Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 6
SANNLEIKI HINNA MÖRGU SJÓNARHORNA Morgunblaðið/Þorkell Jón Karl Helgason Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, segir að mikil það öðrum þræði viðbrögð við | dví að gömlu sögurnar um i ísland og íslenska menningu þurfi end lurnýjunar við. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Jón Karl um rannsókn- ir hans ó Njólu, nýjar bókmenntakenningar, efasemdir hans um hið póstmóderníska sannleikshugtak o.fl. Ú SKALT ekki búast við miklum yfirlýsingum frá mér um það hvernig eigi að stunda rannsókn- ir í hugvísindum. Þar verður hver og einn að fylgja sinni sann- færingu. En auðvitað er það síð- an almenn krafa að menn séu meðvitaðir um það sem þeir eru að gera,“ segir Jón Karl Helgason, bók- menntafræðingur, þegar ég bið hann að veita mér viðtal um stöðuna í fræðunum. Jón Karl vill ekki segja öðrum fræðimönnum fyrir verk- um en segir sjálfsagt að ræða við mig um ástandið í íslenskum fræðaheimi eins og það horfir við honum. Ég kveðst vilja spjalla við hann um þær aðferðir sem liggi undir niðri en óútskýrðar af hans hálfu í nýrri bók hans, Hetjan og höfundurínn (1998), og mætti ör- ugglega kalla póststrúktúralískar, - hann seg- ist glaður leysa frá skjóðunni. Afstaða Jóns Karls hér að ofan lýsir ágæt- lega viðhorfi hans til iðkunar fræðanna. Hann er fjölhyggjumaður; telur að engin ein aðferð sé réttari en önnur en sannleikann eða öllu heldur leiðina að honum sé að finna í samræðu ólíkra sjónarhorna og hugmynda. Jón Karl vill að því leyti andmæla þeirri póstmódernísku hugmynd að sannleikurinn sé ekki til, það séu einungis til túlkanir valdhafa hverju sinni sem skilgreindar séu sem sannleikurinn. Jón Karl er doktor í samanburðarbók- menntum frá University of Massachusetts í Amherst í Bandaríkjunum. Hann starfaði sem ritstjóri bókmenntaefnis á Rás 1 um nokkurra ára skeið en hefur á þessu ári unnið að gerð margmiðlunarefnis fyrir netið á vegum menn- ingardeildar Ríkisútvai'psins. Hann er rit- stjóri tímaritsins Skímis ásamt Róbert H. Haraldssyni. Jón Karl hefur verið afar virkur í fræðilegri umræðu um bókmenntir síðustu ár og í mars síðastliðnum sendi hann frá sér sína fyrstu bók sem getið var hér að framan en hún er eins konar hliðarverkefni við dokt- orsritgerð hans sem fjallaði um viðtökur Njáls sögu. Bókin fjallar um táknrænt hlut- verk Njálu í íslensku samfélagi, einkum þær breytingar sem orðið hafa á túlkun íslendinga á henni og íslendingasögum almennt á þess- ari öld. Ég hef viðtalið með því að biðja Jón Karl um að lýsa aðferðafræðilegum bakgrunni sínum. Þýðingarfrseði eg tóknfrseði „Doktorsritgerðin mín varð til í framhaldi af námskeiðum sem ég hafði tekið í þýðingar- fræðum sem hefur verið vaxandi svið í bók- menntarannsóknum á undanförnum áratugum en þar hafa ýmis ný sjónarhorn verið áber- andi: Hin hefðbundna umfjöllun um þýðingar felst í því að bera þýðinguna saman við frum- textann, athuga hvort þýðandinn sé samvisku- samur og samkvæmur sjálfum sér, hvort hann þýði frá orði til orðs eða frá setningu til setn- ingar og svo framvegis. En þau fræði sem ég hef heillast mest af felast í því að skoða þýð- inguna í samspili við þann bókmenntaheim sem hún tilheyrir. Það er áfram sterk meðvit- und um frumtextann en í stað þess að skamma þýðandann fyrir að beita tilteknum aðferðum er frekar spurt afhverju viðkomandi aðferð var valin. Hvers vegna er til dæmis ákveðið að sleppa vissum ættartölum