Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvi'kudagur 4. nóvember 1959 þlÖÐVILIINN ÍJittoíanai. SamelnlnKarflokkur alÞÝBu - Bösíallstaflokkurlnn. — RltstJörar; Magnús EUartansson (6b.), Slgurður Guðmundsson. — PréttarltstJóri; Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Eystelnn Þorvaldsson. Guömundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson, Magnús Toríi Olafsson. Slgurður V. PriðbJófsson. Auglýslngastjórl: Guðgelr Magnússon. - RitstJórn aí- greiðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (# 'ínurV — Áskrlftarverð kr. 30 4 mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. PrentsmlÖJa ÞJóövllJans. L.. 1 - Trú á þjóðina og landið .— - m n i n ■■■ ■ iw^—■ ^ »■ 11> ■ ' ir^ii i m>. i — ■ ■ i. i Koss í Itnupbœti Leikíélag Selíoss írumsýndi leikinn „Koss í kaupbæti" laugardaginn 24. okt. í Iðnaðar- mannahúsinu á Selfossi við ágætar undiatektir. I^slenzka ríkisútvarpinu þótti það merkust erlend frétt hér á dögunum að enski rithöfund- urinn og sagnfræðingurinn Toynbee hefði með sterkum orðum varað mannkynið við hættunni af fjölgun manna á jörðunni. í huga Englendings- ins verða allar hættur, sem yf- ir mannkyninu vofa, að engu hjá þeim ósköpum að fólkinu á jörðinni fjölgi! Að vísu er það misskilningur að það sé nokkur rosafrétt þó enskur fræðimaður haldi þessu fram, kenningin er hvorki ný né nvstárleg og ber einungis vitni bölsýni auðvaldsþjóðfélagsins, som miðar við að bölvun fátæktar, hungurs og bjargar- leysis, sem löngum hefur verið hlutskipti mikils hluta mann- kynsins, verði ævarandi. Kenn- ingin um bölvun og ógnun íólksf jölkunar ber vitni um van- trú á mátt mannanna til að ná s:vaxandi valdi á náttúruöflun- um og til að skipa þannig mál- um í þjóðfélögum framtíðarinn- ar að hægt sé að létta af mann- kvninu bölvun hungurs, klæð- leysis og hvers konar skorts, og mæta eðlilegri fólksfjölgun með bjartsýni. Tslenzku þjóðinni fjölgar mjög •*- ört síðustu áratugina. Til eru þeir menn sem telja það í- skyggilega þróun. treysta því ekki að hér á landi geti lifað miklu fjölmennari þjóð en Is- lendingar eru nú og búið við góð kjör. Hitt er hverjum sósí- alista eðlileg og sjálfsögð bjartsýni að einmitt með stór- fjölgun fólks á íslandi geti þjóðin sótt enn hraðar fram til velmegunar og aukinnar menn- ingar. í útvarpsræðu sinni f.vrir kosninge.rnar ræddi Ein- ar Olgeirsson einmitt þessar framtíðarhorfur, og er ástæða til að rifja upp þann hluta ræðunnar. þrunginn bjartsýni og stórhug, trú á Iandið og þjóðina. Einar sagði þá m.a.: ,.Við lifum á stórfenglegustu framfaratímum tækninar. Allt frá sjálfvirkni vélanna til virkjunar undramáttar efnisins skapar nú þegar möguleika til miklu betra lífs en nú er lif- að á íslandi. Við búum í landi með gnótt ónotaðra auðlinda, sem við eigum sjálf og ráðum ein. Ef aðeins aíþýðan heldur sjálf á töfrasprota tækninnar og slær honum rétt á auðlind- ir íslands, þá er hægt að skapa í þessu landi velmegun fyrir alla. Ef við fslendingar tökum vísindin fullkomlega i þjónustu vora á því háa stigi sem þau nú standa, höfum samstarf í því efni við þær þjóðir sem lengst eru komnar, — umsköp- un iðnað vorn, sjávarútveg og landbúnað í krafti slíkrar þekkingar, gætum þess að eiga sjálfir og einir allar auðlindir vorar og atvinnulífið, sem á þeim er reist, þá er það am- lóðaskapur eð geta ekki á næsta áratug bætt raunveruleg lífskjör alþýðunnar að minnsta kosti urn 50%.