Tíminn - 31.10.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1939, Blaðsíða 4
TlMINN, þrigjjiidagfim 31. okt. 1939 504 126. blaff Yflr landamœrin 1. Árni frá Múla er að reyna að telja framleiðendum trú um, að þeir eigi samleið með heildsalastéttinni. Það er mjög ósennilegt, að þeir framleiðendur séu til, er láta glepjast af þessari slepju Árna. Þeir muna eftir krónuhækkun- inni, sem kaupmennirnir fengu fram- kvæmda á stjórnarárum íhaldsins. Þeir vita að markmið heildsalana er að okra sem mest á vöruverðinu, en af því leiðir kröfur um hærra kaupgjald. Þeir hafa jafnframt daglega fyrir augunum á sér, hversu grálega þeir eru leiknir af heild- sölunum, þar sem er Árni frá Múla sjálfur. Nauðþrengdir útgerðarmenn hafa um langt skeið þurft að hafa Áma á framfæri sínu og framfærið hefir hann endurgoldið með því einu, að skrifa fyrir kaupmennina gegn hags- munamálum útgerðarmanna eins og t. d. krónulækkuninni I vetur. Ekkert sýnir betur niðurlægingu framleiðend- anna í Sjálfstæðisflokknum en það, að þeir eru látnir ala önn fyrir manni, sem ver öllum kröftum sínum til að vinna fyrir heildsalana gegn hagsmun- um framleiðenda. 2. íhaldsblöðin halda áfram að tala um sparnað. Enn hefir þó enginn orðið var við sparnaðinn hjá Fisksölusam- laginu, Reykjavíkurbæ eða Eimskipa- félaginu. 3. Seinasta Jínan", sem kommún- istablaðið hefir fengið, er sú, að þjóð- st.iórnin hafi verið sett á laggirnar til að „svelta þjóðina" og því séu and- stæðingum hennar vitanlega leyfilegt að beita hverskonar baráttuaðferðum gegn slíku meinvætti! x+y. Yfirráðin á hafinu (Framh. af 1. síðu) smál.) og 41 smærra skip. Alls áttu þeir 133 herskip, sem voru samtals 240 þús. smál. Á næstu þremur árum var ætlunin að fullljúka 3 stórum orustuskip- um, tveim flugvélaskipum, 5 beitiskipum, 29 tundurspillum og 22 kafbátum. Eftir þann tíma átti þýzki flotinn að vera orðinn 475 þús. smál. Sovét-Rússland: Rússar áttu í seinustu árslok 3 orustuskip (70 þús. smál.), 7 beitiskip (46 þús. smál.), 39 eltingarskip og tundurspilla (49 þús. smál.), 160 kafbáta (81 þús. smál.) og 60 smærri skip. Alls áttu þeir 259 skip, sem voru samtals 265 þús. smál. Á næstu þremur ár- um var ráðgert að ljúka smíði tveggja orustuskipa, þriggja flugvélaskipa og þriggja beiti- skipa. Síðan um áramót hafa verið fullgerð nokkur skip, sem þá voru í smíðum, en það mun ekki raska stærðarhlutföllum milli flotaeignar þessara ríkja. Einn- ig hefir verið ákveðin smíði nýrra skipa, m. a. hafa Þjóð- verjar ákveðið að auka kaf- bátaflota sinn að miklum mun. Geta má þess, að allmörgum herskipum Bandaríkjanna hefir tfR BÆXUM Framsóknarfélag Reykjavikur heldur fund í Kaupþingssalnum ann- að kvöld kl. 8.30. í fundarbyrjun mun Jónas Jónsson gera stuttlega grein fyrir horfum í stjómmálum og ástandi at- vinnumálanna. Síðan verða framhalds- umræður frá síðasta fundi um málefni bæja- og sveitafélaga og tekur for- sætisráðherra fyrstur til máls. Farfuglafundur verður í Kaupþingssalnum í kvöld. Hefst klukkan 8,30. Ungmennafélagar eru minntir á að fjölmenna. M. A. kvartettinn söng í Gamla Bíó síðastliðinn sunnu- dag fyrir fullu húsi, og fékk eins og æfinlega ágætar viðtökur áheyrenda. Voru þeir félagar margklappaðir fram og urðu að syngja nokkur aukalög. Bjarni Þórðarson aðstoðaði við undir- leik. Ekið fram af bryggju. Um miðjan dag í gær bar það til, að vörubifreiðin R. 1267 ók fram af Loftsbryggju. En um leið og bifreiðin féll í sjóinn hrökk önnur hurðin upp og komst bifreiðarstjórinn út og bjarg- aðist. Bifreiðinni hefir verið náð upp aftur. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Thyra Olsen og Sveinbjörn Finnsson hagfræöingur. Blaðamannafélag íslands efnir til kvöldvöku að Hótel Borg á föstudagskvöldið kemur. Verða þar ýms ágæt skemmtiatriði. Meðal annars syngur M.A.