Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 205. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
*f9tniWbifr&
205. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Brezhnev heitir
Kania stuðningi
Moskvu. Varsjá. VVashinKton. 11. septemner. AP.
FUNDI BREZHNEVS. forseta Sovétríkjanna, og Jagielskis, aðstoðarforsætisráðherra
Póllands, lauk í dag í Moskvu með samkomulagi um aukin kaup Pólverja á matvælum og
tækjum frá Sovétríkjunum á næstu mánuðum. Að sögn Tass-fréttastofunnar var fundur
leiðtoganna mjög vinsamlegur. en auk viðskipta var á honum fjallað um „alhliða
samskipti ríkjanna". Ekki hefur verið látið uppi með hvaða kjörum Pólverjar kaupa
umræddar vörur.
Kania, hinn nýi leiðtogi pólska
kommúnistaflokksins, upplýsti í
dag, að hannhefði rætt við „félaga
Brezhnev" daginn sem hann var
útnefndur flokksleiðtogi og að
Brezhnev hafi heitið honum full-
um stuðningi. Kania greindi einn-
ig frá því, að Austur-Þjóðverjar
myndu í auknum mæli láta Pól-
verjum í té fullbúnar neyzluvörur.
Jafnframt skýrði Kania frá því, að
a-þýzkir og sovézkir verkamenn
hefðu aðstoðað við að losa úr
pólskum skipum í síðasta mánuði,
þegar pólskir hafnarverkamenn
voru í verkfalli.
Hin opinbera verkalýðshreyfing
í Póllandi hóf í dag herferð til að
vinna verkamenn á sitt band með
loforðum um aukið lýðræði innan
verkalýðsfélaganna.     Leiðtogi
hreyfingarinnar, Romuald Jank-
owski, sagði á fundi með frétta-
mönnum í dag, að hin opinbera
pólska verkalýðshreyfing þyrfti
róttækra breytinga við. Lofaði
hann ýmsum umbótum innan
hreyfingarinnar.
Ýmsir hópar menntamanna og
verkamanna héldu í dag áfram að
reyna að koma á frjálsum verka-
lýðsfélögum víða í Póllandi á
grundvelli samninganna, sem
gerðir voru í Gdansk og Stettin.
Tékkóslóvakía:
Grís í afmælisgjöf
Símamynd AP.
Franz Josef Strauss kanzlaraefni kristilegra demókrata í þing-
kusningunum í V-Þýzkalandi í október átti 65 ára afmæli í gær og
fékk þá m.a. þennan fagra grís í afmælisgjöf frá einum
stuðningsmanni sinum.
Deilur um dag-
skrá í Madrid
Simamynd AP.
Handaband i Kreml
Brezhncv forseti Sovétríkjanna og Jagielski aðstoðarforsætisráð-
herra Póllands takast i hendur við upphaf viðræðna þeirra í Moskvu
i gær. Mynd af Karli Marx blasir við í baksýn.
Fyrrverandi ráð-
herrar handteknir
London, 11. septembor. AP.
TÉKKNESKA lcynilögreglan heí-
ur handtekið niu framámenn úr
röðum andófsmanna, þeirra á með-
al tvo fyrrverandi ráðherra. vegna
bréfa, sem talið var að þeir hygð-
ust senda til verkfallsmanna i
Póllandi og Husaks forseta Tékkó-
slóvakíu. Að sögn Palach Press,
fréttastofu tékkneskra útlaga í
London. hafa yfirhcyrslur yfir
mönnunum bcinzt að því að kanna
hvort þeir hafi skaðað tékkncska
hagsmuni crlcndis. Tvcir aðrir
andófsmcnn voru handtcknir með
hinum níu á þriðjudag. cn látnir
lausir i gær.
Ráðherrarnir fyrrverandi, sem
handteknir voru, eru Jiri Hajek,
sem var utanríkisráðherra á árinu
1968, þegar Sovétríkin gerðu innrás
í Tékkóslóvakíu og Vladimir Kad-
lec, en hann var menntamálaráð-
herra á sama tíma. Báðir hafa þeir
verið háskólakennarar undanfarið.
Að sögn Palach Press var í fyrra
bréfi andófsmannanna fyrirhugað
að lýsa yfir stuðningi við verk-
fallsmenn í Póllandi, en í bréfinu til
Husaks var fjallað um mannrétt-
indabrot í Austur-Evrópu og áhrif
þeirra á samskipti austurs og vest-
urs.
