Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI '' wn i\roui tdaié'3' pappH FÍL.MUHÚSW AKUHEYKI LXIII. árgangur. BHananaBBHBaBBaaiHHHnMHaBBmi Akureyri, fimmtudagur 4. september 1980 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 61. tölublað Fjórðungsþing Norðlendinga: Ráðstefna um stóriðju og orkubuskap Haldið til Júlíus Hafstein, skuttogari þeirra Húsvíkinga, var á leið út Eyjafjörð á dögunum er áþ. smellti af þessari mynd. Laxeldi er takmarkið Greinilega kom í Ijós við af- greiðslu fjórðungsþings Norð- lendinga á ályktunartillögum frá iðnþróunar- og orkumálanefnd, þar sem m.a. var f jallað um nýt- ingu raforku, að Norðlendingar gjalda mikinn varhuga við orku- frekum iðnaði og eru ekki til- búnir til að samþykkja án frek- arí umræðu að fá orkufrekan iðnað í fjórðunginn. Vilja menn ekki blanda umræðum um orku- frekan iðnað saman við kröfuna um Blönduvirkjun. Tillaga kom frá nefndinni þess efnis, að fjórðungsþing Norðlend- inga benti á að virkjun vatnsfalla Svipaður nem- endafjöldi og í fyrravetur Samkvæmt áætlun sem unnin hefur verið upp úr þjóðskrá munu 4.665 nemendur sitja í fyrsta til níunda bekk á Norðurlandi eystra. f fyrra haust var þessi tala 4.659 svo ekki er munurinn mikill. Á Akureyri er gert ráð fyrir að nemendur verði 2.395 í fyrsta til níunda bekk og á forskóla- aldri eru um 264 nemendur. Nemendum á skólaskyldualdri (1. til 9. bekk) fjölgar um 70 frá fyrra ári. Á Húsavík er gert ráð fyrir 443 nemendum á skóla- skyldualdri og 47 nemendum á forskólaaldri. í fyrra voru 447 nemendur á skólaskyldualdri. Á Dalvík er gert ráð fyrir 270 nemendum á skólaskyldualdri og 25 í forskóla. í fyrra voru 266 nemendur á Dalvík á skóla- skyldualdri. Nemendum á skólakyldualdri fækkar á Ólafsfirði. Nú er gert ráð fyrir 231 nemanda á skólaskyldu- aldri og 31 í forskóla. f fyrra voru 349 nemendur í 1. til 9. bekk. Það skal tekið fram að allar tölur um nemendur í vetur eru byggðar á þjóðskrá og geta því tekið nokkrum breytingum. og nýting raforkunnar til orkufreks iðnaðar treysti hagvöxt og hagsæld í landinu. Tryggvi Gíslason kom með breytingartillögu á þá leið, að fjórðungsþingið benti á að virkjun vatnsfalla og nýting raforku og virkjun og nýting jarðvarma til iðnaðar treysti hagvöxt og hagsæld í landinu, ásamt með því að efldir yrðu þeir atvinnuvegir sem fyrir væru. Þessi breytingartillaga var sam- þykkt með 25 atkvæðum gegn 15, en tillagan í heild var síðan sam- þykkt með 39 samhljóða atkvæð- um. Framhald hennar hljóðar svo: „Því felur þingið iðnaðar- og orkumálanefnd að gangast fyrir ráðstefnu sem fjalli um orku- búskap á Norðurlandi og orku- frekan iðnað. Ennfremur skorar þingið á þingmenn Norðlendinga að gæta þess í hvívetna að fjórð- ungurinn haldi sínum hlut hvað varðar staðsetningu stærri iðnfyrir- tækja.“ Þá var ennfremur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja á komandi vetri lög um virkjun Blöndu. Þingið leggur þunga áherslu á að virkjun Blöndu sé sá kostur sem hagkvæmastur sé og best undirbúinn, auk þess að vera nauðsynlegur undanfari auk- innar iðnþróunar á Norðurlandi. Þingið hvetur til þess að samning- um við eigendur þess lands sem fer undir miðlunarlón Blönduvirkjun- ar verði hraðað sem frekast er kostur. Tillögurnar eru birtar í heild inni í blaðinu. „Ég vil leggja á það áhcrslu að foreldrar og umráðamcnn barna velji fyrir þau heppilegar leiðir í skólann, og að börnin fari gæti- lega í umferðinni,“ sagði Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við blaðið, en skólar á Akureyri og víðar í kaupstöðum á Norðurlandi hefjast á morgun. Tugir barna fara því í fyrsta sinn í skóla og sum hver eru óvön Á vegum Fiskeldis h/f er unnið að byggingu 500 fermetra húss í Haukamýrargili sem er skammt sunnan við byggðina á Húsavík. Þetta er fyrsta skref ið í þá átt að á Húsavík rísi fullkomin laxeld- is- og ræktunarstöð, en í húsinu sem nú á að risa á að fara fram laxaklak. Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að Húsavík hefði getað boðið upp á allt það sem stöð af þessu tagi þarf, sem er nálægð við hitaveitu, mikið af fersku vatni og nálægð við sjó. Það síoast nefnda er nauðsynlegt vegna hugsanlegrar hafbeitar. „Það er hugmynd forráðamanna félagsins að fyrsta skrefið verði ræktun seiða upp í eldisstærð. Síð- an á að nota þau til eldistilrauna og samhliða því er ætlunin að reyna að koma á markað þeim fiski sem ekki er notaður í tilraunirnar til að fjölförnum götum. Því síður gera þau sér grein fyrir öku- hraða bifreiða. Gísli sagði að búið væri að dreifa bæklingi frá Umferðarráði í skól- um og væri rétt að foreldrar kynntu sér innihald hans. í bæklingnum er fjallað um börn í umferðinni og leiðir í skólann. „Við munum halda áfram gæslu á þeim stöðum þar sem börnin fara standa straum af þeim. En á stefnuskrá félagsins er að koma laxinum í slátrunarhæfa stærð,“ sagði Bjarni. Nú er unnið að því að fá klaklax til að geta tekið hrogn í húsið í haust. Húsið þarf að vera tilbúið um miðjan október og því þurfa framkvæmdir að ganga liðlega ef áætlun á að standast. „Það er þegar orðinn ákveðinn samdráttur í byggingariðnaði á Akureyri. Nýjar íbúðabyggingar eru mun færri en í fyrra, en erfiðlega gengur að selja íbúð- ir,“ sagði Helgi Guðmundsson, formaður Trésmiðafélags Akur- eyrar í samtali við blaðið. „Á hvað mest um. Þetta var gert síð- asta ár og gafst vel,“ sagði Gisli. „Lögreglan mun leitast við, eins og síðasta vetur, að vera á verði á þeim stöðum sem taldir eru hættulegir bömum á leið úr og í skóla.“ Gísli sagði það víst að nær- vera lögreglumanna á hættulegustu stöðunum hefði verið til góðs síð- asta vetur. Akandi og gangandi leggja sig þá frekar fram um að fara að settum reglum. Ökumenn fara gjarnan hægar, en oftast má rekja slys til ógætilegs aksturs. „Þetta er fyrsti áfangi, en von- andi eiga þeir eftir að verða fleiri. Frekari framtíðaráætlanir verða gerðar í vetur. Starfsemi af þessu tagi verður að þróast. Það má ekki taka of stór stökk í byrjun, en hins vegar vonumst við til að þessi stöð gefi verulega atvinnu ef tekst að hefja eldi í stöðinni,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson að lokum. móti kemur að nú cr unnið við margar stórar byggingar svo það er tiltölulega lítil hætta á að um atvinnuleysi í byggingariðnaði verði að ræða í vetur.“ Helgi sagði líklegt að um til- flutning á mannskap milli fyrir- tækja yrði að ræða, en nokkur byggingafyrirtæki hafa dregið mjög mikið saman seglin eða ætla að gera það. Sem dæmi má nefna að Smári h.f. og Híbýli hafa stórt svæði í Glerárhverfi. Þarna verða engar framkvæmdir á vegum Híbýlis, en Smárinn er nteð blokk í byggingu. Þess skal getið að Híbýli er með lungann af opinberu framkvæmd- unum í bænum. Þeirsem hafa hætt við áætlaðar framkvæmdir eru einkum smærri aðilar sem hafa haft aðalatvinnu við srniði íbúðar- húsnæðis. „Fjárráð almennings eru greinilega mun minni en undan- farin ár og spennan á þessum markaði þar af leiðandi miklu minni,“ sagði Helgi. Aldrei of varlega farið — segir Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn SAMDRÁTTUR þegar orðinn í byggingariðnaði Aukin áfengis- sala miðaðvið krónutölu Frá Áfengisvarnarráði hafa borist eftirfarandi útreikningar á sölu áfengis frá 1. apríl til 30. júní 1980. Selt í og frá Reykjavík fyrir kr. 4.359.917.136. á Akureyri fyrir kr. 660.381.550 og á Siglufirði fyrir kr. 87.497.800. Heildarsala á landinu var kr. 5.996.967.986. Sömu mánuði í fyrra var salan á þessum stöðum sem hér segir: í Reykjavík kr. 2.972.507.193, á Akureuyri kr, 442.412.050 og á Siglufirði kr. 63.316.550. Heild- arsalan á landinu var kr. 4.072.829.593. Aukningin nú, miðað við sama tíma í fyrra, er rúmlega 47,2% og hafa verður í huga að verð hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra. Frá Kaupfélagi Húnvetninga Fyrir nokkru byrjaði vefnaðar- vörudeild K.H. á móttöku hand- prjónaðra lopapeysa fyrir Gefjun alla fimmtudaga eftir hádegi. Peysurnar verða að standast ákveðnar kröfur í sambandi við stærð og vinnslu. Verðið sem er staðgreitt, fer eftir stærð og hvort peysan er hneppt eða ekki. Nýtt f réttabréf á Akureyri Starfsmannafélag verksmiðja Sambandsins á Akureyri hefur nýlega byrjað útgáfu á litlu fréttabréfi fyrir félagsmenn sína. Kom hið fyrsta út í nóvember á síðasta ári, en það sem af er árinu 1980 hafa komið út þrjú bréf. Efnið er að mestum hluta til fréttir af líflegu starfi félagsins, en einnig flýtur ýmislegt með af léttara taginu. Ritstjóri er Birgir Marinósson. Blöðin hækka Um mánaðamótin var ákveðin eftirfarandi hækkun á verði Ak- ureyrarblaðanna. Verð í lausa- sölu er kr. 280,-. Auglýsingaverð er kr. 2.800,- á dálksentimetra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.