Tíminn - 31.10.1939, Síða 1

Tíminn - 31.10.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudaglim 31. okt. 1939 126. blað Játníng Morgunblaðsins Blaðið viðurkennir |>að sjónarmið fyrrver- andi f jármálaráðherra, að rikisútgjöldin verði ekki lækkuð að ráði „nema gripið sé inn á verksvið, sem allir eru sammála um, að séu i eðli sínu gagnleg og nauðsynleg a Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum árum haldið uppi þrálátum árás- um á fyrrverandi fjármála- ráðherra, Eystein Jónsson, og stjórn hans á fjármálum ríkisins. Þau hafa fullyrt að lækka mætti útgjöld ríkis- ins stórlega, ef hætt yrði þeirri „óþörfu eyðslu og ó- hófi“, sem nú ætti sér stað í ríkisrekstrinum. Eysteinn Jónsson hefir m. a. svarað slíkum árásum á þá leið, áð óska eftir tillögum frá Sjálf- stæðismönnum um niðurskurð þeirrar „óþörfu eyðslu og óhófs“, sem þeir væru að tala um, og myndi Framsóknarflokkurinn fús áð taka allt slíkt til velvilj- aðrar athugunar. Þótt kynlegt megi virðast hafa forvígismenn Sjálfstæðisflokks- ins jafnan færzt undan þessum óskum og aldrei fengizt til að standa við orð sín um „eyðsluna og óhófið“ með því að leggja fram slíkar tillögur eða nefna einhver ákveðin atriði til marks um það, sem þeir kölluðu „fjár- sukkið í ríkisrekstrinum." Jafnframt því að beina slíkum áskorunum til Sjálfstæðismanna hefir Eysteinn Jónsson haldið því fram, að meginhlutinn af útgjöldum fjárlaganna væri bundinn af sérstökum lögum, sem yfirleitt allir stjórnmála- flokkar viðurkenndu nauðsyn- leg og þakka sjálfum sér nú orðið, að hafa komið í fram- kvæmd. Útgjöld ríkisins yrðu því ekki lækkuð, sem neinu næmi, öðruvísi en að dregið væri úr framlögum, sem allir teldu sjálfsögð á venjulegum tímum og stjórnarandstæðing- ar hefðu ekki lagt til að felld yrðu niður. Þessu hafa forvígismenn og blöð Sjálfstæðisflokksins mót- mælt. Þau hafa fullyrt að út- gjöldin mætti lækka um marg- ar miljónir króna með því að skera niður „óþörfu eyðsluna og óhófið", en ákveðin dæmi hafa þau forðast að nefna þessum staðhæfingum sínum til stuðn- ings. Þegar athugaður er þessi að- dragandi og það jafnframt, að Sj álfstæðisf lokkuxinn fengið yfirstjórn fjármálanna í sínar hendur og verður nú að gera ábyrgar tillögur um þau, hlýtur játningin, sem Mbl. gerir í þesssum málum síðastliðinn fimmtudag, að teljast hin at- hyglisverðasta. Játningin er í aðalgrein blaðs- ins þennan dag. Fjallar grein- in um afgreiðslu fjárlaganna á haustþinginu og segir blaðið í upphafi hennar að nauðsynlegt verði að stórlækka útgjöldin. Víkur það þar næst að því, á hvern hátt það verði gert og segir til að byrja með: „Það eru að vísu margir smá- ir útgjaldaliðir á fjárlagafrum- varpinu, sem mega og verða að hverfa nú, en þeir einir nægja ekki til þess að fá fjárlög, sem forsvaranlegt er að afgreiða á þessum tímum.“ Blaðið nefnir ekki nánar, hverjir þessir smáu útgjalda- liðir eru, en sennilega eru það ýmsir smástyrkir, sem ekki eru síður komnir inn fyrir tilverkn- að þingmanna Sjálfstæðis- flokksins en annarra. Blaðið kemur nú að hinum margnefndu rikisstofnunum og segir: „Einnig má án efa spara mik- ið fé, með því að leggja niður sumar af hinum dýru, en óþörfu ríkisstofnunum og sameina hin- ar, sem nauðsynlegt þykir að ríkið reki áfram.Sjálfsagt er að vinna að þessu, en það nægir heldur ekki til þess að koma ríkisútgjöldunum svo langt nið- ur, sem nauðsynlegt er.