Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 Louisa Matthíasdóttir Hjá Máli og menningu er komin út bókin „Louisa Matthíasdóttir: Myndir." Bók þessi kom upphaflega út á ensku í Bandaríkjunum árið 1986 undir heitinu „Louisa Matthi- asdottir: Small Paintings." Það er Sigurður A Magnússon sem hefur séð um þýðingu bókarinnar, auk þess sem hann hefur skrifað formála að henni. Morgunblaðið birt- ir hér kafla úr formála Sigurðar, með góðfúslegu leyfi útgefenda. Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík árið 1917, dóttir Matthíasar Einarssonar yfírlækn- is og konu hans, Ellen Johannes- sen Einarsson. Móðurættin var norsk; afi Louisu, Matthías Joh- annessen kaupmaður, hafði komið til íslands frá Björgvin á ofan- verðri síðustu öld. Hann var frændi þekkts listmálara í Nor- egi, Askevolds, sem meðal annars málaði mynd í Alþingishúsinu. Bemskuheimili Lousiu var ann- álað menningarheimili. Matthías faðir hennar var mikill áhugamað- ur um hverskyns listir og móðir hennar hafði verið góður teiknari á yngri árum. Louisa var síteikn- andi frá fyrsta fari og virðist hafa orðið fyrir sterkum áhrifum á mótunarárunum þegar flölskyld- an bjó á Höfða sem þá lá utan við bæinn. Matthías bróðir hennar var kunnur hestamaður, sem ég fékk miklar mætur á í bemsku, og má vafalaust rekja hestamynd- ir Louisu til minninga frá Höfða- ámnum. Hún fluttist að Höfða sjö ára gömul og bjó þar í tíu ár. Henni hefur alla tíð fundist, að þessi áratugur hafi verið öll ævin, enda fer ekki milli mála að hún hefur æ síðan verið að ausa áf óþijótandi bmnni bjartra bemsku- minninga. Sautján ára gömul hleypti Lou- isa heimdraganum og hélt í fylgd móður sinnar til Kaupmannahafn- ar þarsem hún stundaði nám við Listiðnaðarskólann næstu þijú árin og lærði auglýsingateiknun og skreytilist. Hversvegna hún valdi þann skóla fremur en Lista- akademíuna er á huldu, en vera má að námið þar hafi gert hana sjálfstæðari gagnvart ríkjandi listastefnum. Svo mikið er víst að hún hefur allan sinn feril farið eigin leiðir og verið með öllu ósnortin af stefiium og tísku- straumum samtíðarinnar. Sumarið 1938 hélt Louisa til Frakklands með foreldrum sínum og varð þar eftir um veturinn. Stundaði hún nám hjá Marcel Gromaire einsog ýmsir samlandar hennar fyrr og síðar. Heim kom hún sumarið 1939, rétt áðuren seinni heimsstyijöldin brast á. Faðir hennar leigði handa henni lítið lystihús í garðinum gegnt Kirkjustræti 10 þarsem Landsímahúsið stendur nú. Þar vann hún við að mála öllum stund- um, ýmist ein eða í félagi við vinkonu sína, Nínu Tryggvadótt- ur, enda var ýmislegt líkt með list þeirra og áhugamálum á því skeiði. Þær voru líka tíðir gestir í Unuhúsi, sem þá var menningar- miðstöð höfuðstaðarins, og áttu samneyti við ýmsa andans menn, sem gerðu garðinn frægan, svo- sem Erlend f Unuhúsi, Laxness, Þórberg, Stein Steinarr og Ragn- ar í Smára. Alla þessa menn og ýmsa fleiri máluðu þær í sínum sérkennilega stíl sem var í því fólginn að lýsa persónuleikanum án allra smáatriða. Margt af myndum Louisu frá þessum tfma hefur lent f glatkistunni. Árið 1941 hélt hún enn utan, að þessu sinni til Vesturheims einsog títt var um íslenska lista- menn á stríðsárunum. Stundaði hún nám hjá Hans Hofmann sem var þekktur málari og kennari í Greenwich Village. Féll vel á með þeim, enda mat hún Hofmann mikils bæði sem mann og læriföð- ur. Ári eða svo eftir komuna til New York kynntist Louisa manns- efiiinu, Leland Bell, og giftist honum 1943. Hafa þau átt fast heimili í New York sfðan, en gert tíðreist til íslands, enda eiga þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.