Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Ritstjórar:
Kristján  Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan  (3. hæð)
Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla	Slmtí 1660 5 llnur
	
33. ár.
Reykjavík, föstudaginn 2. júlí 1943.
147. tbl.
Frá baráttunni á SV-Kyrrahafi
Baíidaríkjamenn tóku Russel-eyjarnar fyrir norðvestan
Guadalcanal fyrir fáeinum mánuðum og það var fyrsti undir-
búningurinn að þeirri sókn, sem nú er hafin gegn Japönum á
Nýju-Georgiu. Efri myndin hér að ofán er af stéli japanskrar
flugvélar, sem skotin var niður í hardögunum á Russel-eyju.
Neðri myndin er frá Nýju-Guineu. Fremst t. v. sjást tveir menn
halda vörð, er félagar þeirra sækja matarskammt sinn.
Ólafor  ríkiserfingi
Norðmanna íertugur.
Ólafur ríkiserfingi Norð-
manna er fertugur í dag. Hann
dvelur nú í London með föður
sínum.
Eins og Hákon konungur fað-
ir hans hefir Ólafur unnið sér
óskiptar vinsældir og virðingu
þjóðar sinnar, enda hefir hann
ávallt látið sér annt um hag
hennar og velferð. Hann barð-
ist sem liðsforingi við Þjóðverja,
er þeir gerðu innrásina í Nor-
eg og þótti sárt að þurfa að
hverfa burt, þegar frekari vörn
var ómöguleg.
Nýir yfirmenn herja
Frjálsra Frakka.
Frakkar eru nú búnir að ráða
það við sig, hverjir verða yfir-
menn herja þeirra.
Yfirmaður flughersins verð-
ur Buschka hershöfðingi, sem
var formaður fulltrúanefndar
þeirrar, er Giraud sendi til Lon-
don» i vetur. Hinir" hershöfðingj-
arnir hafa komið minna við
sögu. Nýr foringi verður einnig
settur yfir flotann.
Þá hefir Þjóðfrelsisnefndin
stofnað herrétt, sem á að rann-
saka afbrot embættismanna i
Norður-Afríku, éður en banda-
menn komu þangað.
Skemmdarverk í
Danmörku.
Danskir föðwrlandsvinir hafa
enn unnið Þjóðverjum nokkurt
tjón.
1 útvarpi frá Kaupmannahöfn
í fyrradag var skýrt frá þvi, að
spennistöð sem verksmiðja ein
i Árósum á, hafi verið eyðlögð.
Nánara var ekki sagt frá þessu,
hvort hún hefði verið brennd
eða eyðilögð á annan hátt en
gefið í skyn, að um skemmdar-
verk hafi verið að ræða.
Ameríski flotinn
tvöfalclaðnr.
Þegar þetta ár verður á enda
verður ameríski flotinn tvisvar
sinnum stærri að skipatölu en í
árslok í f yrra.
Knox flotamálaráðherra gaf
þessar upplýsingar á fundi með
blaðamönnum í gær. Hann sagði
ennfremur, að flotinn yrði
þrem fimmtu hlutum (60%)
stærri að smálestatölu.
Mest áherzla er nú lögð á
smíði nýrrar tegundar fylgdar-
skipa, auk beitisk-ipa og flug-
stöðvarskipa.
Knox varaði menn við of mik-
illi bjartsýni og sagði, að stríðið
gæti staðið i þrjú eða fjögur ár
ennþá.
í mánuðinum sem leið skutu
amerískar flugvélar niður 371
þýzka flugvél í árásarferðum
yfir meginlandinu. I þessum á-
rásum voru 82 ameriskar
spréhgjuflugyélar skotnar fið-
ur.
Hernumdu löndin
borga sig ekki
fyrir Þjóðverja.
Daily Telegraph í London
heldur því fram, að Þjóðverjar
ætli að fara úr sumum her-
numdu löndunum.
Blaðið hefir það eftir stjórn-
málamönnum í London, að
Þjóðverjar sé komnir að þeirri
niðurstöðu, að það borgi sig
ekki fyrir þá að halda í sum
þessara landa og hafi því undir-
búið að fara þaðan.
