Tíminn - 16.07.1940, Side 3

Tíminn - 16.07.1940, Side 3
í 1. blatí A N N A L L B Æ K U R Bánardægur. Þóroddur Lýðsson, starfsmað- ur hjá Verzlunarfélagi Hrút- firöinga, Borðeyri, andaðist í október 1939, eftir uppskurð á Landakotsspítala. Þóroddur var Ifæddur að iHrafnadal í ÍBæjarhreppi 14. ijanúar 1888. — IForeldrar hans Svoru h j ó n i n ÍLýður Jónsson log Jóhanna iJónsdóttir, er |þá bjuggu í Hrafnadal. Þóroddur naut engrar sér- stakrar menntunar í uppvexti, en var mjög bókhneigður maður og fróðleiksleitandi, enda aflaði hann sér á eigin hönd meiri og víðtækari þekkingar en almennt er. Þóroddur giftist laust eftir þrítugsaldur, ungri konu, er Stefanía hét Guðmundsdóttir. — Eignuðust þau einn son, er Ingvar heitir og er nú ungur maður í Hrútafirði. Samvistir þeirra hjóna urðu skammvinnar, því Stefanía dó eftir fárra ára hjónaband. Tók hann sér missi hennar mjög nærri. Húsbóndi Þóroddar nokkur síðustu árin, mælti fáein kveðjuorð við gröf hans. Verða hér tekin upp nokkur atriði úr þeim kveðjuorðum, því að þau ættu að geta gefið allglögga mynd af manninum: „-----Mér er skylt að segja þetta hér, af því að ég fékk ekki sagt það né sýnt, áður en þú hafðir bústaðaskiptin: Þú varst árvakur og skyldurækinn starfs- maður. — Þú gekkst jafnan í bardagann þar sem hann var harðastur, og hlífðir þér hvergi. — Þú vannst mér jafnan allt, er þú hugðir réttast og drengi- legast, og þú sýndir mér og heimili mínu vinsemd og trú- mennsku, sem vert er að muna lengi.“-------- -----„Hann var einn af þeim sérstöku mönnum, sem notaði allar stundir, jafnt starfs og hvíldarstundir, til þess að fræð- ast. Ef litið er yfir bókasafn Þ. L. sést vel, að hér var enginn hversdagsmaður á ferð. — Hér var maður, sem með starfi, lestri og leik var stöðugt að leita, — leita að meira ljósi — meiri þroska — meiri þekkingu. — Hér var að vísu svokallaður ómenntaður maður á ferð, — ómenntaður maður, sem þó var svo menntaður, að hann kunni skíl nálega allra algengra starfa, hvort heldur sem var: landbún- aðar, sjávar eða skrifstofustarfa, og hæfni hans náði þó enn við- ar yfir. — Að loknum dags- önnum settist hann við orgelið Lindin. 6 árg. Útgef. Prestafélag Vestfjarða. Prestafélag Vestfj arða hefir nú í sex ár gefið út hið myndar- lega rit sitt, Lindina. í siðasta hefti, sem nýkomið er út, eru margar ágætar greinar eftir leiðandi menn í kristindóms- málum á Vestfjörðum. Meðal annara greina má nefna: Þú átt að verða að liði, eftir séra Þorstein Jóhannesson. Slíðra þú sverð þitt, eftir séra Böðvar Bjarnason og Tvær mílur eftir sr. Halldór Kolbeins. Ritið er hið smekklegasta og er enginn vafi á því, að útgáfa þess hefir mikla þýðingu fyrir trúarlega og andlega menningu á Vestfjörðum. Sýna kennimenn á Vesturlandi lofsverðan áhuga og dugnað með útgáfu Lindar- innar. — Herbert W. Casson: 36 taps- og eyðsluliðir á skrifstofum. Lítið kver með þessu nafni er nýkomið út. Hefir höfundur þess skrifað fjölda bóka um verzlun- armál og beitt sér mjög fyrir bættum vinnuaðferðum á skrif- stofum í Englandi. Innihald bæklingsins eru ýms „holl ráð um hagkvæmari vinnuaðferðir“. Er bók þessi á ýmsan hátt at- hyglisverð fyrir þá, er stunda skrifstofustörf, enda munu margir vilja notfæra sér þann margvíslega fróðleik og góðu leiðbeiningar, sem hún hefir að geyma. sitt. Á sviði hljómlistar var hann einnig sjálfmenntaður. Hann veitti heimili mínu marga ánægjustund með leik sínum, — við tókum lagið sam- an og höfðum af því marga heil- brigða og hljóðláta gleði.