Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 203. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
203. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaösins.
Ys og þys í fluginu
Kína:
I.josmynd Mhl.: Kristján.
Kania í Slesíu - verk-
föll breiðast áfram út
Varsjá. 9. srptrmbrr. — AP.
VERKFÖLL héldu áfram að breiðast út í Póllandi. Hér er þó ekki
um viðtæk samtök um landið að ræða. heldur hafa verkamenn i
einstökum verksmiðjum farið í verkföll til að ná fram sérkröfum
sínum. Stanislaw Kania. leiðtogi kommúnistaflokksins. íór til
Katowice i Slesíu. Ilann ræddi þar við meðlimi í kommúnistaflokkn-
um og hvatti til einingar í verkalýðsfélögum undir stjórn flokksins.
Á meðan Kania hvatti til ein-
ingar innan hinna ríkisreknu
verkalýðsfélaga bárust fregnir
um, að blaðamenn í Varsjá hefðu
ákveðið að ganga úr hinum ríkis-
reknu verkalýðsfélögum og stofna
óháð verkalýðsfélag. Þá var skýrt
frá því af PAP, hinni opinberu
fréttastofu, að sambönd sjómanna
og hafnarverkamanna hefðu
ákveðið að stofna óháð verkalýðs-
félög og ganga úr hinum ríkis-
reknu.
Málgagn      ungliðasamtaka
kommúnistaflokksins réðst harka-
lega að KOR, helstu andófsnefnd í
Póllandi og ásakaði meðlimi henn-
ar um „andsósíalískan áróður og
undirróðurstarfsemi". Þá réðst
málgagnið á verkfallsmenn og
ásakaði þá um andsósíalíska
starfsemi.
Stanislaw Kania, leiðtogi
kommúnistaflokksins sagði, að
núverandi verkföll væru ekki al-
varlegt vandamál, þó leysa bæri.
Verkföll eru nú í borginni Bialyst-
ok, um 50 kílómetra frá sovésku
landamærunum. Engin blöð komu
út í borginni, sem telur liðlega 200
þúsund íbúa, vegna verkfalls graf-
ískra sveina. Þá voru verkföll í
Busko-Zdroj, í suðausturhluta
landsins. í Mielec náðist sam-
komulag en þar höfðu verkamenn
krafist afsagnar leiðtoga komm-
Danskir kratar sitji
aðeins í einni nef nd
Frá Ib Bjórnhak. frrttaritara Mhl. I Kaupmannahöfn. 9. srpt.
ÞINGI DANSKRA sósialdemókrata er nýlokið. Þar var samþykkt, —
þvert á vilja flokksforustunnar. að kratar skuli ekki sitja i nema einni
nefnd eða ráði á vegum flokksins. Sveitarstjórnarmaður hefur því
ekki heimild til að sitja samtímis á danska þinginu, né er þingmanni
heimilt að eiga sæti á EBE-þinginu.
Þetta hefur í för með sér, að
einn af EBE-þingmönnum krata,
en þeir eru þrír, verður að víkja.
Og að tveir krataþingmenn EBE-
þingsins eru andvígir aðild Dana
að  Efnahagsbandalagi  Evrópu.-
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra og formaður sósíaldemó-
krata, sagði, að þetta hefði engin
áhrif á stefnu flokksins í málefn-
um EBE. Flokkurinn væri sam-
huga um aðild að EBE og engin
breyting því framundan.
únistaflokksins á svæðinu. Hann
hafði krafist þess, að verkamenn
undirrituðu skjal, þar sem óháð
verkalýðsfélög voru fordæmd.
Flutningaverkamenn í Tarnow
voru áfram í verkfalli en þeir hafa
ekki  mætt  til  vinnu  í  viku.  I
Piotrkow í Mið-Póllandi fóru
verkamenn í vefnaðarverksmiðj-
um í verkfall. í Radomsk hófu
verkamenn verkfall, einnig verka-
menn í Opole-héraði og vefnaðar-
verkamenn í Olsztyn. Þá hófu
verkamenn í súlfúrnámum í suð-
austurhluta landsins verkfall.
Þingid fái
aukin völd
l'rkiiiK. 9. soptcmbrr. — Al'.
