Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pressan

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Pressan

						Fimmtudagur 19. janúar 1989
. 19
prósentur (borga vexti!) því
hann segir aö það kosti sig
svo mikla snúninga og stapp
að fá peningana greidda hjá
mér... Ég vildi óska að ég
væri búinn með kirkjuna á
morgun og ég skal sannar-
lega varast að koma mér í
annað eins aftur, og þar hef-
ur maður ekki ró í sínum
beinum hvorki nótt né dag —
á daginn verður maður að
vinna og á nóttunni þjáist
maður af áhyggjum hvort
manni takist að standa sig."
Hljómar þetta ekki svolítið
kunnuglega í eyrum okkar
nútímafólksins?
Loks fékk Sabinsky einn
aðstoðarmann frá Danmörku,
en það þýddi þó ekki að
kirkjubyggingin sprytti upp
eins og fífill í túni. A.m.k.
segir múrarasveinninn árið
1759: „Mig tekur það innilega
sárt að ég hef ekki annað
fram að færa fyrir herrana
alla í kirkjustjórnarráðinu en
barlóm út af íélegum fram-
gangi og ráðstöfunum við-
víkjandi handlöngurum og
byggingarefnum. Þvi þegar
ég kem og vil fá að vita hjá
byggingareftirlitsmanninum
herra biskupi Gísla Magnús-
syni og landsdómaranum
hvað sé að, úr því að hvorki
koma handlangarar né bygg-
ingarefni, þá segir sá fyrr-
nefndi, ég hef skrifað eftir
þvi, en hinn segir, ég hef gert
ráðstafanir um það, en ég sé
ekki að neitt gerist, ég fæ
ekki að vita hvað er á seyði,
og þannig hefur gengið allan
veturinn."
VAGNINN OF ÞUNGUR,
VEGURINN ÓSLÉTTUR,
HESTARNIR VEIKRURDA
„Kerfið" hefur greinilega
verið þungt í vöfum hér áður
fyrr, engu síður en á þessum
síðustu og verstu! En það var
fleira, sem gerði Sabinsky
lífið leitt, því íslensk alþýða
hélt áfram að vera honum
þung í skauti — fyrir utan
veðurguðina: „l' vetrarbyrjun
fengum við mikil snjóalög og
frosthörkur, en þetta stóð
ekki lengi og fljótlega gerði
aftur gott veður, svo að ég
hefði aftur getað farið að
múra, ef ráðstafanir hefðu
verið gerðar til að flytja grjót-
ið, en þá voru sleði og vagn
enn í kaupstaðnum og höfðu
ekki verið flutt til Hóla.
Hinn 19. febrúarvoru þessi
tæki flutt hingað, en það var
gagnslaust. Hinn 5. mars var
hafist handa með vagn, fjóra
menn og tvo hesta, en ekki
fluttu þeir einn einasta stein
til Hóla, þeir sögðu að vagn-
inn væri of þungur, vegurinn
ósléttur, hestarnir ekki nógu
sterkir, þeir ætluðu að bíða
þangað til færi að snjóa, þá
ætluðu þeir að prófa sleð-
ann. Svo létu þeir vagninn
standa á bersvæði allan vet-
urinn í snjó og bleytu.
Hinn 28. maí hurfu allir
handlangararnir úr vinnunni
um hádegisleytið og skildu
mig eftir einan. En þeim bar
að sinna verkum sínum og
ekki hlaupa úr þeim hvenær
sem þeim sýndist, svo að ég
fór til eftirlitsmannsins og
kvartaði undan þessu, en var
svarað með þeim argvítug-
ustu og svívirðilegustu orð-
um. Og ekki nóg með það,
því þegar miödegishléið var
liðið komu verkamennirnir
aftur og umkringdu mig og
ætluðu að lumbra á mér, af
því að ég vildi banna þeim að
stökkva úr vinnunni þegar þá
lysti... Byggingaeftirlitsmað-
urinn hefði getað skakkað
leikinn, en hann bara gægð-
ist út um gluggana og hló."
Það var ekki von að bygg-
ingin gengi hratt og vel, ef
marka má þessa lýsingu hjá
Sabinsky. Sex árum eftir
komu sfnatil landsins lauk
hann þó við Hólakirkju og
segir i skýrslum að múrverk-
ið hafi allt verið hið traust-
asta. Hins vegar var þakið
mesta klúður, því það hriplak
frá upphafi. Um það var þó
ekki hægt að sakast við
múrarasveininn, þar sem
danskur trésmiður hafði verið
sendur til íslands til að sinna
þeim hluta verksins.
