Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Sigríður Stefánsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson eru í kjöri til formanns. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Harkaleg átök vegna kosninga 100 fulltrúa Guðrún og Kristín styðja Ólaf Ragnar HÖRÐ átök hafa átt sér stað inn- an Alþýðubandalagsins í Reykjavík undanfarna daga vegna fundar Alþýðubandalags- ins í kvöld, þar sem valdir verða um 100 fulltrúar af alls 300, sem munu sitja landsfund Alþýðu- bandalagsins i byrjun næsta mánaðar og veija nýjan formann fyrir flokkinn. Baráttan stendur á milli Sigriðar Stefánsdóttur frá Akureyri og Ólafs Ragnars Grimssonar af Reykjanesi. Tals- verð smölun hefur átt sér stað inn i Alþýðubandalagið i tengslum við forval i siðustu sveitarstjórna- og alþingiskosningum. Uppstillingamefnd Alþýðubanda- lagsins hefur skilað tillögu um 100 fulltrúa og jafn marga varamenn, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er öruggur meirihluti meðal aðalmanna stuðningsmenn Sigríðar, en Ólafur Ragnar er talinn eiga hlut- fallslega meiri stuðning meðal varamanna. í gærkvöldi rann út frestur til að skila tillögum um lands- fundarfulltrúa og var skilað inn tillögum þar að lútandi, þannig að listi uppstillingamefndar verður ekki sjálfkjörinn og fundarmenn, sem reiknað er með að verði nokkur hundruð, kjósa þá 100 nöfn úr hópi allra, sem em í framboði, hvort sem þeir eru aðalmenn eða varamenn í uppstillingum. Heimildir Morgun- blaðsins herma að stuðningsmenn Sigríðar muni leggja áherslu á að listi uppstillingamefndar verði kos- inn, en stuðningsmenn Ólafs Ragnars muni keppa að því að riðla listum. Kristín Á. Ólafsdóttir varaformað- ur Alþýðubandalagsins og Guðrún Helgadóttir alþingismaður lýstu því yfir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þær styddu Ólaf Ragn- ar Grímsson í formannskjörinu. Sjá: „Hæfasti maður sem völ er á“ bls. 33. Óvenjulegt sundafrek Hörpu: Kýrin vann sér til lífs að synda yfir Onundarfjörð Skipti um eigendur er hún sté á land og var gefið nafnið Sæunn KÝRIN Harpa frá bæn^ um Neðri- Breiðadal vann það óvenjulega afrek á þriðjudag að synda yfir Önundarfjörð, rúmlega tveggja kílómetra leið, frá Flateyri og yfir í Valþjófsdal. Verið var að leiða Hörpu til slátrunar þegar atvikið átti sér stað, en að loknu afreki þessu var lífi skepnunnar þyrmt og er hún nú við góða heilsu í fjós- inu á Kirkjubóli í Valþjófs- dal og hefur reyndar hlotið nýtt nafn, Sæunn. Að sögn Halldórs Mikaelsson- ar, bónda í Neðri-Breiðadal, sleit Harpa sig lausa þegar komið var að sláturhúsinu á Flateyri, fór beint í sjóinn og synti sem leið lá yfir í Valþjófsdal. Hún var um klukkustund á sundi og virtist eiga eftir nóg þrek að sundinu loknu. „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór. „Hún hefur alltaf verið afskap- lega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þama við sláturhúsdym- ar.“ Björgunarsveitarmenn frá Flateyri fóru á eftir Hörpu og fylgdu henni síðasta spölinn, þar til hún tók land í fjömnni fyrir neðan bæinn Kirkjuból. Þar í fjö- mnni keypti bóndinn á Kirkju- bóli, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Hörpu og gaf henni nafnið Sæunn. Leiðin úr fjömnni og heim að bænum er um 1 km og var ekki að sjá á Sæunni að hún hefði verið klukkustund í sjónum. Hún gekk létt í spori inn í fjósið á Kirkjubóli og var hin rólegasta á nýja básnum, sem er fátítt um kýr þegar þær skipta um fjós. Sæunni virðist því ekki hafa orð- ið meint af volkinu og hefur hún mjólkað eðlilega síðan hún kom í fjós á Kirkjubóli. Sláturleyfi hefur enn ekki fengist á Bíldudal: Arnfirðingar hyggjast slátra fé sínu á Þingeyri Bfldudal, frá Pétri Gunnarssyni blaðamanni Morgunblaðsins. EKKI varð af þvi að Sláturfélag Arnfirðinga hæfi móttöku sláturfjár i gær. Menn vildu kanna til þrautar hvort sláturleyfi fengist og töldu að athuguðu máli að móttaka í leyfisleysi gæti Úeypt málinu í enn verri hnút en orðið er. Fái Arnfirðingar ekki sláturleyfi fyrir næstu helgi flytja þeir fé sitt til slátrunar á Þingeyri, en ekki á Patreks- fjörð. Sláturhúsið á Þingeyri er gróið fyrirtæki og þar vita menn að hveiju þeir ganga, hins vegar er óvist hvort Sláturfélag Vestur-Barð- strendinga á Patreksfirði geti staðið við sínar skuldbindingar, að sögn Sigurðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sláturfélags Arnfirð- inga. Forsvarsmenn Amfírðinga gera nú