Andófsmennirnir, sem handtekn-
ir voru, hafa allir verið virkir í
hreyfingu þeirri, sem hvatt hefur
stjórnvöld í Tékkóslóvakíu til að
hlíta mannréttindaákvæðum Hels-
inki-sáttmálans frá 1975.
Madrid. 11. soptcmhor. AP.       ,
EFTIR nokkurt þref hefur
náðst samkomulag á und-
irbúningsfundi Madrid-
ráðstefnunnar, sem fjalla
á um framkvæmd Ilels-
inki-sáttmálans frá 1975,
um hvað kalla skuli ráð-
stefnuna formlega. Búizt
er við töluverðum deilum
um fundarsköp og dag-
skrá ráðstefnunnar, en um
þetta verður f jallað næstu
daga á undirbúningsfund-
inum í Madrid. Ráðstefn-
an sjálf hefst í nóvember.
Fulltrúum Noregs og Ung-
verjalands hefur verið falið
að gera drög að dagskrá.
Bandaríkjamenn hafa gert
kunnugt að þeir vilji ræða
innrás Sovétmanna í Afg-
anistan sem og mannrétt-
indabrot þeirra heima fyrir.
Búizt er við harðri andstöðu
Sovétmanna við þetta og talið
að þeir muni vilja ræða
vandamál blökkumanna og
indíána í Bandaríkjunum auk
afvopnunarmála   og
skipta stórveldanna.
sam-
Gullskip í
Barentshafi?
Osló, 11. septomber. frá fréttaritara
Mhi.. Jan-Erik l.aurr.
BREZK yfirvöld hafa nú í
undirbúningi að senda sér-
stakan lciðangur til að hafa
upp á gullfarmi brezks her-
skips, sem var sökkt á Bar-
entshafi árið 1942.
Haft hefur verið samband
við norskt fyrirtæki um að-
stoð við að ná upp 10 tonnum
af gullstöngum sem talið er að
séu í flaki skipsins „Edin-
burgh" utan við 12 mílna
landhelgi Noregs á Barents-
hafi. Þar sem skipið liggur á
hafsbotni utan norskrar lög-
sögu þarf ekki heimild
norskra yfirvalda til þessa
leiðangurs, en norska utanrík-
isráðuneytið hefur engu að
síður fylgzt með málinu. Gert
er ráð fyrir að leiðangurinn
verði farinn í vetur.
Afganistan:
Framrás sovézka hersins
í Panjshir-dalnum stöðvuð
Nýju Delhi. 11. septcniber — AP.
FRELSISSVEITIR afganskra múhameðstrúarmanna hafa stöðvað
framrás sovézka hersins í Panjshir-dalnum fyrir norðan Kabul m.a.
með þvi að koma af stað skriðuföllum í fjallshliðunum við mynni
dalsins. Stórar sveitir sovézkra hermanna hafa lokazt inni á þessu
svæfti vegna aðgerða Afgana.
Sovézki herinn hóf mikla árás
á stöðvar frelsissveitanna i daln-
um fyrir um viku, en dalurinn
þykir hernaðarlega mjög mikil-
vægur og hefur verið á valdi
frelsissveitanna frá 1978. Heim-
ildir herma að Sovétmenn hafi
misst 20 skriðdreka, 13 þyrlur og
2 MIG-þotur í bardögunum um
dalinn.
Framrás þeirra var stöðvuð
eftir að þeir höfðu náð um 30
kílómetra inn í dalinn, sem er
180 kílómetrar að lengd. Með
sprengingum tókst afgönsku
sveitunum að loka hluta sovézka
liðsins inni og hafa Sovétmenn
sent mikið lið á vettvang til
hjálpar m.a. flugleiðis. Hafa
orðið snarpir bardagar á þessu
svæði undanfarna daga og
herma heimildir að Sovétmenn
hafi  beitt  napalm-gasi  gegn
frelsissveitunum.
Panjshir-dalurinn nær þvert
yfir austurhluta Afganistans og
um hann liggja margar mikil-
vægar leiðir frá höfuðborgar-
svæðinu til norðausturhéraða
landsins. Syðri endi dalsins er
skammt frá Bagram-flugstöð-
inni, sem er Sovétmönnum mjög
mikilvæg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32