“ -- — — „Nú er orgelið þitt þagnað, og þú ert gengin til hvílu. Ég vil ekki vekja hávaða við beð þinn, en „ég horfi yfir hafið“ og sé að þar „hyllir mikil lönd“. Ég sé að þar munt þú fá gnægð verk efna, — þar munt þú fá ráðið margar þær rúnir, er þú leitað- ist við að ráða hérnamegin hafs ins. — Þar munt þú fá fróað sál þinni með fögrum og full- komnum samhljómum — sam ’nljómum, sem vera munu í ætt við þá töna, er þú leitaðist við að seiða fram af orgelinu þínu heima. — Og þar munt þú fá notið þeirrar ástúðar og þess víðsýnis og birtu, er sál þín þráði — og leitaði stöðugt að.“ Þóroddur var samvinnumað ur, — ekki af „flokkslegum“ á- stæðum, heldur fyrir eigin í- hugun, og að eðlisfari. P. S. Vimtilí ötullega fyrir Tímanu. Meuse veita einnig talsverða hindrun. En þær veita ekkert öryggi og einstök yfirsjón, ó- vænt atvik eða stundarvan- ræksla myndu nægja til að tapa þeim og torvelda hverskonar undanhald í Hainault eða í Flandern. Á þessum lásléttum eru hvorki virki né skurðir, sem hægt er að mynda varnarlínuna með, og engar samfelldar hæðir eða fljót, sem falla meðfram vígstöðvunum. Verra er þó, að lega landsins hentar mjög vel til innrásar vegna liinna mörgu samgönguleiða, sem liggja um Meusedalina, Sambre, Scarpe og Sy’s. Þar eru vatnsföll, þjóð- vegir og járnbrautir, sem geta veitt óvinunum hina ágætustu leiðsögn. — Þessar fáu setningar sýna vel, að de Gaulle herforingja var fullkomlega ljóst, hvaða stefnu þessi styrjöld myndi taka. Hann sá ljóslega, að innrás i Frakk- land gat aðeins tekizt úr einni átt og til að stöðva þá innrás þarfnaðist Frakkland hers, sem væri ekki aðeins ágætlega skipulagður. Hann þurfti einnig að hafa ógrynni þungra bryn- dreka og vélahersveita. Alaska Yfirstandandi styrjöld hefir beint stóraukinni athygli að hernaðarlegri þýðingu hinna norðlægari landa, íslands, Grænlands og Alaska. Alaska er að flatarmáli 586 þús. fermílur enskar eða nokkru stærra en Þýzkaland, Frakkland og Ítalía til samans. íbúar þessa mikla landflæmis eru þó ekki fleiri en rúmlega 60 þús. Alaska var fyrst nytjað af Rússum, en frá Síberíu er ör stutt til Alaska yfir Bærings sund. Stunduðu Rússar þar að- allega veiðiskap. Byrjuðu þeir að koma þangað um miðja 18. öld Árið 1825 viðurkenndu Bretar eignarráð Rússa á Alaska. Árið 1867 seldu Rússar Bandarikjun um Alaska fyrir 7,200 þús. gull- dollara. Landamæri milli Alaska og Kanada voru ákveðin 1903. Enn eru náttúrugæði Alaska ónytjuð að mestu. Vitanlegt er að þar eru miklir málmar í jörðu. Þar eru einhverjar mestu koparnámux í heimi og gull járn og tin eru unnið þar úr iðrum jarðar í talsvert stórum stíl. Einnig hafa fundist þar kol og olía. Eru námuauðæfi Alaska talin vera geisilega mik- 11, en þau eru enn lítt rannsök- uð. Þar eru talin góð skilyrði til kvikfjárræktar, en of kalt fyrir koxnyrkju. Loðdýrarækt er þar mikil. Þar er einhver mesta lax- veiði í heimi og hægt er að veiða þar nóg af þorksi og síld. Margir telja Alaska mikið framtíðar- land og er því ekki að undxa þótt það gæti orðið stórveldun um keppikefli. Fram til seinustu stundar TÍMINN, ]>riðjndagiim 16. jjúlí 1940 283 Ósjálfiræði (Framh. af 2. síSu) Reykjavíkux, hvílir á þeim mönnum, sem hafa unnið sér varanlega