Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 215. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
mcgxmbfaútíb
215. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Abadan í ljósum logum
eftir innrás íraka í íran
BaKdad. Teheran. 23. september. AP.
ÍRAKST herlið réðst í dag inn í íran yfir Shatt-al-Arabfljót á fjórum
stöðum. írakar segjast hafa tekið tvo landamærabæi. Quasr-e-Sharin og
Sumar. Þá segjast þeir hafa umkringt borgirnar Abadan og Khorrams-
hahr. trakskar orustuþotur gerðu loftárásir á Abadan og gifurlegir eldar
loguðu i borginni. í Abadan er stærsta oliuhreinsunarstöð heims. Brezkur
skipstjóri staðfesti. að gífurlegar eldtungur stæðu upp frá Abadan.
Hin opinbera írakska fréttastofa
sagði í kvöld, að Irakar hefðu náð á
sitt vald 15 kílómetra breiðri spildu
á 300 kílómetra kafla meðfram
landamærunum, — frá Quasr-e-
Sharin í norðri að Abadan í suðri.
írakar segjast hafa náð á sitt vald
öllum landamærastöðvum írana. ír-
anir á hinn bóginn segjast hafa
hrundið árás íraka.
Matvæla-
skömmtun
tekin upp
í Kabúl
IVshawar. 23. september. AP.
Frelsissveitir Afgana
réðust þann 18. september
á flugvöllinn i Ghazni, einn-
ar stærstu borgar Afganist-
ans. Frelsissveitir gjöreyði-
lögðu flugturninn auk þess
sem eyðilagðar voru sex
þyrlur og tvær orustuþot-
ur. Árásin á flugvöllinn
kom í kjölfar öflugra árása
sovéska innrásarliðsins á
þorp í Shilgar-héraði,
skammt frá. Að sögn frels-
issveita, biðu margir
óbreyttir borgarar bana í
árásum Sovétmanna, sem
sjálfir misstu 40 menn
fallna.
Afganskur starfsmaður
stjórnvalda, sem flýði til
Peshawar, skýrði frá því í
dag, að yfirvöld í Kabúl
hefðu opnað 10 skömmtun-
arverzlanir. Orsökin er mat-
arskortur í borginni. Að
sögn flóttamannsins er
skortur á hveiti og helztu*
nauðsynjum í borginni. Yf-
irvöld hafa sett verzlanir á
laggirnar til þess að freista
þess að koma í veg fyrir
svartamarkaðsbrask í borg-
inni.
Þá gerðu írakskar orustuþotur
árásir á sjö herflugvelli og radar-
stöðvar í vesturhluta íran. írakar
segjast hafa skotið niður 26 Phant-
om-þotur írana, — í bardögum
þegar þeir réðust yfir Shatt-al-Arab
og eins í loftárásum írana á írakskar
borgir. Sjálfir segjast írakar hafa
misst 4 MIG-21 orustuþotur.
íranir gerðu þrívegis í dag árásir á
Bagdad, höfuðborg Iraks og fimm
aðrar borgir í Irak. Að sögn írakska
útvarpsins féllu 47 írakar í loftárás-
um írana og 116 særðust. Óttast er,
að mun fleiri hafi þó fallið. íranskar
orustuþotur réðust á olíuefnaverk-
smiðju skammt frá Basra, olíuhöfn
við Shatt-al-Arabfljót. I árásinni
féllu fjórir Bretar og fjórir Banda-
ríkjamenn og heimildir segja, að
fjölmargir hafi særzt. Að sögn
brezka utanríkisráðuneytisins í
kvöld, þá starfa um 300 Bretar á
svæðinu. Hundruð flóttamanna
lögðu af stað áleiðis til Kuwait, í
liðiega 100 kílómetra fjarlægð.
íranska útvarpið hvatti lands-
menn í dag til þess að hamstra ekki
Simamynd-AP.
Flak iranskrar orustuþotu í Bagdad, höfuðborg íraks.
matvæli og olíuvörur. Langar bið-
raðir mynduðust fyrir utan benzín-
stöðvar og bar útvarpið til baka
fréttir um olíuskort í landinu. Út-
varpið- hvatti landsmenn til sam-
stöðu og ekki að missa móðinn.
Byltingarmúsík var linnulaust leik-
in. Útsendingin var óvenjuleg fyrir
þær sakir, að hvatt var til samstöðu
gegn „guðleysingjunum í Bagdad",
hvort sem menn styddu Khomeini
eða ekki. íbúar voru hvattir til að
fara sparlega með orku. Útsendingin
þykir benda til þess, að skelfing hafi
gripið um sig meðal landsmanna.
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði
Öryggisráðið saman til fundar í
kvöld. Hann sagði, að heimsfriðnum
stafaði mikil hætta af ófriðnum
fyrir botni Persaflóa. Jimmy Carter,
forseti Bandaríkjanna, sagði, að
Bandaríkin myndu halda hlutleys-
isstefnu í deilunni. Hann hvatti
Sovétmenn til hins sama. Svo virð-
ist, sem enn að minnsta kosti, hafi
stríð írana og Iraka ekki haft áhrif á
olíuflutninga um Hormuz-sund
Olíumálaráðherra     Sameinuðu
furstadæmanna, Manah Al Oteiba,
sagði í kvöid, að arabar muni tryggja
olíuflutninga til Vesturlanda þrátt
fyrir stríð Irana og íraka.