Án efa hefur Sabinsky ver-
ið afar hamingjusamur mað-
ur, þegar hann gat loks stigið
á skipsfjöl og siglt alfarinn í
burtu frá íslandi og íslend-
ingum.                  ¦
JONÍNA
LEOSDOTTIR
Skemmtilegar styttur
í eigu tveggja kvenna í Reykjavík
Safna uglum
og köttum
Flest okkar hafa eflausl einhvern tíniann safnað
einhverju, þó það sé líklega mismerkilegt, sem við
lökum upp ú að sanka að okkur. Viðfréttum nýverið
af tveimur konuin í Reykjavík, sein eiga afar
skemmtileg „söfn", efsvo má að orði komasl. (Það
skat tekið fram að konurnar eru ekkert tengdar og
þekkjast ekki einu sinni.J Báðar safna þœr styttum
— ónnur afuglum, en hin af köttuin! Og þœr lóku
vel i aðfá Einar Óiason, Ijósiriyndara PRESSUNN-
AR, í heimsókn og ieyfa honuin að inynda gripina.
HVER UGLA Á SÍNA SÖGU
Sigríður H. Þórðardóttir keypti sína fyrstu uglu-
styttu í Svíþjóð fyrir ellefu eða tólf árum. Síðan hafa
fleiri uglur sífellt verið að bætast í safnið og þær eru
orðnar um það bil 120 talsins!
Sigríður segir uglurnar ættaðar frá hinum ýmsu
heimshornum og sýndi hún okkur t.d. styttur frá
Mexíkó, Bandaríkjunum, Rússlandi, Afríku, Bret-
landi, Norðurlöndunum og Grikklandi, svo eitthvað
sé nefnt. Efniviðurinn, sem þær eru gerðar úr, er
einnig mjög mismunandi. Hún á m.a. uglur úr steini,
bronsi, tini, postulíni, tré, beini, kuðungum, kristal
og leir.
Hver einasta ugla á sína sögu. Sumar hefur Sigríð-
ur keypt sjálf, en mjög margar þeirra hefur hún feng-
ið að gjöf frá ættingjum og vinum, sem vita um safn-
ið hennar. Töluvert af styttunum hefur verið keypt
erlendis, en einnig í verslunum á íslandi — bæði í
þéttbýli og dreifbýli.
BYRJAÐI ALLT MEÐ EINU PÓSTKORTI
Þorgerður Egilsdóttir safnar kisustyttum og raun-
ar líka póstkortum með myndum af köttum, enda
einstakur kattavinur. Hún sagði okkur að þetta hefði
allt hafist, þegar hún varð átta ára. Afi og amma
Þorgerðar gáfu henni peninga í afmælisgjðf og létu
Litiö brotabrot af öllum uglufansinum. Uglurnar
f remst á myndinni tilheyra sömu „f jölskyldunni". Sjá-
ið þið það ekki á svipnum?
Þorgerður Egilsdóttir með kisustytturnar, eina lif-
andi angórakisu og tvö barnabörn.
þá í umslag, ásamt korti. Á því var mynd af ketti og
það var fyrsta kattarpóstkortið í safninu.
Fyrstu kisustyttuna sagðist Þorgerður hins vegar
hafa eignast um fermingaraldur og nú eru þær 32
: talsins. Póstkortin skipta hins vegar hundruðum,
enda segist hún kaupa öll kort sem hún sér, ef þau eru
með myndum af köttum. Þar að auki eignaðist Þor-
gerður „alvöru" kött', þegar hún var níu ára og síðan
hefur heimilið aldrei verið kattarlaust.
Þorgerður sagðist hafa keypt fæstar stytturnar
sjálf. Vinir og ættingjar hafa gefið henni flestar
þeirra í gegnum tíðina — sérstaklega börnin hennar.
Þær koma frá öllum heimshornum, eins og uglu-
stytturnar, og eru líka úr fjölbreytilegu efni. Sumar
eru úr postulíni, aðrar úr kristal og ein er m.a.s. úr
ekta kattarhárum!
VEIST ÞÚ Umi STYTTUSAFN?
Eflaust eru mun fleiri styttusafnarar á landinu,
sem gaman væri að frétta af. Ef þú átt skemmtilegt
safn, eða þekkir einhvern slíkan, máttu gjarnan láta
okkur vita með því að hringja (sími 91-681866) á rit-
stjórn PRESSUNNAR eða skrifa (Armúli 36, 108
Reykjavík).
Sigriður H. Þórðardóttir heldur á tveimur uglum, sem eru í miklu uppáhaldi, en i baksýn eru rúmlega hun-
uglustyttur af öllum stærðum og gerðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28