Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 202. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTT ABLAÐI
202. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands ílytur ávarp á útifundi í Dortmund á laugardag í upphafi kosningabaráttu
Sósialdemókrata vegna þingkosninganna í október. Schmidt hefur hér tyllt sér upp á tóman bjórkassa.              simamynd. - ap.
Pólland:
Veigamiklar breytingar á
stjórnun ef nahagsmála?
Varsjá, 8. sept. AP.
HENRYK Kisiel varaforsætisráð-
herra Póllands skýrði i dag frá
veigamiklum breytingum er
gerðar hafa verið á stjórnun
efnahagsmála i Póllandi á sama
tima og þaðan berast fregnir af
nýjum verkföllum. I>á fór Stanis-
law Kania, nýkjörinn leiðtogi
pólska kommúnistaflokksins,
óvænt og skyndilega i ferð til
nokkurra Eystrasaltsborga, þar
sem verkföllin voru hvað mögn-
uðust, og átti hann m.a. viðræðu-
fundi við flokksleiðtoga i Gdynia
og Gdansk. Kania fer að öllum
Framsókn í
Afganistan
Nvju Delhi. Moskvu. 8. september. AP.
SOVÉZKAR hersveitir, sem sér-
staklega hafa verið þjálfaðar til
viðureignar við skæruliða, hafa
sótt yfir 30 kilómetra inn i
Panjshir-dalinn, sem afganskir
skæruliðar hafa haft algjörlega á
sinu valdi siðustu mánuði. Fregn-
ir frá Afganistan herma, að
siðustu daga hafi komið til hörð-
ustu bardaga i striðinu i Afgan-
istan til þessa, og að eyðilegging
hafi verið mikil. Sovézku herirnir
hafi notið tilstyrks afganskra
leiguiiða i viðureigninni um
Panjshir-dalinn, sem er hernað-
arlega mikilvægur.
Heimildir, er hingað til hafa
reynzt áreiðanlegar, hermdu, að
komið hefði til blóðugra bardaga
og að mannfall hafi verið mikið í
röðum beggja. Þriðjungur allra
mannvirkja hafi verið lagður í
rúst í loftarásum Rússa, sem verið
hafi geysimiklar. Sókn Rússa hef-
ur verið þyngri en nokkru sinni
fyrr, sögðu héimildirnar, og hafa
þeir lagað heri sína betur að
baráttu við skæruliða.
Þeir hefðu orðið sér út um 500
leiguliða úr röðum innfæddra í
Paktia-héraði í suðausturhluta
Afganistans, en heimildir herma,
að leiguliðarnir hafi flestir fallið á
fyrstu dögum sóknarinnar miklu í
Panjshir-dal, sem hófst fyrir
rúmri viku.
Nefnd háttsettra hernaðarsér-
fræðinga var í dag send til Kabúl
til að leggja mat á frammistöðu
Rauða hersins í Afganistan, að
sögn vestrænna diplómata.
Vangaveltur voru um það, að þeir
myndu leggja til breyttar bar-
dagaaðferðir, einkum að sérstakar
og mjög hreyfanlegar víkinga-
sveitir kæmu meira til skjalanna í
viðureigninni við þjóðfrelsisöflin,
en slíkum sveitum hefur orðið vel
ágengt í Afganistan að undan-
förnu, samkvæmt fregnum þaðan.
likindum til Katowice, fyrrum
heimabæjar Giereks fyrrum
flokksleiðtoga, á morgun, somu
erinda.
Kisiel skýrði frá því að nýskip-
an efnahagsmálanna væri fyrst og
fremst fólgin í dreifingu valdsins,
ákvarðanatakan í ýmsum málum
yrði færð út í héruðin og verk-
smiðjurnar. Um væri að ræða
aðgerðir í húsnæðismálum, vega-
gerð, innanríkisverzlun og í ýms-
um þjónustugreinum. Forstöðu-
mönnum verksmiðja væri jafn-
framt gefnar frjálsari hendur með
stjórnun þeirra. Þá hefði verið
sett á laggirnar 20 manna ráð er
Kisiel veitti forystu, og er því
ætlað að gera tillögur um enn
frekari endurbætur á stjórnun
efnahagslífsins heima fyrir.
Á blaðamannafundi, sem Kisiel
hélt í dag, kom fram, að beint
framleiðslutap vegna verkfall-
anna hefði numið um einum millj-
arði Bandaríkjadala. Hann sagði
að launahækkanir, fjölskyldubæt-
ur og aðrar úrbætur, er pólskir
verkamenn náðu fram með verk-
föllunum, hefðu í för með sér
tæplega fjögurra milljarða dollara
útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð.