í Njálu stundum þegar hún er þýdd? Þeir fræðimenn sem mest áhrif hafa haft á hugmyndir mínar í þessu sambandi heita Ita- mar Éven-Zohar og André Lefevere en þeir eru gjarnan tengdir stærri hóp sem nefndur hefur verið tilfæringaskólinn í þýðingarfræð- um. Nafngiftin vísar til þess að bókmennta- verk séu „færð til“ eða endurskilgreind þegar þau eru þýdd af einu tungumáli á annað. Fræðimenn af þessum skóla telja að með því að skoða hvernig þessi tilfæring á sér stað megi komast að ýmsu um bókmenntaheim þýðingarinnar. Ef við athugum til dæmis breska barnaútgáfu á Njálu frá 1915 þar sem köflum er sleppt, stílnum breytt og svo fram- vegis, fáum við ýmsar vísbendingar um við- horf manna til bamabókmennta í Bretlandi á þessum tíma. Þetta er sem sagt annar útgangspunkta minna en hinn má líklega tengja við táknfræði sem er svolítið lausbeislað fræðasvið en þar hef ég sérstaklega laðast að höfundum eins og Umberto Eco og Roland Barthes. Þeir eru reyndar báðir góðir fulltrúar þess viðhorfs að það eigi að vera ákveðinn leikur í fræðunum. Það hefur stundum verið snúið út úr þessari hugmynd með því að viðkomandi fræðimenn séu bara að leika sér. En ég lít þannig á að bókmenntafræði geti verið fræðasvið sem stundað er af umtalsverðri gleði, gleði upp- götvunar eða meðvitundar um með hvaða hætti bókmenntirnar eru táknrænn hluti af okkar daglega lífi. En það var sem sagt undir áhrifum táknfræðinnar sem ég uppgötvaði smátt og smátt að Njála er allt í kringum okk- ur, allavega mig - ég legg til að mynda ákveðna merkingu í það að vera fæddur og uppalinn á Njálsgötu. Ég fékk áhuga á að skoða hvernig Njála er ekki bara bók uppi í hillu heldur víðáttumikið merkingarsvið og hluti af veruleikanum." - Geturðu skýrt það nánar hvað þú átt við með því að bókmenntir séu hluti af veruleik- anum? „Ég hef fundið að bókmenntir - og kannski sérstaklega fornbókmenntir - eru í huga al- mennings að verða sérsvið þeirra sem „hafa vit á bókmenntum". Þetta gerir þær jafnvel fremur fráhrindandi, þær virðast eiga heima undir glerhjálmi. En um leið hef ég það sterk- lega á tilfinningunni að þessar bókmenntir séu alltaf héma einhversstaðar á meðal okkar. Ég hef reynt að brjóta niður þennan ósýni- lega vegg sem er á milli bókmenntanna og daglegs lífs og sjónarhóll táknfræðinnar hjálp- ar í þeirri viðleitni. Ég minntist á Njálsgötu og ræði reyndar fleiri sambærileg gatnanöfn í Hetjunni og höfundinum. En Njála er miklu víðar; við höfum Njálsgötu í Kaupmannahöfn, það er til íþróttafélag í Noregi sem heitir Njáll, Njálsbúð er rekin í Gimli í Kanada og fleira mætti telja. Ég hef verið að reyna að tengja þessar táknmyndir eða brot við annað sem hefur verið að gerast í umfjöllun um Njálu. Annars er Njála bara eitt dæmi af mörgum; ég held að þarna sé um að ræða eitt- hvað sem hefur miklu almennari merkingu, að textar skilji eftir spor í menningu hvers sam- félags með miklu fjölbreyttari hætti en við gerum okkur grein fyrir. Éven-Zohar, sem ég gat um áðan, hefur bent á að hér megi greina aðferð hvers samfélags til þess að skapa sam- eiginlegan merkingargrunn, gildi sem allir halda í heiðri og leggja grunn að sjálfsmynd þegnanna. Táknbrot sem þessi gætu þannig virst ómerkileg en þjóna í raun grundvallar- hlutverki. I bókinni minni skoðaði ég til dæmis hvernig Islendingar hafa hannað peningaseðl- ana sína á undanförnum áratugum. Þar birtist merkileg þróun frá því að fjallkonan og danski kóngurinn voru í forgrunni til þess að Árni Magnússon og Jóhannes Kjarval prýddu þá. Þarna er ákveðin tilraun gerð til að skapa þjóðinni sameiginlegan grundvöll. Skoði mað- ur þetta sögulega sér maður líka að það er verið að bylta þessum merkingargrunni. Þarna sést þvi ákveðin þróun sem túlka má í hugmyndasögulegu og jafnvel pólitísku ljósi.