Austurland


Austurland - 04.09.1980, Blaðsíða 1

Austurland - 04.09.1980, Blaðsíða 1
Austurland Allmíklð byggt á Fáskrúðsfirði 30. árgangur. Neskaupstað 4. september 1980. 32. tölublað Austurland síst aö baki öörum landsfjóröungum í heilbrigöisþjónustu Hluti nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað tekinn formlega í notkun Hinn 29. ágúst sl. var hluti ný- byggingar Fjurðungssjúkrahúss ns Neskaupstað tekinn formlega í notkun. 1 tilefni pessa heimsótti heil- brgðisráðherra Svavar Gestsson sjúkrahiúsið, ásamt ráðuneytis- stjóra Heéibrigðismálaráðuneytis- ins og skólayfirlækni. Við athöfn pessa vöru og við- staddir nokkrir læknar af Austur- landi, starfsfólk sjúkrahússins, starfslið verktaka, hönnuðir, bæjarfulltrúar, fréttamenn og full- trúar félaga, sem eru styrktarað- ilar sjúkrahússins. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi og gaf heilbrigðisráðherra, Savari Gestssyni orðið. Heilbrigðisráðherra drap á þróun heilbrigðismála í fjórðungnum frá því Brynjólfur Pétursson settist að f Fljótsdal sem læknir í Aust- firðingafjórðungi 1770. Sagði hann m. a. að fyrir um tveim áratugum hafi orðið ýmsar breyt- ingar sem leiddu til þess að ýmsir iandshiutar bjuggu við minna öryggi í heilbrigðismálum en áður hafiðj verið. Þetta hafi orðið mönnum mikið áhyggjuefni og var því haf'st handa um úrbætur. Frá stofnun Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis árið 1970 hafi ötullega verið unnið að lausn þess- ara mála og Alþingj látið dreif- býFð hafa forgang við eflingu heilsugæslunnar. Mætti sjá þess merki á Austurlandi að hér hefur vöm verið snúið í sókn og nefndi ráðherra eftirfarandi dæmi þar um: Teknar hafa verið í notkun fuilkomnar og vel búnar heilsu- gæslustöðvar á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Svonefnd heilsugæslusel hafa risið á Breið- dalsvík og Stöðvarfirði og að- staða hefur verið bætt á Borgar- firði eystra. Nú er verið að redsa heilsugæslustöð á Fáskníðsfirði og á Seyðisfirði er verið að byggja hús þar sem nnriár sama þaki vecða heilsugæslustöð, hjúkrunar- og endurhæfingardeild og dvalar- heimiji aldraðra. Aðstaðan á Eskifirði og Reyðarfirðd hefur verið talin viðunandi, en nokkurra úrbóta er þó þörf þar og einnig á Djúpavogi. Er það gleðiefni að svo vel hefur tekist til að í dag stendur Austurland síst að baki öðrum landshlutum. í máli ráðherra kom fram að á fjárlögum þessa árs væru 225 millj. kr. til byggingarinnar og frá því að hönnun hófst árið 1971 hefur verið vaitt alls um 527 millj. kr. til verksins en að auká kemur um 15% framlag bæjarsjóðs. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskcmpstað. Stofnkostnaður 15. ágúst sL var 446 millj. kr. og sé þessi kostnaður reiknáður til verðlags á miðju þessu ári og við það bætt því sem ónotajð er af framlagi þessa árs, reiknast tölfróðum mönnum til að um næstu áramót svari þetta til um 1.380 millj. króna. Aði lokum sagði ráðherra að nú væri svo komið að hedlbrigðis- þjónustan í hinum dreifðu byggð- um landsins væm betri en í þétt- býlinu og væru það mikil umskipti frá því sem var fyrir liðlega tíu árum eða svo. Heilbrigðisþjónust- an væri gleggsta dæmið, sem hægt væri að nefna, um samneyslu í íslenska ríkis- búskapnum og útilokað að koma stofnunum af þessu tagi upp oðru- vísi en í félagi. Þess vegna væri félagið lykillinn að styrkri heil- brigð.s- og heilsugæsluþjónustu, samneyslan forsenda átaks og skilnings. Og hann endaði mál sitt á því að minna á að heilbrigð- isþjónustan og sjálfstæði þjóðar- innar yrði ekki sundur skilið. Ein af forsendum þess að á íslandi verði litið sem fýsilegt land að búa í væri öflug og góð heilbrigð- isþjónusta. Á eftir ráðherra tók til máls Stefán Þorleifsson, formaður byggingamefndar hússins og framkvæmdastjóri sjúkrahússins. Lýsti hann húsdnu og rakti sögu þess. Kom þar m. a. fram að byggingarframkvæmdir hófust ár- ið 1973 og samið hefur verið