Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Fimmtudagur 4. sept. 1980, 200. tbl. 45. árg.
ísland USSR 1:2
tslensku landsliðsstrákunum var klappað hressilega lof I lófa þegar
þeir gengu af ieikveili i gærkvöldi eftir að hafa átt viö hið fræga
sovéska landslið. Crslit urðu þau aö Sovétmennirnir sigruöu naumlega,
2-1, en baráttugleði og kraftar strákanna okkar var til mikillar fyrir-
myndar og virtust vallargestir virkilega kunna vel ao meta sifkt.
Sovétmennirnir skoruou sitt fyrra mark á 35.min, en tslandi tókst að
jafna á 73. min með skemmtilegu marki Arna Sveinssonar. Aðeins 6
min. siðar skoruðu Sovétmennirnir sitt anuao mark, en þeir sluppu
meo skrekkinn á iokamfnútunni þegar þeir björguðu I tvlgang á mark-
llnunni.
Sjá nánar um landsleikinn I gærkvöldi á bls. 11.
Vladimir Bessonov þrumar hér knettinum I átt að islenska markinu, en framhjá fór hann. örn Óskarsson, Arni Sveinsson og Marteinn Geirsson
eru tii varnar. mynd: —eik—
Hingað og
ekki lengra
„Knattspyrnusambandið er
leigutaki að vellinum i kvöld og
hingað inn fer enginn til þess að
taka myndir af leiknum nema
með okkar leyfi", sagði Friðjón
Friðjónsson, gjaldkeri KSt eftir
að þeir KSt-menn höfðu varnað
Sjónvarpsmönnum inngöngu á
Laugardalsvöllinn I gær.
Friðjón sagði ennfremur að
samningar hefðu ekki tekist við
Sjónvarpið og á meðan færu þeir
ekki inn á völlinn þegar KSt hefði
hann á leigu.
Málalok urðu þau að Bjarni
Felixsson og félagar hans borg-
uðu sig inn á völlinn. Gamla
Trjójuhestsbragðið er greinilega
enn i fullu gildi.
Að sögn Bjarna eru til samn-
ingar á milli Álþjóðaknattspyrnu-
sambandsins og Alþjóðasam-
bands sjónvarpsstöðva (EBU)
um stuttar fréttamyndir af lands-
leikjum og væru bæöi KSl og
Sjónvarpið aðilar að þessum
samtökum. Þvi væri hér um að
ræða skýlaust brot á þeim samn-
ingi af hálfu KSt.
-IngH
Flugleiöir segja upp samningi um flugafgreiðslu í Keflavík:
Endurskoðun eða ríkíð
taki vid afgreiðslunni
Fyrir nokkru sögou Flugleiðir
upp samningi sinum við rlkið um
rekstur flugafgreiðslunnar á
Keflavikurflugvelli. Að sögn
Björns Theóddrssonar fram-
kvæmdastjdra markaðssviðs
Flugleiða er mí verið að endur-
skoða samninginn meðaðilum frá
rikinu, og uppsögn hans mun hafa
miðað að þvl aö knýja sllka
endurskoðun fram, að sögn hans.
Ekki hefur komið til neinna upp-
sagna vegna þessarar endur-
skoðunar sérstaklega.
Loftleiðir gerðu samning við
rikið árið 1962 um að yfirtaka af-
greiöslu véla á Keflavikurflug-
velli og reka flugafgreiðsluna.
Rlkið hafði þá um skeið rekið
þessa þjónustu með bullandi tapi
á vegum flugvallarstjóraem-
bættisins. Fyrir utanþjónustu við
vélar var um að ræða hótel-
rekstur o.fl. á vegum rikisins.
Loftleiðir tóku siðan viö veitinga-
þjónustunni á Vellinum tveimur
árum siðar. Sérstök afgreiðslu-
gjöld runnu til Loftleiða og siðar
Flugleiða fyrir bessa þjónustu.
Renni uppsagnarfrestur samn-
ingsins út án þess aö um endur-
skoðun semjist kemur það
væntanlega i hlut Flugmála-
stjórnar að reka þá þjónustu sem
Flugleiðir hafa annast til þessa. t
rikiskerfinu munu vera talin 511
tormerki á því að rikið taki aftur
viö afgreiöslunni, en mál Kefla-
vlkurflugvallar heyra eins og
kunnugt er undir  varnarmála-
deild utanrikisráðuneytisins,
enda þdtt Flugmálastjórn heyri
undir samgöngumálaráðuneytið.
Mikill samdráttur hefur þegar
orðið I starfsliði Flugleiða á
Keflavikurflugvelli. Talið er aö
þar hafi að meðaltali starfað um
200 manns á vegum félgasins en
verði milli 30 og 40 um áramót.
Þjóöviljanum er ekki kunnugt að
hverju sú endurskoðun samnings-
ins, sem I gangi er, miðar, né
hvort hún hefur I för með sér
frekari niðurskurð.       —ekh
Alagning skatta áfyrirtœki ífélagseigu:
„Ótrúlega nærri
fjárlagatölunni"
segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
Alagning á fyrirtæki I félags-
eign liggur nii fyrir og hefur
heildarhækkun yfir landið orðið
43% I tekjuskatti fyrirtækja, rúm-
lega 60% I eignaskatti og 68% I
skatti af skrifstofu og verslunar-
húsnæði. „Ctkoman á skatt-
lagningu f élaga er ótrúlega nærri
þvi sem við var buist", sagði
Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra. „Menn óttuðust mjög
aðálagningin kynni að vera veru-
DoHarinn hœkkaði um 92%
— en kaupið um 131%
Undanfarna daga hefur Morg-
unblaðið veriö aö kynna les-
endum sfnum þann frdðleik að frá
stjórnarskiptum I lok ágúst 1978
hafi Bandarikjadollar hækkað I
verði um 92%. Sú var nú tfðin
meðan Sjálfstæðisflokkurinn réði
rikjum að dollarínn hækkaði I
verði um meira en 100%, ekki á
tveimur árum, heldur á einu ári,
en allt sllkt er nii auðvitað gleymt
hjá Morgunblaðinu.