“ Ef dæma má eftir fyrri skrif- um íhaldsblaðanna eru það ríkisverzlanirnar, sem blaðið nefnir hinar „óþörfu stofnanir." Þær veita allar meiri tekjur en útgjöld svo niðurlagning þeirra (Framh. á 4. síöu) Fundahöld Fram- sóknarilokksíns á Vestfjörðum Frá ferðalagi Skúla Guðmundssonar Skúli Guðmundsson alþm. kom til bæjarins sl. laugardag úr fundaferð um Vestfirði. Tilefni ferðar hans var það, að mið- stjórn F r a m s ó k n a r flokksins hefir hafði fengið tilmæli frá ýmsum Framsóknarmönnum á Vest- fjörðum um að senda mann, kunnugan landsmálum, þangað vestur til að ræða við flokksfé- lögin um stjórnmálaviðhorfið. Tíminn hefir spurt Skúla frétta af ferðalaginu og fer frá- sögn hans hér á eftir: Framsóknarmenn boðuðu til almenns landsmálafundar í Reykjanesi við ísafjarðardjúp sunnudaginn 22. okt. Ég talaði þar af hálfu Framsóknarflokks- ins, Finnur Jónsson alþm. fyrir Alþýðuflokkinn og Sigurður Kristjánsson alþm. fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Auk okkar þriggja fluttu ræður á fundinum þeir Aðalsteinn Eiríksson skóla- stjóri, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Jón H. Fjalldal bóndi á Melgraseyri, Baldur Johnsen læknir og Bjarni Sig- urðsson bóndi i Vigur. Sigurður Kristjánsson talaði m. a. mikið um hátt vöruverð og milliliðagróða á undanförn- um árum. Hann sagði, að kaup- mennirnir hefðu „blásið upp eins og gorkúlur“ og ennfremur taldi hann að Samband ísl. samvinnu- félaga hefði grætt 20—30 mill- jónir króna síðustu árin! Okrið og milliliðagróðann taldi hann hafa vaxið i skjóli innflutnings- haftanna, sem Framsóknarmenn hefðu komið á og haldið við, þjóðinni til stórskaða. Sigurður taldi að tekjur ríkisins myndu lækka af völdum styrjaldarinn- ar, og þjóðin gerði þær kröfur til Alþingis, að útgjöld ríkisins yrðu lækkuð. Ennfremur að höftum yrði aflétt. Finnur Jónsson óskaði að fá að heyra tillögur Sjálfstæðis- manna um útgjaldalækkun, en Sigurður varðist allra frétta um þær að svo stöddu. (Framh. á 4. siöu) Eitt af orustuskipum brezka flotans. Yfirráðin á liafinu Ylírlit um herfloia stórveldanna Fram til þessa hefir styrjöld- in verið fyrst og fremst háð á sjónum. Yfirráðin yfir siglinga- leiðum munu nú eins og í styrj- öldinni 1914—1918 valda mestu um úrslit styrjaldarinnar, ef hún verður langvinn. Til fróðleiks fer hér á eftir yfirlit um flotaeign sjö helztu stórveldanna um seinustu ára- mót. Er það tekið úr bók, sem sænski liðsforinginn, K. A. Bratt, hefir nýlega skrifað um vígbúnað stórveldanna. Við samning bókarinnar mun hann hafa stuðst við upplýsingar frá sænska hermálaráðuneytinu. Bretland: Bretar áttu í sein ustu árslok 15 orustuskip (470 þús. smál.), 6 flugvélaskip (115 þús. smál.), 60 beitiskip (416 þús. smál.), 160 eltingarskip og tundurspilla (198 þús. smál.), 53 kafbáta (55 þús. smál.) og 185 smærri skip, sem notuð eru til hernaðarþarfa. Alls áttu þeir 479 herskip, sem voru samtals 1.372 þús. smál. Á næstu þrem- ur árum var ráðgert að fullljúka 5 stórum orustuskipum, 5 flug- vélaskipum, 17 beitiskipum, 40 eltingarskipum og tundurspill- um og 19 kafbátum. Eftir þann tíma átti flotinn að vera orð- inn 1.905 þús. smál. Bandaríkin: Bandaríkjamenn áttu í seinustu árslok 15 stór orustuskip (464 þús. smál.), 5 Eínar Benediktsson 75 ára í dag Einar Benediktsson skáld á 75 