Tíminn - 16.07.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1940, Blaðsíða 4
284 TÍMITVX, þrlgjndaginn 16. jnll 1940 71. blali ÚB BÆIVPM Ferðalög nokkurra stúlkna í erlend sklp halda áfram að vera saml svarti bletturinn á bæjarlífinu, enda vilja bæjarvöldin ekkert gera til að draga úr þessu. Eitt Reykjavíkur- blaðið skýrir frá því nýlega, að fyrir uppljóstrun enskra hermanna hafi lög- reglan hér nýlega fundið tvær íslenzkar stúlkur, sem voru lokaðar inni í klefa í grísku skipi. Voru þær búnar að vera i skipinu í nokkra daga. Þetta er ekkert einsdæmi. Það hefir a. m. k. komið, fyrir tvisvar sinnum í vetur, að lögreglan hefir sótt stúlkur, sem voru faldar í klæðaskáp í frönskum togara og höfðu hafzt við í skipinu nokkra hrið. Þess má geta, að hér er ekki fyrst og fremst erlendu sjómennina um að saka, heldur hafa stúlkurnar gefið sig fram af frjálsum vilja og falið sig fúslega til að láta ekki lögregluna vita um veru sína í skipunum. Flestar þessar stúlkur munu vera á aldrinum 15—17 ára. Það, sem verður m. a. að gera, er að veita lögreglunni lagaheimild til að banna kvenfólki að fara í erlend skip og hafa að öðru leyti strangari gæzlu við höfn- ina. Þá þarf að koma þeim stúlkum, sem lent hafa í slíku óláni, til einhvers öruggs dvalarstaðar utan bæjarins. Drykkjuskapur á almannafæri virðist frekar fara í vöxt hér í bænum. Nokkuð oft mun það koma fyrir, að drukknir íslendingar sækist eftir félagsskap við útlendu her- mennina og vill þá stundum koma til verri tíðinda á eftir. Mun nokkrum sínnum hafa komið til talsverðra rysk- inga. Það mun jafnvel hafa komið fyrir að hermennirnir hafi beðið íslenzku lögregluna að halda frá þeim áleitnum bæjarmönnum, sem vildu endilega fá þá til að drekka með sér. Er drykkju- skapurinn hér í bænum mál, sem vald- hafarnir þurfa að athuga betur, ekki sízt með tilliti til dvalar hins erlenda hers hér. Hvað gerist á Norðnrlöiidnm? (Framh. af 1. síðu) hafa komizt úr landi, vinna það verk. En í Oslóarútvarpinu er þó lögð á það rík áherzla, að hinir gömlu valdamenn í Noregi, muni ekki verða látnir koma að öðru leyti nálægt uppbyggingu hins nýja norska ríkis. Um áform Þjóðverja viðvíkj- andi Danmörku og Svíþjóð er enn minna vitað. Rosenberg, sem er einn höfuðpostuli naz- ismans, hefir nýlega ritað grein og sagt að Þjóðverjar yrðu að taka Norðurlandaþjóðirnar und- ir varanlega vernd sína. Vera má, að Svíar Qg Danir sæti ekki jafn harkalegri meðferð og Norðmenn fyrst í stað, þar sem Danir hafa ekki sýnt neina mót- stöðu aðra en formleg mótmæli, en Svíar hafa einu sinni ekki sýnt svo mikla mótspyrnu, að mótmæla undirokun Þjóðverja. En það er ljóst af herflutning- um Þjóðverja um Svíþjóð, að þeir ráða þar nú öllu því, sem þeir vilja. Sænsku blöðin eru þegar háð strangri ritskoðun, sem t. d. má marka á því, að þau fá ekki að ræða um þessa herflutninga Þjóðverja. í am- erískum blöðum er litið mjög al- varlegum augum á þetta hátta- lag sænsku stjórnarinnar. Er fullkomlega gefið í skyn, að ekkert sé líklegra til að fá þjóð til að glata virðingunni fyrir frelsi sinu en þegar valdhafar hennar beygja sig þegjandi og mótmælalaust fyrir erlendu valdi. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu.) skipafloti Breta stærri nú en í styrjaldarbyrjun. í Bandaríkjunum eru nú uppi háværar kröfur um aukn- ingu kaupskipaflotans, og er þess krafizt, að hann verði a. m. k. nógu stór til að fullnægja al- veg þörfum Ameríku. Farið er að vinna að auknum framkvæmd- um í þeim efnum. Stórfelldar heræfingar eru nú að byrja í Bandaríkjunum og verður lögð sérstök áherzla á meðferð vélknúinna hernaðar- tækja. Ráðgert er að 900 þúsund manns verði undir vopnum í næsta mánuði, en 1V2 miljón manna í október í haust. í Tékkóslóvakíu hefir fjöldi manna verið hnepptur í fang- elsi nýlega fyrir mótþróa gegn Þjóðverjum, segir í norskum fréttum frá London. Petain einræffisherra hefir nú fullmyndað ríkisstjórn sína. La- val er varaforsætisráðherra, Weygand hershöfðingi er land- varnarmálaráðhera, Darlan flotaforingi er flotamálaráð- herra, Colson hershöfðingi er hermálaráðherra, Baudoin er utanríkismálaráðherra og_ Mar- quet innanríkisráðherra. Ákveð- ið hefir verið, að Laval skuli taka við stöðu Petains, ef hann forfallast skyndilega. Bretar hafa nýlega misst einn tundurspilli og einn kaf- bát í Miðjarðarhafi. Er það 25. tundurspillirinn og 10. kafbátur- inn, sem þeir missa síðan styrj- öldin hófst. Á sama tíma hafa Þjóðverjar misst 70—80 kafbáta og ítalir 17 kafbáta, segja brezkar fréttir. Loftárásir Þjóffverja á Bret- land hafa verið heldur strjálli um helgina en þær voru um miðja síðastliðna viku. Bretar halda uppi stöðugum loftárás- um á þýzkar hernaðarstöðvar og telj a að oft náist mikill árangur. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) útbreiðslu eldsins. Slokknaði eldurinn síðan um nóttina, enda var nokkur úr- koma. Allmiklar skemmdir urðu á svæð inu, sem er um 3—4 dagsláttur að stærð. — Mikil aðsókn er nú að Hreða- vatni og voru t. d. um 50 tjöld sumar- gesta þar um helgina. Sökum náttúru- fegurðar hlýtur Hreðavatn líka að vera einhver eftirsóttasti sumardvalarstaður landsins. Er mjög kvartað yfir því af þeim, sem fara með hraðferðabílum, að þeir skuli ekki hafa viðkomu þar, en þeir geta það vel tímans vegna. f r t Það slys vildi til síðastl. mlðvikudag, að Lýður Skarphéðinsson frá Keflavík féll út af vélbátnum Framtíðin, sem var við dragnótaveiðar út af Snæfells- nesi. Hafði hann lent í tógunum og drógu þau hann útbyrðis. Tókst ekki að ná honum aftur. Lýður var 29 ára gamall, fæddur að Guðlaugsvik á Ströndum, en fluttist ungur með for- eldrum sínum að Tröð i Fróðárhreppi. Hann var dugnaðarmaður og vinsæll. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn, t t r Sigurður Jónasson forstjóri hefir keypt Bessastaði og búið þar af Björg- úlfi Ólafssyni lækni. Þökkum hjartanlega auffsýnda samúff við andlát og jarff- arför föffur okkar, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR fyrrver- andi búnaffarmálastjóra. Börn og tengdadóttir. Viff þökkum öllum þeim, sem viff fráfall og útför ÞÓR- ÓLFS SIGURÐSSONAR í Baldursheimi heiffruffu minn- ingu hans, og sýndu okkur og bömum okkar margskonar vináttu og samúff. Eiginkona og móffir. Hólmfríffur Hemmert. Sólveig Pétursdóttir. Á víðavangt. (Framh. af 1. síðu.) stjórinn átt við kaupmennina, hvort sé þýðingarmeira á þess- um tímum, viðskiptamálaráðu- neytið eða fjármálaráðuneytið. Þá segir Vísisritstjórinn enn- fremur: „Hinn fráfarandi fjár- málaráffherra lýsti hins vegar yfir því, bæffi í útvarpi og blöff- um, aff f járhagur ríkisins væri í kaldakoli“. Þetta eru vísvitandi ósannindi, enda vita það allir, sem til þekkja, að fjárhagur ríkisins hafði aldrei verið betri eða viðskiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæðari um langt skeið en um það leyti, sem þjóð- stjórnin var mynduð. Má bezt sjá það á ríkisreikningunum og verzlunarskýrslunum fyrir árið 1938. Af þeim ástæðum þurfti sannarlega ekki á hjálp Sjálf- stæðisflokksins að halda. En það þurfti að losa þjóðina við hina öfgafullu stjórnarandstöðu og hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að verða ábyrgur flokkur. í því var fólgin ein meginþýðing stj órnarsamvinnunnar. Samstarfiff og J. J. Árni frá Múla heldur áfram tilraunum sínum til að spilla sambúð flokkanna og veitist nú sem fyr að Jónasi Jónssyni. Segir hann t. d. í Vísi 9. þ. m.: „Sjálfstæffismenn eru yfirleitt þeirrar skoffunar, aff enginn maður hafi verið né sé Sjálf- stæffisflokknum óþarfari en formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson. Og Sjálfstæffis- menn eru ekki einir uppi meff þá skoffun, aff þá fyrst sé von um heilbrigffa samvinnu um stjórn landsins, þegar áhrifa þessa hleypidómafulla sundr- ungarpostula hætti aff gæta á hæstu stöðum“. Árni getur ver- ið þess fullviss, að slík skrif hans bera ekki meiri árangur en Ameríkuferðin förðum. Þau rifja það aðeins upp, að J. J. á meiri þátt í því en nokkur maður annar, að samstarf tókst milli flokkanna, en að Árni hefir gert allt, sem hann hefir getað, fyrst til þess að koma í veg fyrir, að samstarfið tækist og síðan til þess að eyðileggja það. Útbrelðið TÍMANN 354 Margaret Pedler: Laun þess liðna 355 vegarspotti eða troðningur, minnti á einhver sérstök, sár augnablik í liðna tímanum. Jafnvel reglubundinn niður hafsins við rætur bjargsins, hann þuldi henni sín beittu minningarljóð um þann dag, er þau Blair höfðu staðið niðri á sillunni, og hann hafði fyrst ját- að henni ást sína. Og ástin var numin á brott úr lífi hennar fyrir fullt og allt. Eftir var aðeins hin djúpa vinátta, sem hún bar til Colins, — en vinátta er svo óralangt frá ást —, og svo vitundin um að hún hefði borgið hamingju Candys, og goldið með því skuld móður sinnar. Elizabet hafði sáð fórnum og vökvað tárum, og upp úr þeim jarðvegi spratt hamingja tveggja annara einstaklinga. Jack Sutherland hafði loksins tekizt að fá Jane til að giftast séT og nú var hinni löngu, kyrlátu bið lokið. Læknirinn hafði undir eins endurnýjað bónorð sitt við Jane einu sinni enn, þegar trúlofun þeirra Elizabetar og Colins vitnaðist. ,JÉg hét því einu sinni,“ sagði hann, „að halda áfram að biðja þín þangað til þú segðir já, þó ekki væri nema af tóm- um leiðindum yfir þrákelkni minni. Nú er sú afsökun orðin að engu, sem þú bægðir mér ávallt á burt með. Nú get- ur þú ekki framar sagt að Colin sé „þitt hlutverk.