Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 s k o ð a n i r ÁIMDWDID 21050. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Skál fyrir Jónasi og Jeltsín! Boris Jeltsín Rússlandsforseti er með böggum hildar þessa dagana. Urvalssveitir garnla Rauða hersins em auðmýktar af nokkmm illa vopn- uðum skæmliðum; kommúnistar og þjóðemissinnar hafa tögl og hagldir á þinginu; framundan em forsetakosningar þarsem Jeltsín á enga sigur- von; og sjálfur þarf hann að dúsa langtímum á spítala vegna hjartveiki. En þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og sannanlegu vonsku heimsins hefur Boris til þessa borið sig mannalega og látið einsog hann sé stjómandi örlaganna en ekki leiksoppur þeirra. Raunum Rússlandsforseta virðast hinsvegar engin takmörk sett: í gær spurðust þau tíðindi að Kreml væri í uppnámi vegna leiðaraskrifa Jónasar Kristjánssonar í DV. Starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins upplýstu að þeir hefðu vart undan að biðja rússneska kollega afsökunar á skrifum Jónasar um drykkjusiði for- setans. Jónas Kristjánsson er með snarpari stílistum. í fyrradag skrifaði hann forystugrein um nýjustu tilfæringar Jeltsíns á æðstu mönnum rússneska stjórnkerfisins. Þar sagði: „Þetta er vonlaus barátta langt gengins drykkjumanns með skerta dómgreind. Jeltsín nýtur hvorki trausts þings né þjóðar .... Þetta er sorgarsaga fyrrverandi þjóðhetju, sem nú velkist um ýmist timbraður eða kófdmkkinn á almannafæri heima fyrir og í út- löndum, leikandi fárveikur hlutverk fíflsins úti um víðan völl, rekandi og ráðandi sama manninn í beinni útsendingu frá blaðamannafundum." Er nema von að Boris sámi? Þetta er í annað sinn á tæpum þremur mánuðum sem Jónas Kristjánsson úthrópar Rússlandsforseta sem ófor- betranlegan drykkjurút. Rússneska utanríkisráðuneytið mun hafa borið fram formlega kvörtun vegna forystugreinar DV hinn 26. október síð- astliðinn: sendiherra okkar í Moskvu var tekinn á teppið í KremJ og Júrí Reshetov, hinn ágæti sendiherra Rússlands í Reykjavík, var sendur útaf örkinni til að klaga í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. íslenska utanríkisráðuneytið veit greinilega hvað til síns friðar heyrir. Þegar Jónas lét aftur til skarar skríða nú í vikunni ákváðu Halldór Ás- grímsson og hans menn að bregðast snarlega við, áður en Jeltsín fengi fréttir af nýjusm svívirðingum íslenska ritstjórans. í gær barst fjölmiðl- um svohljóðandi yfirlýsing íslenska utanríkisráðuneytisins - og er sann- arlega einsdæmi í seinni tíma bókmenntum: „Utanríkisráðuneytið lýsir vanþóknun sinni á þeim ósmekklegu og óviðeigandi ummælum um Boris Jeltsín og aðra rússneska ráðamenn sem birst hafa í leiðaraskrif- um DV dagana 26. október 1995 og 17. janúar 1996. Um leið og ráðu- neytið harmar ofangreind skrif lýsir það þeirri von sinni að þau hafi ekki skaðleg áhrif á hið góða samband sem ríkir milli íslands og Rúss- lcinds.“ Árið 1933 klagaði ræðismaður Þýskalands í Reykjavík Alþýðublaðið fyrir stjómvöldum vegna skrifa Þórbergs Þórðarsonar um Adolf Hitler. Þórbergur var síðan dæmdur í hæstarétti íslands fyrir „móðgandi skrif um erlendan þjóðhöfðingja", og gert að greiða 200 króna sekt. Tíminn átti að vísu eftir að leiða í ljós að Þórbergur hafði í öllum atriðum rétt fyrir sér, og er þessi dómur í ljósi sögunnar hæstarétti til lítils sóma. Fróðlegt verður að sjá hvort Kremlveijar fara sömu leið, og kæra Jónas Kristjánsson, nú þegar búið er að sprengja þorpið Pervomaískoje burt af landakortum. Ekki