Þessi fregn er vægast sagt
mjög ósennileg, því að það hef-
ir einmitt verið Þjóðverjum
hagur að geta hagnýtt sér auð-
lindir hernumdu landanna og
vinnuafl þaðan. Auk þess gætu
þeir búizt við því, að banda-
menn gæti gert þessi lönd að
bækistöðvum, þegar þeir væru
farnir þaðan.
-------------* ¦------------
Stórskotahríð á flugvöll
Japana í Munda.
Bandaríkjamenii crn búnir að hreinsa til á Itendova,
hafa náð gróðri fótfestu á Nýjn-Georgriu.
Loftárásir á Lae, Salamaua og Rabaul.   j Stntt og laggott
H
ernaðaraðgerðir hafa genííið bandamönnum
allsstaðar i vil á suðvesturhluta Kyrrahafsins
enn sem komið er. Þótt Japanir hafi víðast
snúizt til varnar og haft góðar víggirðingar sumsstaðar,
þá hefir þeim samt ekki tekizt að reka innrás'arsveit-
irnar aftur í sjóinn. Þar sem bandamenn hafa náð fót-
festu, hefir ekki verið hægt ennþá að hrekja þá á brott.
Einna mesti sigurinn, sem unnizt hefir, er í þvi fólginn, að
það er nú þegar hægt að halda uppi látlausri skothríð á flug-
völl Japana í Munda á Nýju^Georgiu. Er skotið á hann yfir
sundið frá Rendova-eyju, því að það er aðeins um átta kíló-
metrar á breidd.           .       i        i    ,   ' .  ,
Bardagarnir á Rendova urðu
ekki langir, en þeir voru mjög
harðir. Lauk þeim með því, að
flestir Japanir voru felldir
og tveim klukkustundum eftir
að landgangan hófst var stór-
skotaliðið búið að koma sér
fyrir og byrjað að skjóta á flug-
völlinn í Munda á Nýju-Gui-
neu. — Herskip tóku einnig
þátt í skotliríðinni og steypiflug-
vélar, sem sendar voru frá
Russel-eyju. Eftir er að hreinsa
til á ýmsum stóðum á eynni.
Miklir loftbardagar tókust
yfir Rendova-eyju og einnig
yfir þeim stað á Nýju-Georgiu,
þar sem gengið var á land. Lið
bandamanna var mjög vel var-
ið flugvélum og var aðeins einu
herflutningaskipi sökkt við
fyrrnefndu eyna. En það var þá
búið að losa sig við herlið það,
sem það hafði haft innanborðs
og fórst enginn maður, þegar
skipið sökk.
í lof tbardögunum misstu Jap-
anir 101 flugvél af þeim, sem
þeir tefldu fram. Voru þetta
bæði tundurskeyta- og steypi-
flugvélar. Aðeins 17 af ame-
rísku flugvélunum fórust.
Á Nýju-Georgiu var aðalárás-
inni beint gegn suðurodda eyj-
arinnar og eftir grimmilega
bardaga tókst að hrekja Japani
úr bækistöð þeirra í "Wiru-höfn.
Hafa bandamenn fengið þar
hina ákjósanlegustu bækistöð
•fyrir frekari sókn á eynni.
Manntjón bandamanna hefir
verið lítið til þessa.
Aðstaðan styrkt
hjá Salamaua.
Enn hefir ekki komið til
verulegra átaka við Nassau-flóa
hjá Salamaua og vinna hersveit-
ir bandamanna að því af kappi
að treysta fótfestu sína þarna á
ströndinni. Flugvélar banda-
manna eru sífellt á sveimi yfir
þeimoggera jafnframt lágflugs-
árásir á næstu bækistöðvar
Japana. Einnig hafa loftárásir
verið gerðar á Lae og Salaihaua.
Hraðbátar koma > mjög við
sögu þarna, því að þeir eru látn-
ir halda uppi njósnum um her-
skip og kafbáta Japana á næstu
grösum.
Þegar farið var á land, var
veður óhagstætt og var það hin
mesta heppni fyrir landgöhgu-
liðið, að Japanir skyldi ekki
verða þess varir, því að brim
var syo mikið, að það tók ó-
venjulega langan tima að losa
livern þát.  •
Loftárásir á
Rabaul.