“ Nú er hann „hlutverk“ Eliza- betar og þarf ekki framar á þér að halda. Jane,“ — djúp röddin titraði lítið eitt af margra ára trúfastri ást, þrá og bið, — Jane! Gætirðu ekki núna gert mig að „þínu hlutverki?" “ Og að lokum hafði hún látið undan. Það var alveg satt, að Colin þurfti henn- ar ekki framar með. Og Jack, þetta einmana og ástríka stóra barn, hann þarfnaðist hennar ákaflega mikið. Jane hvarf þangað, sem hennar þurfti mest með, eins og hún hafði ávalt gert, alla sína æfi. Giftingin hafði farið fram 1 kyrþey. Colin bjó að Brownleaves, með umsjá Söru, og ætlaði a,ð vera þar þang- að til hann gifti sig. Jane kom þó þang- að öðru hvoru að líta eftir. „Ég skal hugsa vel um þau bæði, ung- frú, — ég meina frú, — þegar þau eru orðin hjón,“ sagði Sara vonglöð. „Því að það er satt, að þau eru börn ennþá, bæði tvö.“ Allar þessar hugsanir og minningar liðu um hug Elizabetar, er hún hallaði sér fram á rimlagerðið, sem var um- hverfis garðshjallann, og horfði yfir dalinn, til þokukenndra hæðanna hin- um megin. Hér og hvar lágu grænir, grasigrónir stígar gegn um skóginn. Þeir voru óljósir og dularfullir og virtust liggja út í óvissuna, eins og leiðir lífs- ins. Hvert myndi hin nýja braut leiða hana, brautin sem hún legði nú út á Jarðarför Þórólfs í Baldursheimi. (Framh. af 1. síðu) Fjöllin höfðu hærzt á einni nóttu. — Kl. um 12 fóru að koma bilar, fullir af fólki, heim að Baldurs- heimi hvaðanæfa úr héraðinu. Ennfremur fjölgaði fólki á hest- um bæði úr Mývatnssveit og nærliggjandi sveitum. Fram til kl. 2 bættist stöðugt í hópinn, sem hafði aðstöðu til að heiðra minningu Þórólfs Sig- urðssonar, með því að standa yfir moldum hans. í Baldursheimi voru saman- komnir þenna dag milli 10 og 20 bílar, tugir .hesta og hundruð manna. Kl. liðlega 2 hófst kveðjuathöfnin. Sólin vermdi mannfjöldann, sem safnaðist saman sunnanundir reisulega Baldursheimsbænum umhverfis hvítu, blómskreyttu kistuna. Karlakór Mývetninga, undir stjórn Jónasar Helgasonar, annaðist sönginn við þetta tæki- færi. Fyrsta lagið, sem hann söng, var Lýs, milda ljós. Þá flutti Hermann Hjartarson prestur á Skútustöðum fagra og áhrifamikla minningarræðu. Að henni lokinni söng karlakórinn. Síðan las Jón Gauti Pétursson kvæði eftir Huldu skáldkonu, sem hún orti eftir Þórólf látinn og flutt var, er lík hans var bor- ið til skips í Reykjavík, og færði honum alúðarþakkir fyrir kynni bernskuleikanna og samstarf fullorðinsáranna. Sigurður á ArnaTvatni las annað kvæði eftir Huldu, sem ort var í orðastað Þórólfs til konu hans. Voru bæði þessi kvæði sungin af karlakórn- um. Kistan var síðan borin í ættargrafreit, sem stendur í túninu stutt frá bænum og var Þórólfur