Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Fréttir Ökumaður Audi Quattro-bifreiðar sem fór 130 metra fram af vegi í ágúst: Kærður fyrir fjársvik í Vattarnesskriðumáli - lögreglan styðst meðal annars við útreikninga og niðurstöður sérfræðings 1.354 milljóna hagnaður Lögreglan á Eskifirði hefur kært ungan mann fyrir fjársvik en hann er grunaður um aö hafa sett á svið bílslys i Vattamesskriðum í ágúst. Meint fjársvik felast í því að maður- inn hafi ætlað að svikja fé út trygg- ingafélagi sínu. Maðurinn var einnig grunaður um tryggingasvik vegna atburðar sem átti sér stað í Kópavogi í janúar - þá stórskemmd- ist sami bíll - Audi Quattro, svokall- aður álbíll. Þá tókst hins vegar ekki að færa sönnur á svik. Skýrsla var tekin nýlega aftur af hinum grunaða. Upplýsingar sem sérfræðingur sem lögreglan kvaddi til hefur lagt fram benda til þess að ótrúlegt sé að atvik 1 Vattar- nesskriðum hafi verið með þeim hætti sem eigandi bílsins heldur fram. Seint að kvöldi í ágúst gerði mað- urinn vart við sig hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Hann kvaðst hafa ekiö á stein á veginum í Vattar- DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSON Bíllinn för 130 metra nlður áður en hann stöðvaðist / fyrstu var sagt frá því aö hér heföi veriö um aö ræöa ævintýralega björgun. Fljótlega fór lögreglu aö gruna aö ökumaöurinn segöi ekki satt og rétt frá. nesskriðum en við það hafi bíllinn Honum hafi tekist með naumindum breytt um stefnu og farið fram af. að stökkva út úr bílnum á um 50 km hraða, enda var hann með skrámur. Rannsóknarlögregla á Eskifirði tók fljótlega við málinu og fóru grun- semdir að vakna um að hér væri ekki sagt satt og rétt frá. Maðurinn kvaðst hafa fengið far með manni á Range Rover-bíl frá slysstað. Lög- reglan auglýsti eftir honum en hann gaf sig aldrei fram. Eftir þetta var ákveðið að leita álits sérfræðings sem nú hefur reiknað út stefnur og hraða með hliðsjón af frásögn ökumannsins og aðstæðna í skriðunum. Samkvæmt upplýsingiun DV er talið mjög hæp- ið að frásögn mannsins standist - að honum hafi tekist að henda sér út úr bílnum á þessum hraða. BUlinn fór 130 metra niður skriðurnar en maðurinn kvaðst hafa hent sér út þegar bíllinn var rétt kominn fram af vegarbrúninni. Hann kvaðst ekki hafa verið í bílbelti þegar bíllinn fór fram af og þvi ekki þurft að losa það áður en hann stökk út. -Ótt Hagstofan: Sala nýrra bíla að aukast Nýskráningar bila hafa verið nokkuð fleiri undanfama mánuði en í sömu mánuðum á síðasta ári. í októberútgáfu af Hagvísi Hagstof- unnar kemur fram að til september- loka í ár hafi verið skráðir 6.615 nýir bílar sem er um 800 færri ný- skráningar en á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa nýskráningar hins vegar tekið kipp upp á við en alls verða þær samt langt undir meðal- ái'i. Við þetta má bæta að greining- ardeild Kaupþings hefur spáð aukn- um bílainnflutningi á næsta ári, samfara aukinni neyslu. Á liðnum árum hafa verið miklar sveiflur í nýskráningum bíla. Á undanfórnum 10 árum voru ný- skráningar flestar árið 1999, 18.985, en fæstir bílar voru nýskráðir árið 1992, 6.291. Nýskráningar eru að jafnaði flestar yfir sumarmánuðina. í bílaflota landsmanna eru nú um 160.000 bílar. Fjármálaráöuneytið metur árlega endumýjunarþörf nú á milli 7.000 og 7.500 nýir bílar á ári en Bílgreinasambandið metur þörf- ina 12.000-13.000 bíla. Miðað við mat fjármálaráðuneytisins á endumýj- un bílaflotans verður meðalaldur bíla viö afskráningu yfir 20 ár en miðað við tölur Bílgreinasambands- ins verður meðalaldur bíla um 13 ár við afskráningu. Um síðastliðin ára- mót var meðalaldur fólksbíla 9,1 ár og annarra bíla 11,3 ár. -hlh Sigurhanna Vilhjálmsdóttir, 39 ára Reykvíkingur, var dæmd i 8 ára fang- elsi í gær fyrir að hafa banað sambýl- ismanni sínum, Steindóri Kristins- syni, meö þremur hnifstungum á heimili þeirra á Grettisgötu 19 a þann 6. mars. Verknaöurinn var talinn full- framið manndráp en veijandi ákærðu hafði fært rök fýrir því að ástæða þess að Steindór lést á sjúkrahúsi um þrem- ur vikum eftir verknaðinn hefði m.a. getað verið hjartabilun. Því höfnuðu þrír dómarar málsins. 