Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Afgreiðsla
í Austurstræti 8.
Póstbox 697.
Árgangurinn
kostar 5 krónur.
Gjalddagi 1. júlí.
Elsta og besta
frjettablað landsins.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Sími 500.
Vikublað Morgunblaðsins.
54. árg., 43. tbl. — Mánudaginn  29.  júlí 1929.
fsafoldarprentsmiðja h.f.
„Lítilsigldar
anrasálir".
Dómsmálaráðherrann og bændur.
Jónas dómsmálaráðherra kemst
þannig að orði í smágrein í Tím-
anum nýlega: „Jón á Reynistað
og Pjetur Ottesen munu vera ein-
hverar lítilsigldustu aurasálir, sem
setið hafa á þingi Islendinga".
Þessi orð hefir ráðherrann áreið-
anlega talað frá hjartanu. Orðun-
um er beint að tveim bændum á
Alþingi, þeim Jóni á Reynistað og
Pjetri Ottesen. En þau snerta
hvern einasta bónda þessa lands.
Þeir sem þekkja Jón á Reyni-
stað og Pjetur Ottesen, og jafn-
framt hafa einhver kynni af þeim
sem í sveitunum búa, munu hafa
komist að raun um, að þeir Jón
og Pjetur eru lifandi spegilmynd
íslenskra bænda.
En dómsmálaráðherrann segir
um þessa menn, að þeir sjeu „lítil-
sigldustu aurasálir," sem setið
hafa á þingi íslendinga. Bændur
ættu vel að festa sjer í minni þessi
orð ráðherrans.
En hversvegna hefir ráðherrann
slík orð um þessa þingbændur?
Nú er1 vitanlegt um þá báða,
Jón á Reynistað og Pjetur Otte-
sen, að þeir eru stórhuga fram-
faramenn bæði á þingi og utan
þings. Þeir hafa í mörg ár átt
sæti í fjárveitinganefnd Nd. og
hafa þar staðið vörð um verk-
legar framkvæmdir til sveitanna.
Þegar stjórnarliðið ætlaði á
þingi í fyrra að skera niður stór-
kostlega framlag til samgöngu-
bóta á landi, risu þeir Jón og
Pjetur upp og mótmæltu. Bentu
þeir á þá óhæfu stjórnarinnar, og
hennar liðs, að vilja verja tugum
og jafnvel hundruðum þúsuuda í
alskonar óþarfa, en á sama tíma
að skera niður framlög til
samgöngubóta á landi (til vega,
brúa. og síma). Varð snörp deila
um þetta á þingi 1928, en henni
lauk svo, að stefna þeirra Jóns og
Pjeturs sigraði til fulls að lokum.
Deilan reis upp aftur á síðasta
þingi. Stjórnin og hennar lið rjeð-
ist enn á framlög til samgöngu-
bóta á landi, en. fjekst hinsvegar
ekki til að hagga við hundruðum
þúsunda er verja átti í allskonar
bruðl, eins og t. d. til prentsmiðju-
kaupa o. m. fl. Þeir Jón á Reyni-
stað o'g Pjetur Ottesen reyndu enn
að verja sveitirnar bg atvinnu-
vegina fyrir ósælni og frekju
stjórnarinnar, en nú voru þeir of-
uriiði bornir af stjórnarliðum.
Fn spyrja mætti bændur að því,
hvort myndi nær þeirra skapferli,
að verja fje ríkissjóðs til sam-
göngubóta um sveitír landsins,
eJlcgar.til nýrra embætta, bitlinga-
gjafa, húsabrasks, prentsmiðju-
lcaupa o. s. frv. 1
Þeir Jón á Reynistað og Pjetuv
Ottesen hafa ætíð  staðið fastast
á móti bitlingaaustri og embætta-
fjölgun stjórnarinnar. Pyrir það
velur dómsmálaráðherrann þeim
auknefnið „litilsigldar aurasálir."
En þeir Jéri og Pjetur geta ver-
ið rólegir þrátt fyrir hæðiorð ráð-
herrans. Ennþá eru bændur lands-
iiiS ekki orðnir svo spiltir, að þeir
fáist til þess að leggja blessun
sína yfir' fjármálaspilling stjórn-
arinnar. Sjálfir eru bændur í eðli
sínu gætnir og sparsamir, sem er
ofur eðlilegt og skiljanlegt, því
þeir hafa langflestir litlu úr að
spila. Þess vegna þola þeir ekki
til lengdar þá stjórn, er illa ver f je
ríkissjóðs, því það brýtur í bág
við eðli þeirra sjálfra.
