Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 3
31. blað TÍMIM, þrigjjndaglim 19. marz 1940 127 ÍÞR0TT1R Thnlemótið. Thulemótið var háð í Hvera- dölum um helglna, síðastliðinn laugaxdag og sunnudag. 18. km. skíðagangan. Á laugardaginn fór fram 18. km. skíðaganga í tveim flokk- um. Var skipt í flokka, A og B, eftir þeim afrekum, er keppend- ur höfðu áður leyst af höndum í þessari grein skíðaíþróttar. Voru keppendur 12 í A-flokki og 10 i B-flokki fxá fimm félög- um. Úrslit í A-flokki urðu þau, að Guðmundur Guðmundsson (Skíðafélag Siglufjarðar) varð fyrstur á 1 klst. 5 min. 14 sek., annar Magnús KTistjánsson (í- þróttaráð Vestfjarða) 1 klst. 7 mín 37 sek., þriðji Jóhannes Jónsson (Skíðaborg) 1 klst. 9 mín. 18 sek, og fjórði Jónas Ás- geirsson (Skíðaborg) 1 klst. 9 mín. 55 sek. í B-flokki varð hlutskarpast- ur Ásgrímur Stefánsson (Skíða- félag Siglufjarðar) á 1 klst. 10 mín. 44 sek og annar Georg Lúðvíksson (K. R.) á 1 klst. 10 mín 46 sek. í skíðagöngunni var keppt um Thulebikarinn. Vinnur hann það félag, er fær samanlagt beztan tíma, miðað við fjóra beztu menn er það teflir fram í báðum flokk- um. í þetta skipti sigraði Skíða- félag Siglufjarðar. Það vann bikarinn einnig, er keppt var um hann í fyrsta skipti, en Skíðaborg hefir tvívegis unnið hann. Veðurskilyrði á laugardaginn voru sæmileg. Fyrri hluta dags leit illa út um veðurfar, en rætt- ist betur út, er fram á daginn kom, heldur en á horfðist. Göngufæri var í góðu meðallagi. Áhorfendur voru fáir, því að örðugt var að komast upp eftir þann dag. Svigkeppnin. Á sunuudaginn var ágætis veð- ur framan af degi, en brá til sunnanáttar með úðaregni, er leið á daginn. Áhorfendur voru þann dag yfir 1000. Skíðakeppni hófst með svigi og var keppt í þrem flokkur, A og B, er kepptu á hinni sömu braut, og C-flokki, er keppti á sérstakri braut, er var auðveld- ari. Úrslit í tveim hinum fyrri flokkum urðu þau, að Helgi Sveinsson (Skíðaborg) varð hlutskarpastur og fór tvær um- ferðir á 95 sek. samanlagt. Ann- ar varð Jón Þorsteinsson (Skíða- félag Siglufjarðar) 100 sek., þriðji Jónas Ásgeirsson (Skíða- borg) 100,1 sek. og fjórði Gísli Ólafsson (K. R.) 100,6 sek. í svigi var keppt um bikar, er hið svokallaða Litla skíðafélag gaf á sínum tíma. Vann Skíða- borg hann, en í fyrra vann K. R. bikarinn. Samanlagður tími hinna fjögurra beztu manna úr Skíðaborg var nú 413,1 sek., K. R. 423,9 sek. og Skíðafélagi Siglu- fjarðar 443,2 sek. Alls voru kepp- endur í þessum tveim flokkum 31. í C-flokki kepptu 29. Þar varð sigurvegari Ásgrímur Stefánsson Skíðafélag Siglufjarðar) á 77 sek, næstur Jóhannes Jónsson (Skíðaborg) á 77,6 sek, og Stefán Stefánsson (Ármann) 83,5 sek. Stökkin. í stökkum voru keppendur alls 16 úr fimm félögum. Keppt var í tveim flokkum, skipt eftir sömu reglum og í öðrum grein- um skíðakeppninnar. í A-flokki sigruðu Helgi Sveinsson (Skíðaborg) og Jón Þorsteinsson (Skíðafélag Siglu- fjarðar) og hlutu 17,8 stig. Stökk Helgi 25 m. í fyrra skipti, og 24,5 í seinni umferð, en Jón 22 m. og 26,5 m. Þriðji varð Jónas Ásgeirsson úr Skíðaborg með 17,6 stig, stökk 23 m. og 25,5. Var í þessum flokki keppt um bikar, er Andvaka hefir gefið og veitist fyrÍT einstaklingsafrek. Jón Þorsteínsson var áður hand- hafi bikarsins, en nú hlutu þeir Jón og Helgi hann í sameiningu. í B-flokki varð sigurvegari Björn Blöndal (K.R.), stökk 21 m. og 24,5 m. og hlaut 18,1 stig., annar Erlendur Stefánsson (Skíðaborg) 17 og 22 m„ hlaut 15,7 stig, og þriðji Stefán Stef- ánsson (Ármann) stökk 17 m. og 17,5 m. og hlaut 14,3 stig. Badimntoukeppni. Kappleikir í badminton inn- an 2. flokks karla og kvenna fóru fram í í. R.