er efa að réttarhöldin yrðu dágóð skemmtan: alltjent hlýtur þá Jónas Kristjánsson að krefjast þess að Boris Jeltsín beri vitni og geri hreint fyrir sínum dyrum. Nú er Rússum vitanlega leyfilegt að kvarta við alla sem hlusta vilja yfir skrifum Jónasar Kristjánssonar. Þeir geta líka, einsog bent hefur verið á, kært Jónas fyrir ærumeiðingar, dylgjur og róg í garð hins mædda forseta. Hitt vekur furðu, að utanríkisráðuneytið íslenska telji sér sæma að skipta sér af lesefni í íslenskum blöðum með þessum hætti. Það ber því miður vitni um fáheyrðan undiriægjuhátt: eða hafa menn heyrt að stjómvöld í einhverju lýðræðisríki öðm hafi beðist afsökunar á umfjöllun um það áhugamál Rússlandsforseta að minnka vodkalager landsins? Ef Halldór Ásgrímsson læsi heimspressuna, sem hann gerir vísast ekki enda áhugalítill um alþjóðamál, sæi hann fljótlega að hin virtustu blöð hafa talsverðar áhyggjur af þeim áhrifum sem Boris Jeltsín er undir og þeim áhrifum sem það hefur á gang heimsmála. ■ Hugleiðing á don Juans-kvöldi IDon Juan skjallar konur í stað þess að segja þeim frá ógæfu sinni og hann er ekki til á ís- landi. Við þekkjum ekki þessa týpu. Þegar ég hafði veður af því að til stæði að færa hér upp don Juan brást ég við sem íslenskur karlmaður: Hvað er nú verið að tromma upp með hann? Hjá mér rétt eins og öllum öðrum ís- lenskum karlmönnum gætir nefnilega þess viðhorfs að flagari af tagi don Ju- ans, kjassandi og kyssandi, bugtandi sig og beygjandi, fagurgalandi og mjúklega malandi, fagurlega skartandi og sætlega ilmandi - að slíkur flagari sé hálfgildings viðrini. Mér þótti það mikið vafamál að slík týpa ætti nokkurt erindi við íslenska áhorfendur, og að íslenskar konur hefðu yfirleitt nokkuð sérstaklega gott af því að horfa upp á aðfarir þvílíks stertimennis. Mér þótti einkennilegt að heyra að til stæði að draga fram alveg nýja mynd af þessum don því að hin hefðbundna mynd hans væri alveg nógu framandleg íslenskum hugmyndaheimi. Það þarf ekki annað en að líta á orð um það þegar karl reynir að komast yf- ir konu. A ensku er notuð sögnin to seduce, afbökun á subducere, en ducere er samstoíha dux, foringi, og er dux sá sem dregur aðra með sér. Subduco er að draga burt á laun, stela, ná einhveij- um án þess að viðkomandi gefi því gaum. Þetta er svo mynduglegt, þetta er svo óskammfeilið og fágað og fín- legt; það er svo mikið frumkvæði í þessu, sé miðað við hið máttleysislega íslenska orðalag: Að reyna við. Sé litið á íslenskar nútímabókmennt- ir í þessu sambandi er það sláandi að yfirleitt er kynlíf og ástafar karlhetjum þeirra hvimleitt. Þeir eru á sífelldum flótta undan vergjörnum konum, og komi til ástaleiks eru það alltaf þeir sem láta til leiðast; þeir óttast konur vegna þess að þær draga þá burt frá há- leitum hugðarefnum, niður á hið lága plan líkamans; fundur við konu táknar endalok ffelsisins, sem er vel að merkja frelsi undan kynh'fi almennt og yfirleitt, frelsi bernskunnar: Fyrsta kynlífs- reynslan og hin óbærilegu fúllorðinsár taka við. I íslenska ástakerfinu er allt frumkvæði í höndum þeirrar konu sem er svo vel lýst í nýlegum dægurlaga- texta þar sem hún kemur askvaðandi: „Ég er fráskilin að vestan og til í hvað sem er - hvar er bjórinn sem ég ætla að drekka hér?