Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
217. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
George Bush Bandaríkjaforseti á fundi
með Davíð Oddssyni forsætisráðherra:
Hernaðarlegt mik-
ilvægi íslands hef-
ur síst minnkað
New York. Frá Karli Blöndal frétiaritara Morgunblaðsins.
„I grundvallaratriðum sannreyndi ég að nýju að samband íslands
og Bandaríkjanna stendur mjög styrkum fótum, sem er mjög mik.il-
vægt fyrir Bandaríkjamenn, sérstaklegaí hernaðarsamskiptum, og við
teljum það mjög mikilvægt fyrir heimsfriðinn," sagði George Bush
Bandaríkjaforseti þegar fréttaritari Morgunblaðsins spurði hann um
fund hans með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gærmorgun. Davíð
og Bush ræddust við í hálftíma og fjölluðu um framtíð Atlantshafs-
bandalagsins (NATO), hvalveiðimálið og ýmis önnur mál. Davíð sagði
að viðræðurnar hefðu verið ánægjulegar, enda engir ásteytingarstein-
ar í samskiptum Islendinga og Bandaríkjamanna.
„ViðTæddum þáttíslands í heild-
armyndinni, það að íslendingar eru
mikils metnir aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu," sagði Bush eftir að
hann hafði hitt Davíð í svítu sinni á
Waldorf Astoria-hótelinu. Forsætis-
ráðherrann og ég ræddum um fram-
tíð Atlantshafsbandalagsins. Við-
ræður okkar voru mjög víðtækar.
Við ræddum einnig tvíhliða sam-
skipti, þar á meðal líttillega um hval-
veiðimálið. Þetta var mjög góður
fundur."
Davíð Oddsson sagði að samskipti
íslendinga og Bandaríkjamanna
hefðu verið rædd á fundi hans með
Bandaríkjaforseta og þau sterku og
góðu tengsl, sem verið hafa á milli
landanna, undirstrikuð. „Ég lagði
áherslu á það að sú ríkisstjórn, sem
nú situr, liti svo á að gott og traust
samband við Bandaríkin ásamt virkri
þátttöku í NATO væru hornsteinar
í utanríkisstefnu okkar, auk þess sem
við vildum auðvitað vera öflugir í
fjölskyldu Evrópu."
Eins og fram kom hjá Bush ræddu
þeir Davíð stöðu íslands í NATO og
stöðu varnarsáttmálans við Banda-
ríkin. „Þar kom fram hjá forsetanum
og reyndar líka hjá hans öryggisráð-
gjafa, [Brent] Scowcroft, að þeir
teldu báðir að hernaðarlegt mikil-
vægi íslands hefði síst minnkað og
reyndar mætti færa fyrir því fjöl-
mörg rök, sem þeir voru báðir fylgj-
andi, að gildi Keflavíkurstöðyarinn-
ar, varnarsamstarfsins milli íslands
og Bandaríkjanna og öryggistrygg-
ingar NATO gagnvart þessum samn-
ingi hefði aukist og myndi aukast á
næstu árum," sagðí Davíð. Hann
kvaðst hafa verið sammála Bush og
Scowroft um að þar kæmi til að
tryggja yrði leiðina milli Bandaríkj-
anna og Evrópu, auk þess sem gríð-
arlegur styrkur Sovétmanna á norð-
urslóðum hefði síst minnkað og jafn-
vel aukist.
ForsætisrSðherra greindi Banda-
ríkjaforseta frá afstöðu íslendinga
til hvalveiðimála. „Ég skýrði honum
frá því að það væru hugmyndir uppi
meðal íslenskra stjórnvalda að segja
sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Ákvörðun hefði ekki verið tekin og
jafnvel þótt.sú ákvörðun yrði tekin
fylgdi henni ekki að hvalveiðar yrðu
hafnar á nýjan leik. Forsetinn hafði
áhyggjur af því að við myndum segja
okkur úr hvalveiðiráðinu. Hann taldi
eðlilegra að reyna að vinna málum
brautargengi innan þess en þó kom
fram ríkur skilningur forsetans á
okkar hagsmunum varðandi hval-
veiðarnar og nýtingu sjávarfangs og
þótti mér vænt um það," sagði Davíð.
