Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 52
^BRunnBúT AföRYGGISASlÆDUM Nýjungar í 70 ár I / ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA 1 GuðjónÓLhf. 91-27233 L FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 56 KR. Sakadómar- ar vilja laga- breytingar „ÉG tek þetta bréf dómaranna mjög alvarlega, enda er þróunin á þann veg að hverfa frá rann- sóknarréttarfari til ákœruréttar- fars,“ sagði Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra. í gær sendu fimm sakadómarar ráðherranum bréf, þar sem þeir skora á hann að flytja frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála. Kveikjan að bréfi sakadómar- anna er dómur Hæstaréttar 5. þessa mánaðar í máli Steingríms Njáls- sonar. Málinu var vísað heim í hérað því Hæstiréttur taldi að héraðs- dómarinn hefði átt að víkja sæti, þar sem hann hefði mælt fyrir um rannsókn málsins sem fulltrúi ríkis- saksóknara. Dómaramir telja Hæstarétt hafa gengið gegn nýlegu fordæmi réttar- ins í máli Jóns Kristinssonar, sem nú er rekið fyrir Mannréttindanefnd Evrópuráðsins. Þeir segja Hæsta- rétt hafa hafnað saksóknar- og rannsóknarvaldi og -skyldum dóm- ara í opinberum málum. Jón Sigurðsson sagði, að bréf dómaranna yrði lagt fyrir nefnd, sem vinnur að undirbúningi frum- varps til laga um aðgreiningu framkvæmda- og dómsvalds. Nefndin á að skila áliti í byijun næsta árs. Sjá nánar bls. 21. Fargjöld SVR hækka í dag Borgarstjóm ákvað á fundi sínum í gærkvöldi hækkun á fargjöldum SVR og tekur hún gildi í dag. Fargjöld fullorðinna hækka úr 28 krónum í 35 og fargjöld bama úr 8 í 10 krónur. Hækkunin var samþykkt með atkvæðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en borgarfull- trúar Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista greiddu atkvæði á móti. Morgunblaðið/Eiríkur Finnur Greipsson. Kúnni Sæunni, sem synti yfir Önundarfjörð á þriðjudag, virðist ekki hafa orðið meint af volk- inu. Fólk vestra telur að rekja megi ættir Sæunnar til sækúa þeirra, sem getið er um í þjóðsögum, enda era formæður hennar gráar á lit. Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja á Kirkju- Sækýrin á Kirkjubóli bóli í Valþjófsdal, sagði í gær að hlunnindi væru viða mikil á Vestfjörðum, en hún hefði ekki fyrr heyrt talað um „kú-reka“. Á myndinni eru kýrin Sæunn og Sigriður Magnúsdóttir í fjósinu á Kirkjubóli. Sjá nánar á blaðsíðu 2. Borgarstjórn: Tillögnm um dag- vistarmál vísað frá TILLAGA frá minnihlutaflokkun- um í borgarstjóra um dagvistar- mál var tekin fyrir á fundi borgarstjóraar í gærkvöldi. Meiri- hluti borgarstjórnar lagði fram frávisunartillögu og var hún sam- þykkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi Kvennalistans, mælti fyrir tillögu minnihlutans. Sagði hún minnihlutaflokkanna þarna vera að benda á raunhæfa leið sem að þeirra mati ætti að geta náðst víðtæk sam- staða um. Samkvæmt tillögunni ætti að bæta úr allri þörf á dagvistarfymi á næstu þremur árum með því að hækka aðstöðugjöld á fyrirtæki í borginni, áttfalda framlag ríkisins og auka framlag borgarinnar. Meirihluti borgarstjómar lagði fram frávísunartillögu þar sem segir m.a.: „Tillaga minnihlutaflokkanna er augljóslega hugsuð sem tímabund- ið áróðursbragð og þess utan er hún uppfull af innri þverstæðum." í frá- vísunartillögunni segir m.a. að ef tillaga minnihlutans næði fram að ganga þyrfti að kalla til starfa stóran hóp sérhæfðra starfskrafta á skömmum tíma, sem væri illfram- kvæmanlegt við núverandi aðstæður á vinnumarkaði. Einnig byggi tillagan á því að ríkið auki fjárframlög sín til þessa mála- flokks á sama tíma og það stæði ekki við skuldbindingar sínar við Reykjavíkurborg lögum samkvæmt. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra: Tilbúinn til viðræðua um skattlagningn matvöru Afnám skattsins myndi greiða fyrir samningnm, segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ JÓN BALDVIN Hannibalsson, fjármálaráðherra, segir að ríkis- stjórain sé tilbúin til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins án nokk- urra skilyrða fyrirfram um 10% söluskatt á matvöru, sem taka á gildi umnæstu mánaðamót, ef það megi greiða fyrir samkomulagi um launastefnu á næsta ári. