Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 211. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
211. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Illa gengur
að mynda
stjórn í
Tyrklandi
Ankara. 18. sept. — AP.
HERFORINGJARNIR fimm, sem
nú fara með völd i Tyrklandi,
sóru i dag eið að þvi, að tyrknesk-
um lýðræðishefðum yrði fram-
fylgt. Kenan Evren, formaður
herráðsins, hét þvi að Jeysa öll
þau vandamál, sem tyrkneska
þjóðin ætti nú við að striða". Enn
hafa herforingjarnir ekki til-
nefnt menn til að taka sæti i
borgaralegri stjórn.
Ýmislegt benti til, að herfor-
ingjarnir ættu í nokkrum erfið-
leikum með að finna hæfa menn
til að taka sæti í borgaralegri
stjórn en því hafði verið heitið að
hún yrði skipuð fyrir helgi. Helst
er hallast að því að Zeyyat Bayk-
ara verði valinn forsætisráðherra
en hann er hófsamur stjórnmála-
maður, sem hefur oft áður komið
til greina í embættið.
Fléstar opinberar stofnanir í
Ankara eru undir stjórn hátt-
settra manna úr hernum og herma
fréttir að reynt sé að beita heraga
við stjórn þeirra. Hirðuleysislegt
yfirvararskegg og alskegg hefur
verið bannað og konum er tekinn
vari fyrir að mæta til vinnu sinnar
á skrifstofum í buxum, stuttum
pilsum eða mjög farðaðar.
Fyrstu
Evrópu-
búarnir
Monchcnicladbach, 18. sept. — AP.
VÍSINDAMENN hafa nú
fundið leifar manna, sem þeir
segja að séu elstu Evrópubú-
arnir, sem vitað sé um.
„Homo rheindahlensis" eða
Rinardalsmaðurinn, eins og
visindamennirnir      nefna
þennan fund sinn, er talinn
hafa verið uppi fyrir 120.000
árum.
Minjarnar um Rínardals-
manninn, sem eru 40.000 árum
eldri en Neandertalsmaður-
inn, fundust í húsagarði í
Mönchengladbach í Rínardal.
Einnig fundust fleygar, sköfur
og sagir úr steini. Á þeim tíma
sem Rínardalsmaðurinn var
uppi náði ísaldarjökullinn
langt suður meginland Evr-
ópu.
Fylgi Thatcher
aldrei minna
London, 18. sept. — AP.
VINSÆLDIR Margrétar Thatch-
er og stjórnar hennar eru nú
minni en nokkru sinní siðan hún
tók við völdum. Þetta kemur
fram i skoðanakönnun, sem birt
var i dag i The London Daily
Telegraph.
í könnuninni kom fram að 58%
kjósenda eru óánægð með frammi-
stöðu Thatchers og aðeins 35,5%
kváðust mundu kjósa íhalds-
flokkinn ef gengið yrði til kosn-
inga nú. Verkamannaflokkurinn
hlaut stuðning 45% og frjálslynd-
ir 16,5%.
Lech   Walesa.
leiðtogi pólskra
verkamanna,
og Anna Wal-
entynowicz.
Myndin var tek-
in i fyrradag á
fyrsta sameig-
inlega fundi
forvígismanna
óháðra verka-
lýðsfélaga i
Póllandi. Fund-
inn sátu rúm-
iega 300 full-
trúar og hafa
þeir ákveðið að
stofna óháð
verkalýðssam-
band.
Kennarar vilja meiri
áhrif á stiórn skóla
Varsjá. 18. scpt. - AP.
VERKFÖLL eru enn í Póllandi og virðast verkfallsmenn vilja
semja um það sérstaklega, að Gdansk-samningarnir gildi einnig
fyrir þá. Kennarar við æðri skóla í Varsjá kreíjast þess að þeir fái
sjálfir að velja stjórncndur skólanna og stúdentar vinna að því að
stofna sin eigin félög, óháö hinu opinbera stúdentafélagi.
Skýrt var frá verkföllunum í
pólska ríkisútvarpinu og jafn-
framt voru allir hvattir til að
leiða „hugann að pólitískum,
hugmyndafræðilegum og sið-
ferðilegum skyldum hvers
flokksfélaga". Sagt var að þetta
væru hlutir sem fólk væri al-
mennt hætt að velta fyrir sér.
Ekki var sagt frá því í hvaða
starfsgreinum verkföllin eru, en
haft er eftir andófsmönnum, að
það séu einkum starfsmenn
sporvagna og verkamenn í kúlu-
leguverksmiðjum, sem hafi lagt
niður vinnu.