Forsætisráðherra kvað Bush hins-
vegar ekki hafa sagt berum orðum
að hann væri hlynntur því að hval-
veiðar hæfust á ný ef vísindalegar
niðurstöður gæfu tilefni til. Davíð
kvaðst einfaldlega hafa viljað tryggja
að Bush vissi hver afstaða íslendinga
væri til hvalveiðiráðsins.
Reuter
Davíð Oddsson forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseti ræðast við meðan Ijósmyndarar
taka af þeim myndir.
George Bush um töku eftirlitsnefndar SÞ í Bagdad:
Saddam færi betur að
misreikna sig ekki aftur
New York, Washington, Baghdad. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti varaði Saddam Hussein íraksforseta
við í gær og sagði að hann kynni að kalla þjáningar yfir írösku þjóð-
ina ef störf eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu yrðu
hindruð frekar. Hópur eftirlitsmanna var tekinn til fanga við stjórn-
stöð Iraska kjarnorkuráðsins í Bagdad í gærmorgun, öðru sinni á
sólarhring. Forseti öryggisráðs SÞ gaf írökum frest til klukkan 21 í
gærkvöldi að íslenskum tíma til að sleppa mönnunum og leyfa þyrlum
SÞ að fh'úga óhindrað í írak ellegar taka afleiðingunum. Sagði hann
ekki hverjar þær yrðu en sagðist þó ekki geta útilokað að ráðið gripi
til valdbeitingar til að framfylgja ákvæðum samkomulags um vopna-
hlé í Persaflóastríðinu.
David Kay, formaður eftirlits-
nefndar SÞ, náði sambandi við fjöl-
miðla af lóð byggingarinnar með
aðstoð bílsíma, og sagði að hópurinn
hefði verið rekinn með hervaldi út
úr byggingu kjarnorkuráðsins og
fyrirskipað að afhenda ljósmynda-
filmur,   myndbönd   og   ljósrit   af
gögnum sem hún hefði komist yfir
' byggingunni. Því hefði nefndin
neitað og svóruðu írakar með því
að slá hring um hópinn á lóð húss-
ins þar sem hann var í haldi síðast
þegar fréttist. „Það fer ekki á milli
mála af skjölunum hver áform íraka
eru. Við fundum til dæmis nokkra
kassa á vörubflspalli inni í húsinu
sem voru rækilega merktir með
fyrirmælum um að þeir skildu fjar-
lægðir áður en eftirlitsnefndin
kæmi," sagði Kay.
Tarig Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra Iraks, sagði að skjölin sem
Gamsakhurdia lýsir yfir
neyðarástandi í Tbilisi
Tbilisi, Dushanbe. Reuter.
ZVIAD Gamsakhurdia, forseti Georgíu, lýsti í gær yfir neyðar-
ástandi í Tbilisi, höfuðborg lýðveldisins. Andstæðingar hans kröfð-
ust þess hins vegar að boðað yrði til neyðarfundar á þingi lýðveld-
isins til að koma í veg fyrir að stríð brytist út. Mikil spenna var
einnig í Dushanbe, höfuðborg Mið-Asíulýðveldisins Tadzhikistan,
þar sem þúsundir manna efndu til mótmæla og virtu þannig neyðar-
lög stjórnvalda að vettugi.
Tengiz Sigua, einn af forystu-
mönnum stjórnarandstæðinga í
Georgíu, sagði að sjónvarpa þyrfti
þingfundinum til áð hægt yrði að
afhjúpa einræðistilburði Gamsa-
khurdia frammi fyrir alþjóð.