við verktaka um að byggingunni verði að fullu lokið árið 1981. Húsið er á þrem hæðum og er hver hæð um 1000 m2, auk kjallara að flatarmáli 240 m2, en þar verða ýmsar geymslur sjúkra- hússins, verkstæði og vararafstöð. Á neðstu hæð verður endur- hæfingarstöð, þvottahús, búnings- klefar starfsfólks o. fl. Á annarri hæð em heilsugæslu- stöð, röntgendeild, rannsóknar- stofa, skurðstofa o. fl. Á þriðju hæð verða sjúkrastof- ur með 31 sjúkrarúmi ásamt ýms- um vinnuherbergjum. Framhald á 3. slðu í sumar Allmikið er byggt á Fáskrúðs- firði í sumar. í smíðum em nú mörg íbúðarhús og ennfremur nokkrar stærri byggingar. Þar má nefna verslunarhús Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga en ráðgert er að fiytja inn í neðstu hæð þess með verslanirnar nú í haust. Þá er Landsbankinn að redsa hús yfir sína starfsemi og hafin er bygging heilsugæslustöðvar. Ennfremur em í smíðum fjölbýl- ishús á vegum stjómar verka- mannabústaða. Allmikil byggingavinna hefur því verið á Fáskrúðsfiirði í sum- ar og fyrirsjáanlegt er að næsta vetur verður mikil vinna við að fullgera þær byggingar sem fok- heldar verða í haust. Nokkirð hefur verið unnið við gatnagerð í sumar og er þá að- allega um að ræða undirbúning undir olíumalarlagningu á innri hluta Skólavegar. í ráði mun að í haust verði svo lögð olíumöl á hann. Þá hefur verið unnið á hafnar- uppfyllingunni og steypt á hana þekja. — B. S. Fjarvarmaveita í Neskaupstað: Ákvörðun tekin í október Mánudaginn 25. ágúst sl. hélt bæjarstjórn Neskaupstaðar borg- aralund ti| að kynna niðurstöður úr könnun Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddscn á hagkvæmni fjar- varmaveitu í Neskaupstað. Framsögu á fundinum höfðu Kr'stján Cónsson, rafmagnsveitu- stjóri ríkis;ns, Viðar Ólafsson, verkfræðingur hjá VST og þeir auk Steinars Friðgeirssonar verk- fræðings hjá RARIK svöruðu síð- an fvrirsnurnum Fundarstjóri var Logi' Kristjánsson, bæjarstjóri. I máli Kristjáns Jónssonar kom m. a. fram að gerð hafi verið athugun á hagkvæmni fjarvarma- veitu fyrir 26 þéttbýlisstaði á svokölluðum köldum svæðum. Niðurstaða þeirrar athugunar var borin saman við beina rafhjtun, Þjóðhagslega sé5, fram til alda- móta. Samanburðurinn leiddi í ljós, að mjög lítill kostnaðarmun- ur er á þessum tveimur hitunar- möguleikum en á 5—6 stórum stöðum reyndist hagkvæmara (þjóðhagsiega) að koma upp fjar- varmaveitu í stað beinnar raf- h'tunar. Þess:r staðir eru: Höfn í Homafirði, Seyðisfjörður, Nes- kaupstaður, Ólafsvfk, Stykkis- hólmur og Grundarfjörður. Af þessum stöðum eru framkvæmdir þegar hafnar á Höfn og á Seyðis- firði en málið er f athugun á hinum stöðunum. Kristján skýrði einnig frá við- ræðum sem staðið hafa yfiir við 40% húsnœðis í Neskaupstað er kynnt með olíu. Landsvirkjun um nokkurn tíma um verð á örku til þessara kyndi- stöðva og að hann vænti þess að endanlegt svar liggi fyrir um miðjan september svo hægt verði að taka ákvörðun um orkuverð frá kyndistöð í byrjun október. Hins vegar sagði Kristján að RARIK og Höfn í Homafirði hefðu samið um orkuverð frá kyndistöð og er það helmingur af taxta 4.2 hjá RARIK. Út frá því verði hefur verið gengjð í könn- unum hinna 6 þéttbýlisstaða. Viðar Ólafsson gerði grein fyr- ir þeim athugunum sem gerðar hafa verið á hagkvæmni fjar- varmaveitu fyrir Neskaupstað á vegum RARIK og iðnaðarráðu- neytisins á undanfömum árum. í þeim er ekki gert ráð fyrir að þilofnahituð hús tengist kerf- inu í fyrstu en við hönnun þess verði haft í huga að þau geti tengst síðar. Stofnkostnaður er áætlaður á verðlagi í febrúar sl. og var þá 600 Mkr. fyrir dreifi- kerfi og 250 Mkr. fyrir kyndistöð. Á núverandi verðlagi em það 800 Mkr. fyrir dreifikerfii og 350 Mkr. fyrir kyndistöð. Stofnkostnaður húseiganda f t. d. 450 m3 nýbyggiingu er heim- taugargjald sem er áætlað um 750 þúsund kr .og neysluvatnsgeymir Framh. á 3. i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.