Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDACUR 4. FEBRÚAR 2005 9 fyrir Dani Nýtt deiliskipulag að svokölluðum þjóðleikhús- reit verður sent í auglýs- ingu að því er skipulagsráð Reykjavflcur hefur ákveðið. Eftir grenndarkynningu hafði meðal annars borist athugasemd frá danska sendi- ráðinu sem taldi fyrirhugaða stækk- un húss á Spítala- stíg 10 myndu verða til lýta og rýra verð- gildi fast- eignar sendiráðsins á aðliggjandi lóð á Hverfis- götu 29. Skipulagsfulltrúi lagði til að húsið á Spítala- stíg yrði lækkað um 60 sentímetra ffá því sem áður var áformað. Gengið yrði þannig frá að ekki yrði til lýta fyrir Danina. Ætla að fjðlqa sér Vestfirðingar verða orðnir 8300 talsins árið 2020, ef mat verkefnis- stjórnar um byggðaáætl- un Vestíjarða gengur eft- ir. Til þess að ná mark- miðinu verða Vestfirð- ingar að fjölga sér um 0,5% á hverju ári. f gær var fundur í Stjómsýslu- húsinu á ísafirði, þar sem tillögur verkefnis- stjórnarinnar vom kynntar. Að sögn Bæjar- ins besta fela tillögumar meðal annars í sér upp- byggingu ísafjarðarbæjar $em byggðakjarna og Deira sem eykur hagvöxt ög fjölgar atvinnutæki- fæmm. 20 milljónir tilrannsókna Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ogÁrni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hafa gert samkomu- lag um að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi í sjáv- arútvegi. Munu iðnaðar- ráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið vinna sameiginlega að tveimur verkefn- um á ísafirði á ár- inu 2005. Annað verkefnið er á sviði veiðarfærarannsókna en hitt varðar þorskeldi í sjókvíum. Ráðuneytin tvö leggja 10 mflljónir hvort til verk- efnanna af fjárveitingu til framkvæmdar byggðaáætl- unar 2002-2005. Cage slappar af í karaókí Leikarinn Nicolas Cage segir að hann noti karaókí til að slappa af og ná sér niður eftir stress dagsins. „Þetta er mín að- ferð við að slaka á,“ segir Cage. „Uppáhaldslögin mínemMyWay og I do it, svona í stfl við Sex Pistols. Ég vil öskra lögin í stað þess að syngja þau. Þegar ég vann að myndinni National Treasure þurfti stundum að fresta tökum þar sem ég mætti raddlaus á staðinn.“ Cage hefur vinnu við nýjustu mynd sína, Ghost Rider, í næsta mánuði. Hildur Árdís Sigurðardóttir, Hagamelsmóðirin, var í gær dæmd í öryggisgæslu og til vistunar á Réttargeðdeildinni að Sogni. Hildur var sakfelld fyrir að verða dóttur sinni að bana og veita syni sínum lífshættulega áverka en var fundin ósakhæf sam- kvæmt geðrannsóknum. Harmleikurinn á Hagamel vakti mikinn óhug á sínum tíma. Hagamelsmamman dæmd á Sogn Málið vakti mikinn óhug og ríkti myrkur og sorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Haga- melsmálinu í gær. Hildur Árdís Sigurðardóttir, móðirin sem varð dóttur sinni að bana með hnífstungum, særði son sinn alvarlega og reyndi að taka eigið líf, var dæmd ósakhæf og til vistunar á Réttargeðdeildinni að Sogni. Sonur Hildar fær eina og hálfa milljón í bætur. Atburðimir sem Hildur Árdís var dæmd fýrir gerðust í kjallaraíbúð við Hagamel í lok maí. Lögreglan var kölluð til eftír að sonur Hildar hafði sloppið úr íbúðinni við illan leik og gengið blóðugum skrefum að blokk í nágrenninu þar sem vinur hans átti heima. Aðkoman á heimili Hildar var óhugguleg. Guðný Hödd, dóttir Hildar, var látin og Hildur hafði stungið sjálfa sig en lifað af. Óhugnanlegt mál Hildur var flutt á spítala þar sem lögreglumenn og fangaverðir gættu hennar meðan gert var að sárum hennar. Síðan var hún flutt á Sogn þar sem hún hefur dvalið síðustu mánuði. Samkvæmt dómnum verð- ur það hennar dvalarstaður áfram. Málið vakti mikinn óhug og það Guðný Hödd Hildardóttir Lést