Krafan um neyðarfund á þing-
inu bendir til þess að stjórnarand-
staðan telji sig nú nokkuð örugga
um að geta vikið Gamsakhurdia
frá. Til þess þurfa tveir þriðju hlut-
ar þingsins að leggjast gegn for-
setanum. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar    hafa    stofnað    nýja
stjórnmálahreyfingu, Lýðræðis-
samtökin, og margir af fyrrum
stuðningsmönnum Gamsakhurdia
hafa gengið til liðs við hana. „For-
setinn ætti að tryggja einingu og
öryggi þjóðarinnar," sagði Sigua,
sem var áður einn af nánustu sam-
starfsmönnum forsetans. „Þess í
stað kallar hann til sín fólk, jafn-
vel frá dreifbýlinu, til að heyja
borgarastríð. Stjórnarandstaðan
telur að með því að efna til þing-
fundar verði hægt að stilla til frið-
ar."
Þúsundir manna komu saman í
miðborg Tbilisi til að krefjast þess
að forsetinn segði af sér.
Áður en Gamsakhurdia var kjör-
inn forseti með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða í almennum kosn-
ingum í maí hafði hann haldið
uppi andófi gegn kommúnista-
stjórninni í Sovétríkjunum og
margir Georgíumenn líta á hann
sem sjálfstæðishetju.
Lýðræðissinnar og múslimar
hafa myndað með sér bandalag í
Tadzhikistan og efndu til mótmæla
í miðborg Dushanbe í gær. Þeir
hrópuðu vígorð gegn kommúnist-
um og sögðu þá hafa gert „gagn-
byltingu" á þingi lýðveldisins á
mánudag, er það samþykkti að
afnema bann við starfsemi komm-
únistaflokksins.
eftirlitsnefndin hefði komist yfir
væru einkamál starfsmanna kjarn-
orkuráðsins. „Því er þetta hrein
njósnastarfsemi af hálfu hennar,
nefndin er á mála hjá CIA [banda-
rísku leyniþjónustunni] og við höf-
um upplýsingar um að Kay sé á
launum hjá henni. Nefndinni er
frjálst að fara ferða sinna þegar
hún hefur skilað skjölunum," sagði
Aziz sem var utanríkisráðherra Ir-
aka þegar þeir gerðu innrás í Kúv-
eit í fyrrasumar. Hann var fluttur
til í embætti eftir lyktir Persaflóa-
stríðsins.
Sænskur kjarnorkufræðingur hjá
SÞ, Johan Molander, sagði í viðtali
við sænska sjónvarpið í gærkvöldi,
að írakar hefðu í mesta lagi verið
1-2 árum frá því að smíða kjarnork-
usprengju. Hefði það komið í ljós í
gögnum sem eftirlitsnefndin hefði
fundið í írak. „Áður höfðu menn
ekkert til að festa hendur á um
kjarnorkuáætlanir íraka, einungis
ágiskanir. Nú höfum við hins vegar
skotheldar upplýsingar um starf-
semi og tækni sem þeir réðu yfir
til úraníumhreinsunar," sagði Mo-
lander. Hann sagði vandamál við
eftirlitsstörfin ekki koma á óvart,
þau staðfestu einungis árangur sem
orðið hefði af störfum nefndarinn-
ar. „Við höfum ljóstrað upp um
áætlanir og starfsemi sem engin
leyniþjónusta í veröldinni vissi neitt
um fyrir Persaflóastríðið," bætti
hann við.
Bandaríkjamenn hafa sent tvö
' Patriot-loftvarnaherfylki áleiðis til
Saudi-Arabíu frá Vestur-Þýska-
landi, að sögn CBS-sjónvarpsins og
verða þau komin í viðbragðsstöðu
þar í landi eftir tvo daga. Þá bíða
60 herflugvélar merkis um að halda
til Persaflóasvæðisins frá Banda-
ríkjunum, að sögn CBS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44