“ „gn til þess verða allir að leggjast á eitt“, hélt Einar áfram. ,,Þjóð vor er of fámenn til þess að bruðla orku sinni í innbyrðis samkeppni og sundr- ung. Vér íslendingar erum ein smæsta þjóð heims en eigum allra þjóða mest afkomu vora undir erlendum mörkuðum. Til þess að standast í hinni hörðu baráttu á beimsmörkuðunum, verðum vér að koma fram sem ein heild, sameina beztu krafta vora að viti og velvilja til þess að tryggja sem bezt afkomu þjóðarinnar. Við verðum að sameina í eitt allsherjarátak j þjóðarinar allt íramtak ríkis, j bæia, samvinnufélaga og ein- ■ stakra atvinnurekenda. til þess að lyfta því Grettistaki að gera fátækt og skort endanlega út- lægt af íslandi.“ að var stórhugur og bjart- ' sýni Einars Olgeirssonar sem setti svip á nýsköpunar- stefnuna í stríðslokin, þá stefnu sem Sósíalistaflokknum tókst að verulegu leyti að gera að stefnu fyrstu þingmyndaðrar ríkisstjórnar íslenzka lýðveldis- ins. Enda þótt samstarfsflokk- arnir væru hálfvolgir í fram- kvæmd nýsköpunarstefnunnar, svo ekki sé meira sagt, tókst að vinna afrek í uppbyggingu ís- lenzks atvinnulífs sem þjóðin hefur búið að síðan. Það var ssms konar stórhugur og bjart- sýni á framtíð þjóðarinnar, sami skilningur á nauðsyn þess að búa í haginn íyrir miklu stærri þjóð en íslending- ar eru nú sem mótaði ákvörðun- ina um stækkun landhelginnar, er Lúðvík Jósefsson ráðherra Alþýðubandalagsins í vinstri stjórninni knúði til fram- kvæmdar, og í hinum stórfelldu sigrum í markaðs- og fram- leiðslumálum er unnust síðustu árin. Þannig hefur verið unn- ið þegar stjórnmálasamtök rót- tækrar verkalýðshreyfingar hafa átt aðild að rikisstjórn á íslandi. Þannig er enn hægt að vinna. íslenzku þjóðarinnar bíður ekkert hengiflug atvinnu- leysis, gengislækkunar og kjaraskerðingar verði landinu stjórnað af viti og bjartsýni og trú á þjóðina og landið. Laugardaginn 24. okt. frum- sýndi Leikfélag Selfoss sjón- leikinn „Koss í kaupbæti" eft- ir Hugh Herbert í þýðingu Sverris Thoroddsens. Leik þennan færði Haraldur Björns- son á svið Þjóðleikhússins fyrir 6 árum og náði þá mikilli hvlli, og Haraldur tekur nú að sér leikstjórn þessa sama leiks fyrir Leikíélag Selfoss. Leikfélag Selfoss er á öðru aldursári, var stofnað í janú- ar 1958. Undanfari þess var leik- starf kvenfélagsins á Selfossi, sem hafði tekið nokkra leiki til meðferðar. . Koss í kaup- bæti“ er þriðii leikur leikfé- laffsins frá stofnun þess. Áður hefur það sýnt ..Kjarnorku og kvenhylli“ eftir Asnar Þórðar- son undir stiórn I-Iildar Kal- mans, og var vel af þeim leik látið, og hitt ,,Ljúfa Maren“ undir stjórn Gunnars Róberts- sonar. Þann leik sá undirrit- aður, þótti ekki til koma og gerði sér ekki miklar vonir um meðferð þess á „Kossi í kaup- bæti“, sem er þess eðlis, að verður að engu. ef á skortir um hraða, léttleika og ná- kvæmni. Það eru þeir eigin- leikar, sem mest vill skorta, þar sem mörgum litt vönum leikendum lendir saman. En meðferð þessa leiks í höndum Leikfélags Selfoss kom mér mjög á óvart. Leikurinn hvílir ei.nkum á tveim persón- um, 15 ára telpunni Carliss Þann 21. okt. sl. andaðist í Darmstadt á