frægð með forræði í málurn Reykjavíkur og inn- heimtu útsvara hjá borgurum Dess bæjar. Mér finnst ástæða til, við Detta tækifæri, að nefna, að það er ekki sérstaklega að mínum vilja, að ég hefi í nálega manns- aldur haft persónulega hin mestu not og stuðning af Mbl., en þar á móti hefir Mbl., vegna óheppilegra útreikninga um málsmeðferð, haft ótrúlegan og alveg óþaxfan álitshnekki af skiptum sínum við mig. Ég verð að játa, að ég lít á pessi efni eins og hagsýnn kaup- maður, sem vill aðeins verzla á xann hátt, að honum sé hagur að, en vill jafnframt gera við- skiptamennina ánægða. Það er einmitt þessi gagnkvæmu, heppilegu skipti, sem mér finnst að ættu að lokum að komast á milli mín og Mbl. Mér finnst næstum því óviðkunnanlegt að hafa stöðugt og varanlegan hagnað að fyrirtæki, sem býx sér varanlegt tjón af skiptum við mig. Ég vil nefna nokkur dæmi. Þegar ég byrjaði að beita mér fyrir notkun jarðhita til al- mennings þarfa, sótti Mbl. að mér með miklum móði. Átökin urðu löng og hörð um Reykholt, Laugarvatn og Sundhöllina í Reykjavík. Hver myndi nú óska sér aðstöðu andstæðinga minna í þessum málum, og sérstaklega hitaveitumálum yfirleitt? Hver er nú sá í Reykjavík, sem ekki harmar, að andstæðingar mín- ir skyldu árum saman eyða orlcu að áfella mig fyrir viðleitni mína til að nota jarðhitann, og standa nú, haustið 1940, með tómar rennur upp að Reykjum, af því að hin mörgu friðarár voru í þessu efni misnotuð af jeim mönnum, sem nú þrá ekk- ext meir en framkvæmd þeirra hugsjóna, sem þeir affluttu mest meðan tími var til að- gerða? Eða vill Mbl. minnast sóknar- innar á hendur mér fyrir Bygg- ingar- og landnámssjóð?Hver er aðstaðan nú? Sennilega vita foxráðamenn Mbl., að nú er fyrir höndum stórkostleg fram- kvæmd á landnámshugsjóninni, og að hin forna mótstaða gegn málinu, er nú með réttu talin ó- afsakanlegt glapræði, sem hlut- aðeigendur vilja helzt láta falla í gleymsku. Hin umfangsmikla áróðurs- andstaða blaða gegn áhugamál- um mínum hefir orðið að ó- heppilegri auglýsingu um ágæti þeirra og verið mér sú hjálp, sem mest munaði um. Tilgang- ux andstæðinganna með áróðri eins og þeim, sem nú var vikið að í blöðum Sjálfstæðismanna, meðan ég var á fundaferð í Þingeyj arsýslu, hefir átt að stefna að því, að skaða mig per- sónulega, en orðið mér þvert á móti til persónulegs stuðnings í pólitískri starfsemi. Ég vík aft- ur að hitaveitumálunum. Ef hinir mörgu, dugandi hagsýnis- menn í Sjálfstæðisflokknum hefðu fengið að fylgja ráðum dómgreindar sinnar fyrir ofsa á- róðursmanna flokksins, myndi ekki, eins og nú er, vera skarp- lega skipt skini og skuggum í sögu þeii"ra mála hér á landi. En með hinni áköfu og óhyggilegu andstöðu gegn notkun jarðhit- ans hafa hinir mörgu andstæð- ingar mínir i því efni sett sig í aöstöðu, sem er varanlega ó- þægileg fyxir þá og þeirra fylgi- lið. Mér finnst að ég geti ekki annað en bent andstæðingum mínum á, að mér finnst leiðin- legt, að þeir bæti nú einni póli- tískri fjólu enn í blómvönd sinna mörgu pólitísku yfirsjóna, með því að gera snjólausa veginn að nýrri sundhöll, nýju Reykholti, nýju Laugarvatni eða nýjum Byggingar- og landnámssjóði. Þeix mega lxvoxt sem er vita, að mótstaða þeirra skaðar engan nema þá sjálfa. Suðurland og Reykjavík þurfa að ná saman alla daga árs með færri sam- gönguleið. Og það er ekki til nema ein leiö, sem