Annað er þó athyglisveröara. A
sama tima og dollarinn hefur
hækkað i verði frá ágúst '78 um
92%, það er ur kr. 260,40 og i kr.
500,00, þá hefur hver vinnustund
Islensks verkamanns hækkað all-
miklu meira i verði á sama tlma
eða um 131%, það er úr kr. 1.014,-
i águst 1978 og I kr. 2.343,- sam-
kvæmt upplýsingum Kjararann-
sóknarnefndar.
Með öörum orðum: Fyrir
stjórnarskiptin 1978 var ísleriskur
verkamaður'rúmar 15 nrínútur aö
vinna fyrir einum dollara, — nú
er hann tæpar 13 mlnútur að
vinna fyrir dollaranum.
k.
lega of eða van og renndu blirit I
sjóinn vegna skattkerfisbreyt-
ingarinnar. Niðurstaðan sýnist
ætla að vera dtrúlega nærri þvi
sem Alþingi ætlaðist til. ÖU hróp
Alþýðuflokksmanna um að fyrir-
tæki myndu sleppa sérstaklega
létt frá skattlagningu að þessu
sinni hafa semsagt ekki átt við
nein rök að stuðjast."
1 samtalinu við fjármálaráö-
herra kom fram að tekjuskattur ,
félaga var i fjárlögum áætlaður
10 milljarðar króna og virðist
stefna beint á þá tölu, svo að ekki
skakkar meira 'en svo sem einu
pnosenti, eða um 100 milljónum
króna. Eignarskattur félaga var I
fjárlögumáætlaöur 3,3 milljarðar
króna og stefnir á 3,5 milljaröa.
Skattur af skrifstofu-og versl-
unarhúsnæði var áætlaður 1300
milljónir króna en stefnir á 1200
milljónir. Athuga ber að hér er
um að ræða innheimtutölur og
raunverulegar álagningartölur
eru 8 til 10% hærri.
1 Reykjavik er hækkunin milli
ára i gjöldum fyrirtækja nokkuö
minni en úti á landsbyggðinni.
Fjármálaráðherra taldi að
ástæðan kynni að vera sú að
eignauppfærsla  hefði  verið
nokkuð á eftir utan höfuöborgar-
svæðisins og leiðréttíst það fyrst
nú með skattkerfisbreytíngunni.
Samtals álögð gjöld á fyrirtæki
nema I Reykjavlk rúmlega 18
milljöröum króna á 4.732 fyrir-
tæki. Þar af greiða 1354 rúma 5
milljaröa i tekjuskatt, 1870 fyrir-
tæki um 2 milljarða i eignaskatt
og 389 fyrirtæki um 1 milljarö I
skatt af skrifstofu og verslunar-
húsnæöi. Hækkunin milli ára er
37.35% I tekjuskatti (landsmeöal-
tal: 43%), eignarskatti 43.76
(landsmeöaltal: 60%), og i skatti
af skrifstofu og verslunarhúsnæði
70.22% (landsmeöaltal 68%).
Fjármálaráöherra sagöi að enn
væri nokkur óvissa I heildar-
álagningu eignaskatts yfir landið.
Tölvur væru mjög viðkvæmar
fyrir einföldum mistökum og
gerðu þusund að milljón og
milljón að milljaröi I álagningu
eignaskattsins. Búið væri að leita
uppi slik mistök og hefði þvl
álagningin verið að lækka frá
upphaflegri tölu við endurskoöun
siðustu daga. Ovissan sem eftir
stæöi væri tengd tölum frá
Austurlandi og Norðurlandi
vestra, en þar sé talið að hafi
verið um að ræða óraunhæfa
tekjuáætlun á fyrirtæki að
einhverju marki.         —ekh
Guðmundur J.
Guðmundsson:
Semjum ekki
upp á þetta
„Að minu áliti kemur ekki til
mála að lita á þetta tilboð Vinnu-
veitendasambandsins" sagði
Guömundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannasambandsins
I samtali við Þjóðviljann i gær.
„Þessir útreikningar sem VSÍ
hefur verið með I fjölmiðlum um
að þeirra tilboð sé hærra en tilboð
rfkisins til BSRB eiga sér enga
stoð í raunveruleikanum, enda
hafa þeir ekki treyst sér til að
leggja sina útreikninga fyrir
okkar".
Guðmundur J. sagði að varö-
andi Verkamannasambandið þá
væri ljöst að beina kauphækkunin
væri mun meiri hjá BSRB. Fél-
agar BSRB fengju 14. þúsund. kr.
kauphækkun sem skertist ekki
fyrr en i 15. launaflokki. Félagar
Verkamannasambandsins fengju
hins vegar ekki nema 10 þús. kr.
samkvæmt tilboði VSI og sú
krónutala skertist svo strax t.d.
væri þessi launahækkun komin
niður I 9200 i 5. launaflokki. Vafa-
samt væri lika að nokkur félags-
maður i Verkamannasamband-
inu kæmist I launaflokk er sam-
svaraði lSJaunaflokki BSRB.
Guðmundur J. sagði að auk
þessa væru flokkatilfærslur gagn-
vart félagsmönnum Verka-
mannasambandsins mun lægri i
krónutölum en hjá BSRB. VSl
hefði staðhæft að þessar flokkatil-
færslur þýddu 3,5% launahækkun
en að mati Verkamannasam-
bandsins væri nær að tala um
1,5%.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16