“ Margbrotinn sannleiki - Eru þessar rannsóknir þinar ekki farnar að skarast svolítið við rannsóknasvið menning- arfræðinga? Hefur ekki orðið mikill samruni fræðigreina í húmanískum vísindum á undan- förnum árum? „Ég reikna með að það sé hægt að fiokka Hetjuna og höfundinn sem menningarfræði- lega rannsókn. Hvað samruna fræðigreina snertir þá held ég að vísindasagan stöðugt feli aðskilnað og samruna svonefndra fræðigreina. Það vill til dæmis svo skemmtilega til að rann- sóknir á fornsögunum voru fyrst í stað mest- megnis stundaðar á sviði sagnfræðinnar. Jafn- vel eftir að Háskóli Islands tók upp kennslu í íslenskum fræðum þá voru nemendurnir lengi vel menntaðir í bókmenntum, sögu og mál- fræði. A síðari árum hafa svo fræðimenn fleiri og fleiri fræðasviða gefið fornritunum gaum, þar á meðal félagsfræðingar, mannfræðingar og heimspekingar. Sjálfur tel ég varasamt að gera skarpan greinarmun á fræðimönnum eftir viðfangsefn- um; mér þykir meiru skipta hvernig þeir nálg- ast þau, hvaða sýn þeir hafa. Þeir höfundar sem ég heillast af eru þeir sem nálgast menn- inguna og mennina sem margrætt viðfangs- efni og leggja sig eftir að lýsa upp baksviðið, skoða hvernig gangverk samfélagsins virkar. Sá höfundur sem gerir það með hvað skemmtilegustum hætti, að mínu mati, nú um stundir er hvorki sagnfræðingur né bók- menntafræðingur heldur rithöfundur, Milan Kundera, en hann mætti allt eins kalla menn- ingarfræðing vegna þess hvernig hann skoðar hlutina. Ef ég ætti að lýsa hugsjón minni í fræðun- um í fáum orðum þá felst hún í því að veita hinum einfalda sannleika viðnám, að vinna gegn þeirri hugsun að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir. Með þessu er ég ekki að segja að allt sé afstætt, að sannleikinn sé bara túlkun heldur fremur að við eigum að leita að sannleika sem er sannleiki hinna mörgu sjónarhorna. Ég tel æskilegt að við reynum að fjölga sjónarhornunum og stilla þeim jafnvel hverju upp á móti öðru. Með því finnum við kannski sannleika sem er erfiðari viðfangs, vekur hugsanlega meiri óróa í brjósti okkur en er að mínu mati miklu frjórri og jafn- framt „sannari" en þessi svart-hvíti.“ Samlagning - En þegar þú rekur túlkunarsögu Njálu í hundrað ár í Hetjunni og höfundinum, sögu þar sem hver túlkunin tekur við af annarri í hugmyndalegum og pólitískum leik, sýnirðu þá ekki fram á að þetta séu bara ólíkar túlkan- ir en ekki sannleikur? Að sannleikur hvers tíma um Njálu er bara sannleikur hvers tíma? Eru þetta ekki rök fyrir ákveðnu afstæði? „Jú, það er hægt að líta þannig á þetta en það er líka hægt að segja sem svo að það sé alltaf verið að bæta við „sannleikann“ um Njálu.“ - Pú átt við að einhver ný og ögrandi túlk- un rífí ekki endilega niður eldri túlkanir, held- ur bæti frekar við? „Já, eiginlega. Ég get nefnt í þessu sam- bandi að ég var upphaflega að hugsa um að kalla bókina mína Frá hetjunni til höfundar- ins. En þegar ég fór að hugsa betur um það þá gat ég ekki staðið við slíkan titil. Þó að ég sé að lýsa ákveðinni sögulegri þróun frá því að íslendingar yrki helst lofkvæði um Gunnar á 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.