Alþýðublaðið - 01.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐíÐ ]alþýðdblaðið[ j kemur út á hverjum virkum degi. » !Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við E Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. | til kl. 7 síðd. I j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► j 9Va—lO'/a árd. og kl. 8—9 síðd. | I* Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 E hver mm. eindálka. E Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► (í sama húsi, sömu símar). f Landhelgisgæzlan og íhaldsstjórnin. Land'helglsgæzlumálið, eins og J>að hefir verið efst á baugi meðal jjjóðmálanna nú upp á síðkastið, sýnir mjög ljóslega, Ijóslegar en flest annað, hversu háskaleg heil- brigðri löggæzlu yfirráð auð- valdsstéttaiinnar eru. Upp kem- ur kvittur, sem ekki verður paggaður niður, um J>að, að strandgæzluskip láti afskiftalaust, þótt það verði vart við togara í dandhelgi, ef hann sé íslenzkur, og stjórnarvöldin eru ófáanleg til að taka réttilega á þessu máli. f stað þess að láta fara fram óhlut- dræga rannsókn eru stjórnarblöð- in látin æpa út í loftið einhver óhljóð eins og fábjánar. Afleið- ingin er sú, að enginn botn fæst í málinu. Hvað sem hæft er í misfellum á landhelgisgæzlunni gagnvart ís- ienzkum togurum, þá er alveg eðliiegt, að gæzlan væri ekki á marga fiska, og eins hitt, að menn tortryggi hana. Yfirbjóðandi landhielgisgæzlunnar er ríkis- stjórnin. Aðalmaður hennar er forsætisráðherrann Jón Porláks- son, sem um leið og hann tók við því embætti lýsti yfir því á alþingi, að öðru vísi ætti að gæta landbelginnar gagnvart íslenzkum um togurum en öðrum. Pegar í- toaldsflokkurinn, sem togaraút- gerðarmenn era aðalforsprakkarn- ir fyrir, nær völdum, er þessi maður gerður formaður ríkis- stjórnarinnar, og hún vinnur í nánu sambandi við miðstjórn 1- haldsflokksins, pn í henni eru for- stöðumenn tveggja stærstu tog- araútgerðarfélaganna. Er nú lík- legt, að ríkisstjórnin geti verið tLörð í löggæzlu við atvinnu- rekstur þeirna manna, sem hafa nánustu yfirráðin yfir sjálfri stjórninni? Eða skyldi stjórnar- formaður, sem gefið hefir nij- ordmn rácherra slíka yfirlýsingu sem Jón Þorláksson, eiga auð- velt með að halda fram rétti lög- gæzlunnar gegn mönnum, sem hann á embætti sitt undir? Pegar svona er í pottinn búið, er ekki nema eðLilegt, að umkomulítill skipstjóri á stnandgæzluskipi veröi hikandi í starfi sín,u, þegar hann er þannig í klípu milli rétt- arbugmynda löggjafarvaldsins annars vegar og framkvæmda- valdsins bins vegar, og er ekki náttúrlegt, að tortryggni almenn- ings vakni? Meinið í landhelgisgæslumálinu er það, sem allir vita, að æðsti yfirbjóðandi landbelgisgæzlunnar lýtur valdi togaraútgerðarmanna, — að ríkisstjórnin er háð valdi tog- araeigenda, og það verður ekki læknað til b'Lítar, ekki tekið fyrir rætur þess með öðru móti en því að taka ríkisstjórnina af togaraeigendum.