Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 3
60.1»lat$ TÍMIM, föstudagimi 7. pní 1940 239 B Æ K U R Dvöl. 1. hefti 8. árg. ÍÞRÓTTIS Fyrsta hefti 8. árg. Dvalar er komið út fjrrir nokkru. Hefir út- koma þess tafist nokkuð af völd- um stríðsins. Eins og getið er um annars- staðar í blaðinu hefir Dvöl skipt bæði um ritstjórn og eigendur, en henni mun eigi að síður vera haldið í sama horfi og áður eins og sjá má á þessu hefti. í heftinu er ein frumsam- in saga og sex þýddar. Frum- samda sagan, sem er eftir Þórdísi Jónasdóttur, hlaut önnur verð- laun í samkeppni Dvalar í fyrra, en þýddu sögurnar eru eftir L. Pirandello, Kahlil Gibran, R. Middleton, M. Lermontow, Guy de Maupasant, Gerald Kersh og A. Averchenko. Eru þetta allt frægir höfundar, sumir heims- þekktir. Eftir tvo þeirra, Middle- ton og Kersh, hefir ekkert áður birzt á íslenzku, en þeir eru við- urkenndir enskir smásagahöf- undar og er sagan eftir Middle- ton, sem er í Dvöl, talin meðal beztu smásagna eftir enska höf- unda. Þýðendurnir eru Jón Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi, Ind- riði Indriðason frá Fjalli, Magn- ús A. Árnason, Magni Guð- mundsson og ritstjórinn. Þá eru tvö þýdd kvæði eftir Guðmund Frímann. Jón Magnússon fil. cand. skrifar um Norður-Sví- þjóð, einkum hinar auðugu járn- námur þar, sem nú eru mikið á dagskrá. Jónas Jónsson alþm. skrifar um vestur-íslenzka prestinn Hans Þorgrímsson. Jón Magnússon skáld skrifar loka- svar um íslenzka menningu til Páls Þorleifssonar. Þá eru nokkr- ar smágreinar, frásagnir um höfundana, kímnisögur og máls- hættir. Frágangur er allur hinn vand- aðasti og pappír betri en verið hefir. Eru allar horfur fyrir að Dvöl verði hinum nýju eigendum ekki síður til sóma en fyrirrenn- ara þeirra. Freyr. Sjötta blað af yfirstandandi árgangi Freys er nýlega komið út. Frú Laufey Vilhjálmsdóttir skrifar um ullariðnað heimil- anna, Halldór Pálsson ráðunaut- ur um ull, Árni G. Eylands um pantanir bænda á landbúnað- arvélum, Pétur Gunnarsson um hitamyndum og efnarýrnun við þurrheysverkun, og Halldór Pálsson um merkingar á lömb- um. Auk þess eru verðlags- skrár, spurningar og svör, að ó- gleymdu Garöshorni. Dýravemdarinn. Fjórða hefti yfirstandandi ár- gangs er komið út. Guðmundur Reyk|avíkurmótið. Reykj avíkurmót meistara- flokks knattspyrnufélaganna hófst seint 1 fyrra mánuði. Fer mótið nú fram með þeim hætti, að félögin keppa tvisvar sinn- um hvert við annað, en áður hefir ekki verið nema ein keppni. Fyrri umferð mótsins er nú lokið og urðu úrslit þessi: Víkingur vann K. R. með 3:0 Víkingur — Fram — 1:0 Víkingur — Val — 4:1 Valur — K.R. — 3:1 Valur — Fram — 4:0 K. R. — Fram — 2:1 Mótið stendur því þannig, eftir fyrri umferð, að Víkingur hefir sex stig, Valur fjögur, K. R. tvö, en Fram ekkert. Virðist vera að ræða um mjög glæsilega framför hjá Víking, þar sem lið hans var mun lélegra en hinna félaganna fyrir fáum árum síöan. 30. Íslandsglíman. Íslandsglíman, hin þritugasta í röðinni, verður háð næsta þriðjudagskvöld. Að þessu sinni mun glíman verða háð inni, í Iðnó, og verður frásögn af henni útvarpað jafn- óðum og hún fer fram. Keppendur munu verða ó- venjulega margir. Frá glímufé- laginu Ármanni, sem sér um glímuna, verða allmargir þátt- takendur og auk þess úr Vest- mannaeyjum, Árnessýslu og Þingeyjarsýslu. Sundknattleiksmót í. S. í. Sundknattleiksmóti í. S. í. er nýlokið. Fjórar sveitir tóku þátt í keppninni, tvær frá sundfélag- inu Ægi, ein frá K. R. og ein frá Ármanni. Úrslitin urðu þau að A-sveit Ægis bar sigur úr býtum, önnur var sveit Ármanns, þriðja B- sveit Ægis og fjórða sveit K. R. Að þessu sinni voru sveitirnar skipaðar sjö mönnum, ■ en tvö undanfarin ár hafa aðeins verið fimm menn í sveitunum. Þar áð- ur kepptu alltaf sjö manna sveitir. Ægir hefir alltaf unnið, þegar keppt hefir verið með sjö manna sveitum, en Ármann vann í fyrra, er keppt var með fimm manna sveit. i; Menn grelnir á um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli: að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni tfl framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. <! Verksmídjur vorar á Akureyri Gefjun og Iðunn, eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar fyrir almenning. G e fi j u n vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum til fata á karla, konur og börn og strafrækir sauma- stofu á Akureyri og í Reykjavík. Iðunn er skinnaverksmijya. Hún framleiðir úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð. f Reykjavík hafia verksmíðjurn- ar verziun og saumastofiu vlð Aðalstræti. Samband ísl. samvínnuiélaga. 