Og stjórnin má vita þann sann-
leika, ef hún ekki þegar veit um
hann, að bændur hafa dæmt hana
óalandi og óferjandi, vegna þeirr-
ar spillingar er hún hefir skapað á
sviði fjármálanna. Það er ekki
að vilja bænda, að stjómin hefir
varið hundruðum þúsunda í ný
e?nbætti, bitlinga og allskonar '•
þarfa fjáraustur.
©gþó að stjórnin kalli bændur
ýmsum ónefnum, eins ©g ,lítilsigld-
ar aurasáhY, o. s. frv., munu þeir
ekki láta slíkt á sig fá, heldur
vera staðráðnir í að sparka bitl-
ingastjómfnni af valdastóli hve-
nær sem tækifæri gefst.
Atarenbergs - ílugið.
Það er jafnvel búist við því, að
þeir f jelagar verði að halda kyrru
fyrir í Grænlandi í vetur.
Sendiherrafrjett, 24. júlí.
Blaðaskeyti gefa í skyn, að eins
og veöurfar sje nú í Grænlandi,
sje mestar líkur til þess að Ahren-
berg neyðist til að dvelja þar enn
um sinu, og það sje aðeins undir
hendingu komið, hvort hann kom-
ist þaðan. Símskeyti til sænskra
blaða minnast jafnvel á það, að
komið geti til mála að Alirenberg
verði að halda kyrru fyrir í Græn-
Iandi í vetur.
Daugaard-Jensen,      forstjóra
Gramlandsstjórnar, farast svo orð
út af þessu í samtali við „Nati-
onaltidende" :
— Nú sem stendur vitum vjer
ekki hjer hvernig veðurfar er í
Grænlandi, en nm þetta leyti árs
er það vant að vera óheppilegt fyr-
i'í ferðalög. Vjer, sem þekkjum
Grænland, höfum ekki getað skilið
hmn skyndilega ákafa í flugmönn-
um að hafa þar viðkomustað. Það
er hættulegt að berjast gegn veð-
urfarinu í Grænlandi, og þess
vegna tel jeg það alveg rjett af
Ahrenberg að fara mjög gætilega.
Blöðin skrifa hæðnislega um hann,
og segja sem svo, að nú hafi hann
lagt á stað, og nú hafi hann snúið
aftur undir eins. En þeir, sem
leggja trúhað á þessar sögur. og
ern á móti honum þes's vegna,
þekkja ekki Grænland hið allra
minsta.
Vígsla Landakotskirkjn.
Skrúðfylking kemur út úr Landakotskirkju. Fremst á myndinni er heiðurshliðið,
með skjaldarmerkjum páfa og Rossum kardinála.  Til beggja hliða stendur
fjöldi áhorfenda.
lensku. Lýsti l.ann í fám dráttum
sógu kirkjubyggingarinnar, og
þakkaði þeim sem stutt hefðu
hana, fyrst og fremst kardínála,
fyrir frumkvæði byggingarinnarr
og Meulenberg fyrir starf hans
síðar. Lofaði hann guð fyrir, hve
vel alt hefði vel farið með byggingu
þessa, og lýsti að lokum vígslunni,
áhrifum hennar og þýðingu. Þá
var sungið messu-eredo. Síðan
söng Sig. Skagfield Ave Maria.
Eftir bænahald og organslátt söng
hann enn Benedictus o. fl.
Messugerðin endaði með því, að
kardínáli söng Te deum úr hásæti
sínu, en söfnuður og aðkomufólk
stóð upp.
Gengu klerkar síðan með kór-
drengjum fyrir i skrúðgöngu úr
kirkjunni.
Var öll athöfn þessi hin hátíð-
legasta.
Biskupsvígsla.
Gjafir handa Meulenberg
biskupsefni.
Klukkan 9 árd. 25. þ. m. hófst
biskupsvígslan í Landakoti og stóð
hún fram til hádegis, eða í þrjár
klukkustundir. Fór hún fram með
mikilli viðhöfn og eftir marg-
breyttum siðareglum, sem oflangt
yrði upp að telja.
Að lyktum var sett biskupsmítur'
á höfuð Meulenbergs og honum
fenginn biskupsstafur (bagall) í
hönd. Gekk hann því næst fram
kirkjuna og gaf mannsöfnuðinum
postullega blessun og fylgdu hon-
um biskupar Norðurlanda.
