Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 240. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Bíómynd um
unga stúlku
Helstu kostir Dísarsögunnar eru á
sínum stað | Menning
Lesbók | Haustbækurnar koma L50776 Bíótek og Austurbæjarbíó Börn
| Gott að kunna að vera bæði hávær og blíður Íþróttir | Íslendingar
léku sér að Búlgörum L50776 Birgir og Björgvin í baráttunni
?ÞAU eru á lífi, þau eru á lífi,? hrópuðu
rússneskir sérsveitamenn til örvænting-
arfullra foreldra eftir að látið var til skar-
ar skríða í gær gegn hryðjuverkamönn-
unum, sem í næstum þrjá daga höfðu
haldið mörgum hundruðum manna, að-
allega börnum, í gíslingu í skóla í bænum
Beslan í Suður-Rússlandi. Í allri ringul-
reiðinni eftir árásina, miklum sprengju-
gný og ákafri skothríð, hlupu börnin
hljóðandi út úr skólanum, sum nakin en
önnur á nærfötunum. 
Interfax-fréttastofan rússneska sagði í
gær, að meira en 200 manns hefðu týnt
lífi meðan á gíslatökunni stóð og í átök-
unum í gær. Í gærkvöld var búið að bera
kennsl á um 95 lík en talið er, að hryðju-
verkamennirnir hafi verið búnir að taka
marga af lífi áður en ráðist var gegn
þeim. Farið var með á sjöunda hundrað
manns á sjúkrahús, þar af á þriðja eða
fjórða hundrað barna. 
Tíu arabar í hópnum
Barist var við hryðjuverkamennina
fram eftir degi í gær. Reyndu nokkrir
þeirra að komast frá bænum en voru
vegnir eftir mikil átök um hús, sem þeir
flúðu inn í. Aðrir reyndu að dyljast innan
um gíslana og þrír menn að minnsta kosti
vörðust áfram í kjallara skólahússins.
Voru þeir felldir.
Talsmaður hersins sagði í gærkvöld, að
þrír hryðjuverkamenn af 27 hefðu verið
teknir lifandi en hinir skotnir. Áður hafði
komið fram, að í hópnum hefðu verið tíu
arabar en aðrir Tétsenar. Meginkrafa
þeirra var, að Rússar færu frá Tétsníu.
Þjóðarleiðtogar víða um heim for-
dæmdu í gær hryðjuverkið í Beslan. 
Blóði drifin endalok
gíslatöku í Rússlandi
Allir hryðjuverka-
mennirnir felldir 
eða handteknir
L52159 Særð/16
SAMKOMULAG hefur náðst milli Símans og eig-
enda eignarhaldsfélagsins Fjörnis, sem á 26,2% hlut
í Skjá einum, um kaup Símans á félaginu. Fjörnir á
jafnframt félagið Íslenzkt sjónvarp, sem á útsend-
ingarréttinn á ensku knattspyrnunni hér á landi. Í
framhaldi af gerð kaupsamnings er gert ráð fyrir að
á næsta ári verði m.a. enski boltinn og fleira efni selt
í læstri dagskrá um stafrænt dreifikerfi Símans.
Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að félagið
hyggist bjóða upp á stafrænar sjónvarpsútsendingar
um hefðbundna símakerfið með DSL-tækni og bæta
þannig nýtinguna á fjarskiptakerfi sínu.
Gunnar Jóhann Birgisson, sem fer fyrir eigendum
Fjörnis, segir að Íslenzkt sjónvarp sé hugsað sem
efnisveita, sem kaupi og selji sjónvarpsefni. Enski
boltinn sé þar á meðal, en meira efni bætist við á
næstunni. ?Við hugsum sérstaklega til þess að félag-
ið muni selja þeim rásum, sem verða á hinu nýja
stafræna dreifikerfi Símans, efni, þannig að þær
geti staðið sig í samkeppni á fjölmiðlamarkaði og
boðið upp á frambærilegt efni, sem hefur svo vænt-
anlega þær afleiðingar fyrir Símann að fólk hefur
áhuga á að verzla við fyrirtækið og kaupa afruglara
hjá því,? segir Gunnar Jóhann. Hann segir að ein
forsenda samningsins sé sú að Íslenzkt sjónvarp fái
aðgang að myndlykla- og áskriftarkerfi Símans.