Kennarar við æðri skóla í
Varsjá hafa krafist þess að lög
frá árinu 1968 verði afnumin en
samkvæmt þeim skulu stjórn-
völd ráða því hverjir fara með
æðstu yfirstjórn skólanna. Nem-
endur við skólana hafa einnig
hafist handa við að stofna sín
eigin nemendafélög, sem ekki
eiga að lúta forræði hins opin-
bera.
Útvarpið í Gdansk flutti þau
boð frá yfirmönnum kommún-
istaflokksins í borginni, að
verkamenn í óháðum verkalýðs-
félögum nytu þeirra réttinda,
sem félögin gætu boðið þeim, en
hins vegar næði það ekki til
þeirra hlunninda, sem þeir hefðu
haft með aðildinni að hinu opin-
bera alþýðusambandi. Litið er á
þessa yfirlýsingu sem mótleik af
hálfu stjórnvalda gegn óháðu
verkalýðsf élögun u m.
Konurnar berjast við
hlið eiginmanna sinna
Nýiu-Delhi, 18. sept. - AP.
FRÉTTIR frá Afganistan
herma, að Rússar hafi sent
mikinn liðsauka til Panjshir-
dalsins þar sem þeir urðu frá að
hverfa vegna mikillar mót-
spyrnu afganskra frelsissveita.
Afganir, sem flúið hafa dalinn,
segja að konur berjist við hlið
ciginmanna sinna og bræðra
gegn rússnesku innrásarmönn-
unum.
Mikið mannfall hefur orðið í
bardögunum í Panjshir-dalnum
og er talið að Rússar hafi misst
1500 hermenn fallna auk þús-
unda særðra. Einnig hafa þeir
misst mikið af hergögnum,
skriðdrekum, brynvógnum og
þyrlum. Fréttir berast einnig af
miklum bardögum í nágrenni
höfuðborgarinnar, Kabul, og bar-
dagar  hafa  hafist  að  nýju  í
Ghazni-héraði í SA-Afganistan.
I Wardak-héraði, 45 km vestur af
Kabul, snerust 240 afganskir
stjórnarhermenn til liðs við
landa sína eftir að frelsissveit-
irnar höfðu náð héraðinu á sitt
vald.
Sovéskir embættismenn hafa
lýst hermanninum, sem leitaði
hælis í bandaríska sendiráðinu í
Kabul, sem „einföldum, rugluð-
um hermanni" sem eftirlýstur
væri fyrir glæpaverk. Herþyrlur
hafa sveimað yfir sendiráðinu og
leitað er á öllum sem frá því fara.
Hervörður hefur verið aukinn við
öll sendiráð annarra en. komm-
únistalanda og er talið, að það sé
gert til að koma í veg fyrir flótta
annarra hermanna.
Morðingja Somoza
leitað ákaflega
Asuncion. 18. sept. — AP.
LÖGREGLA og hermenn leituðu i dag ákaft að sex eða átta
hryðjuverkamönnum. sem komust undan eftir að hafa ráðið
Anastasio Somoza, fyrrv. einræðisherra í Nicaragua, af dögum í
Asuncion í Paraguay í gær. Eina alþjóðlega flugvellinum og
landamærum rikisins hefur verið lokað til að hindra tilræðismenn-
ina i að komast úr landi.
Slokkviliðsmenn og laknar koma Hkt Anastasio Somoza, fyrrv.
einræðisherra i Nicaragua, fyrir á börum. Somoza var myrtur i
fyrradag ásamt tveimur fylgdarmönnum sinum. Banamanna hans
er ákaft leitað i Paraguay.
Talsmaður lögreglunnar sagði,
að lífverðir Somoza hefðu svarað
skothríð tilræðismannanna og
sært einn þeirra. Stjórnvöld
hafa hvatt alla til að tilkynna ef
einhver leitar læknis vegna
skotsárs og jafnframt heitið
40.000 dölum hverjum þeim, sem
getur gefið upplýsingar sem
leiða til handtöku fyrirsáturs-
mannanna.
Stjórnvöld  í  Paraguay  hafa
dreift myndum af manni og
konu, sem eru talin hafa tekið
þátt í fyrirsátinni. Þau eru sögð
vera félagar í Byltingarher al-
þýðunnar, vinstrisinnuðum, arg-
entínskum skæruliðahóp. Fyrr-
verandi utanríkisráðherra Costa
Rica, Gonzalo J. Facio, sagði í
dag, að hann. væri viss um, að
hinir vinstrisinnuðu Montoner-
os-skæruliðar í Argentínu stæðu
að baki morðinu á Somoza.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32