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að frestun eða afnám skatts- ins muni án alls vafa greiða fyrir Umsækjendur um atvinnu- leyfi ekki eyðniprófaðir ENGAR ákveðnar reglur eru til um læknisskoðun útlendinga sem sækja um atvinnuleyfi hér- lendis. HeUbrigðisyfirvöid fara ekki fram á að útlendingar gangist undir eyðnipróf og hafa slíkt ekki í hyggju, að sögn Guð- jóns Magnússonar aðstoðarland- læknis. Þegar vinnuveitandi sækir um atvinnuleyfi handa útlendingi er læknisvottorð meðal þeirra gagna sem krafist er. Norðurlandabúar þurfa ekki atvinnuleyfi til að hefja starf hérlendis, þannig að læknis- vottorða er ekki krafist af þeim, að sögn óskars Hallgrímssonar í félagsmálaráðuneytinu. Þeim læknum sem skoða um- sækjendur er í sjálfsvald sett hversu ýtarlegar prófanir fara fram. Að sögn Guðjóns er algengt að Asíu- og Afríkubúar þurfi að fara i víðtækari próf en aðrir. Hið sama á við um þá sem ætla að starfa í matvælaiðnaði. Allir inn- flytjendur eru prófaðir við berklum og þurfa að vera bólusettir gegn mænusótt og taugaveiki. „Mat læknisins ræður því hversu nákvæmar athuganir hann gerir. Þar byggir hann á sjúkdómssögu umsækjandans. Ef viðkomandi hef- ur verið haldinn smitnæmum sóttum, neytt lyfja eða verið í ann- arri óreglu þá má vera að blóðsýni sé sent í rannsókn og skimað vegna eyðni," sagði Guðjón. Hann taldi þó að það væru undantekningar ef prófanir á blóðsýnum væru gerð- ar vegna umsókna um atvinnuleyfi. Austantjaldslönd hafa um nokk- urt skeið krafið umsækjendur um dvalarleyfi vottorða um að þeir séu ekki smitaðir af eyðniveirunni. Áþekkra vottorða kynni að verða þörf til að flytjast til Bandaríkjanna innan skamms. samningum. „Við myndum auðvitað ganga til slíkra viðræðna án fyrirfram skil- yrða. Þessi ríkisstjórn er tilbúin til viðræðna og gagnkvæmra skoðana- skipta og fús að leita samkomulags við aðila vinnumarkaðarins innan ramma þeirrar stefnu sem hún nú hefur markað og ég er sannfærður um að það er svigrúm til árangurs- ríkra samninga," sagði Jón Baldvin er hann var spurður hvort um væri að ræða möguleika á frestun skatts- ins eða afnámi hans. Áætlaðar tekjur af skattinum á þessu ári eru 150 milljónir króna og fyrir liggur ákvörðun ríkisstjómar- innar um að nota helming þeirrar upphæðar til þess að greiða niður verðhækkunaráhrif skattsins. Jón Baldvin sagði að það væri mikils virði að það tækist breið sam- staða um launastefnu á næsta ári. Aukning kaupmáttar á þessu ári væri staðreynd og nú væri spuming- in hvort hægt væri að verja hann. Hann yrði ekki varinn ef gengið félli og það kæmi til óðaverðbólgu. Það hlyti að vera sameiginlegt hags- munamál verkalýðshreyfingar og stjómvalda að það gerðist ekki. „Ríkisstjómin hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og skilgreint sína stefnu skýrt og afdráttarlaust. Hún hefur hafnað gengislækkunarleið. Hún hefur boðað jöfnuð og aðhalds- semi í ríkisQármálum og lánsfjár- málum. Þannig hefur hún skapað forsendur, sem ættu að vera nokkuð traustur rammi utan um heildar- stefnu efnahagslífsins. Þess vegna hef ég trú á því að það ætti að geta tekist samkomulag um þær leiðir, sem tryggðu hag vinnandi fólks og kaupmátt launa betur á næsta ári, heldur en ef til átaka kemur á vinnu- markaði. Afleiðingin 'yrði samkvæmt gamalkunnri formúlu verðbólga, sem að lokum myndi grafa undan forsendum gengisstefnunnar. Ég legg áherslu á að það er ekki ágrein- ingur um það við þorra forráða- manna launþega að fastgengisstefn- an er homsteinn, sem allir hafa hag af að bresti ekki," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkveldi, að hann væri ekki í neinum vafa um að það myndi greiða fyrir samningagerð, ef hætt væri við matarskattinn og frestun skattsins væri spor f rétta átt. Sjá ennfremur bls 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.