Til þess að hindra Japani i því
að geta sent fluglið til þeirra
staða, sem ráðizt hefir verið á,
hafa bandamenn gert harðar
árásir á Rabavil að undanförnu.
Þar eru þrír flugvelhr og hefir
fjöldi flugvéla verið eyðilagðar
á þeim.
Flugvélar bandamanna hafa
einnig gert árásir á Balali og
Faisi í Shortlandklasanum,
Bouin á Bougainville-ey og Vila
á Kolombangara-eyju.' Herskip
bandamanna hafa líka skotið á
Faisi og Bouin.
Gúmmívandamál
Bandaríkjanna leyst.
Svo mikið hefir nú unnizt á
í framleiðslu gervigúmmís í
Bandaríkjunum, að engin hætta
verður á gúmmískorti í haust.
Undanfarið hefir verið reist
svo mikið af verksmiðjum til
að vinna gúmmí úr benzíni, að
ársframleiðslan verður í des-
ember komin upp i 800.000
smálestir. Það er talsvert meira
en Bandarikjamenn notuðu ár-
lega fyrir stríð.
Það hefir verið allmikill styr
um aukningu þessarar fram-
leiðslu, þvi að yfirmenn á öðr-
um sviðum framleiðsluimar
hafa borið það á Jeffers
„gúmmíkóng", að hann notaði
svo mikið af byggingarefnum
og öðru slíku, að það torveldaði
aðra framleiðslu.
22 ný skip.
\ 1 gær og í fyrradag var 22
skipum hleypt af stokkunum í
Bandaríkjunum.
Er hér eingöngu átt við flutn-
ingaskip, annaðhvort „frelsis-
skip" eða olíuskip, sem Banda-
ríkjamenn smíða nú á stóran
mælikvarða. Frá áramótum
hafa þeir smíðað 831 skip, en
frá þvi að þeir lentu í striðinu
nærri tvö þúsund kaupskip.
Fluglið bandamanna í Ind-
landi gerir tíðar árásir á stöðv-
ar Japana í Burma, en á landi
liindrar monsúninn allar að-
gerðir.
Brasilisk flugvél liefir spkkl
þýzkum kafbáti undan strönd-
um la)ndsins. Öðrum kafbáti
hefir verið sökkt norður á AU
lantshafi.
Undanfarna tvo mánuði hafa
um 100 járnbrautarlestir verið
settar af teinunum í Jugoslaviu,
tilkynnti júgóslavneska stjórn-
in í London i gær.
Á f undi í irska þinginu í gær
var De Valera kosinn forsætis-
ráðherra með 67 atkvæðum.
Næstur varð Cosgrave með 37
atkvæði.
•
í Bússlandi hefir engin breyt- i
ing orðið. Komið hefir til smá-
bardaga fyrir vestan Kalinin og
f éllu þar nokkrir menn af báð-
um.                        !
•                           í
Kínverjar hafa umkringt jap- '
anska liðssveit í börg einni i.
Yunnan. Þegar Japánir reyndu
að  komast  undan,  voru  200
þeirra felldir.
1 mánuðinum sem leið telja
Þjóðverjar sig hafa'sökkt 149.-
000 smálesta skipastóli banda-
manna, að sögn franska út-
varpsins. Kafbátar sökktu 107.-
000 smálestum.
•
Bretar réðust á skipalest und-
an Hollandi i gær. Segjast þeir
hafa laskað þrjú flutningaskip
og fjóra tundurduflaslæða.
Hermann Jónsson,
sem bana hlaut aí árásinni 4- Sú'ð-
ifta, var jarðsunginn í gær að við-
stöddu fjölmenni. Báru stjórnar-
menn og fulltrúar Sjómannafélags-
ins líkið í kirkju, en yfirmenn af
Súðinni út. Jarðsett var í Fossvogs-
kirkjugarði. Síra Garðar kSyavars-
son hélt ræðu í dómkirkjunni, en
síra Árni Sigurðsson hiískveðju.
