Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi Mörg dómsmorð voru framin DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að honum væru það mikil vonbrigði að Hæsti- réttur skyldi ekki hafa haft lagaskil- yrði til þess að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Sagðist hann hafa kynnt sér það mál rækilega í gegn- um tíðina og telur að þar hafi mönn- um orðið á í messunni „í stórkost- legum mæli á nánast öllum stigum málsins", eins og hann orðaði það. Tók hann einnig fram að á þeirri vegferð allri hefði „ekki aðeins eitt dómsmorð verið framið heldur mörg“. Slíkir hlutir gætu þó ekki gerst í dag eins og þarna gerðist. Þetta sagði ráðhen-a í umræðum um frumvarp Svavars Gestssonar, þingflokki Alþýðubandalags, sem kveður á um að setja skuli á stofn dómstól er nefnist réttarfarsdóm- stóll til að fjalla um kröfur um end- urupptöku mála. „Málið er flutt að gefnu tilefni frá í fyrrasumar er Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku máls Hffl ALÞINGI hans. Með þessu frumvarpi er ekki verið að gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar. Tilgangur þessa frumvarps er að hreyfa nauðsyn þess að Hæstiréttur þurfi ekki að fella úrskurði í eigin málum eins og nú háttar til. Fyrirmynd að slíkum dómstól er fengin úr dönsku réttar- farslögunum, en samkvæmt þeim starfar sérstakur kvörtunardóm- stóll,“ segir m.a. í greinargerð frumvarpsins. I umræðunni um frumvarpið sagði forsætisráðherra m.a.: „Eg held að þó það hafi verið sársauka- fullt mjög fyrir íslenska dómstóla- kerfið að þá hefði það verið gott og nauðsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur, ef ég má nota svo óvirðulegt orð, að fara í gegnum það mál allt [Geirfinnsmálið] og með hvaða hætti það var unnið. Þeir sem hafa kynnt sér það mál rækilega geta ekki annað sagt en að þar hafi pott- ur víða verið brotinn,“ sagði hann. Ráðherra sagði ennfremur að hann fylgdist af persónulegum áhuga með málum sem vörðuðu endurupptöku mála í öðrum lönd- um. Til dæmis í Bandaríkjunum og í Bretlandi. „Mál sem þar eru tekin upp hafa verið miklu betur unnin, með miklu færri annmarka heldur en Geirfinnsmálið var hér hjá okk- ur,“ sagði hann og bætti því við að hann teldi að sú vantrú sem kæmi fram í skoðanakönnunum á dóms- kerfið ætti m.a. rót í Geirfinnsmál- inu. „Það hefur þau áhrif á sálarlíf okkar Islendinga að menn telja sig ekki geta treyst dómskerfinu. Ég er ekki þeirrar skoðunar," sagði hann hins vegar. „Ég tel að eins og það sé nú komið að þá sé það í góðu standi til þess að fara með þessi viðkvæmu mál okkar. Þarna mistókst því.“ Ráðherra kvaðst síðan gjarnan myndi vilja að þetta frumvarp fengi góða meðferð á þinginu hvort sem það yrði nákvæmlega í því formi sem það væri nú eða hvort það ætti að auka frekar rýmri heimildir inn- an núverandi dómstólaskipunar til þess að taka mætti aftur upp mál eins og Geirfinnsmálið. Síðan sagði hann: „Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á þessari vegferð allri. Þau voru mörg. Þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri. Það er mjög ei’fitt fyrir okkur við það að búa. Ég fagna þessu frumkvæði háttvirts flutningsmanns og vænti þess að þingið taki frumvarpið til málefna- legrar meðferðar." MÍíTÍM Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftir atkvæða- gi-eiðslu um ýmis mál verða eft- irfarandi mál á dagskrá. 1. Sveitarstjómarlög. 1. umr. 2. Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn. Fyrri umr. 3. Undirritun Kyoto-bókun- arinnar. Fyrri umr. 4. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umr. 5. Húsaleigubætur. 1. umr. 6. Uttekt á útlánatöpum Landsbankans og Búnaðar- bankans. Fyrri umr. 7. Úttekt á Schengen-aðild og innflutningi fíkniefna. Fyrri umr. 8. Gæludýrahald. 1. umr. 9. Almannatryggingar. 1. umr. 10. Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. 