-húsinu á sunnudag- inn. Voru fimm keppendur í hvorum flokki. í karlaflokknum urðu úrslit þau, að Guðjón Einarsson oð Þórhallur Tryggvason fengu hæsta stigatölu og unnu þar með sæti í 1. flokki. Úr kvennaflokknum komust í 1. flokk, að loknum sigri í viður- eigninni, Halldóra Guðmunds- dóttir og Þorgerður Þorvarðar- dóttir. Að liðnum páskum er fyrir- hugað að fram fari keppni til meistaratignar innan 1. og 2. flokks, en í 3. flokki er slík keppni ekki ráðgerð. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANBSSMIÐJUNNI. Vinnið ötullega fyrir Tímtmn. sitt, vegna utanaðkomandi of- beldis eða yrði tekíð herskildi, sem við að sjálfsögðu vonum að verði ekki. Má hér t. d. benda á jafnréttisákvæði 6. gr. sam- bandslaganna. En þó menn vilji ekki fallast á það, að kringumstæður séu nú þegar svo breyttar, að þær heim- ili fyrirvaralausa uppsögn samn- inga okkar við Dani, finnst mér rétt að benda á það, að slíkar breytingar geta hér á orðið í skjótri svipan, að þær heimili slíka uppsögn, og þá er gott að hafa búið sig undir það, að geta sagt honum upp fyrirvaralaust. Fyrir mér hefir það aldrei verið neitt vafamál, að íslendingar eigi að sækja fram til fullkomins sjálfstæðis, með öllu því harð- fylgi, sem þeir hafa yfir að ráða. En nú geta þau atvik borið að höndum, áður en nokkurn varir, sem krefjast skjótra ákvarðana í þeim efnum. Ég þykist nú vita, að margur muni segja, að þetta sé ekki komið svona langt ennþá, og að alltaf sé nógur timi til stefnu, þegar þar að kemur. En að mínu áliti er það ekki víst, að síðar verði nægur tími til að koma þessum málum í lag, auk þess, sem það skaðar ekki að gera sér þetta ljóst í tíma. II. í umræðum þeim, sem nú þeg- ar hafa orðið um sjálfstæðis- málið, hefir komið fram einn maður og andmælt því, að nokk- uð yrði aðhafst í málinu meðan stendur yfir ófriður sá, sem nú geisar. Til gamans má geta þess, að á fundi í fyrravetur, meðan allt var með tiltölulega kyrrum kjörum í veröldinni, eftir því, sem það getur verið í okkar óró- lega heimi, viðhafði þessi sami maöur þennan sama málflutn- ing. Ekki vegna þess, að slíkur ófriður og nú er, réttlæti nokk- urn drátt á málinu, heldur vegna hins, að ófriðarblika vegna Tékkóslóvakíu, var þá nýliðin hjá, og það land fallið fyrir róða, og taldi ræðumaður það ekki rétt, að við létum á okkur kræla á meðan sá atburður værj í minni manna. Þannig eru alltaf til reiðu ýms rök hjá þeim mönnum, sem and- vígir eru fullkomnu sjálfstæði. En þessi málflutningur þessa ræðumanns virtist koma nokk- uð flatt upp á suma áheyrendur hans, og er það nokkuð vork- unnarmál, því að við viljum helzt til oft gleyma því, að þeir menn eru til og hafa alltaf verið til, sem ekki óska eftir full- komnu sjálfstæði þjóðar sinnar, og hafa vitanlega fyrir því ýms- ar ástæður. En við viljum helzt til oft gleyma þessu, því okkur finnst í raun og veru, að slíkur málstaður og málflutningur eigi yfirleitt engan tilverurétt. Og ég skal játa það, að mig hefir furðað á því hugrekki, sem þor- ir að halda því að þjóð sinni, að hún eigi ekki að kjósa sér sjálf- ræði til handa um málefni sín, heldur fela þau náð annarrar þjóðar, þegar þjóðin loksins, eft- ir heillar aldar baráttu, á það við sjálfa sig eina, hvort hún vill fullkomið sjálfstæði eða ekki. En þessir andófsmenn fullkom- Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — r Auglýsing um verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir sainkvæmt heimlld í lögiun nr. 70 31. des. 1937 sett eftirfarandi ákvæði um hámarksálagningu á sokka í heild- sölu: Álagningin má ekki vera hserri en hér segir: Sokkar ár ull, bómull og ísgarni . . 