“ Að verða vel til kvenna er í íslenskum hugmyndaheimi einatt tengt við einhvers konar auðnuleysi, ístöðuleysi, það er veikleikamerki en ekki styrks; enda reynir íslenska kvennagullið yfirleitt að höfða til með- aumkunar og umönnunarskyldu kon- unnar sem reynt er við, það er höfðað til móðurinnar, hjúkrunarkonunnar, og umfram allt: Áfengismeðferðarfúlltrú- ans sem blundar í hverri íslenskri konu. Don Juan skjallar konur í stað þess að segja þeim frá ógæfú sinni og hann er ekki til á Islandi. Við þekkjum ekki þessa týpu. Þótt hún hafi að vísu verið á sveimi í sumum Islendingasögunum - nánar tiltekið skáldsögunum svo- nefhdu (Kormákur, Hallfreður og Þor- móður kolbrúnarskáld) - þá em Islend- ingasögumar eins og kunnugt er um einhveija allt aðra þjóð en það fólk sem lifði af móðuharðindin. Eg fór á sýninguna í Þjóðleikhúsinu; og sá að þetta eru einmitt mennimir sem ættu að koma hingað einu sinni enn og setja upp Galdra-Loft eða Fjalla-Eyvind eða einhverja aðra ís- lenska klassík því að uppfærslan ein- kenndist öll af því frelsi andans sem skortir alltaf hér í umgengni við okkar eigin menningararf. I hléinu heyrði ég einhveija konu segja eftir að hún hafði talað um hversu gaman hefði verið: En mér finnst hann nú enginn don Juan... En henni skjátlaðist. Þetta var einmitt don Juan og annar gat hann ekki verið. I stað þess að við horfum á hann farast með stórfenglegum tilþrifum þá er hann glataður frá því að tjaldið er dreg- ið frá - hann er í þessari uppfærslu ekki einasta sviptur ljóma sínum, heldur er hann beinlínis sviptur glötuninni, því sem allt hans starf miðar þó að. Á sviðinu er hann svolítið eins og Muhammed Ali eftir að hann fékk Parkinsons-veikina. Við skynjum mik- illeik hans, en það er eitthvað stórt og mikið að. Don Juan er hér mikill af orðspori sínu og engu öðru. Stúlkumar fleygja sér um hálsinn á honum af því hann er don Juan en veita því enga at- hygli að það er bugaður maður sem þær flaðra upp um, svefhgengill, svipur hjá sjón, draugur - já, dópisti því ekki það; en mikill engu að síður í magnaðri túlkun Jóhanns Sigurðarsonar, stór og mikill segull. En bugaður og auðnu- laus, fulltrúi hömluleysis, niðurstaða hömluleysis, búinn. Og hvemig getur Listamaðurinn mikli Kvennaljóminn ógurlegi, Uppreisnarseggurinn og Landamæravíkkarinn öðruvísi verið eftir allt það sem á undan hefur gengið alla þessa undursamlegu og fáránlegu öld sem við emm að kveðja? Don Juan er ekki bara einhver kvennabósi heldur sá sem rís gegn lög- um feðraveldisins, rís gegn siðferðis- legum og þjóðfélagslegum náttúmlög- málum - hann gerir það sem við ætl- umst til af listamönnum okkar. Hug- myndin er afurð rómantíkurinnar; þetta er súpermaður Nietzsches. Þetta er Prómeþeifur sem stal eldinum frá guð- unum og skal pínast bundinn við sjáv- arhamra og slíta emir burt lifur hans. Þetta er Lúsifer sem leiddi uppreisnina á himni og féll í stórbrotna glötun; þetta er Kristur sem deildi við faríseana um lögmálið og sagðist gjalda keisar- anum það sem keisarans væri og var krossfestur, dáinn og grafinn og reis upp á þriðja degi; þetta er sá sem gerir uppreisn gegn guðs og manna lögum, sá sem stígur á víddina sem er handan góðs og ills, sá sem mun glatast sjálfur en færa okkur eftirlifendum sínum ný viðmið, ný gildi, ný landamæri. Mun glatast en glatast á glæstan hátt. Sem sagt: í don Juan holdgerist hugmyndin um listamanninn sem hefúr ríkt í hin- um vestræna heimi ffá tímum róman- tíkurinnar, listamanninn sem er Midas og allt verður list sem hann snertir - hinn glæsti fulltrúi hinnar ýtrustu ein- staklingshyggju, sá sem önnur lögmál gilda um en aðra menn, sá sem sér í leiftri það sem aðra órar ekki einu sinni fýrir; sá sem hrífst og tekur og sh'tur og glatast; og mun glatast