Starfsmenn Mielec-samgöngu-
tækjaverksmiðjunnar í suðaustur-
hluta Póllands mættu ekki til-
vinnu fjórða daginn í röð í mót-
mælaskyni við tilraunir flokks-
leiðtoga til að koma í veg fyrir
myndun frjáls verkalýðsfélags í
verksmiðjunum. Verkamennirnir
hafa lagt fram lista með kröfum
sínum, og er ein þeirra á þá lund
að flokksleiðtoginn verði settur af.
Þá staðfesti pólska fréttastofan
PAP,  að  verkföll  væru  enn  í
Stanislaw Kania
verksmiðjum í borginni Bialystok
við sovézku landamærin í Elk og
Kamienna Gora, og meðal starfs-
fólks við almenningssamgöngur í
borginni Tarnow við tékknesku
landamærin.
Svartir gengu
berserksgang
Pretoríu. 8. xeptember. AP.
UM 1.500 þeldökkir námsmenn
gengu i dag berserksgang í
hverfi hvitra í demantsvinnslu-
borginni Kimberley. brutust inn
i hús og unnu spjöll á mannvirkj-
um. Handteknir voru 19 náms-
menn er til átaka kom milli
þeirra og lögreglu.
Allt frá því í marzmánuði síð-
astliðnum hafa námsmenn í skól-
um þeldökkra og kynblendinga
mótmælt kennslukerfi S-Afríku,
og er aðgerðirnar mögnuðust,
greip stjórn landsins til þess ráðs
að loka skólum viðkomandi í
Kimberley.
Námsmennirnir létu fyrst til
skarar skríða er Ferdie Hartzen-
berg menntamálaráðherra bjóst
til að ávarpa foreldra þeldökkra
námsmanna á útifundi, og skýra
þeim sjónarmið stjórnarinnar
varðandi lokun skólanna. Brenndu
þeir bækur sínar í mótmælaskyni
við aðgerðir stjórnarinnar. Er
lögregla bað námsmennina að
hverfa af vettvangi, gripu þeir til
grjótkasts, sem lögreglan svaraði
með því að varpa táragassprengj-
um í hópinn.
Breytingar
hjá Suarez
Madrtd. 8. september. AP.
TILKYNNT var um það opinber-
lega í kvold, að Adolfo Suarez,
forsætisráðherra hefði gert
margar og óvæntar breytingar á
stjórn sinni, og að Juan Carlos
konungur hefði lagt blessun sina
yfir ákvarðanir Suarezar. Jafn-
framt var frá því skýrt, að ný
stjórn mundi sverja embættiseiða
á morgun, þriðjudag.
Kunnugir segja, að með breyt-
ingunum sé Suarez fyrst og fremst
að reyna að lækka í þeim sem
hvað óánægðastir eru með stjórn-
ina, en hann hefur legið undir
þungri gagnrýni upp á síðkastið
vegna verðbólgu, atvinnuleysis og
hryðjuverka á Spáni.
Sérstaklega kom á óvart, að
Suarez skildi láta Marcelino Oreja
víkja úr embætti utanríkisráð-
herra, með tilliti til þess að á
morgun hefst í Madríd undirbún-
ingsfundur Öryggisráðstefnu Evr-
ópu, en Oreja átti að opna fund-
inn. Við embætti Oreja tekur Jose
Pedro Perez Llorca er farið hefur
með málefni þjóðarbrota er hlotið
hafa sjálfsforræði. Oreja hefur
verið ákafur talsmaður þess, að
Spánverjar gangi í NATO, en
formælendur utanríkisráðuneytis-
ins sögðu í dag, að breytingin
hefði í raun og veru engin áhrif á
utanríkisstefnu Spánar.
01 heilbrigðan son
meðvitundarlaus
Tel Aviv.
8. september. AP.
RÚMLEGA þrítug kona, sem
missti meðvitund i bílslysi fyrir
fimm mánuðum og hefur ekki
vaknað úr dái siðan, ól i dag
ellefu marka son. er tekinn var
með keisaraskurði. Drengurinn.
sem var alheill, var til að byrja
með látinn i öndunarvél, en var
tekinn úr henni eftir nokkrar
klukkustundir. þar sem hennar
gerðist ekki þörf.
Læknar ákváðu strax eftir
slysið að binda ekki endi á
þungun konunnar, sem þá var
komin fjóra mánuði á leið, en
vegna höfuðmeiðsla, er konan
hlaut í slysinu, urðu þeir að gera
sérstakar skurðaðgerðir til að
létta þrýstingi af heila hennar og
lungum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48