Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 1
Ólafur G. og Össur deila enn um skólagjöldin. Eflir bréf Össurar I gær til menntamálaráöherra er liklegast að ekkert verði úr áformum um skólagjöld ( háskólum og framhaldsskólum. Ekki meirihluti fyrir skólagj öldumZ * * ssur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins Z' hefur skrifað Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra bréf ( log áréttað að a.m.k. fjórir þingmenn Alþýðuflokksins muni V___/ ekki fallast á að skólagjöld verði innleidd, óháð því hve^upp- hæð þeirra sé. Heimildir Þjóðviljans herma að menntamálaráðherra muni ekki gera tillögu um skólagjöld í fjár- lagafrumvarpinu ef það fæst stað- fest að þingfokkur Alþýðuflokks- ins styðji þau ekki. Með bréfi sínu vill Össur vænt- anlega undirstrika að málið sé langt því ffá afgreitt af hálfu Al- þýðuflokksins, en í síðustu viku náðist samkomulag milli forystu- manna stjómarflokkanna um fjár- lagarammann. I því samkomuíagi fólst m.a. að skólagjöld á háskóla- stigi mættu vera 17 þúsund krónur og á framhaldsskólastigi 8 þúsund krónur. Ólafur Amarson aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gærkvöld að bréf hefði borist ffá Össuri með áðumefndri áréttingu. Hann sagði að í ráðuneytinu hefði verið litið svo á að samkomulag væri um skólagjöldin og að forysta Alþýðu- flokksins myndi tryggja stuðning sinna þingmanna við málið, en upphaflega tillagan um skólagjöld sé komin ffá Jóni Baldvini Hanni- balssyni. Ólafur sagði ennfremur að Hklega yrði ekki gerð tillaga um skólagjöld ef fyrirffam væri víst að hún yrði felld. Þá þyrfti annað- hvort aðra spamaðarleið upp á 250 miljónir króna eða auka hallann á ríkissjóði sem þessari upphæð næmi. Auðsætt væri að þá upphæð væri ekki hægt að spara í mennta- málaráðuneytinu, þar væri þegar búið að spara nóg. Ljóst er að þrátt fyrir yfirlýs- ingar forystumanna stjómarflokk- anna þar að lútandi virðist enn nokkuð í Iand að fjárlagaramminn verði tilbúinn. áþs. Miljarður í ferðir og risnu Helga Jónsdóttir, skrifstofu- stjóri forsætisráðuneytis- ins, sagði í gær að öllum ráðuneytum hefði verið sent bréf þar sem farið er fram á ítarlega sundurliðun á ferðakostnaði, dagpeningum og risnu opinberra starfsmanna. Upplýsingar um hvemig þessi kostnaður skiptist nákvæmlega eru ekki til á einum stað, því þarf að leita beint til ráðuneytanna. Ríkis- stjómin ákvað á fundi sínum á þriðjudag að fulltrúar tveggja ráðu- neyta kæmu með tillögur um nýja skipan þessara mála í þeim tilgangi að ná fram spamaði. Bolli Þór Bollason fjármálaráðuneyti mun vinna með Helgu í því. Fram hefur komið hjá Friðrik Sophussyni fjár- málaráðherra að þessi kostnaður hafi numið 750 miljónum króna í heild árið 1989. Búist er við að samsvarandi tala fyrir árið í ár verði um einn miljarður króna eða um eitt prósent af útgjöldum ríkis- ins. -gpm Kennarar hvetja til varðgæslu um velferð- arkerfið „Fulltrúaráð Kennara- sambands íslands heitir á launafólk og allan almenning í landinu að sameinast og brjóta á bak aftur árásir rík- isstjórnarinnar á það velferð- arkerfi sem þjóðin hefur byggt upp með áratuga bar- áttu,“ segir í ályktun sem Fulltrúaráð Kennarasam- bands íslands (KÍ) samþykkti sl. mánudag. Ennfremur hvetur fulltrúa- ráðið til víðtækrar samstöðu launafólks og annarra hags- munahópa gegn árásum á vel- ferðarkerfið og til samstarfs í komandi kjarasamningum. Eirikur Jónsson, varafor- maður KÍ, upplýsti Þjóðviljann um að fulltrúaráðið hefði komið saman til að ganga frá kröfu- gerð sambandsins. - Óumflýj- anlega vöknuðu þá umræður um það sem er efst á baugi þessa stundina eða árásir rikis- stjómarinnar á velferðarkerfið. Hljóðið í okkar fólki er þungt þessa stundina. Þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar af ríkisstjóminni munu næsta víst spilla fyrir þeim viðræðum sem fara fram um kjarasaminga, sagði Eiríkur. Aðspurður hvemig KI ætl- aði sér að virkja aðra til sam- starfs í mótmælum, sagði Eirík- ur að ekki væri alveg tímabært að svara því. - Við erum nú með vinnuhópa í gangi sem eiga að fjalla um það hvemig best verður bmgðist við þessum árásum á velferðarkerfið. Við ræddum töluvert um það hversu langt menn væm tilbúnir að ganga í vemdun velferðarkerf- isins. Eftir þær vangaveltur var ákveðið að geyma umræður um slíka hluti fram yfir fyrstu við- ræður við rikisstjómina, sagði Eiríkur. Kröfúgerð sú_ sem mótuð hefúr verið hjá KI er á svipuð- um nótum og Kröfúgerð Starfs- mannafélags ríkisstofnana sem kynnt hefur verið á síðum Þjóð- viljans. Meginkrafan er að kaupmáttur verði sá sami og 1987. Eiríkur segir að félagar í KÍ standi verr nú en í ársbyijun 1990. - Það hefúr verið eitt- hvert kaupmáttarhrap hjá okkur á sama tíma og kaupmáttur hef- ur aukist hjá mörgum öðrum miðað við síðustu áramót, sagði Eiríkur. -sþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.