1 Friðjónsson skrifar þar um dýraverndun, Njáll Friðbjörns- son um meðferð og verndun loð- dýra, Ásgeir Guðmundsson í Æðey um hænu, sem varð 15 ára að aldri og ungaði fft um 150 ungum, og Bjarni Sigurðsson um stokkönd. Þá eru margar grein- ar eftir ritstjórann. Til brnðargjafa 1. Ilokks handslípaður KRISTALL og ekta KUNST-KERAMIK. K. Einarsson & Björnsson. §máiöinverð eldspýtiim. a §másölnverð á VIJLCM og SVEA eldspýtum má eigi vera hærra en hér segir: í Reykjavík og II afnarfiriíi: 10 stokka himtið 60 aura. Annars staðar á landiim: 10 stokka Iranlið 62 aura. Tóbakseinkasala ríkisins. HeUsulræðingar telja að frekar megi spara flestar aðrar fæðutegundir en mjólk og mjólkurafurðir Betta ætti Isvor og einn að hafa hugfast, ekki sízt nú. Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð á ýmsum fæðutegundum og minnist þess, að verðið á skyri og mjólkurostum er ennþá óbreytt. ]%ytt úrval al KARLMANNAFATAEFNUM, KAPUTAUUM og DRAGTAR- EFNUM tekíð upp í gær. Ennlr. KARLMANNASOKKAR og SPORTSOKKAR n ý j a r g e r ð i r úr pelbandi. Verksmiðjuútsalan Geíjun — Iðunn Aðalstræti. lagið efldi mjög veldi sitt í Ind- i lands, en varakonungur, sem landi seinustu áratugi 18. aldar og fyrstu áratugi 19. aldar. Það ýmist keypti furstana til fylgis við sig eða kúgaði þá til hlýðni með vopnavaldi. í fyrstu lét fé- lagið sig ekki varða um annað en að tryggja sér sem þezta verzlunaraðstöðu. Þetta mæltist illa fyrir og mannvinir heima í Englandi kröfðust þess, að Bretar veittu áhrifum sínum í Indlandi ekki aðeins í eigin þágu heldur jafnframt til við- reisnar Indverjum. Varð þetta þess valdandi að félagið var sett undir eftirlit ríkisins um 1780 og byrjað var að sinna ýmsum umbótamálum Indverja. Það var þó ekki fyrr en 1858, sem yfir- ráð félagsins í Indlandi voru tekin af því og þeir landshlutar, sem þá heyrðu undir það, lagðir undir Bretakonung. Árið 1877 kom Disraeli á þeirri skipan, að Indland var gert að keisara- dæmi með Bretakonungi sem keisara. Stjórnarskipun Indlands hefir jafnan verið eitt mesta vanda- mál Englendinga, Forvígismenn Indverja hafa jafnan krafizt meira frelsis en Englendingar hafa viljað veita þeim. Seinasta stjórnarskrá Indlands var sett 1935 og hafði hún verið undir- búin í sjö ár og valdið ákaflega miklum deilum. Helztu þjóð- ernissinnar Indverja hafa ekki viljað viðurkenna hana og hún er enn ekki komin nema að nokkru leyti til framkvæmda. Samkvæmt þessari stjórnar- skrá (Government of India Act) er Bretakonungur keisari Ind- skipaður er til fimm ára í senn, er handhafi keisaravaldsins. Komið skal á sambandsþingi, þar sem eiga sæti fulltrúar frá fylkjunum og furstadæmunum. Þingið skal ekki hafa nein af- skipti af hermálum, utanríkis- málum og kirkjumálum, en ræð- ur að öðru leyti málefnum landsins. Þessir þrír málaflokk- ar skulu algerlega heyra undir varakonunginn og ef honum finnst nauðsyn bera til, getur hann gert sérstakar ráðstafanir, án samþykkis þingsins, til að hindra ógætilega fjármálastjórn og til að koma í veg fyrir mis- beitingu í verzlunarmálum. Hann getur einnig synjað um staðfestingu á lögum þingsins. Stjórnarskrá þessi ákveður ennfremur, að Brezka-Indland (þ. e. Indland að furstadæmum undanskildum) skuli skipt í 11 fylki, eins og verið hefir um langt skeið. Hvert fylki skal hafa allvíðtækt sjálfræði, sérstakt þing og sérstaka stjórn. í öllum fylkjunum skuli vera brezkir landstjórar og geta þeir tekið sér mikið vald, ef þeim finnst það nauðsynlegt. Þessi stjórnarskrá var mikil umbót fyrir Indverja frá því, sem áður var. Samkvæmt stjórnarskránni frá 1919 var sambandsþingið fyrir brezku fylkin þannig skipuð, að Bretar höfðu þar töglin og hagldirnar (margir þingmennirnir tilnefnd- ir) og sjálfsforræði fylkisþing- anna var mjög lítið. En þrátt fyrir það er ekki óeðlilegt þótt Indverjum finnist að enn sé frelsi þeirra ærið miklum tak- mörkum bundið. Ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1935 um sambandsþingið er enn ekki komið til framkvæmda. Veldur því andstaða kongress- flokksins, er síðar verður frá sagt. Hins vegar eru ákvæðin um sjálfstjórn fylkjanna kom- in til framkvæmda og virðast ætla að gefast vel. Það ákvæði hinnar nýju stjórnarskrá, sem þótti stór- feldasta breytingin, var sam- eiginlegt þing fyrir brezku fylk- in og furstadæmin. Með því var stigið stórt spor til að sameina Indverja undir eina stjórn og gera Indland allt að einu sam- feldu ríki eins og er draumur hinna framsæknustu Indverja. Englendingar láta það í veðri vaka að markmið þeirra sé að gera Indland að sjálfstæðu sam- veldisríki í brezka heimsveld- inu líkt og Ástralíu og Kanada, þegar Indverjar hafa orðið hæfni og reynslu til að fara sjálfir með stjórnina. Hinir þjóðernissinnuðu Indverjar setja sér hins vegar það mark — eins og síðar verður skýrt frá, — að Indland verði alger- lega sjálfstætt og ekki í neinum tengslum við Bretland eða önn- ur ríki. Niðurl. næst. ' Þ. Þ. Dvöl Af hverju halda menn að aðallega mjög vand- látt fólk á lestrarefnl kaupi Dvöl? Af því að hún er þekkt fyrir að flytja aðeins gott efni, sem greint og menntað fólk hefir ánægju af að lesa. Anglýsið í Tímanimt! 312 Margaret Pedler: Laun þess liðna 309 Skrlfistofia Bókaútgáfu Menningarsjóffs, Austurstræti 9. Opin ðaglega kl. 10—7. Simi 4809. og þá er mér ekki nóg að þú berir ekki á móti því Ég trúi aldrei, að þú hafir stolið nokkrum sköpuðum hlut, nema þú segr mér að þú hafir gert það. Get- ur þú sagt mér það, Blair?“ Aftur reyndi hann að forðast þessi skæru, gráu, spyrjandi augu. „Ég get ekki neitað því,“ sagði hann. „Ég hefi aldrei neitað því.“ „Viltu þá segja, „ég var sekur um þjófnað?" hélt hún áfram. „Horfðu á mig og segðu það, og það skal bitna á sál þinni, ef þú lýgur að mér, Blair! Það gæti ég aldrei fyrirgefið.“ Hin unga, ástríðuþrungna rödd þagnaði. Augu hans drógust smátt og smátt að andliti hennar, og langa stund horfðust þau í augu. Svo gafst hann upp og svaraði með lágri, bældri röddu: „Nei, ég get ekki sagt það.“ „Ég vissi þaö! Ó, Blair! Hvernig gat ég verið svo heimsk að trúa þessu eitt einasta andartak! Ég get aldrei fyrir- gefið mér það, — svo þú verður að gera það. Viltu fyrirgefa mér, Blair? Getur þú það?“ „Get ég það —?“ Hann hrópaði þetta upp og greip hana í faðm sinn aftur. Þau þrýstu sér hvort að öðru. Hinn svarti skuggi, sem legið hafði milli þeirra, þokaðst burt um stund, og þau bárust vanmegna fyrir hínum þunga honum litið í þá átt, sem honum hafði heyrzt hljóðið koma úr, og þá sá hann hana. í tvem skrefum gekk hann til hennar, tók hana í faðm sinn og hélt henni svo fast, eins og hann ætlaði aldrei, aldrei framar að sleppa henni. Þessa stundina virtist hjól tímans hafa snúizt aftur á bak, þau stóðu aftur á sillunni í berginu og ekkert skildi þau að, engan skugga, efa eða vantraust lagði yfir leið þeirra, ekkert miskunn- arlaust sverð, sem fortíðin hyggi milli þeirra. XXIV. KAFLI. Hindranirnar. „Blaii'! Þú hatar mig þá ekki?“ Eliza- bet hafði smogið til hálfs úr faðmi hans og spurði brosand, en þó með augun full af tárum. „Hata þig!“ Hann hló sigurglöðum hlátri og faðmaði hana aftur að sér. „Finnst þér það ekki á öllu?“ „Ég held að þú hefðir fulla ástæðu til þess“, sagði hún eftir óhjákvæmilega þögn. „Ég hefi verið framúrskarandi fá- vís. Ég veit ekki hvað það var, sem kom mér til að trúa öllum þessum þvætt- ing um þig“. Gleðiglampinn hvarf á svipstundu úr augum hans, þurrkaðist burt fyrir þeirri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.