Hann segir það sannfæringu sína að samkomulagið
efli Skjá einn í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er hugsanlegt að fleiri fjárfestar
komi að kaupunum ásamt Símanum.
Samkomulag um að Síminn 
kaupi 26,2% hlut í Skjá einum
Enski boltinn og fleira sjónvarpsefni í læstri 
dagskrá á fjarskiptakerfi Símans á næsta ári
L52159 Síminn fær/10
BILL Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, var lagður inn á
sjúkrahús í New York í gær þar sem
gerð verður á hon-
um svokölluð hjá-
veituaðgerð. Full-
yrti New York
Times, að Clinton
hefði fengið
hjartaáfall.
Aðgerðin verð-
ur eftir helgi en
CNN sagði, að
hann hefði haft
verki fyrir brjósti og verið mjög
þreyttur síðustu daga.
Eins og kunnugt er var Clinton
staddur hér á landi í síðustu viku
ásamt Hillary, eiginkonu sinni. Guð-
mundur Þorgeirsson hjartalæknir
sagði í gær, að eftir fréttum að dæma
væri um að ræða þrengsli í fjórum
kransæðum og framhjá þeim þyrfti
að veita. Sagði hann, að hér væru að-
gerðir af þessu tagi á bilinu 160 til 180
á ári. Ferlið hér að sögn Guðmundar
er það, að eftir aðgerð fara sjúklingar
á gjörgæsludeild og eru þar í einn sól-
arhring. Eru þeir vanalega komnir
heim eftir tíu daga og þá tekur við
tveggja mánaða endurhæfing.
Clinton 
fer í hjarta-
aðgerð 
Bill Clinton 
MAÐUR hleypur burt með barn skömmu eftir að
rússneskir sérsveitamenn réðust til atlögu við
hryðjuverkamennina. Sagt er, að árásina hafi bor-
ið þannig að, að sprengja, sem gíslatökumennirnir
festu með límbandi undir loft í skólanum, hafi fallið niður
og sprungið. Við það hrundi þakið og reyndu þá margir
gíslar að flýja. Skutu hryðjuverkamennirnir á fólkið og
til að bjarga því var ákveðið að láta til skarar skríða.
Reuters
Börnunum forðað burt
SIGURÐUR G. Guðjónsson, útvarpsstjóri Íslenzka
útvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2, Sýn og fleiri
stöðvar, segir að samkeppnisyfirvöld hljóti að láta
kaup Símans í Skjá einum til sín taka. ?Maður
reiknar með að samkeppnisyfirvöld taki nú á mál-
inu og skipti Símanum upp þannig að sjónvarps-
rekstur hans standi einn og sér,? segir Sigurður. 
Heimildir Morgunblaðsins herma að þegar
fréttist af samkomulagi Símans og Fjörnis í gær
hafi forsvarsmenn Norðurljósa, móðurfélags ÍÚ,
tekið það afar óstinnt upp og m.a. leitað til Björg-
ólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Lands-
bankans, um að hann beiti sér fyrir því að kaup-
samningur gangi ekki eftir, en bankinn er helzti
lánardrottinn Íslenzka sjónvarpsfélagsins. Björg-
ólfur vildi ekki tjá sig um málið í gær, að sögn
talsmanns hans.
Verði skipt upp
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, fengi 52% atkvæða ef nú
væri kosið samkvæmt skoðanakönn-
un, sem birt var í gær. Kemur þetta
fram í könnun tímaritsins Time en
hún gaf John Kerry, frambjóðanda
demókrata, 41% atkvæða. Var könn-
unin gerð er flokksþing Repúblik-
anaflokksins stóð yfir í New York.
Bush með
gott forskot
New York. AFP.
L52159 Hét/18
???
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60