úrslitatilraun til að finna dýra- lækni, sem taka vill setningu sem héraðsdýralæknir í hlutastarfi. Ráðu- neytið hefur gefið samþykki sitt fyrir því að fáist til þess maður, og það jafnvel þó sá sé í fullu starfi í öðrum landshluta, geti slátrun hafist. Hlut- verk setts dýralæknis í Barðastrand- arsýslu yrði að bera ábyrgð á heilbrigðiseftirliti við slátrun á Bíldudal, en settur yfírdýralæknir, Sigurður Sigurðarsson, hefur að sögn Sigurðar Guðmundssonar, neit- að að veita atbeina sinn til að Amfirðingum verði veitt sláturleyfi. Eins og fram hefur komið fór öll slátrun í héraðinu fram á Bfldudal í fyrra. Síðan hefur verið lagt í tals- verðar endurbætur á sláturhúsinu og telja heimamenn sig enn betur í stakk búna en áður til að framleiða góða vöru við viðunandi skilyrði. Kunnug- ir telja að sláturhúsið hér sé full- komnara, en til_ dæmis húsin á Bolungarvík og ísafirði, en báðum þessum stöðum hefur verið veitt slát- urleyfí. Amfírðingar telja því ljóst að neitun yfírdýralæknis á að lýsa skilyrðum fullnægt byggist ekki á vísindalegu mati eða sé í samræmi við stefnu gagnvart öðrum sláturfé- lögum, heldur ráði önnur sjónarmið ferðinni. „Ráðuneytið viðurkennir þetta," segir Sigurður Guðmundsson. „Yfírdýralæknir hefur hvað eftir annað farið út fyrir sitt verksvið. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra á Varðarfundi: Verður að kappkosta að verja þann árangur sem náðst hefur „ÞAÐ ER líklegt að ekki verði neinn hagvöxtur á næsta ári og verður því að kappkosta að veija þann árangur sem náðst hef- ur,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á Varðarfundi í gærkvöldi. „Ef menn taka ekki tillit til þessa og ætla að fara að skipta stærri köku en til skiptanna er þá blasir við kjaraskerðing og verðbólga.“ Sagði forsætisráðherra það vera „út f buskann" að tala um mikla kaup- máttaraukningu á næsta ári. Forsætisráðherra sagði að ekki væri hægt að segja að ríkisstjóm- in hefði svikið gerða kjarasamn- inga með aðgerðum sínum. Kjarasamningar ættu að snúast um kaupmátt og hefði hann auk- ist mun meira en gert var ráð fyrir í síðustu lq'arasamningum. Nú bæri nauðsyn til þess að „kæla hagkerfið" vegna mikillar þenslu, enda ættu l’aunþegar allt sitt und- ir því að jafnvægi næðist í efnahagsmálum og að verðbólga ykist ekki á ný. Þorsteinn Pálsson sagði fjöl- mörg verkefni blasa við á nýju þingi og nefndi sem dæmi að hald- Þorsteinn Pálsson ávarpar Varðarfundinn í Valhöll í gær- kvöldi. ið yrði áfram sölu ríkisfyrirtækja. Einnig þyrfti að huga að því að aðstæður væru að breytast í heim- inum. Evrópubandalagið, okkar stærsti markaður, væri að stækka og margar þjóðir í Fríverslunar- bandalaginu (EFTA), sem íslend- ingar eiga aðild að, væru alvarlega að ræða aukin tengsl eða jafnvel aðild að Evrópubanda- laginu. Sagði forsætisráðherra að ekki væri á döfinni að ræða um aðild íslendinga að bandalaginu en við ættum mikilla hagsmuna að gæta og yrðum að varast það að verða utangátta þegar sam- starf Evrópuþjóðanna efldist. Hann hefur skipt sér að fram- kvæmdaatriðum eins og tilhögun slátrunar hér í sýslunni. Hann á ein- ungis að leggja mat á hvort að- búnaðurinn fullnægi skilyrðum. Hann hefur stutt það að öllu fé héð- an verði slátrað á Patreksfírði og var viðstaddur stofnfund Sláturfélags Vestur-Barðstrendinga í haust. Því var veitt sláturleyfí þann 15. septem- ber, en formleg úttekt á ástandi sláturhúss þess á Patreksfírði fór ekki fram fyrr en 26. september. Sveinbjöm Dagfinnsson ráðuneyt- isstjóri spurði Sigurð Sigurðarsson þrívegis hvað stæði í vegi fyrir því að hann gæfi okkur jákvæða umsögn fyrst úr aðfinnslum hefði verið bætt. Sigurður gaf ekkert svar við því. Hann hefur ekki látið svo lítið að senda hingað mann til að athuga hvort úrbætur hafí verið gerðar. Sjálfur hefur yfírdýralæknir aldrei komið inn í sláturhúsið hér á Bíldud- al,“ sagði Sigurður Guðmundsson. Myrkur í miðbænum TRUFL ANIR í álagsstýrikerf i ollu því að ekki kviknaði á götuljósum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Raf- magnsveitu Reykjavíkur er kveikt á götuljósum borgarinnar með boðum, sem fara í gegnum símalinur frá stjómstöð rafmagnsveitunnar í Ár- múla. Einhveijar tmflanir urðu f kerfinu þannig að boðin bámst ekki. Þegar bilunin uppgötvaðist kveiktu starfsmenn Rafmagnsveit- unnar á ljósunum og var aftur orðið bjart í miðbænum um kl. 21.30 í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.