þar lagður við hlið föð- ur síns. Við gröfina nefndi einstæður gamall maður, sem vel þekkti Baldursheimsbóndann, nafnið hans í síðasta sinn með innileg- asta þakklæti og fól hann guði. Jónas Jónsson alþm. færði hinum látna kveðjur og þakkir samflokksmanna hans og lagði fagran krans á gröfina frá mið- stjórn Framsóknarflokksins. Að endingu söng karlakórinn lagið: „Þú bláfjallageimur" — „und miðsumars himni er hvílan þín, hér skalt þú ísland barni þínu vagga.“ Að jarðarförinni lokinni var öllum gestum gefin mjólk og kaffi áður en þeir héldu heim til sín. Það bárust margir kransar bæði frá einstökum mönnum, stjórn nýbýlasjóðs o. s. frv. Þegar leið að kvöldi og menn bjuggust til heimferðar, kólnaði aftur meira í veðri. Hljóðláti fjallahringurinn hjúpaði ljós- um þokuslæðum um hvíta fald- inn sinn, en á Mývatni kvökuðu fuglar 1 sumarkyrrðinni. Þannig kvöddu Þingeyingar einn sinn bezta bróður og Mý- vatnssveit og Þingeyj arsýsla einn sinn bezta son. Vinur. Söngskóli í VnrmahlíÖ. (Framh. af 1. síðu.) þá unnið að því, að ungir söng- hneigðir menn færu þangað og kenndu söng heima í sveit sinni að loknu námi. Frá þessum skóla ætti að breiðast almennur list- rænn söngur um allt land eins og nú breiðast íþróttaiðkanir frá íþróttaskólanum á Laugar- vatni. Góð og almenn söngmennt er áreiðanlega svo mikils virði, að fyrir hana er mikið gerandi. ■GAMLA BÍÓ* Skuggi fortíðarinnar Amerísk stórmynd, gerð af þýzka kvikmyndasnill- ingnum Fritz Lang, sem er frægur fyrir afburðakvik- myndir, eins og „M“ og „Erfðaskrá Dr. Mabuse“. Aðalhlutv. leika: SYLVIA SIDNEY og GEORGE RAFT. Nú kemur llotínn (Here Comes the Navy) Spennandi og skemmtileg amerísk kvikmynd, frá Wamer Bros. Aðalhlutv. leika: JAMES CAGNEY, PAT O’BRIEN og FRANK MCHUGH. 8ma§ólnverd á eitirtöldum tegundum af Cígarettttm má ekkí vera h æ r r a en hér segir Yenidejh Oval (i 50 stk. kössum) kr. 4,50 kassinn Kings Guard (í 50 stk. kössum) — 4,50 kassinn K.O. No. 6 Gold tipped(í 20 stk. pökkum) — 1,80 pakkinn Do. plain (i 50 stk. kössum) — 4,50 kassinn K.O. No. 9 Gold tipped(í 50 stk. kössum) — 4,50 kassinn Do. plain (í 50 stk. kössum) — 4,50 kassinn Crown de Luxe (i 10 stk. pökkum) — 1,10 pakkinn Do. (í 20 stk. pökkum) — 2,20 pakklnn Do. (i 100 stk. kössum) —11,00 kassinn Rltz Gold tipped (í 25 stk. pökkum) — 1,80 pakkinn Do. (í 25 stk. kössum) — 3,60 kassinn Monde Elgantes (í 25 stk. pökkum) — 2,25 pakkinn Private Seal .... kr. 0,85 10 stk. pakkinn Do .... — 1,70 20 — — Cavenders Gold Leaf .... — 0,85 10 — — Do. .... — 1,70 20 — — Myrtle Grove .... — 0,85 10 — — Do .... — 1,70 20 — — Greys Virginia .... — 0,85 10 — — Do. 1,70 20 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar: Tóbakseinkasala ríkisíns. Eftirtaldar vörur höfum við veajulega til sölus Frosiff kindakjöt af dilkum - sauðum - ám. Nýtt og frosið nautakjöt Svinakjöt, tJrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, EgJÍ, Harðfisk, Fjallagrös Samband ísl. samvinnuíélaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.