að aukast, og iðju- lausu hendurnar við sjóinn að fá verkefni. Það er sýnilegt, að ríkissjóð- ættargarðinum, kemur vel til manns stórum barnahóp, tekur rólega og yfirlætislaust í streng- inn um vandamál samvista- manna sinna, beitir sér einhuga fyrir frelsi einstaklingsins í þjóðfélaginu og frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum. II. En samhliða þessum marg- háttuðu skylduönnum hins dag- lega lífs hefir Indriði á Fjalli átt tvenn hugðarmál, ættfræði og Ijóðagerð. En af þessum tveim hj áverkamálum eyddi hann meiri tíma til rannsókna í ætt- vísi heldur en til skáldskapar. Það er talið, að Indriði Þórkels- son sé fróðastur allra manna um ættir Þingeyinga, og hefir hann um þau efni mikil drög í hand- ritum. Notar hann nú efri ár sín til að raða þessum fróðleik, svo að hann megi verða að- gengilegur seinni kynslóðum. Indriði á Fjalli hefir orðið skáld án þess að vita af því sjálf- ur. Margar af lausavísum hans hafa síðustu 40 árin flogið á vængjum andagiftarinnar um allt land. Einstöku sinnum, en þó sjaldan, hefir hann birt kvæði á prenti. Hann hefir aldrei sótt um eða látið sækja um skálda- laun sér til handa. En Alþing sendi honum, án hans tilverkn- aðar, lítil rithöfundarlaun fyrir fáum árum. Hann myndi aldrei hafa ráðizt í að safna ljóðum sínum og gefið þau út, nema fyrir sterkan áróður bókmennta- hneigðra manna utan héraðs. Hann hefir, þegar til þess verks kom,beitt hlédrægni,sem er vart ámælislaus. Hann hefir ekki vilj- að vinna sér til aukinnar skáld- frægðar að birta margar af ur mun eiga erfitt með að fá jafnmiklar tekjur, eins og verið hefir. Jafnhliða þessu hækkar byggingarefni svo í verði, að brúargerðir og mikið af húsa- smíðum undangenginna ára hverfur að mestu. Samhliða þessu dregst verzlunin við út- lönd saman, og hráefni verða torfengin til ýmiskonar iðnaðar, sem vaxið hefir upp í skjóli haftanna. Hér er þess vegna sýnilegt, að margt af því fólki, sem unnið hefir hjá ríkinu, bæjarfélögum, við byggingar- vinnu, verzlunarstörf og iðnað, verður atvinnulaust, ef til vill svo missirum skiptir. Sumt af þessu fólki kann að eiga nokk- ur efni, og geta lifað af þeim. En bæði þeir, sem eitthvað eiga og hinir, sem ekkert eiga, munu vilja vinna, og þurfa að vinna. Hér kemur mikið vandamál, og skal ekki leitazt við að gefa þar fljóthugsað svar. Þó hygg ég, að jafnan eigi við sama svarið. Meðan stríðið stendur verða ís- lendingar að framleiða mat- væli, föt og eldsneyti handa sér, til að halda við brúnni milli líkama og sálar. Síðustu vikur hefir kaup- mannastéttin verið nokkuð há- vær í blöðum sjálfstæðismanna um kjarabætur. Almennt talið líta menn svo á, að verzlunar- stéttin hafi, þrátt fyrir marga erfiðleika, verið bezt sett um af- komumöguleika af öllum stétt- um landsins, og hafa bætt efna- hag sinn stórlega í skjóli haft- anna. Auk þess eru styrjaldar- tímar jafnan fengsælir fyrir verzlunarmenn, ef eitthvað er til að verzla með, og þurfa kaupmenn, að svo komnu, sízt að kvarta um sinn hlut. Ef litið er yfir hag Reykja- víkur, og atvinnuhorfur lands- manna yfirleitt, þá hlýtur það að teljast mjög vafasamur á- góði fyrir kaupmannastéttina, og er þar fremsta að telja heild- salana, að hyggja nú á bænda- glímur við kaupfélögin og Sam- bandið út af verzlunarmálum. Sókn af hálfu heildsalanna um að auka veldi sitt, mun tæplega gefa mikið í aðra hönd á krepputímum. En auk þess eiga forráðamenn verzlunarstéttar- innar allmikið í húfi, ef þeir sundra nú kröftunum frá hin- um stærri málefnum. Vafalaust vita þessir menn um hag Reykjavíkur, og að aukaniður- jöfnun stendur fyrir dyrum. Vafalaust vita þeir um hinn mikla fjölda hraustra manna, sem er og verður atvinnulaus, ef ekki er gripið til sterkra úr- ræða. Ég hygg að samvinnumenn séu reiðubúnir til að hefja öfl- (Framh. á 3. síðu) snjöllustu vísum sínum og smá- kvæðum, þar sem kenndi glettni um náunga og samsveitarmenn. En í mörgum þessum vísum kom fram einkennileg hlið á gáfna- fari hans, sem ekki gætir í lengri kvæðum, en það er hið mjúka, fágaða háð, sem verður ógleym- anlegt þeim sem kynnast því nánar. Að þessu leyti má segja, að sonur Indriða á Fjalli, sem mest hefir unnið að útgáfunni, eigi eftir nokkuð af starfi sínu, en það er að safna og láta prenta nokkuð af beztu kviðlingum og vísum Indriða Þórkelssonar. Að þessu sinni vil ég minna á tvær tækifærisvísur eftir Indriða á Fjalli, sem báðar eru óprentaðar enn. Eitt sinn sendi maður, að nafni Sigurður, Indriða á Fjalli nokkur eintök af blaði sem var að byrja að koma út, og bað hann að gerast kaupandi. Blaðið var andstætt Indriða i skoðun- um. En 1 inngangsgrein fyrsta blaðsins var lofað réttdæmi og sannleiksást um öll vandamál. Indriði mun hafa efazt um efnd- irnar. Þegar hann hafði lesið blaðið, stakk hann því innan í sömu umbúðirnar, og skrifaði ut- an á þessa stöku: „Send er gæran Sigurði, sem ég fékk að skoða. í hana vill ei Indriði úlfinum sínum troða“. Um sama leyti gekk um Aðal- dal undirskriftarskjal með mót- mælum gegn mjög nytsamri framkvæmd, sem fylgismenn ísafoldar voru á móti. Þá var rituð á umslag undirskriftabréfs- ins vísa, og þótti enginn liklegri en Indriði á Fjalli til að hafa ort hana. Vísan er svona: „Fangelsi þagnar rjúfi þjóðar rómur„ JÓNAS JÓNSSONs Indriðí Þórkelsson á Fjallí /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.