afvöldum stungusára sem HildurÁrdís, móðir hennar, veitti. „Við vorum búin að berjast í mörg ár við þessa konu. Hún var ekki heil á geði." ríkti myrkur og sorg í Vesturbæ Reykjavikur. Bamaverndarnefhd hafði gert athugasemdir við ástand móðurinnar og ættingjar höfðu reynt að fá börnin í sfna umsjá. Fáum óraði þó fyrir hvað átti eftir að gerast. Sorg íVesturbænum „Við vorum búin að berjast í mörg ár við þessa konu. Hún var ekki heil á geði. En svona atburðum átti enginn von á. Það dettur engum í hug að svona geti gerst,“ sagði Sigurður Anton Hallgrímsson afi drengsins sem lifði af í viðtali við DV um áramótín. Örn Bárður Jónsson, sóknar- prestur í Neskirkju, sagði við helgi- stund sem haldin var í kirkjunni daginn eftir fólk leita huggunar í hvert öðru. „Við finnum hvað það er mikilvægt að vera ekki ein. Því vil ég þakka þeim foreldrum sem komu með bömum sínum hingað til að takast á við sorgina." Brosmild og róleg Rannsókn lögreglu lauk tiltölu- lega fijótt en geðrannsókn á Hildi tók lengri tíma. Við réttarhöldin mættí Hildur tvisvar og studdist í bæði skiptín við staf en þannig var hún þekkt í Vesturbænum - sem ró- leg og brosmild kona sem gekk við staf. Réttarhöldin vom lokuð fjöl- miðlum enda um viðkvæmt mál að ræða. Þá barst dómur ekki frá héraðsdómi í gær þar sem ekki hafa enn verið strikuð út nöfn á þeim sem komu að málinu. Nánar verður fjallað um dóminn á morgun. simon@dv.is Formaður gagnrýnir Fréttablaðskönnun Stóllinn ekki frátekinn össur Skarphéðinsson gagnrýnir könnun Fréttablaðsins þar sem spurt var „Hver telur þú að verði for- maður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi?" Rúm 60% svömðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttír meðan Össur fékk aðeins stuðning um 30% þeirra sem tóku þátt. „Þetta er ný aðferð. Þarna er fyrst og fremst verið að spyrja um hvað menn spá en ekki hvað menn vilja," segir Össur og kallar þessa könnun „gisk“ Fréttablaðsins. Segir fjöl- marga vilja styðja hann en myndu kannski á þessum tímapunktí spá Ingibjörgu sigri. össur likir þessu við fótboltaleik þar sem menn geta stutt annað liðið en spáð öðm sigri. „Ég hef áður kynnst andbyr þegar fiokkurinn var langt undir 15%. Nú er flokkurinn á öfiugu skriði, í nýjum höfuð- stöðvum, með glæsilegan þing- flokk og meira að segja framtíðar- nefnd sem ég lagði til að yrði stofti- uð á sínum tíma. Menn verða að taka afstöðu út frá verk- um okkar Ingibjarg- ar. Það er enginn stóll frátek- inn í Sam- fylking- unni." Bæjarstjórn Árborgar markar nýja stefnu Búgarðar á Suðurland Byggja á búgarða á bújörðum fýrir austan íjall. Einar Njálsson bæjarstjóri Árborgar fékk samþykkta tiUögu um þetta í bæjarstjóm í gær. „Dreifbýlið í Flóanum hefur þann augljósa kost að vera í góðum tengslum við bæði Selfoss og höfuð- borgarsvæðið. Því hefur færst í vöxt að fólk stundi þar bú- skap sem aukastarf eða haldi húsdýr, einkum hross, sem ffí- stundaiðju. Áhugavert ætti að vera fyrir landeig- endur að geta selt hluta jarða sinna til slíks bú- setuforms," segir í tfllögu Einars. Bæjar- stjórinn bendir á að þegar sé kominn vísir að myndarlegri „búgarðabyggð" við Votmúlaveg. Hægt verði að halda þeirri uppbyggingu áfram. Skipta megi lóðum upp í nokkuð stórar einingar og reisa vegleg íbúðar- hús og hesthús eða hús fyrir annars konar húsdýrahald. Svipuð uppbygging bú- garðabyggðar verði í Háeyr- armýri norðan Eyrarbakka og Stokkseyrarmýri norðan þorpsins Stokkseyrar. Þar sé þegar kominn vísir að slflcri byggð. Einar Njálsson Áhugavert fyrir bændur að selja hluta lands síns undir búgarða, segir bæjarstjóri Árborgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.