Pjöldi fólks var í kirkjunni,
boðsgestir flestir hinir sömu sem
voru við kirkjuvígsluna og marg-
ir aðrir.
Sigurður Skagfield söng ein-
söng, sem hljómaði vel undir hvelf-
ingum hins veglega guðshúss. í til-
efni af vígslunni hefir páfi sent
Meulenberg að gjöf biskupskrosSj
Klukkan 8y2 árd. 23. þ. m. hófst  ust  boðsgestir Meulenbergs bisk-
helgisiðaathöfn  í  Landakoti.  — upsefnis  upp  í  Landakotskirkju.
Geklv  þá  kardínáli  til  hinnar|Þar voru ráðherrarnir allir, sendi-
,       ,, .        ,„  ^.  ¦ eimsteinum settan.   Kardmalmn
menn erlendra rikja, og velflestir
æðstu  embættismenn  bæjarins  o.
m.  fl.,  sem  of  langt  væri  upp
að telja.
gömlu kirkju kaþólskra manna og
var þar haldin stutt „pontifical"-
messa. Að því búnu voru helgir
dómar kirkjunnar (sacramenta)
borin út úr gömlu kirkjunni og
til hinnar nýju kirkju. Bar þá
Meulenberg prefekt og var gengið
með þá einn hring í kringum nýju
kirkjuna í skrúðfylkingu. Síðan
var gengið inn í kirkjuna og hófst
nií sjerstök viðhöfn: vígsla altar-
isins. Fór hún fram með mikilli
viðhöfn, reykelsisbrenslu og ýms-
um helgisiðum. Er hin gamla
kirkja þar með lögð niður, sem
guðshús, og helgi hennar flutt til
nýju kirkjunnar. Pyrir háaltarinu
í nýju kirkjunni er sjerstök þró
fyrir helgidómana. Voru þeir nii
lagðir þar niður eftir sið og regl-
uiu kaþólskra, og altarið síðan
vígt með reykelsisbrenslu og messu
söng, og 'gekk kardínáli ofl um-
hverfis altarið og stráði á það eim
af vígðu reykelsi á allar hliðav.
Um
Vígsla kirkjunnar.
kl.  10  árdegis  söfnuð-
hefir gefið honum biskupshring, V.
Richard, yfirmaður Maríureglunn-
ar hefir gefið honum bagal (bisk-
upsstaf) og dr. Kjelstrup, hinn
Eru engin tök á því hjer, að 11 norski)  er  kom  með  „Mereur"
lýsa  hinni  löngu  og  afar-marg-: síðast) færði h(mam að gjöf frá
þættu vígsluathöfn, sem kardínál-'  káldkonunni Sigrid Undset mál-
inn v. Rossum framkvæmdi, ásamt! yerk af Guðmundi biskupi Arasyni
prestum kirkjunnar og fylgdarliði ninnm góða_
sínu.  —  Gekk  kardínáli  síðan
með   fylgd   sinni   og   vígði
veggsúlurnar  tólf,  sem  á  voru
dregin krossmörk. Var  hin  sama
athöfn við súlu hverja.             Síldveiðin nyrðra. Síldarafl
En  að  því  búnu  var  hinni yfirieitt góður, en síldin misstór.
eiginlegu  kirkjuvígslu  lokið.  Þá|Norðmenn eru fyrir nokkru byrj-
byrjaði hin eiginlega messa. Söng aðir að salta utan landhelgi. Norskt
Richard kórsbróðir messu með að-
stoð sjera Jóhannesar Gunnarsson-
ar og dr. Hiipperts. Meðan á mess-
unni stóð, sat kardínáli í hásæti
sem  sett  hefír  verið  í  kirkjuna
fyrir þetta tækifæri.
Sjera Dreesen flutti ræðu.  Var
fyrri  hluti  heniiar  á  hollensku,
þ*r sein h;mp snei'; máli sínu til
kardínála, en síðari hlut'nn á ís-
herskip á stærð við „Þór", er ný-
komið þangað. Það mun eiga að
gæta hagsmuna morskra fiski-
manna og vera þeim að miklu
leyti til aðstoðar. Síldarleit Veiði-
bjöllunnar gengur vel, hefir hún.
farið nokkrar ferðir og gefist
ágætlega. — Frá flugvjelinni hafa
sjest miklar síldartorfur.
--------• • »--------
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4