- Fyrst þá, er tekin er við völdum ríkis'stjórn, sem er óháð togara- eigendum, er nokkur von til, að stjórnin verði eftirgangssöm um, að lögin gangi jafnt yfir alla tog- ara, og fyrst þá er örugt um, að strandgæzluskipstjórar verði ó- trauðir í starfi sínu, þótt íslenzk- ir togarar eigi í hlut. Pað, sem er hð í landheLgismálinu, er eins og í flestu öðru, sem ólag er á, i/firráo audvaldsins, stóreignastétt- arinnar og eina óbrigðula ráðið ti.1 að kippa því i lag, er þess vegna að taka af henni völd- in. OrJausnin er að fella íhalds- stjórnina og setja upp aðra rík- isstjórn, sem sé óháð togaraeig- endum ög öðrum stóreignamönn- um. Kosnimgarnar, sem í hönd fara, geta því orðið meðal til að Lækna landheLgismálið og fleira ó!ag, ef kjósendur gætei þess að greiða at- kvæði gegn ihaidinu og þá með aðaLandstæðingum þess, Alþýðu- flokknum. Þjóðráðið er nú þetta: Burt mc'ð íhaldið! Yfirráðin til alpýðunnar! 8-tíma-dagurinn. ---- (Nl.) II. Frá því var sagt í fyrra í Al- þýðublaðinu, að í sambandi við rannsóknarskýrslur um fram- leiðslu heimsins, er vinnumála- skrifstofa Þjóðabandalagsins í Genf safmaði tiJ, hefðu verið gerð- aT athuganir um áhrif þau, er lögleiðing átta-stunda-dagsins hefði haft á framleiðsluna, og hefði verið ritað um athuganir iþessar í tímarit skrifstofunnar. Nú eru rannsóknir þessar komnar út í bók, og hefir vinnumálaskrifstof- an sent ritstjóra Alþýðublaðsins hana. Er rétt að skýra hér nokk- uð frá efni þessarar bókar og niðurstöðu þeirrar rannsólmar, er hún fjallar um, í framhaldi af því, er sagt er um 8-stunda-vinnudag- íun í fyrra hluta greinar þessarar. BóMn er rituð á frakknesku og samin af háskólakennara, er heit- ir Edgard Milhaud og starfar við háskólann í Genf. Titíll bókarinn- ar er „La joiirnée de huit heures et ses résultats d'aprés l'enquéte sur la productlon“ („Átta sunda dagurinn og afleiðingar hans sam- kvæmt rannsóknarskýrslunum um framleiðsluna“). Bókin er gefin út í febrúar í ár, og hefir Albert Thomas, forstöðumaður vinnu- málaskrifstofunmrar, ritað formála fyrir henni. í inngangi bókarinnar er fyrst gerð grein fyrir rannsóknarefninu, sem síðan er skift niður í tvo meginhluta bókarinnar. Fjallar annar um þau áhrif, er átta- stunda-dagurinn hefir haft á verk- Legar framfarir, annars vegar á fullkomnun áhalda og verkfæra, og hins vegar á umbætur á vinnu- skipulagi, svo sem í þá átt, að húsakynni séu gerð haganlegri, á- höld og verkfæri nákvæmari og betri, framleiðslustörfin betur flokkuð, verkaskifting aukin verkamenn betur valdir eftir við- fangsefnum, sem hverjum hentar, og betur mentaðir eða tamdir við vinnuna, betur séð við tímatapi og umsjá og aðsætni við vinnuna aukin. Er sú niðurstaða rannsókn- hrinnar í aðaldráttrmum, að átta- stunda-dagurinn hafi í öllum þess- um verklegu atriðum miðað til framfara á þann hátt, að reynt sé, að vinnutímastyttingin dragi á engan hátt úr framleiðslunni, heldur hafi framleiðslan aukist við hana að miklum mun, jafn- vel alt að því tvöfaldast og það eigi að eins um hverja vinnu- stund, heldur dags- og árs-fram- leiðslan. Fer þó framleiðsluaukn- ingin talsvert eftir því, hverjar aðrar umbætur vinnutímastytting- in befir orðið til að. knýja fram. Er aukningin yfirleitt mest þar, sem mestar aðrar umbætur hafa verið gerðar, en þótt ekki hafi orðið aðrar umbætur en vlnnu- tímastyttingin, þá hefix við hana eina aukist framleiðslan bæði á klukkustund hverja og á dag og ár. Hinn meginkafli bókarinnar er um áhrif vinnustyttingarinnar á verkamennina og starfsþrek þeirra. Eru þar fjöldamörg atriði, er snerta vinnumegin mannsins, tekin til meðferðar, svo sem ým- is ytri skilyrði, líðan verkamanns- ins sjálfs og ástæður hans o. fl. Má þar sjá, að vinnutímastytting- ih hefir reynst hafa bætandi