KÍNVERSKA fréttastofan Xin-
hua skýrði í dag frá því, að
fulitrúar á kínverska þinginu
fa-ru nú fram á aukin völd þess
og að tími sé kominn til. að
þingið verði óháð stofnun í
stjórnkerfi landsins. og komi
reglulega saman. Það að frétta-
stofan skuli skýra frá þessu.
þykir benda til. að tillögur komi
fram á lokadegi þingsins á morg-
un — miðvikudag. um aukin vold
þingsins. Skilgreind verði skyld-
ur og réttindi þingmanna. Komið
verði á fót virkum þingnefndum.
sem fást muni meða) annarra
málaflokka við efnahagsmál. her-
mál. utanríkismál og menning-
armál.
Fjörugar umræður hafa farið
fram um málefni þings í landinu.
Þar fór fremstur í flokki Chen
nokkur Haosu, þingmaður-fyrir
herinn. „Þingið er stjórnvöldum
æðra og því ber að hlýða.
Þingmenn'eiga ekki að vera
einhverjar strengjabrúður, sem
rétta upp hendi eftir pöntun.
Margir vaða í þeirri villu, að
kommúnistaflokkurinn eigi að
gefa út tilskipanir, þingið að
samþykkja þær síðan og stjórn-
völd framkvæmi. Þingið á að
fara með æðsta vald — tryggja,
að stjórnarskráin sé virt og refsa
fyrir brot á henni," sagði Chen
meðal annars.
Funda í Madríd
Madrid. 9. srptrmhrr — AP.
UNDIRBUNINGSFUNDIR undir
þriðju Öryggismálaráðstefnu Evr-
ópu, sem fjalla mun um framkvæmd
Helsinkisamkomulagsins, hófust í
dag í Madríd. Fulltrúar 35 ríkja taka
þátt í undirbúningsfundunum í
Madríd en aðalfundahöldin hefjast
þann 11. nóvember.
Bretar loka sendi-
ráði sínu í Teheran
Lundúnum. 9. srptrmbrr. — AP.
BREZKA stjórnin ákvað í dag að
loka sendiráði sínu i Teheran og
kalla starfsfólk þaðan heim utan
einn sendiráðsmann. Ráðstöfun
þessi er gerð af ótta við hefndar-
ráðstafanir írana, vegna hand-
töku 44 írana. Þeim hefur verið
skipað að verða á brott frá
Bretlandi. Raunar voru sendi-
ráðsmenn i Teheran aðeins 4.
Venjulega hafa þeir verið um 30.
en vegna rikjandi ástands var
þeim fækkað. Staðgengill sendi-
herrans í Teheran. Arthur Wy-
att, kom til Lundúna i dag ásamt
fjölskyldu sinni. Rétt í þann
mund, sem hann kom, fóru tveir
fyrstu íranirnir. sem skipað var
að verða úr landi, til írans.
Undanfarið hefur brezka sendi-
ráðið verið umsetið írönum, sem
hafa krafizt þess, að löndum
þeirra í Bretlandi verði sleppt úr
haldi. Mohammad Ali Rijai, for-
sætisráðherra írans, hótaði Bret-
um „viðeigandi aðgerðum" ef þeir
hættu ekki fjandskap í garð
írönsku byltingarinnar. Það var
lögð sérstök áherzla á það af hálfu
brezka utanríkisráðuneytisins í
dag, að stjórnmálasamband væri
ekki rofið og að íranska sendiráðið
í  Lundúnum  yrði  áfram  opið.
Syíar munu annast brezk málefni
í íran.
44 Iranir hafa verið í haldi eftir
að þeir efndu til óeirða. Þeir voru
sekir fundnir um ýmis lagabrot,
og neituðu að segja til nafns og
heimilisfangs.
Pólskur njósnari í
bandarískum sendi-
ráðum afhjúpaður
Bonn. 9. srpt. - AP.
PÓLVERJI, sem starfaði við
bandarisku sendiráðin i Varsjá
og Bonn hefur verið handtek-
inn, — ásakaður um njósnir
fyrir Pólland.
Njósnarinn,  Henryk  Dimski,
var handtekinn af v-þýzku lög-
reglunni. Hann hefur játað að
hafa látið pólskum stjórnvöldum
í té leynilegar upplýsingar í að
minnsta kosti tvö ár. Njósnarinn
starfaði við sendiráðið í Varsjá.
Hann var síðan fluttur til Bonn
og starfaði þar við bandaríska
sendiráðið um fimm ára skeið.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32