-kvartettinn, Tómas Guð- mundsson les upp kvæði, Alfred And- résson syngur nýjar gamanvísur, tvær telpur leika á gítar og syngja, Björn Ólafsson leikur á fiðlu og hljómsveit Jack Quinets leikur fáein lög. Ymislegt fleira verður til skemmtunar. Að síð- ustu verður dansað. Kvöldvakan hefst klukkan 9. Rithöfundakvöld. Norræna félagið hefir gengizt fyrir rithöfundakvöldi, sem haldið verður að Hótel Borg á miðvikudagskvöldið. Munu þrír af þekktustu rithöfundum landsins lesa þar upp úr ritverkum sínum og eitt ljóðskáld flytja kvæði. Rithöfundarnir eru Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson og Halldór Kiljan Laxness, en ljóðskáld- ið Tómas Guðmundsson. Á eftir upp- lestrinum verður dansað. Samkoman hefst kl. 8.30. verið lagt upp seinustu árin og hafa þau því ekki nýtízku út- búnað og myndi það taka tals- verðan tíma og mikið fé að koma þeim í nýtízku horf. Þeg- ar tillit er tekið til þessa verð- ur brezki flotinn langsamlega öflugastur. Eins og þessar tölur sýna, eiga Rússar flesta kafbáta. En þeir eru flestir litlir og ætlaðir til notkunar á innhöfum. Þannig eiga þeir t. d. helmingi fleiri kafbáta en Frakkar, en sam- anlögð smálesta stærð þeirra er svipuð og frönsku kafbátanna. Einar Jónsson myndhöj4gvari. (Framh. af 3. síðu) sonar frá síðari árum hans, sem allar eru meira eða minna gegn- sýrðar af hinu nýja viðhorfi hans, indverskri speki og dul- hyggju. Gestir og góðvinir spyrja listamanninn af og til hvað sé bak við þessar líkingar. Hann svarar með góðlátlegu brosi, að ef hann væri rithöf- undur, þá mundi hann skýra hugsun sína með orðum. Hann lætur menn hafa fyrir því að skilja hans mál, þegar stein- arnir tala, eða vera án svars, þar sem dulrúnir hans verða á- horfendum ofurefli. Fyrir nokkrum árum hefir Einar Jónsson gert eina konu- mynd, sem lengi mun verða minnst, af frú Önnu, konu sinni, í fullri stærð. Þessi mynd er í einu mjög lík hinni ágætu dönsku konu, sem fylgdi boðum ritningarinnar, yfirgaf föður sinn og móður, land sitt og ætt- ingja og hefir um langa æfi staðið við hlið manns síns á erfiðri listamannsbraut. Frú Anna hefir meir en bætt manni sínum allan þann kulda og misskilning, sem hann átti ann- ars við að stríða í ættlandi hennar. Og hann hefir fyrir sitt leyti minnst hennar í list sinni, svo sem bezt mátti vera. Yfir þessari mynd er fullkomin ró og friður. Hún er minnismerki hinnar sterku, fíngerðu konu. Hvergi í myndum Einars Jóns- sonar er fullkomnara samræmi. Ytri einkenni eins og tilburðir handanna, eða fellingar klæð- anna, eru með léttleik Suður- landa, en þó er myndin öll nor- ræn, með því yfirbragði, sem bezt er sýnt í kvenlýsingum í íslendingasögum. Jón bóndi í Galtafelli skildi raunar eðli Einars sonar síns furðu vel, er hann vildi láta hann ganga í þjónustu kirkj- unnar og kenna söfnuði sínum um guðsríki og góða siði. Þrátt fyrir mótmæli sín hefir Einar Jónsson orðið prestur, nokkurs- konar æðsti prestur fslendinga. Móses flutti þjóð sinni hinar hörðu siðareglur skráðar á stein. Einar Jónsson hefir alla æfi ort í stein meginatriði allra ljós- sækinna trúarbragða. Hann hefir orðið forustumaður í ný- sköpun og landnámi íslenzkrar listar. Og hann hefir beitt allri orku sinni æfilangt til að sann- færa þjóðina um, að ljósið myndi vinna sigur yfir myrkr- inu. Einar Jónsson er skáld nýrrar dögunar á íslandi. J. J. Uppblástnr á fjöllum. (Framh. af 3. síðu) óðfluga í Skjaldbreið, bæði að austan og vestan og hraunum þeim, er að honum liggja, en þar hefir víða verið þykkur jarðvegur og mikill gróður. Erf- itt mun þar til varnar, en nauð- syn ærin til að hafizt verði handa, til að stöðva þá ger- eyðingu gróðurs, er þar vofir yfir. I. Á. Játning Morgunblaðsins. (Framh. af 1. siðu) myndi hafa neikvæðar afleið- ingar fyrir ríkissjóð og lýsa þess- ar tillögur því æði lítilli ráð- deildarsemi. En sleppum því. Eftir að blað- ið