áhrif á heilbrigði verkamanna og fækk- að slysum; heimilis- og félags- líf þeirra hefir batnað, mentun þeirra aukist og drykkjuskapur minkað. Enn fremur hefir vinnu- tímastyttingin haft áhrif á verka- mennina í þá átt að glæða lífs- þrek þeirna og lífsvilja og þar með gert þá að meiri mönnum, vaMð hjá þeim öflugri tilfinningu fyrir manngildi sínu og hafið þá á æðra menningarstig. Þar með befir fylgt aukin umhugsun um vinnuna, meiri hirðusemi og kapp- semi við vinnuna, svo að afköst- in hafa fyrir það aukist að mun, auk þess sem þau hafa orðið á- reiðanlegri og vissari. Slík vax- andi menning verkalýðsins hefir líka haft mikil áhrif á vandvkkni hans; leiðindi og þreyta sístrit- Eindans hafa ekk,i byrgt lengur sjón hans á gildi vinnunnar og yndisleik fágaðs verks. Það lætur að líkum, að í bók- inni er fjöldi tilvitnana í vitnis- burði um gildi vinnutímastytting- aninnar, og væri freistandi að til- færa sdtthvað af þeim, ef rúm leyfði. Hér skal að eins gripið lauslega á ummælum, sem tekin eru upp í þessa bók úr riti Lever- holmes iávarðs, sápuverksmiðju- eigandans nafnkunna (sunlight- sápan): „Sex-stunda-dagurinn og önnnur iðjumálefni“, þar sem svo segir: „Karlar og konur, sem verða að fara á fætur fyrir sólarupp- komu til vinnu og koma ekki heim tii sín fyrr en að nóttu, hafa enga ástæðu til að telja lífið þess vert að lifa því. Þau vinna einungis til að afla í dag peninga, sem geri þeim kleift að vinna á morgun. Alt þeirra líf er ekki annað en langt og leiðinlegt strit hulið grárri, leiðinlegri og tilbreytingar- lausri móðu, og menn fara að líta á þau eins og ómerkilegar vélar, og þau líta ekki stórum hærra á sig sjálf. . . . Á meðan líf verka- manna er kafið í tilbreytingar- lausri vinnu í vinnustofu eða verksmiðju frá sólaruppkomu til sólarlags, getur ekkert kaup hversu hátt sem það kann að vera, bætt þeim þessa sviftingu alls þess, sem göfugt er og fagurt í Lífinu." Það er í stuttu máli að segja um þessar tilvitnanir, að þær leiða allar að þeim tveim megin- atriðum, sem eru hin vísindalega niðurstaða rannsóknarinnar um afleiðingar átta-stunda-vinnudags- ins, þær, er Albert Thomas tekur svo saman í formálaraim: 1. Átta-stunda-vinnudagurinn hefir eflandi áhrif á verklegar framfarir. 2. Hann hefir ekki minni áhrif á aukin afköst verkamanna, það er að segja á gildi mannlegrar orku í þjónustu framleiðslustarf- seminnar. Ályktarorð höfundarins sjálfs um niðurstöður rannsóknarinnar 'eru á þessa leið: „Slífear eru í ;senn í fjölbreyfni sinni og æðri einingu, þegar gerð- ur er fyrirvari um nokkur atriði og úrlausn vandamála, er enn bíða rannsóknar, hinar helztu nið- urstöður, sem oss virðast rann- sóknarskýrslurnar um framleiðsl- una leiða í ljós áhrærandi áhrif Lögleiðingar átta-stunda-vinnu- dagsins á sjálf afköst verkamann- anna. Þær niðurstöðrrr eru gleði- Legar, teknar saman í eitt Þær sýna, að þessi umbreyting hefir að eins orðið undirrót framfara í siðferðilegum, félagslegum og. andlegum efnum, heldur hefir hún einnig orðið til þess, að mann- legrar framleiðsluorku yrði neytt á skynsamlegri hátt en áður og; hún gerð hagnýtari í ströngustu merkingu þess orðs, með því að stuðla að verklegum framförum á þann hátt að knýja fram bætur á verkfærum og umbætur á tilhög- un vinnunnaf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.