Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 2

Iðnaðarmál - 01.03.1970, Blaðsíða 2
Námskeið ffyrir trésmfðaiðnaðinn Sýnikennsla hjá Holten, leiðbeinanda frá Teknologisk Institut, á námskeiði um húsgagnabólstrun. Lengst til hægri er Gunnar Theodórsson, hús- gagnaarkitekt, leiðbeinandi af hálfu námskeiðsstjórnarinnar. Nýlega er lokið síðasta námskeið- inu í röð námskeiða, sem haldin voru á þessu ári fyrir trésmíða- og bólstr- unariðnaðinn. Að námskeiðahaldinu stóðu Rannsóknastofnun iðnaðarins og Iðnaðarmálastofnun Islands. Námskeiðin fjölluðu um eftirtalin efni: Meðferð trésmíðavéla, verðútreikninga (2 námskeið), efnisfræði og límtækni, yfirborðsvinnslu, húsgagnabólstrun. Leiðbeinendur voru frá Teknolog- isk Institut í Kaupmannahöfn, og var mikill hluti kennslunnar fólginn í sýnikennslu á nýjum aðferðum og efnum. Tilgangur námskeiðahaldsins var m. a. að koma til móts við þarfir hús- gagnaframleiðenda, sem hyggja á út- flutning, og var stefnt að því að miðla þátttakendum nýja þekkingu á sviði framleiðslutækni og rekstrar- hagfræði. Þátttakendur á námskeiðunum voru á einu máli um gagnsemi nám- skeiðanna. Það urðu því aðstandend- um námskeiðahaldsins mikil von- brigði, að ekki tókst að ná fullri tölu þátttakenda á nema eitt námskeið, og gekk því mörgum framleiðendum úr greipum einstakt tækifæri til að bæta við þekkingu sína. Þ. E. 38 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.