Vísir - 17.02.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1919, Blaðsíða 2
Ví - 'R » lager: Rúðugler Spegilgler Þakjárn, Smiðajárn S JlfA LEREPT verð: Vs* V#o pr.mtr Smjörléreft %o mtr Egill Jacobsen VJJi i 1 IVN^ Bafmagnsmálið. Það eru nokkrar líkur til þess, aö allar umræöur séu nú óþarfar um ályktun síöasta bæjarstjórnar- fundar, um byggingu rafmagns- stöövar viö Elliöaárnar, a,ö minsta kosti í bráöina. Þaö hefir heyrst, að lánið, sem bæjarstjórnin haföi fengið fyrir- heit um, muni ekki fást, þegar á á að herða. Hvað þvi veldur, vita menn ekki meö vissu. Þess er get- iö til, aö lánveitendurnir vilji láta bjóöa verkið út, til þess að fá ábyggilega vissu um, hvað stööin muni kosta. Ef til vill gengur bæj- arstjórnin aö því' skilyröi, en þá mun þó enn líöa nokkur tími áö- ur en endanlega veröur afráöiö, að ráðast í framkvæmdir. Þaö er því væntanlega enn timi til, aö hreyfa nokkrum almennum at- hugasemdum um málið. Vísir veröur að líta svo á, aö eins og nú er ástatt, þá sé það vel ráðiö af bæjarstjórninni, aö bjóða byggingu rafmagnsstöðvar- innar e k k i ú t. Það er enginn vafi á því, að stöðin ætti aö geta orðið miklum mun ódýrari, ef bærmn lætur byggja hana sjálfur. Verö á öllu efni og vélum hlýtur aö fara lækkandi úr þessu og vinnulaun hækka væntanlega ekki úr því, sem nú er. Ef verkið væri boöiö út, yrði verktaki að byggja tilboð sitt á því verði, sem nú er á öllu efni. í hans vasa mundi þá renna öll verðlækkun á vélum, efni og vinnu, ef hún lækkaði eitthvaö í verði, sem ekki er óhugsandi á svo < löngum tíma. Þaö viröist því vera misráðið af lánveitendum, að setja þaö skil- yrði, aö verkið væri boöið út. Fyrir þá er á það eitt að líta, hvort hægt sé aö koma stöðinni upp fyr- ir það verö, sem hún getur svar- að vöxtum af. En þó að kostnað- aráætlanirnar, sem gerðar hafa verið hér á landi, séu ekki taldar sem ábyggilegastar, þá ættu lán- veitendurnir þó ekki aö eiga svo mikið á hættu, ef þeir leggja þær áætlanir undir dóm sérfræðinga. Hitt væri eðlilegt, að lánveitend- urnir krefðust tryggingar fyrir því, aö verkiö yrði unnið eins vel og eins ódýrt og unt er, svo að engin ástæða sé til að óttast, að það fari fram úr skynsamlegri a- ætlun. En sú trygging fæst ekki með öðru móti en því, að þeir menn stjórni framkvæmdum, sem besta þekkingu og reynslu hafa á því s„vi8i. Þvi fer fjarri, aö Vísir vilji gera lítið úr hæfileikum þeirra manna, sem bæjarstjórin afréö að fá til að stjórna þessu verki. En honum er óskiljanlegt, að ekki væri unt, eða, að ekki væri betur ráðið, að fá reyndari menn í þessum efnum, og með fullkominni sérfræðilegri þekkingu. Guðm. Iilíðdal er vafa- laust mjög vel að sér, og hefir og nokkra verklega reynslu, en auð- vitað er hin verklega þekking hans miklu minni en margra erlendra verkfræðinga. Og ekki hafa menn heyrt þess getið, að Kirk verk- fræðingur hafi nokkurntíma feng- ist við slík verk, sem hér er um aö ræða, þó að enginn efist um dugn- að hans og hæfileika. Ef bærinn á að ráðast í þetta fyrirtæki, þá er mest um það vert, að fengnir verði menn með hinni fullkomnustu þekkingu til þess að stjóma því. í kostnaðinn viö það má ekki horfa, því að hann er þó altaf hverfandi í samanburði við allan byggingarkostnað stöðv- arinnar. Og ólíklegt er, aö ekki j-j væri hægt að fá æfða vatnsvirkja- xræóinga norska, eða f' þess að takast yfirumsjón verks ins á hendur, ef nógu hátt kaup væri boðið. Og gagnvart lánveit- endunum væri það alveg vafalaust besta tryggingin fyrir því, að kostnaöurinn færi ekki langt fram úr áætlun, og aö verkið yrði leyst vel af hendi. En loks er athugandi, hvort ekki væri rétt, að fresta framkvæmd þessa verks fyrst um sinn. — Við höfum nú beðið svo lengi eftir raf- magnsstöðinni, að nokkura mánaða bið enn ætti ekki að skifta svo miklu máli. Kringumstæðurnar eru nú mjög breyttar orðnar, frá því sem var. þegar bæjarstjórnin ákvað að