örugg er í þeim efnum, og það er gegnum Ölfus, með suðurströndinni og yfir Krisuvík. Þetta vita nú allir menn með heilbrigðri skynsemi. Þess vegna er endanlegur sigur snjólausa vegarins fullkomlega txyggður. Mótstaða gegn hug- myndinni er nú orðin hliðstæð vio þaö, þegar nokkrir andlega kúgaðir menn á Suðurlandi komu til landshöfðingja og báðu hann að hætta við veginn yfir Svínahraun. Þeir sögðust held- ur vilja bxjótast yfir vegleysuna með klyfjahesta sína, en að landið eyddi fé í þessa fram- kvæmd. Mér finnst það varla geti kall- ast annað en ósjálfræði, þegar þeir menn, sem starfa að blöð- um Sjálfstæðismanna og eru sendir út af örkinni til að fixra mig trausti og tiltrú borgara í landinu, skuli ár eftir ár skjóta fram hjá markinu með því að ráðast móti góðum, sjálfsögðum og vinsælum málum, fá af því varanlegan álitshnekki fyrir sig og sitt fylgilið, en auka stórlega hróður minn fyrir framsýni og glöggskyggni, án þess að ég hafi beðið um þá greiðasemi, eða andstæðingar mínix ætlað að veita hana. Málshátturinn segir: „Ekki veldur sá er varar“. Mér finnst ekki viðeigandi að ég sé ár eftir ár þiggjandi pólitískra velgerða án þess að launa þær að nokkru. Mér væri mikil ánægja, að af- borga að einhverju leyti þá skuld, sem Mbl. hefir sett mig í m.eð auglýsingarstarfsemi í heilan aldarfjórðung, með því að heiðra einhverja af andstæð- ingum mínum, ef þeir vildu taka eðlilega og heilbrigða forustu í þýðingarmiklum umbótamálum, t. d. með því að koma lagi á innheimtu skatta í Reykjavík, koma heilbrigðu lagi á fjármál bæjarins, stöðva óeðlilegan inn- flutning í bæinn, láta alla bæj- arbúa byrja að vinna o. s. frv. Andstæðingar mínir þurfa ekki að gráta yfir því, að þá Tilkynnín tíl bifreiðarstjóra og annara stjórnenda ökutækja í Reykjavík Vegna [íelrra mörgn ökigtækija, sesn nú hafa verið flntí iim í laudtð o“' ern í notkun hér I Iteykjjavík, verðnr lögð rík áliersla á, að öll- um umferðarreglum sé nákvæmlega hlýtt. Skal því athygli vakin á 36. gr. lögreglusain- þykktar lleykjavíkur. Samkvæmt henni skulu hifreiðastjórar ætið gefa merki, er þeir hreyta um stefnu, nema staðar eða draga verulega úr ferð smni. Skulu þeir hifreiðastjórar, sem ekki hafa þar til gcrð tæki, rétta þá hönd sína, sem nær er miðju hifreiðarinnar, til hægri eða vinstri, eftir því tll hvorrar handar þeir ætla að heygja, ©g naeð því að rétta sönau hönd heint upp, ef þeir draga úr ferð eða stöðva. Aðrir ökumenn, ríðandi nienn og hjólreiða- menn, skulu gefa þessi rnerki með því að rétta út hægri eða vinstri hönd eftir því, til hvorrar handar þeir ætla að heygja, og með því að rétta hönd bcint upp, ef þeir draga úr ferð ökutækis síns eða stöðva það. — Brot gegn þessu varða sektum, og verður haft nákvæmt eftlrlit með að regluni þessuna sé fylgt. liögreglustjórinn á Reykjavík, 12. júlí 1940. Agnar Kofoed - Hansen ÞEI kaupendux Tímans, sem gxeiða blaðið til innheimtumanna út um land eða beint til afgx. í Reykjavík, exu vinsamlega minntix á, að gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Eru menn beðnir að greiða yfirstandandi árgang blaðsins við fyrstu hentugleika. INNHEIMTAN. skorti góð verkefni. Þeir munu eins og konungssonurinn finna, að nógir sigrar bíða allra, sem verðskulda að vinna sigra. J. J. hafa Bandaríkjamenn látið sér fátt um hervarnir Alaska. Á það hefir þó iðulega verið