ára afmæli í dag. Jónas Jónsson mun innan skamms rita ítarlega grein í blaðið um skáldið. Á Bifreiðaferðirnar til Akureyrar. — Sumarhitinn. — Frá háskólanum. Dalvík. — Skákkeppni milli Akureyringa og Reykvíkinga. Frá Bifreiðasamgöngum milli Akureyrar og Borgarness eru enn haldið uppi. Allan október komst ferðafólk mjög greiðlega á einum degi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ferðirnar hafa jafnan verið þrisvar í viku þennan mánuð. En nú frá nóvemberbyrjun verða aðeins tvær ferðir á viku til Norðurlandsins, á þriðjudögum og föstudögum. Vegir norður hafa fram að þessu verið svo góðir og greiðfærir, eins og þeir eru beztir um hásumar, að undanteknu því, að nokkuð mikinn snjó lagði á dögunum á Öxnadalsheiði. Var þá út- lit fyrir að vegurinn yrði þá og þegar algerlega ófær bifreiðum. En nú hefir þennan snjó tekið upp aftur. Er þetta í fyrsta sinn, sem Öxnadalsheiði er fær bifreiðum alveg út október. Eins og á undanförnum árum er það Bif- reiðastöð Akureyrar, sem heldur uppi haust- og vetrarferðunum til Norður- landsins. Nú sem endra nær verður þessum ferðum haldið áfram meðan tök eru á. t t ! Samkvæmt athugunum veðurstof- unnar var meðalhiti sumarmánaðanna fjögra, júní, júlí, ágúst og september, 12 stig i sumar. Er það mestur meðal- hiti, sem verið hefir í Reykjavík þessa mánuði, síðan veðurathuganir hófust í Reykjavik árið 1880. Síðustu átján ár- in hefir meðalhiti þessara sumarmán- aða verið 9,9 stig. í fyrra 10,2 stig; í hltteðfyrra 10 stig. Heitasti mánuð- urinn í sumar var júlímánuður, 13 stig til jafnaðar. í ágústmánuði var hann 12,3 stig, í septembermánuði 11,8 stig og í júnímánuði 10,9 stig. t t t Hátíðahöld fóru fram í háskólanum á iaugardaginn var.og er fyrirhugað, að slík hátíðahöld komi framvegis í stað hinnar venjulegu háskólasetningar. í þetta siim innrituðust í háskólann 62 nýir stúdentar. Munu 5 þeirra nema guðfræði, 28 læknisfræði, 18 lögfræði og 11 innrituöust 1 heimspekideildina. Alls stunda nú um 215 stúdentar nám við háskólann hér, en erlendis voru 143 stúdentar að námi í fyrravetur. En margir munu hafa orðið að hverfa frá framhaldsnámi í ár. í ræðu, sem Alexander Jóhannesson háskólarektor flutti við hátíðahöldin, boðaði hann þá ákvörðun háskólaráðs, að takmarka framvegis aðgang að hinum fjölsótt- ustu deildum háskólans, þar eð lög- fræðingum og læknum fjölgi meir en þörf sé á og þar af leiðandi litlir af- komumöguleikar fyrír ýmsa, að loknu löngu og ströngu námi. Á 38 árum hafa 153 útskrifazt úr lagadeild og 166 úr læknadeild. Við framhaldsnám erlendis eru um 35 læknanemar; læknishéruð á landinu hins vegar 49 alis. t t r Á Dalvík við Eyjafjörð lauk slátur- tíð 5. október. Alls var slátrað 4500 dilkum og reyndist meðalþyngd kropp- anna 16.1 kgr., og var það betri meöal- þyngd heldur en nokkru sinni fyrr. Bezta meðalþyngd eins heimilis fékk Eiður Sigurðsson í Ingvörum, 17.75 kgr. Kroppurinn af vænzta dilkinum, sem í sláturhúsið kom, vóg 26 kgr., en vænsti dilkurinn, sem slátrað var á Dalvík í haust, hafði 30 kgr. kjöts. Hann var frá Sökku, skozkur kyn- blendingur. Ein ær á Dalvík gaf af sér nær 50 kgr. kjöts í haust. Hún var þrílembd, átti tvær gimbrar og einn hrút. Hrútnum og annarri gimbrinni var slátrað og höfðu þau 16 og 17 kgr. kjöts. Þriðja lambið lifir. Mun óvenju- legt, ef ekki einsdæmi, að ein ær gefi svo miklar