hefir gert framangreindar athugasemdir kemst það að svo- hljóðandi niðurstöðu, sem er þungamiðja greinarinnar: „Af því, sem nú hefir sagt verið, er ljógt, að ekki verður unnt að afgreiða forsvaranleg fjárlög á þessu þingi, nema með breyttri löggjöf. Við verðum einnig að gera okkur það Ijóst, að sá niðurskurður á útgjöldum ríkisins, sem nú er óumflýjan- legur, verður að verulegu leyti, að grípa inn á verksvið, sem allir eru sammála um, að séu í eðli sínu gagnleg og nauðsynleg." Betur getur Mbl. ekki stað- fest þær röksemdir Eysteins Jónssonar, að ekki sé hægt að lækka ríkisútgjöldin svo nokkru nemi öðru vísi en með breyting- um og afnámi laga, sem al- mennt eru talin sjálfsögð, og með því „að grípa inn á verk- svið, sem allir eru sammála um, að séu í eðli sinu gagnleg og nauðsynleg". Betur getur það ekki skýrt það, hversvegna for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki orðið við þeim áskor- unum Eysteins Jónssonar á undanförnum þingum að bera fram ákveðnar tillögur, sem staðfestu fullyrðingar þeirra um „óhófið og taumlausu eyðsluna.“ Betur getur það ekki mótmælt og hrundið þeim þráláta áróðri ihaldsblaðanna, að „óhófið" í ríkisrekstrinum væri orðið svo gegndarlaust að það myndi spara ríkinu margar miljónir króna, ef því yrði hætt. Sú játning Mbl. að ríkisút- gjöldin verði ekki spöruð ,,að verulegu leyti“, nema með því „að grípa inn á verksvið, sem allir eru sammála um, að séu í eðli sínu gagnleg og nauðsyn- leg“, er varanlegur legsteinn á fjármálabaráttu Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum árum og styrkir þær vonir, að hér eftir megi vænta frá honum ábyrgari orða og athafna í þeim málum en verið hefir hingað til. Fundahöld Framsóknarflokksins. (Framh. af 1. síðu) í Morgunblaðinu 28. þ. m. er svo frá skýrt, að á Reykjanes- fundinum hafi komið fram ó- ánægjuraddir frá Framsóknar- mönnum þar í héraðinu í garð þingmanns kjördæmisins, og um samstarf við sósíalista. Þessi frásögn Mbl. er alröng. í Reykjanesi hafa orðið miklar ræktunarframkvæmdir siðustu árin, þó að skilyrði til ræktunar séu fremur erfið. Umgengni er þar hin prýðilegasta. Skólann vantar leikfimishús, og er það mikið áhugamál skólastjórans og annarra aðstandenda skól- ans, að kom þvi upp við fyrstu hentugleika. Eftir að lokið var almenna fundinum í Reykjanesi, héldu Framsóknarmenn flokksfund þar, og var á þeim fundi stofnað Framsóknarfélag Norður-fsa- fjarðarsýslu og ísafjarðarkaup- staðar. Dagana 23.—26. október mætti ég á fundum í Bolungarvík, Flat- eyri, Þingeyri og Patreksfirði. Fundirnir voru allir boðaðir af Framsóknarfélögunum á þessum stöðum, en öllum frjáls aðgangur Voru fundirnir yfirleitt vel sóttir, og varð ég alls staðar var áhuga fyrir að efla flokksfélögin og auka fylgi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Af viðtölum við menri í vest- firzku sjóþorpunum, komst ég að þeirri niðurstöðu, að afkoma fólks þar mætti teljast vel við- unandi. Fiskiveiðar eru aðalat- vinnuvegurinn, eins og kunnugt er. Hraðfrystihúsin á Flateyri og Bíldudal hafa bætt mjög af- komu útgerðarinnar og aukið atvinnu á þeim stöðum. En auk útgerðarinnar er töluverður landbúnaður í sjóþorpunum, t. d. er allmikil sauðfjárrækt og garðrækt hefir aukizt mjög síð- ustu árin. Ég vil biðja Tímann að færa Vestfirðingum þakkir mínar fyr- ir ágætar viðtökur, sem ég hlaut þar alls staðar á ferðalaginu. Framsóknaríél. Reykjavíkur Fundur annað kvöld kl. 8.30 í Kaupþingssalnum. FUNDAREFNI: Hvað er framundan ? Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. BÆJAR- OG SVEITASTJÓRNARMÁL, framhald frá síðasta fundi, Hermann Jónasson forsætisráðherra hefur umræður. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. 