Þýzkalandi Ásdis Jóhannsdóttir. Hún stundaði nám í efnafræði og hefði lokið kandidatsprófi nú um áramótin. Fer útför hennar fram í dag frá Hveragerði. Ásdis Jéhannsíóttir Eftir því sem ég foazt vélt hafði hún brotizt ófrara ttl mennta af eigin rammleik.Hán var ein af stórum hópi syst- kina og faðir þeirra dó fr& þeim ungum. Það var austur & fjörðum. Eg veit að námsárin getai orðið erfið í framandi landi fyrir þá sem verða að búa við Archer og leikbróður hennar Dexter Franklin. Telpuna lék Elín Arnoldsdóttir, en leik- bróður hennar Sverrir Guð- mundsson. Leikur þeirra beggja var með ágætum og risu bæði fullkomlega undir sínum hlut- þröngan kost. Það getur jafn- vel komið fyrir að manni bregð- ist bjartsýni stundum. Svo var þó ekki um Ásdísi. Hún var kjarkmikil og einbeitt og væn- leg til þess að sanna að konur eru engir eftirbátar karla á neinu sviði. Við hér á Atvinnudeild þekkt- um dugnað hennar og vand- virkni við rannsóknarstörf, því hún vann hér tvisvar í sumar- leyfum m.a. að sömu verkefn- um og sá sem þetta ritar. Það má vel halda því fram að ekki sé óvænlegt að koma heim frá námi þegar alstaðar vantar fólk til starfa. Öðruvísi var það fyrir tuttugu árum þegar allt var hér læst í viðj- ar kreppunnar. Þá var ekki rúm fyrir nýja menn. Það skorti meira að segja verkefni að því er talið var. Mér er kunnugt um að for- ráðamenn Atvinnudeildar höfðu ðskað eftir að ráða Ásdísi til starfa þegar hún hefði lokið námi. Og ég held hún hafi verið ráðin í að taka því til- boði, En það fór sem sagt á annan veg. Við sem kynntumst Ásdísi og störfuðum með henni á At- vinnudeild munum ætíð minn- ast hennar með eftirsjá og Framhald á 11. síðu. verkum. Sverris hafa margir áður heyrt getið vegna leik- starfsemi í Hafnarfirði og Elín! lék á Selfossi í „Kjarnorku og „Koss í kaupbæti“. kvenhylli". Hér er um mjög efnilega leikendur að ræða, sem ættu að eiga fyrir höndum annað tveggja, að verða stjörn- ur í leikstarfsemi höfuðstaðar- ins eða verða ómetanleg lyfti- stöng leikstarfi austanfjalls á hærra stig. Ærslastrákinn Raymond lé’c 11 eða 12 ára drengur, Guðlaugur Thorarsn- sen, sérstaklega þróttmikið og hressilega og er þégar orðinn forláta leikari um leið og hann hefur náð meiri skýrleika í tungutaki. Þessi þrjú hlutverk, sem nefnd hafa verið, báru af, og veltur mest á þeim að bera leikinn uppi. En þótt segja megi, að leikurinn standi rneð þeim, þá getur hann auðveld- lega fallið með öðrum. Leik- urinn er þannig gerður, að það má enginn bregðast, svo að leikurinn bíði ekki óbætanlegt tjón. Og af 15 leikendum í sveitaþorpinu aústanfjalls brást enginn. Þótt vissulega mag'i segja, að sumstaðar hsfi skort á tilþrif, þá var hvergi falsk- ur tónn, og léttleiki og' hraði leiksins naut sín frá upphafi til loka. Það leyndi sér ekki, að hér er ekki aðeins um nokkra mjög efnilega unga leik- endur að ræða, heldur einn- ig félagslegan áhuga, þar sem hver og einn leggur allt sitt fram, svo að sem beztur árar.g- ur náist. Sá áhugi fyrir leik- starfinu og leiklistinni nær greinilega langt út fyrir hóp þeirra, sem á sviðinu sýndu sig, og hin almenni áhugi Sel- fossbúa kom meðal annara Framhald á 11. síðu. Ásdís Jóhannsdóttir Mmnmgarofð Atriði úr leiknum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.