afurðir. — Þar nyrðra hefir öðru hvoru sézt talsvert af rjúpum, og voru þær orðnar alhvítar fyrir miðjan mánuðinn, þótt grös stæðu enn algræn uppi á fjöllum. — Fiskafli hefir verið sæmilegur á Dalvík og gæftir góðar, en feiknarlega mikið af smokkfiski. Flestir hinna stærri báta hættu veið- um í fyrrihluta októbermánaðar, og flugvélaskip (120 þús. smál.), 34 beitiskip (302 þús. smál.), 221 eltingarskip og tundurspilla (271 þús. smál.), 90 kafbáta (85 þús. smál.) og 66 smærri skip. Alls áttu þeir 431 herskip, sem voru samtals 1.296 þús. smál. Á næstu þremur árum var ákveðið að fullljúka 3 orustu- skipum, 2 flugvélaskipum, 7 beitiskipum, 42 eltingarskipum og tundurspillum og 16 kafbát- um. Eftir þann tíma átti flot- inn að vera orðinn 1.599 þús. smálestir. Japan: Japanir áttu í sein- ustu árslok 9 stór orustuskip (272 þús. smál.), 4 flugvélamóð- urskip (70 þús. smál.), 39 beiti- skip (270 þús. smál.), 124 tund- urspilla og eltingarskip (149 þús. smál.), 62 kafbáta (82 þús. smál.) og 46 minni skip. Alls áttu þeir 284 herskip, sem voru samtals 868 þús. smál. Á næstu þremur árum var ráðgert að fullljúka 2 stórum orustuskip- um, 2 flugvélaskipum, 2 beiti- skipum, 2 tundurspillum og 7 kafbátum. Eftir þann tíma átti flotinn að vera orðinn 1.002 þús. smál. Frakkland: Frakkar áttu í lok seinasta árs 7 orustuskip (164 þús. smál.), 1 flugvélamóður- skip (22 þús. smál.), 19 beitiskip (155 þús. smál.), 72 eltingarskip og tundurspilla (120 þús. smál.), 76 kafbáta (74 þús. smál.) og 64 smærri skip. Alls áttu þeir 239 skip, sem voru samtals 586 þús. smál. Á næstu þremur ár- um var ráðgert að fullljúka þremur orustuskipum, 2 flug- vélamóðurskipum, 3 beitiskip- um, 15 eltingarskipum og tund- urspillum og 12 kafbátum. Eftir þann tíma átti flotinn að vera orðinn 799 þús. smál. Ítalía: ítalir áttu í seinustu árslok 4 orustuskip (95 þús. smál.), 22 beitiskip (153 þús. smál.), 144 eltingarskip og tundurspilla (143 þús. smál.), 96 kafbáta (72 þús. smál.) og 122 smærri skip. Alls áttu þeir 388 skip, sem voru samtals 496 þús. smál. Á næstu þremur árum var ákveðið að ljúka smíði fjög- urra nýrra orustuskipa, 12 beitiskipa og 14 kafbáta. Eftir þann tíma átti flotinn að vera orðinn 705 þús. smál. Þýzkaland: Þjóðverjar áttu í seinustu árslok 5 orustuskip (82 þús. smál.), 10 beitiskip (75 þús. smál.), 34 tundurspilla (47 búa sig undir Suðurlandsvertíð, sem þús smáL)j 43 kafbáta (17 þús. fyrirhugað er að hefja eftir áramótin. t r r Á sunnudagsnóttina fór fram skák- keppni milli Taflfélags Akureyrar og Taflfélags Reykjavíkur. Stóð keppnin yfir í heilt dægur, alla nóttina, og höfðu taflmennirnir eina símalínu.til umráða, og var sambandinu aldrei slitið allan tímann. Teflt var á tólf borðum og urðu úrslit þau, að sunnan- menn sigruðu með 7:5. Sigurvegarar úr hópi sunnanmanna voru Konráð Ámason, Sturla Pétursson, Sigurður Gissurarson og Hannes Arnórsson. Af norðanmönnum unnu Unnsteimi Ei- ríksson og Guðmundur Jónsson sínar skákir. Sex skákir urðu jafntefli. (Framh. á 4. siðu) AfSrar fréttlr. Öldungadeild Bandaríkja þingsins hefir samþykkt frv. um afnám vopnasölubannsins með miklum meirahluta. Er það nú komið til fulltrúadeildar- innar og er gert ráð fyrir, að hún muni afgreiða það í þess ari viku. Æðsta ráð Sovét-Rússlands hefir verið kvatt saman til fundar í Moskva í dag og er bú- izt