318 Willíam McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 319 Honum kom ekki til hugar, að orrustan gæti haft nema einn endi. Oakland tæmdi skothylkin úr skamm- byssunum og smeygði þeim niður í bak- vasa sinn, en henti byssunum burtu. Hann dróg lykilinn upp úr öðrum vasa sínum, kippti Barnett harkalega að sér og opnaði handjárnin. — Hvað ætlar þú að gera? hrópaði Molly. — Ég ætla að láta hann hafa það, sem hann vill, svaraði Oakland og var loðmæltur. — Hann sagði að ég væri heigull, — að ég þyrði ekki að berjast við hann. Ég skal slá hann sundur og saman! Molly steig skref áfram, en Barnett rétti út hendina og stöðvaði hana um leið og hann fylgdi hreyfingum Oak- lands með augunum. — Vertu kyrr, Molly! Þú ert ekki með í þessu, sagði hann ákveðið. Clem rauk á hann eins og ljón, áður en hann hafði lokið setningunni. XXXV. KAFLI. Andstæðurnar í líkamsbyggingu þess- ara tveggja manna voru áberandi, Oak- land var að byggingu líkur steinstöpli, en mótstöðumaður hans eins og grísk- ur guð. Mennirnir höfðu kastað af sér jökkunum og vöðvarnir sáust hnykl- ast undir flónelsskyrtunum, sem þeir voru í innanundir. Brjóst stóra manns- ins var innfallið en herðarnar áberandi. Vöðvarnir á fótum hans og handleggj- um voru í stórum hnyklum. Hreyf- ingar hans höfðu sama stirðleik og manni virðist um hreyfingar bjarnar- ins við fyrsta tillit, en þær gátu verið hraðar og öruggar. Oakland virtist svo ægilegur frammi fyrir Webb, að Molly skalf af ótta. And- lit hans var logandi af bræði, þegar hann sló til andstöðumanns síns. Stúlk- an bjóst við að sjá granna og liðlega líkamann barinn niður undir eins. Hún spennti greipar í angist, en varp svo öndinni léttar. Texasbúinn hafði hreyft höfuðið lítið eitt til hliðar, svo að hægri hrammur Oaklands snart aðeins öxl hans, um leið og hann flaug framhjá. Barnett hafði um leið slegið vinstri hnefanum undir höku Oaklands svo snöggt, að Molly gat varla auga á fest. Risinn urraði af sársauka, og um leið skall hægri hnefi hins á síðu hans, rétt fyrir neðan hjartað. Webb beygði sig og var kominn úr höggfæri áður en Oak- land fékk áttað sig. Hraðinn á hreyfingum Barnetts og það, hve honum virtist létt um þær, minnti Molly á fjallaljón. Vöðvahreyf- ingar hans höfðu sama fagra stílinn. “-GAMLA BÍÓ ZAZA Áhrifamikil og vel leik- in amerísk kvikmynd gerð eftir heimsfrægu sam- nefndu leikriti eftir Pierre Berton. Aðalhlutv. leika: CLAUDETTE COLBERT og HERBERT MARSHALL. NÝJA BÍÓ' VANDRÆÐA- BARNIÐ Amerísk kvikmynd frá Wamer Bros, er vakið hef- ir heimsathygli fyrir hina miklu þýðingu er hún flyt- ur um uppeldismál. Aðalhlutverkið leikur hin 15 ára gamla BONITA GRANVILLE. Aukamynd: MUSIKCABARET. AF SÉRSTÖKUM ÁSTÆÐUM er öllum viðkomandi sem óvið- komandi mönnum bönnuð refaveiði innan landamerkja allra jarða, byggðra og óbyggðra, innan Hálshrepps í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu, svo og á afréttum þeim, er til heyra nefndum hreppi, eða einstökum mönnum búandi innan hans. F. h. eigenda og umráðenda. Fjallskilastjórfim. Samvínnuskólinn verður settur á morgun (míðvíkudag) kl. 10 f. hád. Skólast j órinn. Tilkynníng, Sainkvæmt auglýsingum vorum í dag- blöðunum viðvíkjandi lánsviðskiptum, viljum vér hérmeð vekja athygli við- skiptavina vorra á, að vér munum að- eins veita þeim lán, sem greiða reiknínga sína upp mánaðarlega. Lávus G. Lúðvígsson skóverzlun. Atvinnulevsisskýrslur Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahús- inu við Templarasund 1., 2. og 3. nóv. n. k. kl. 10—8 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnu- lausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjum manna af eignum mánaðarlega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. okt. 1939. Pétur Halldórsson. Ferðabæknr Válhjálms SteSánssonar tru nú allar komnar út. Fást með hentugum af- boi-ganaskilmálum. Arsæll Ar\ \so\ Bankastræti 9 Reykjavík • ÚTBREIÐIÐ TÍM ANN •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.