1. umr. Morgunblaðið/Kristinn Þingsálykt- unartillaga um brottför bandaríska hersins STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingflokki óháðra, Kristín Halldórs- dóttir, þingflokki Samtaka um Kvennalista, og Ragnar Arnalds, þingflokki Alþýðubandalagsins, hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu þess efnis að Alþingi álykti að kjósa nefnd skipaða full- trúum allra þingflokka til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórn- völd um brottför hersins og yfirtöku íslendinga á rekstri Keflavíkurflug- vallar. „Stefnt skal að niðurstöðu áður en gildandi samkomulag við bandarísk stjónvöld um umfang starfseminnar á Keflavíkuifiugvelli rennur út. Nefndin skal að undan- genginni athugun og könnunarvið- ræðum við bandarísk stjórnvöld skila áfangaskýrslu til Alþingis eigi síðar en í árslok 1999 þannig að tími gefist til samninga um málið áður en uppsagnarákvæði núgildandi bókunar um umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli verður virkt eða rennur út,“ segir í þingsálykt- unartillögunni. ----♦♦♦---- Uppstroka - skástroka FYRIR einhverjum áratugum brugðu börn m.a. á Ieik með því að spyrja: „Hvort viltu upp- stroku, niðurstroku eða ská- stroku?“ Uppstrokan þótti ávallt sýnu verst. Skyldi formaður þingflokks jafnaðarmanna vera að veita nýrökuðum Össuri Skarphéðinssyni uppstroku! Ef marka má kæti Láru Margrétar Ragnarsdóttur er uppstrokan ekki fráleitur möguleiki. Færri örorkubótaþegar en í nágrannalöndunum ÖRORKUBÓTAÞEGAR voi-u færri hér á landi en á Norðurlöndunum 1996, að því er fram kemur í grein eftir tryggingalæknana Sigurð Thorlacius, Sigurjón Stefánsson og Stefán Ólafsson prófessor í Lækna- blaðinu nýlega. Sigurjón Stefánsson tryggingalæknir segir að þessi hlut- föll hafi lítið raskast síðastliðin tvö ár. Þetta stangast á við það sem haft er eftir Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að tryggingayfir- læknir hafi minnt á að mun fleiri væru á örorkubótum hér á landi en í nágrannalöndunum. Mikill fjöldi ör- yrkja og mikill fjöldi manna á ör- orkubótum gæti leitt til þess að bætur væru lægri en annars gæti orðið. Sigurjón segir að 4,2% lands- manna á aldrinum 16-66 ára séu metnir 75% öryrkjar árið 1996. Á sama tíma var þetta hlutfall 4,3% í Danmörku, 7,6% í Svíþjóð, 8,4% í Noregi og 9,2% í Finnlandi. „Samanburður af þessu tagi er samt ekki einfaldur því mismun- andi reglur gilda í hverju landi. En það er rangt að staðhæfa að öryrkj- ar séu fleiri hér á landi en á Norð- urlöndunum eins og við skilgrein- um þá. Ef við tökum örorkustyrkþega, þ.e. 65% örorku og minna, með í reikninginn hækkar hlutfallið í um 4,8%. Það er áhugavert í þessu máli að þegar skoðaðar eru tölur frá því fyrir 20 og 40 árum, er hlutfallið mjög svipað og nú er. Það virðist ekki sem umsóknum hafi fjölgað mikið á síðustu 40 árum,“ segir Sig- urjón. Sjúkradagpeningar hærri á Norðurlöndunum Sigurjón segir að öryrkjar séu að jafnaði yngri hérlendis en í ná- grannalöndunum. Skýringin á því geti legið í því að stuðst er við ann- að bótakeifi á Norðurlöndunum. Þar eru bótaþegar lengur á sjúkra- dagpeningum sem eru mun hærri en örorkubætur. Hérlendis eru sjúkradagpeningar mun lægri eða svipaðir og örorkustyrkur. Ungt fólk, 16-19 ára, sem er veikt og þarf á langvarandi endurhæfingu að halda, færi frekar á örorku hér. Á hinum Norðurlöndunum þægi það fremur sjúkradagpeninga. Sigurjón segir að sú tilhneiging hafi verið í tryggingakerfmu hér á árum áður að heimavinnandi konur væni fremur metnar 65% en 75% öryrkjar. Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, segir að for- sætisráðherra fari með rangt mál þegar hann segi að örorkubótaþeg- ar séu fleiri hérlendis en á Norður- löndunum. Heildartalan sé lægri á íslandi. „Það er hins vegar ákveðinn ald- urshópur sem ti-yggingayfirlæknir segir að sé fjölmennari hér á landi en í okkar nágrannalöndum. Skýr- ingin felst að nokkru í því atvinnu- leysi sem var hér á tímabili sem ekki var þekkt hér áður. Forsætis- ráðherra grípur þetta á lofti og slær þessu fram en þetta er ekki rétt. Óryrkjum í heild hefur ekki fjölgað á þessum áratug. Þótt ör- orkulífeyrisþegum hafi fjölgað hef- ur örorkustyrkþegum fækkað," segir Helgi. Örorkustyrkur 11.000 kr. á mánuði Örorkulífeyrisþegi er sá sem er metinn með 75% örorku eða meira en örorkustyrkþegi sá er metinn er með 65% örorku eða minna, allt nið- ur í 50%. „Þó bætur séu ekki beysn- ar fyrir örorkulífeyrisþega fær ör- orkustyrkþegi ekki nema að há- marki 11.000 kr. á mánuði. Hann getur haft aðrar tekjur en hann get- ur einnig verið án annarra tekna, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslna, og við höfum fengið mörg slík dæmi inn á okkar borð. Þetta leiðir til þess að menn hætta ekki fyrr en þeir þokast inn í 75% flokkinn og fá greiddan örorkulífeyri. Við höfum mælst til þess að minna bil sé á bót- um til örorkulífeyrisþega og ör- orkustyrkþega því fyrir bragðið mun örorkustyrkþegum fækka,“ segir Helgi. Helgi segir að örorkustyrkþegar hafi verið 1.580 talsins í árslok 1997 en örorkulífeyrisþegar 7.776. Örorkubætur hafa hækkað um 17% á tveimur síðustu árum Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, sem á sæti í heilbrigðis- og trygg- inganefnd, segir að á síðustu tveim- ur árum hafi örorkubætur hækkað um 17%. 1. janúar hækka bætur al- mannatrygginga um 3,65% í sam- ræmi við kjarasamninga. Þessi hækkun hefur í för með sér 780 milljóna kr. útgjaldaaukningu. „Einnig er gert ráð fyrir því að halda stöðugleika í efnahagsmálum í horfinu og halda verðbólgu niðri. Þetta skiptir öryrkja mjög miklu máli sem þurfa að nýta sína peninga vel eins og aðrir. Þeir njóta þá góðs af því,“ segir Siv. Siv sagði að deila mætti um það hvort 63.000 kr. örorkubætur að há- marki á mánuði væru mannsæm- andi bætur. „Það eru margir illa haldnir af sínum örorkubótum. Það er sett fram í heilbrigðiskafla fjár- lagafrumvarpsins að það eigi að reyna að auka starfsþjálfun til þess að koma í veg fyrir örorku til lang- tíma. Ég held að við höfum gert allt of lítið af því og við þurfum að taka endurhæfingarmál til endurskoðun- ar. Það hefur verið lögð áhersla á bráðaþjónustu í okkar heilbrigðis- málum og því miður hefur endur- hæfingin liðið fyrir það. Ég mun beita mér fyrir því á næstunni að auka hlut endurhæfingarinnar," sagði Siv. Hún sagði að almenn hækkun á örorkubótum, umfram samnings- bundnar hækkanir, væri ekki mál sem einn þingmaður tæki upp með sjálfum sér. „Mál af þessari stærð- argráðu þyrfti að taka upp á milli stjórnarflokkanna ef breyta ætti upphæðum bóta. En aðalatriðið er það að öryrkjar og forsvarsmenn þeirra hafa sjálfir lagt höfuðá- herslu á að minnka tekjuskerðingu vegna tekna maka. Við komum til móts við þá með það. Það verður gert í þrepum og ég býst við að settar verði um 200 milljónir kr. til að minnka tekjutenginguna. Það verður tekið skref í þessa átt á næsta ári og mér finnst þetta vera ákveðið réttlætismál. Einfalt er að benda á að atvinnuleysisbætur eru ekki tengdar við tekjur maka,“ segir Siv. Hún kvaðst ekki geta metið það hvort verið væri að brjóta gegn Mannréttindayfirlýsingu SÞ með bágum kjörum öryrkja. „Það má þá líka segja að verið sé að brjóta mannréttindi á þeim sem eru á at- vinnuleysisbótum. Ég get ekki tekið undir þetta,“ segir Siv. Hún tekur þó undir það að erfitt geti verið að komast af með 63.000 kr. á mánuði ef greiða þarf húsaleigu af þeirri upphæð. Svo sé ástatt um marga og hafi svo sem alltaf verið. Garðar Sverrisson, talsmaður Ör- yrkjabandalagsins, hefur sagt að hækka þyrfti örorkubætur verulega og miða þær að lágmarki við 100.000 kr. á mánuði. „Ég býst ekki við að þetta verði gert á næstunni en mér finnst eðli- legt að öryrkjar haldi uppi sínu merki og veki athygli á sinni stöðu. Þeir hafa gert það og náð árangri með því að fá stjórnaifiokkana til að koma til móts við kröfur þeirra um minnkun á tengingu tekna maka á bæturnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.