82 lögregluþjónar
verða framvegis í lögregluli'ði
hæjarins. Verða 13 nýir lögreglu-
þjónar skipaðir skv. tillögu lögreglu-
stjóra, sem bæjarstjórn féMst á.
Arás með
kolaskóflu.
Síðastl. föstudagskuöld réð-
ist maður nokkur, Jón Ólafsson
að nafni, inn í íbúð Sturlaugs
Féldsted á Laugavegi 72, og
ueitti honum mikinn áuerka á
höfuðið.
Nánari upplýsingar hafa ekki
fengizt enn um ástæðuna fyrir
þessari árás. Málið er sem
stendur i rannsókn hjá saka-
dómara og Jón Ólafsson er í
gæzluvarðhaldi.
Heldur Sturlaugur því fram,
að Jón hafi sýnt sér banatil-
ræði, m. a. með því að berja
sig i höfuðið með kolaskóflu.
Ekki mun framburður Jóns þó
hafa verið samhljóða þessu.
60 íþróttamenn frá
K. R. íara norður og
austur um land.
Á þriðjudaginn kemur fara
60 íþróttamenn og konur frá K.
R. í sýningar og keppnisför til
Norður- og Austurlandsins.
Eru það frjálsíþróttamenn,
knattspyrnumenn, handknatt-
leiksflokkur kvenna og fim-
leikaflokkur karla, sem fara i
þessa för. Ákveðið er að ferðin
standi yfir í hálfan mánuð og
verða helztu viðkomustaðir á
Akureyri, Laugum, Húsavík,
Eskifirði, Beyðarfirði, Norð-
firði, Fáskrúðsfirði, Stöðvar-
firði, Breiðdalsvík, Egilsstöðum,
Hallormsstað og Eiðum.  .
Á Akureyri, Húsavík, Norð-
firði og e. t. v. víðar er gert ráð
fyrir að flokkarnir taki þátt í
kappleikjum við heimafélögin,
en á hinum stöðunum verður
tilhögun öll fremur með sýn-
ingarsniði, eða þannig, að skipt
verði liði.milli heimafélaga og
K. R. flokkanna.
Stjórnendur og fararstjórar K.
R. flokkanna verða þeir Bene-
dikt Jakobsson, Vignir Andrés-
son, Sigurjón Jónsson, Ásgeir
Þórarinsson og Sigurður Ólafs-
son.
Flugfélagid:
Met í farþegaflutningum
í júnímánuði.
1               --------
375 fapþegar fluttír — en 315 meat áður.
1 júnímánuði S.I. setti Fmgfélag fslands met í .farþegaflutn-
ingi. Flutti það 375 farþega, en hefir mest flutt áður 315 far-
þega á einum mánuði. Það var í ágústmánuði í fyrra.
Er eftirspurnin svo mikil, að
landflugvélin hefir aðeins í eitt
einasta skipti flogið norður í
júnímánuði án þess að vera full-
skipuð. Á suðurleið er aftur á
móti ekki eins mikil umferð.
Þá er eftirspurnin eftir sjóflug-
vélinni líka svo mikil, að hún
afkastar eliki nema litlu af því,
sem hún þyrfti að gera.
í júnímánuði voru 24 ferðir
farnar til Akureyrar, fram og
aftur, 12 til Vesturlandsins, 3
til Austurlandsins og auk þess
fjöldi styttri ferða, Flugstundir
i mánuðinum voru alls 126,
vegalengdin, sem flogin var, 27
þúsund km., farþegarnir 375
talsins og 760 kg. voru flutt af
pósti.
Þó að svo margir farþegar hafi
verið fluttir i mánuðinum, hefir
stundum verið flogið meira,
flugstundirnar jafnvel kómizt
yfir 150, i stað 126 stunda nú.
Hafa það þá m. a. verið síldar-
flug. Gert er ráð fyrr að sjó-
flugvélin verði ráðin til síldar-
leitar í sumar, eins og að und-
anförnu, þó ekki hafi verið
gengið f rá samningum enn sem
komið er.
Þ|á má loks geta þess, að
landflugvélin flýgur ekki neitt
á tímabilinu frá 6. til 13. júlí
og er það vegna þess, að þá
verður skipt á öðrum hreyflin-
um i henni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4