á glæstan hátt. Nú viðmið núna? Nýtt landnám? Að víkka út landamærin núna? Hver? Hvar? f siðferðislegum efnum? Erú einhver tabú sem hefur gleymst að ræða? I hugmyndum okkar um það hvað sé hst? Eftir allar klósettskálamar og allt þetta all-ready made, að ekki sé talað um allar rendumar og hvítu ark- imar og hinar gestaþrautimar og allt þetta rými sem stöðugt er verið að vinna með? Það er ekkert handan við næsta leiti. Don Juan hefur engin landamæri lengur að víkka út. Hann stendur ráðvilltur á berangri, og enda- laus víðáttan allt í kring og dauðinn er hreinn og hvítur snjór og Sganarelle spriklar, milligöngumaður don Juans og kvennanna - Hstamannsins og okkar - túlkandinn, listfræðingurinn sem kortleggur hstamanninn með nákvæm- um og bjálfalegum spumingum - nú máhann. Don Juan er ekki bara sviptur ljóm- anum og glötuninni í þessari sýningu, heldur líka sjálfri syndinni. Hvað er gaman að táldraga konur ef engin er syndin, enginn hneykslast - enginn glatast? í stuttu máli. Ef ég ætti að reyna að draga saman í eina setningu hughrif mín af þessari sýningu þá væm hún þessi: Loki Laufeyjarson hggur bund- inn og heimurinn á að farast - eftir korter. ■ a g a t a I 18. j a n ú a r Atburdir dagsins 1793 Lúðvík XVI Frakkakóng- ur dæmdur undir fallöxina. 1853 Óperan II Trovatore frumsýnd í Róm. 1915 Þýsk loftskip gera árásir á breskar borgir í fyrsta skipti. 1969 Jan Palach, 22 ára námsmaður, læt- ur lífið eftir að hafa borið eld að sér til að mótmæla innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. 1990 FBI-menn kvikmynda Marion Barry, borgarstjóra Washington, að reykja eiturlyf. Afmælisbörn dagsins Jamcs Watt 1738, skoskur hönnuður gufuvélarinnar. Edg- ar Allan Poc 1809, bandarískt skáld. Paul Cc/.anne 1839, franskur listmálari. Ólafur Thors 1892, formaður Sjálf- stæðisflokksins, forsætisráð- herra í fimm ríkisstjórnum. Javier Pérez dc Cuéllar 1920, aðalritari Sameinuðu þjóðanna 1982-92. Janis Joplin 1943, bandarísk rokkstjarna. Dolly Parton 1946, bandarísk sveita- söngkona og leikkona. Annálsbrot dagsins Andaðist Ásgrímur ábóti og allir kennimenn fyrir norðan, utan alls 20 prestar; varð hver prestur að hafa 7 kirkjur. Sú plága er mælt, að komið hafi úr klæði í Hvalfirði. Kom þá fá- tækt alþýðufólk af Vestfjörð- um, giptir menn með konum og börnum, og byggðu Norður- land. Vatnsfjaröarannáll elsti 1496. Alþýða dagsins Ég er ekki skjallari, sáttasemj- ari, talsmaður eða verjandi al- þýðunnar; ég er sjálf alþýðan. Maximilien Robespierre, 1758- 1794, franskur byltingarmaöur. Málsháttur dagsins Ekki er hafurinn að hyggnari, þótt hann skreyti skeggið. Gjöf dagsins Nú gafstu mér það er oss kon- um þykir miklu skipta að vér eigum vel að gert en það er litaraft gott og af hefir þú ráðið brekvísi við þig. Guörún Ósvífursdóttir, eftir að Þorvaldur Halldórsson maöur hennar haföi lostiö hana kinn- hesti. Orð dagsins Innsta þrá í ðskahöllum á svo margt í skauti símt: Eg vildi geta vafið ðllum vorylnum að hjarta þínu. Friðrik Hansen. Skák dagsins Svartur er skiptamun yfir þegar við komum til leiks í skák dagsins en hvítu peðin er uppi- vöðslusöm og ógna herbúðum kóngsins. Teuchert hefur svart og á leik gegn Utsch, og hristir framúr erminni laglega mát- fléttu. Fyrsti leikurinn er rök- réttur og felur ekki í séríórn - hún kemur í næsla Ieik. - Svartur leikur og vinnur. 1. ... Df4+ 2. Khl Hxh3+! Utsch gafst upp. Samanber: 3. Bxh3 Df3+ 4. Bg2 Dh5+ og mát í næsta leik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.