20% Sokkar ár gerfisilki og alsilki ... 25% Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða allt að 10,000 kr. sektum, auk þess sem ólög- legur hagnaður er upptækur. Þetta birtist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. Samstarl Norðurlanda (Framh. af 2. síðu.) leggja verzlun íslands með stærsta útflutning síns lands. Þegar íslandi lá á, og dauðlá á láni í hitaveitu Reykjavíkur og leitað var láns í Svíþjóð, þá neituðu auðmenn Svía alger- lega. Og þó voru bankar þeirra og sjóðir þá svo fullir af pen- ingum, að þeir urðu að láta stór- mikinn auð liggja nálega vaxta- lausan í fjárhirzlum sínum. Merkur íslendingur spurði þá einn af þekktustu mönnum Svía, hvað norræn samvinna væri. „Hún er málæði,“ sagði hinn hreinskilni Svíi. Að síðustu lán- uðu danskir gróðamenn í hita- veituna en með verri kjörum heldur en ísland hefir nokkurn- tíma haft á lánsfé síðan þeir voru í höndum selstöðukaup- manna og einokunarinnar. Einn af valdamönnum Dana sagði við íslending, þegar búið var að taka þetta neyðarlán, að eftir fáein ár yrði lánið boðið út, og aðallega i Svíþjóð. Svíar myndu þá leggja fé 1 fyrirtækið. En það yrði gert fyrir Dani, en ekki fyrir íslend- inga. íslendingar fluttu út í mitt Atlantshafið, af því þeim þótti ekki fara nógu vel um sig í þeirri norrænu samvinnu, sem þá var á boðstólum. Og þessi staður út í hafinu hefir úrslitaáhrif á líf og störf íslendinga. Við höfum gott af, með okkar litlu kröftum, að taka þátt í hinni litlu sam- vinnu, sem stendur til boða og er framkvæmanleg með okkur og frændþjóðunum á Norður- ins sjálfstæðis eru til, og því heppilegt að fá þá sem fyrst fram á sjónarsviðið, svo þjóðin fái kynnzt málflutningi þeirra, því að við þykjumst þess fullviss, að hún muni ekki ljá þeim mál- stað fylgi, ef hún fær að kynn- ast honum í tíma. Það er fróðlegt að bera sam- an þær aðstæður, sem íslending- ,GnIlfo^s4 fer til Breiðafjarðar og Vest- fjarða á Þriðjudagskvöld 19. marz. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Jörðin Bæjarstæði í Seyðis- fjarðarhreppi.Norður-Múlasýslu, re laus til ábúðar á næstkom- andi fardögum. Nánari upplýs- ingar gefur ÞÓRARINN SIGURÐSSON Þórarinsstöðum, Seyðisfjarðarhreppi. Hreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. löndum. En við verðum í allri smæð okkar og lítilleik að taka undir með Ryti forsætisráðherra Finna, sem segir við heiminn um stefnu þjóðar sinnar: „Við byrjum að reisa við land okkar með sverðið í annarri hendi en múrskeiðina í hinni.“ íslenzka þjóðin hefir nú séð þess glögg og ótvíræð dæmi, að þó að mikil frændsemi tengi norrænu þjóðirnar saman, þá verður þó hver þeirra um sig að berjast sinni eigin baráttu, treysta á sig en ekki á tálvonir um hjálp í nauðum frá framandi frændþjóðum. J. J. .íSk. ... Viðskiptamálaráðuueytiö, 16. marz 1940. Eysteúra Jónsson. Torfi Jóhannsson. Sakadómaraskriistoiurnar eru fluttar á Frískirkjuveg 11, og verða símar skrifstofanna eftirleiðis þessir: 5921 Rannsóknarlögreglan. 5922 Sveinn Sæmundsson, yfirlögregluþjónn. 5923 Guðlaugur Jónsson, lögregluþjónn. 5924 Sigurður Magnússon, löggæzlumaður. 5925 Sigurður Gíslason og Kristján Jónasson. 5926 Baldur Steingrímsson, skrifstofustjóri. 5927 Valdimar Stefánsson, fulltrúi. 5928 Ragnar Jónsson, fulltrúi. 5929 Sakadómari. Reykjavík, 15. marz 1940. Sakadómari. Póithólf Tímans, Miðstjórnar Framsóknarflokksins og Sambands ungra Framsóknarmanna verður framyegis 1044 en ekki 961 cins og að undanförnu. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið! ar hafa nú, til þess að fara með sjálfstæði sitt, eða þeir höfðu 1874 og 1918 og hafði þá mikið breytzt til batnaðar á þeim tíma. 1874 var þjóðin allslaus í fátækt sinni eftir sex alda óstjórn er- lendra þjóða á landinu. Atvinnu- vegirnir voru úreltir og í kalda- koli, og hvenær, sem eitthvað á bjátaði, varð hallæri í landinu og fólkið hrundi niður. Engar stofnanir voru þá til í landinu, sem nauðsynlegar voru sjálf- stæðri þjóð og allt varð að byggja frá grunni. Þá mun mannfjöldi á öllu landinu hafa verið undir 60 þúsund manns. Þrátt fyrir þetta allt var bjart- sýni þeirra manna, sem þá stóðu fremstir í sj álfstæðisbaráttunni svo mikill, að þeir treystu þess- ari allslausu þjóð, til að gæta allra sinna málefna. Og þjóðin sjálf, fólkið I landinu, lét aldrei neinn bilbug á sér finna í sjálf- stæðismálinu, heldur var þeim mönnum rutt miskunnarlaust úr vegi, sem einhverja linkind vildu sýna sambandsþjóðinni í þeim efnum. Þannig var hin heita sjálfstæðisþrá þjóðarinnar, og mættu þeir menn margt af henni læra, sem nú vilja hlaupast und- an merkjum. (Framh. á 4. siðu.) 200 Margaret Pedler: Colin kom aftur frá glugganum, nam staðar við hlið hennar, hallaði sér upp að múrpípunni og horfði á hana. „Datt þér þetta aldrei i hug, Elizabet? spurði hann. Nú var öll harðneskja horf- in, bæði úr rödd hans og svip. Nú var hann blíður en alvarlegur. „Mér finnst það svo skrítið, að þér skyldi aldrei detta þetta í hug. Ég hélt að það væri alltof augsýnilegt, að ég lagði hug á þig-“ „Nei, það var það alls ekki,“ svaraði Elizabet vandræðaleg. „Og svo, — það var engin sérstök ástæða til þess að þér ætti að fara að þykja vænt um mig, var það?“ Colin brosti. „Ég geri ekki ráð fyrir því, að karl- maður hafi nokkurntíma sérstlaka ástæðu til þess að verða ástfanginn af verður einhvernveginn tilefnislaust .... verður einhvernvegin tilefnislaust .... Ég gæti samt tilgreint þúsundir ástæðna fyrir því, að ég fór að hugsa um þig, og höfuðástæðan er, að þú er þú. Ef þú vilt heyra fleiri ástæður ætla ég að spyrja þig að einu. Gerðu þér í hugar- lund hið tilbreytingalausa líf farlama vesalings, sem gerir alls ekki ráð fyrir að ungt, skemmtilegt og fallegt fólk taki nokkurntíma framar eftir honum. Svo senda örlögin honum einn góðan veður- Laun þess liðna 197 og gáfu andliti hans milda og sérkenni- lega fegurð. „En þú skalt ekki heyra mig kvarta oftar. Ég er búinn að létta af mér með því að segja þér frá þessu, og þar með er það búið.“ Þannig leit út á yfirborðinu. Jane sýndist þó Colin verða ókátari og þung- lyndari, eftir því sem tíminn leið. Hún sárvorkenndi bróður sínum. Líf hans virtist dæmt til þess að vera þjáningar- fullt og þýðingarlaust. Elizabet tók jafnvel eftir hinu aukna þunglyndi Colins, þótt hún væri gagn- tekin af hinni nýju hamingju sinni. Og einn daginn minntist hún á þetta við hann. Þau voru inni saman tvö ein eitt kvöld, og sátu við arininn í rökkrinu. Eldsglæður og rökkur hafa sameigin- lega blíð og tengjandi áhrif. Það voru ef til vill'þessi áhrif, sem stjórnuðu tungu Elizabetar. Þau sátu sitt til hvorr- ar handar við arininn og hún leit á hið alvarlega og þungbúna andlit hans, en var sjálf mitt á milli þess að vera al- varleg og glettnisleg. „Segðu mér nú eitt „þverhaus" minn,“ sagði Elizabet að loknu. „Hversvegna skrúfar þú ekki hugrekkið upp og talar við hana, í stað þess að ganga, að óreyndu með þennan þunga alvörusvip, eins og hún sé þegar búin að hrygg- brjóta þig. Ég geri annars ráð fyrir,“ —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.