við meiriháttar tíðindum þaðan. Þykir m. a. sennilegt, að Á viðavangi Meðal þeirra ráðstafana, sem Danir hafa gert sökum styrjald- arinnar, er stórfelld hækkun tekju- og eignaskattsins til að mæta vaxandi útgjöldum ríkis- sjóðs. Á síðastl. vori var tekju- skatturinn þar hækkaður um 14%, en nú hefir hann verið hækkaður til viðbótar um 40%. Þá hefir álagning á tóbaki og áfengi verið hækkuð þar í landi. Álagning á tóbaki og áfengi hef- ir einnig verið hækkuð í Svíþjóð. Sýnir þetta, að stjórnendur þesssara landa treystu sér ekki til að lækka útgjöldin til jafns við tekj urýrnunina, enda gera þeir vafalaust ráð fyrir að styrj- öldin krefjist nýrra útgjalda af ríkissjóði, bæði til atvinnubóta og hernaðarþarfa. * * * Það má alveg telja víst, að styrjöldin muni hafa sumu áhrif hér í þessum efnum og annars- staðar á Norðurlöndum. Hér myndast nýir útgjaldaliðir vegna skömmtunarráðstafana, matvælarannsókna, ýmsra brýnna náttúrufræðirannsókna, sem stuðla að bættri hagnýtingu á gæðum landsins o. s. frv. Þá þarf að gera öflugar ráðstafan- ir til aukinnar ræktunar og annars þess, er miðar að því að þjóðin geti lifað sem mest á sínu. Ekki er ótrúlegt að ríkið þurfi að leggja sinn skerf til slíkra framkvæmda. Þá þarf að vinna gegn atvinnuleysinu og fátækraframfærinu með því að flytja fólk til lífvænlegri staða. Þegar athugað verður þessi og flei'ri slik verkefni, sem vafa- laust munu hafa einhver út- gjöld fyrir það opinbera í för með sér, hlýtur flestum að vera það ljóst, að til þess eru litlar líkur að hægt verði að skera nú- verandi útgjöld ríkisins svo frek- lega niður, að útgjaldalækkun geti bæði vegið gegn tekjurýrn- uninni og nýjum óhjákvæmileg- um útgjöldum. * * * Það er vitanlega alveg sjálf- sagt að reynt sé að færa niður öll þau útgjöld ríkisins, sem ekki verða talin bráðnauðsynleg. En það verður aldrei einhlítt. Ef mæta á tekjurýrnuninni og nýj- um útgjaldaliðum á þann hátt, að ríkisreksturinn verði halla- laus, verður að afla viðbótar- tekna. Það virðist alveg sjálf- sagt að hækka álagninguna á tóbaki og áfengi eins og gert hefir verið í Danmörku og Sví- þjóð. Sömuleiðis virðist full- komlega réttmætt að hækkaður yrði skattur & hærri tekjum einstaklinga. íhaldsblöðin hafa haldið því fram að lækka ætti laun hjá ríkinu, en til þess að slíkt byggðist á sanngirni, verð- ur að lækka hliðstæð laun annars staðar. Það verður ekki gert öðru vísi en með sköttum. Um slíka tekjuöflun ætti því að geta orðið samkomulag milli flokkanna. Rússar fari nú að láta Balkan- málin meira til sín taka. Finnska samninganefndir leggur af stað til Moskva frá Helsingfors í kvöld og fer húr með lokasvar Finna til Rússa Hefjast viðræðufundir að nýjv sennilega á fimmtudaginn. Bretar tilkynna, að Þjóðverj- ar hafi sökkt fyrir sér í septem- ber skipum, sem voru 156 þús smál., og í október skipum, sen voru 65 þús. smál. Frakkai segja, að alls hafi verið sökk' fyrir sér sex skipum, samtal: 41 þús. smál. Alvarlegar ó e i r ð i r urðu Tékkó-Slóvakíu um helgina, er þá var afmæli tékkneska lýð- veldisins, sem var stofnað 1918 Minntust Tékkar afmælisins þrátt fyrir bann Þjóðverja, 0{ lenti sumstaðar í róstum mill Tékka og þýzkra lögreglu manna. Fregnir herma, að einn ig hafi bryddað á alvarlegri óá nægju innan austurríska hers ins í Vínarborg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.