8 ára fangelsi en ekki 14-16, eins og gjaman er dæmt í manndrápsmálum, byggist á því að tillit er tekið til þess að Sigurhanna var í snöggu heiftar- kasti eftir að Steindór hafði slegið dótt- ur hennar. Fyrr um kvöldið hafði hann einnig slegið ákærðu þannig að henni blæddi. Dómurinn segir að þá verði að byggja á því að þótt sambúð fólksins hafi ekki verið löng hefði kon- an mátt þola viðvarandi kúgun og of- beldi af hálfú mannsins. Einnig var mið tekið af frásögn Sigurhönnu að tveimur vikum fyrir atburðinn hefði maðurinn gert hrottalega á hlut henn- ar. Sigurhanna kvaðst ekki muna eftir að hafa stungið Steindór vegna ölvun- ar. Tengdasonur hennar reyndi að ganga á milli þeirra. Framburður hans og dótturinnar var á þá leið að ákærða hefði reiðst heiftarlega þegar dóttirin Átta ára fangelsl Gera má ráö fyrir aö Sigurhanna fái reynsiuiausn eftir tæp fimm ár sagði henni að Steindór hefði slegið hana. Dómurinn taldi sannað að hún hefði í mikilli reiði tekið hníf í eldhús- inu og veist að sambýlismanni sínum þar sem hann sat í sófa og stungið hann þrisvar sinnum í brjóstkassa og kvið, þar af tvær djúpar stungur. Með hliðsjón af framburði lögreglumanna og tengdasonarins telur dómurinn ljóst að það hafi beinlínis vakað fyrir Sigur- hönnu, meðan á árásinni stóð, að bana manninum. Þó var ekki talið að sá ásetningur hefði vaknað fyrr en rétt áður en verknaðurinn var framinn. Dómurinn telur engan vafa leika á að maðurinn lést af þeim áverkum sem honum voru veittir með hnífhum, þeir hafi verið langlíklegastir til að valda dauða hans. Maðurinn var kominn af gjörgæsludeild á Landspítalanum í Fossvogi er hann lést skyndilega. -Ótt SJALFSTÆTT FRAMHALD METSÖLUBÓKARINNAR Hann var kallaður „þetta Leit barns að ást og umhyggju DV-MYNDIR SIG. JÖKULL Póstkasslnn opnaður Frestur fiokksmanna í Samfylkingunni til aö skila inn atkvæöi í póstkosningu um málefni Evrópusambandsins rann út klukkan fimm í gær. Á kjörseölinum var spurt hvort Samfylkingin eigi aö stefna aö því aö samningsmarkmiö íslend- inga í hugsanlegum aðildarviöræöum viö ESB veröi skilgreind, sótt veröi um aöild aö ESB og hugsanlegur aöildarsamningur borinn undir þjóöina í atkvæöa- greiöslu. Kjörstjórn var ánægö meö þátttökuna þegar fresturinn rann út. Kona dæmd fyrir manndráp: Mildandi áhrif í dómi í Grettisgötumálinu - mið tekið af kúgun og hrottaskap Rekstur Bakkavarar Group fyrstu 9 mánuði ársins gekk mjög vel. Hagnaður félagsins var 1.354 millj- ónir króna fyrir skatta. Þessi af- koma er sú langbesta í sögu félags- ins og í góðu samræmi við rekstrar- áætlanir. Innri vöxtur félagsins var rúmlega 22% milli ára. Rekstur Bakkavarar Group fer fram í átta löndum. Dræmur hagvöxtur Vísbendingar eru uppi um að hagvöxtur í þjóðarbúskapnum sé dræmur en gengi krónunnar hefur styrkst. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnum Hagvísum Seðlabanka íslands. Vöruverð er stöðugt nema á bensíni, húsnæði og þjónustu í einkageiranum. Steypustööin seld Valfellsfjölskyldan hefur selt eignarhlut sinn í Steypustöðinni og tengdum fyrirtækjum, þar á meðal Einingaverksmiðjuna og Steypustöð Suðurlands. Það er Fjárfestingafé- lagið Esjurætur, en eigendur þess eru Jón Ólafsson, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar, og hópur bygg- ingameistara og viðskiptavina fyrir- tækisins. Vísa gagnrýni á bug Fjármálaeftirlitið vísar á bug gagnrýni forsvarsmanna Starfs- mannasjóðs Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) vegna ákvörðunar eftirlitsins um að synja starfsmannasjóðnum um samþykki fyrir því að eignast virkan eignar- hlut í SPRON. Starfsmannasjóður SPRON hefur greint frá því að hann hyggist kæra ákvörðun Fjármálaeft- irlitsins til kærunefndar sem starfar samkvæmt lögum um opin- bert eftirlit meö fjármálastarfsemi. Fagna tillögu nefndar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fagnar tillögu nefndar Alþingis þess efnis að eftirlaunaaldur verði sveigjanlegur til allt að 72 ára ald- urs. Ólafur Ólafs- son, fyrrum land- læknir, sagði í við- tali við RÚV að til- laga um sveigjan- legan eftirlaunaaldur hefði fyrst komið fram hjá Landlæknisembætt- inu fyrir fjórtán árum. Landsfundur í mars Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í mars á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi miðstjórn- ar flokksins í fyrradag. Varasjóður til Sauðárkróks Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að varasjóður húsnæðis- mála verði fluttur til Sauðárkróks um næstu mánaðamót en hann hef- ur til þessa verið innan veggja ráðu- neytisins. Nokkur störf flytjast þannig frá Reykjavik til Sauðár- króks. Tvær nýjar deiidir Tekin hefur verið ákvörðun um að stofha félagsvísinda- og lagadeild við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða eina deild með tveimur skor- um, félagsvísindadeild og lagadeild, og er ráðgert að kennsla hefjist næsta haust. -aþ/HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.