Sjá nánar f réttir og f réttaskýr-
ingar um atburðina fyrir botni
Persaflóa á bls. 14-15.
Pólland:
Sett út á umsókn um
óháð  verkalýðsfélag
Varsjá, 23. september. AP.
HÉRAÐSDÓMSTÓLL í Varsjá
hefur gert athugasemdir við
umsókn verkamanna frá borg-
inni Katowice í Slésiu um
stofnun óháðs verkalýðsfélags.
Umsókinni hefur ekki verið
formlega hafnað. Ekki tókst að
fá opinberar skýringar á at-
hugasemdum dómstólsins en
forseti dómstólsins, Stanislaw
Pawela, sagði í viðtali við
pólska sjónvarpið i kvöld, að
lokaákvörðun um hvernig um-
sóknum skuli hagað muni að
Simamynd-AP.
Brezka flutningaskipið Strathfife. Það varð fyrir skothrið þegar
það fór um Shatt-al-Arab-fljót. r' íginn slasaðist.
líkindum liggja fyrir síðar í
vikunni. Hann sagði, að rætt
yrði við fulltrúa þeirra 13
hópa, sem sótt hafa um stofnun
óháðra verkalýðsfélaga.
Að sögn heimilda gerði dómstóll-
inn athugasemdir við fimm atriði í
umsókninni:
• Ósk um að starfsemi félagsins
nái til alls landsins.
• Að verkamenn úr ýmsum starfs-
stéttum geti gerzt félagar.
• Ákvörðun um, að veita lífeyris-
þegum og atvinnuleysingjum að-
ild að félaginu.
• Fjármögnun verði ekki aðeins
bundin við félagsgjöld.
• Deildir í bæjum og verksmiðjum
fái fulla stjórn í eigin málum
innan stærri félaga.
Lech Walesa og félagar hans frá
Gdansk komu í dag til Varsjár til
að leggja inn umsókn um óháð
verkalýðsfélag. Við komuna höfðu
þeir ekki frétt af athugasemdum
dómstólsins.
Harkalega var ráðizt að andófs-
mönnum í pólska sjónvarpinu í
kvöld. Þar var Jacek Kuron, leiðtogi
KOR samtakanna, gagnrýndur í
annað sinn á tæpri viku og hann
ásakaður um að leika „guðföður
óháðu verkalýðsfélaganna". Pólska
blaðamannasambandið mun halda
þing í lok október. Að sögn mál-
gagns kommúnistaflokksins, Try-
buna Ludu, verður einkum rætt um
endurskipulagningu       samtaka
blaðamanna. Margir blaðamenn
vilja endurvekja samtök, sem leyst
voru upp á Stalíns-tímanum.
Þingrof og kosn-
ingar i Færeyjum
Frá JÚKvani Arge, fréttaritara Mbl.
i Færeyjum. 23. september.
LÖGÞING Færeyinga samþykkti í
dag að rjúfa þing og boða til nýrra
kosninga. Var tillagan samþykkt
samhljóða.
Ekki er enn ákveðið hvenær kosn-
ingarnar fara fram. Lögmaður mun
ákveða það en búist er við að þær
verði í fvrstu viku nóvember.
Upphaflega átti þingfundur að
taka ákvörðun um þingrofið í gær-
morgun en honum var frestað þar
sem stöðugar viðræður voru milli
flokkanna í gær. Það var ekki fyrr en
seinnipartinn í dag að þingfundur
kom saman þar sem samningavið-
ræður stjórnarflokkanna þriggja
höfðu farið út um þúfur.
Gíslar
f luttir um
set í Iran
Beirút. 23. sept. AP.
Teheranútvarpið skýrði frá
þvi i kvöid. að bandariskir
gíslar hefðu verið fluttir frá
sex borgum til nýrra staða.
Ekki var getið hve margir
gíslar voru fluttir til nýrra
staða, en þeir voru fluttfr frá
sex borgum. Qom, Mashad.
Tabriz, Jahrom, Yazad og
Kerman. Þá var ekki getið
hvert gislarnir.voru fluttir.
Fyrr um daginn hafði írakska
útvarpið skýrt frá því, að íranir
hefðu sleppt öllum bandarísku
gíslunum. Útvarpið sagði, að
þetta sannaði það, að íranir
ynnu með bandarískum „heims-
valdasinnum". Irönsk stjórnvöld
báru þessa frétt til baka og
tilkynnt var að gíslamálið hefði
verið lagt á hilluna í íranska
þingingu. Bæði Bani-Sadr, for-
seti írans og Khomeini, erki-
klerkur sögðu í dag, að Banda-
ríkin aðstoðuðu íraki í styrjöld-
inni við írani.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32