ráð- ast í þetta stórvirki. Þá var ófriön- _um ekki lokiö, og enginn vissi hve- nær honum myndi lokið. En áður hafði framkv. einmitt verið frest- að vegna ófriðarins. Nú er þess þar að auki skamt að bíða, að vitaö veröi um afstööu þingsins í fossamálinu, en visslegu gæti hún haft þýðingu í þessu máli. Sétjum að eins svo, t. d., að úr verði, aö landiö taki Sogs- fossana og „byggi þá út“. Mundi þá ekki ráðlegra, að láta það nægja í bráðina, heldur en að rát5- ast í tvö slík stórvirki ? Mundi ekki auðveldara að fá fé til að byggja út Sogsfossana, ef þaö væri jafnframt gert í þarfir Reykjavíkurbæjar? Ogmundi ekki rafmagniö alveg áreiöanlega verða miklu ódýrara úr Sogsfossunum heldur en úr Elliðaánum, bæöi vegna þess, að stöðin yrði marg- falt stærri, og eins vegna þess, að aðstaðan er miklu betri við Sog- í ð ? ' f l/ Að öllu athuguðu, er ekki víst, að bæjarbúar harmi þaö svo mjög. þó aö svo færi sem fór, að lánveit- endurnir, sem ætluðu að leggja fram fé til rafmagnsstöðvarinnar við Elliðaárnar, kiptu sér hend- inni á síðustu stundu. Viö þaö vinst að minsta kosti tími til að athuga máliö beur frá öllum hlið- um. En „fátt er of vandlega hugaö,“ og þá síst slíkþr stór- framkvæmdir, sem hér er um að ræöa. i, • s , \ Vörnverð. Allur þorri manna, hefir gert sér vonir um, að þegar ófriðnum væri lokiö, þá væri dýrtíðinni líka lokið. En reynslan mun' sýna alt annað. Flutningsgjöldin lækka og eru þegar farin að lækka. En þess verður lítið vart á öörum vörum en þúngavörum, og enn þá er lækkunin ekki orðin svo mikil hér, að hennar geti gætt verulega á matvörum. „Kona“ nokkur var að skrifa um það hér í blaðinu á dögunum, að nú hlyti verðið að fara að lækka á ýmsri smávöru og tók sérstak- ^ w f m isiasteinn a kiló kr.: 2,00 hjá Jes Zimsen. Verslnnarpláss óskast með einu eða tveimur bakherbergjum, í eða nálægt Miðbænum, fyrir 14. mai. Tilboð merkt „Verslunarpláss11 leggist inn á afgr. þessa blaðs fyrir lok þessa mánaðar. lega til dæmis tvinna og léreftum. En lítil áhrif hefir það nú á verðiði á tvinnakeflinu, hvort flutnings- gjaldið er 40 krónum hærra eða lægra á smálestinni. Og um tvinn- ann og léreftin er það að segja, að alls engin von er um neina verulega verðlækkun á þeim vörurn í bráð, jafnvel ekki á næsta ári. I enska blaðinu „Daily Mail“ birtist nýlega fróðleg grein um þetta efni. Þar er skýrt frá því, hver hör-framleiðslan hafi veriö fyrir ófriðinn og hve mjög hún hefir minkað síðustu árin. Áriö 1913 voru framleiddar 115876 smá- lestir af hör: 1 1 Rússlandi 81567 - Belgíu - írlandi • 13439 - Hollandi . 1668 - Þýskalandi 519 - Frakklandi 278 - öðrum löndum .. 405 sem unnið var úr í hörverksmiðj- unum i írlandi, aðalbækistöð hör- iðnaðarins. Nú dregst framleiðsla Rússlands algerlega frá, eöa því sem næst. Á árinu 1918 hafa verið fluttar þaðan að eins 25500 smál. og á þessu ári er búist við í mestai lagi 10 þús. smál. þaðan. Frá Belg- íu og Þýskalandi hefir enginn hör flutst siðasta ár. Það er þvi aug- ljóst, að hörskorturinn hlýtur aö aftra verðfalli um langan tíma. —^ Framleiðslan á írlandi hefir aö, vísu meira en tvöfaldast og var 31350 smál. siðaví'a ár, en þaö írekkur skamt. Og hér viö bætist, að hörnotkunin til hernaðarþarfa íefir veriö afskapleg. Eftirspurnin hefir þannig margfaldast, en hrá- efnisframleiðslan minkað. Af þessti hefir líka leitt gífurlega verðhækk- un á hör. Fyrir ófriðinn kostaöi smál. af hörnum að eins 54 sterl- pd., árið’ 1914 varð verðið 104, 1917 240 og nú er það orðið 280 —360, eftir gæðum. Það eru engar líkur til þess, aÖ hörframleiðslan verði jafn mikil og áður 2 næstu árin.'ogeftirspurn- in minkar ekki. Hernaðarþarfirnar eru að visu úr sögunni, en aðrar ^ þarfir vaxa og verksmiðjurnar hafa ekki undan að fullnægja ölí- um þeim pöntunum, sem nö streyma að úr öllum áttum, eftir aö útflutningsbannið er upphafið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.