Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 12.09.1991, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 01 Fimmtudagur 12. sept. 1991 /laö 12. árgangur • Magnús ívar mcð Bryn- stirtluna. Fiskurinn á jafnvel eftir að enda sein Ijúffeng soðning. Ljósm.:hbb Sjaldséöur fiskur: Brynstirtla veiddist á Strandaleir Feðgamir Guðbergur Sig- ursteinsson og Magnús lvar Guð- bergsson fengu sjaldséðan fisk á handfærin sl. laugardag á Stranda- leir. eða á máli „landkrabba út af Njarðvík." Þeir feðgar róa til fiskjar á Þyt GK 333. Fiskurinn sem þeir fengu á færið heitir á íslensku Brynstirtla. Var fiskurinn um 40 sentimetra langur. I fiskabók AB segir m.a. um Brynstirtlu. „...Auðþekkjanleg á hvössum kambi á báðum hliðum. 4 ára gamall um 25 sm á lengd en getur orðið 40 sentimetrar. Upp- sjávarfiskur sem gengur í torfum og líkur makríl í lífsháttum. Aðal út- breiðslusvæði er Miðjarðarhaf og Vestur-Afríka...". í bókinni segir einnig að fiskurinn hafi veiðst í Norðursjó en sé sjaldgæfur hér við land. Brynstirtla fékkst þó í tölu- verðu magni fyrir suðurströndinni árið 1941. en það var mest ungviði. Þeir feðgar voru fyrst á því að þarna væri á ferðinni vansköpuð síld, en annað kom á daginn. Magnús var ekki alveg sáttur við fiskinn, enda gætti hann sín ekki á kambinum og eyðilagði vettlingana sína. Brynstyrtlan er nú í frosti, en endar örugglega sem soðning, enda spennandi að reyna eitthvað nýtt úr undirdjúpunum. Hrólfur II kemur á morgun Hinn umtalaði bátur Hrólfur II RE lll sem Kefiavtkurbær ákvað að neyta forkaupsrétta er kominn í hendur bæjarsjóði. Átti að sækja hann til Reykja- víkur í gær og sigla hingað suð- ur. Af því verður þó ekki fyrren í dag. I næsta tölublaði verður nán- ar greint frá málinu svo og sagt frá ferðasögunni þeirra sem valdir voru til að sækja bátinn og sigla heim. Rúmlega fertugur Keflvíkingur: Flúði úr landi undan fangelsisvist Fjörtíu og þriggja ára maður með lögheimili í Keflavík hefur flúið undan réttvísinni til eins af meginlöndum Evrópu. Hafði verið gefin út handtökuskipun til fullnægingar á tveggja ára fangelsisdómi, að frádregnu 12 daga gæsluvarðahaldi. Vardóm- urinn kveðinn upp í júní í fyrra, en kom ekki til fullnustu fyrr en nú nýverið. Maðurinn hel’ur oft verið við- riðin auðgunarbrot og í dómi þeim sem nú kom til fullnustu var dæmt í brotum er varða skjalafals, fjársvik, fjárdrátt og brot á tékkalögum. Samkvæmt athugun blaðsins fymist slíkur dómur ekki fyrr en eftir 10 ár. Á þeini tíma má maðurinn ekki koma til landsins, þar sem hann verður handtekinn hvar og hvenær sem til hans næst hér- Iendis. Sumarmyndakeppni Víkurfrétta og Myndarfólks „Staðið á vatni“ besta myndin „Staðið á vatni", mynd Þórhalls Óskarssonar úr Keflavík var kjörin besta myndin í Sumarmyndasamkeppni Myndarfólks og Víkurfrétta 1991. Þórhallur hlaut að launum glæsilega Minolta Dynax 7000i myndavél. Fimm myndir voru verðlaunaðar og birtum við þær í fullum litaskrúða í miðopnu blaðsins í dag, ásamt nánari umfjöllun. Á myndinni að ofan er Óskar Öm, „drengurinn á vatninu“ með myndina af sér. ljósm. pket. SKIPULAGS- BREYTINGAR Á UMHVERFI SJÚKRA- HÚSSINS -bílastæöi á Mánann, kapellan og D-álman inn í skrúðgarðinn og Skólaveginum lokað Fyrir bæjaryfirvöldum hafa um tíma legið óskir um breyt- ingar á skipulagi umhverfi sjúkrahússins. Hafa málin hlot- ið afgreiðslu í skipulagsnefnd, umferðarnefnd og fegr- unamefnd, en verið frestað í bygginganefnd. I gær átti síðan að taka málið fyrir í bygg- inganefnd að nýju. Að sögn Karls Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Sjúkrahússins, er hér verið að ræða stækkun á nú- verandi kapellu eða byggingu nýrrar út í skrúðgarðinn. Lokun á Skólavegi vegna byggingu D-álmu og síðan fjölgun bíla- stæða. Er þá átt við að fram- kvæmdir gætu hafist í fram- haldi samnings um að verkið kæmi inn á fjárveitingu frá Al- þingi á árinu 1993. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði í samtali við blaðið að samhliða þessu væri nú unnið að endurskipulagningu skrúð- garðsins, en auk kapellunnar er gert ráð fyrir bílastæðum við hana og að D-álman komi inn í Helgadalinn í skrúðgarðinum. Þá er gert ráð fyrir að pútt- völlurinn verði í framtíðinni í skrúðgarðinum, eins og hann var samþykktur á sínum tíma. Núverandi staðsetning hans er bráðabirgðalausn, þar til af því verður. Er gert ráð fyrir að bíla- stæði verði á Mánanum þar sem púttvöllurinn er nú, samkvæmt eldri samþykkt. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ^ 14717,15717 • FAX ® 12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.