bent, að þangað eiga Rússar og Japanir styzt að sækja til meginlands Amexíku. Nokkrir sérfróðir menn, þar á meðal Lindbergh flugmaður, hafa haldið því fram, að loftslag og landshættir í Alaska væru á þann veg, að útlendum her yrði ekki innrás þangað að notum. Þessi kenn- ing virðist nú ekki lengur eiga nein ítök hjá herstjórn Banda- ríkjanna. Fyrir nokkrum árum síðan hófst hún handa um und- irbúning hervarna þar og kvaddi ýmsa fróða menn, meðal annars Vilhjálm Stefánsson, sér til • aðstoðar. Nú er verið að fcyggja flugvelli þar á mörgum stöðum og kostar einn þeirra um 12 millj. dollara. Þá er verið að undirbúa lægi fyrir herskip, býggja loftskeytastöðvar og dvalarskála fyrir hermenn á ýmsum stöðum, unnið kappsam- lega að loftlagsrannsóknum o. s. frv. Er á öllu augljóst, að Banda- rikjamenn ætla að búast svo um í Alaska, að erlendum her mun ekki þykja fýsilegt að ráðast þangað. 356 Margaret Pedler: Laun þess liSna 353 innan skamms? Henni fannst að hún stæði við einn af þessum grænu stígum í skóginum, gæti ekki séð hvernig hann lægi, og væri að brjóta heilann um hvert hann lægi. Hjarta hennar tók að slá örara og hún fann til nokkurs ótta. Iiún reyndi að kreista hann úr sér og telja sjálfri sér trú um, að hún væri aðeins vanstillt í kvöld, vegna ó- veðursins, sem lægi í ioftinu. Þá heyrði hún allt í einu fótatak að baki sér, — fótatak, sem kom henni svo kunnuglega fyrir eyru og gerði henni órótt. Hún snéri sér snöggt við og starði galopnum augurn út í rökkrið á manninn, sem óðum nálgaðist. Henni fannst hjartað hoppa upp í hálsinn og lemjast þar um, og hún þreif báðum höndum í hálsmálið. „Blair — „Jáð það er ég. Mér var sagt, að ég myndi hitta þig hér.“ Hún virti hann fyrir sér í hálfrökkr- inu og henni hraus hugur við þeim breytingum, sem þessir sex mánuðir höfðu orsakað á andliti hans. Andlitið hafði verið holdgrannt, en nú var það horað og rist djúpum rúnum, augun voru hvöss og lágu djúpt og í þeim var einhver undarlegur glampi. Hún gat ekki varizt þess að hrópa upp yfir sig af meðaumkvun og ósjálfrátt rétti húnj^ honum hendina. Hann greip hana og og var ekki gert ráð fyrir, að þau kæmu aftur fyr en að kveldi næsta dags. El- izabet borðaði þess vegna kvöldmatinn ein. Á vissan hátt var henni léttir að fjarveru þeirra föður síns og konu hans. Síðustu mánuði hafði hún ávalt verið sem á glóðum, en nú gat hún, — þar sem þau voru fjarverandi, — lagt var- úðina á hilluna. Nú gat hún verið al- veg eins og hún átti að sér og hugsað tálmanalaust sínar eigin hugsanir, án þess að þurfa að látast fyrir föður sín- um eða dylja vitneskju sína um konu hans. Og hún hafði margt að hugsa, — um- fram annað hið nýja líf, sem óðfluga nálgaðist, — þegar gifting hennar og Colins Wentworths myndi skilja að nú- tíð og framtíð eins og múrveggur. Brúðkaupið skyldi standa í júlílok og að því loknu áttu þau Colin að fara utan og vera á ferðalagi nokkra mánuði, áður en þau settust að á Brownleaves. Elizabet hugsaði til þess með ákafri, hálfsjúkri tilhlökkun að komast burt af Englandi. Henni fannst, að hún myndi öðlast nýtt viðhorf og þrótt til þess að hefja aftur verulega þátttöku í lífinu, ef hún kæmist á burt frá Wain- cliff og öllum þeim sáru og bitru minn- ingum, sem við það voru tengdar. Hér var allt til að minna á, hver kimi, hver

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.