Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
Skólabúðir f á
ekki bækur f rá
útgefendum
„ÉG lít þannig á ntálin, að bókaút-   og hann er ótvíræður að því leytinu
gefendur hafi verið að brjóta lög á
bóksölum með þvi að selja bækur í
skólabúðir og því hefur það orðið
að samkomulagi að hætta því,"
sagði Oliver Steinn, formaður
Félags islenzkra bókaútgefenda,
er Mbl. spurði hann um ástæður
þess, að skólabúðir fá nú ekki
bækur frá útgefendum til að hafa
á boðstólum fyrir némendur.
„Málið er það, að bókaútgefendur
hafa ráðið bóksala sem sína um-
boðsmenn með tilheyrandi réttind-
um og skyldum," sagði Oliver
Steinn. „Um þetta er til samningur
að bókaútgefendur skuldbinda sig
til að senda ekki öðrum bækur til
sölu, en þeim, sem eru samþykktir
útsölumenn. Þetta þýðir í reynd
einkaleyfi á bóksölu á ákveðnum
svæðum, en ég tel það frekar hag
bókaútgáfu og bókasölu að byggja
upp góðar bókaverzlanir, en ekki að
dreifingarkerfið verði of dreift og
óhagkvæmt.
Þegar svo bóksalar komu og
sögðu bókaútgefendur brjóta gegn
samningum með því að senda
bækur í skólabúðir, sem ekki væru
samþykktir útsölustaðir, var ekki
um annað að ræða en hætta því."
Allsherjaratkvæðagreiðsla BSRB:
Kjörstaðir opnir
í dag frá kl. 14-22
AHsherjaratakvæðagreiðsla
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja um kjarasamning bandalags-
ins og fjármálaráðherra fer fram í
dag og á morgun. Kosning hefst
klukkan 14 i dag á 22 stöðum á
landinu og eru kjörstaðir opnir til
klukkan 22 i kvöld. Á morgun
verða þessir kjörstaðir opnir frá
klukkan 13 til 19. Þá verða 33
kjördeildir opnar í dag á ntinni
stöðum á landinu og eru þær
opnar frá klukkan 16 til 19 í dag.
Á kjörskrá eru um 10 þúsund
manns, en talið er að nokkuð sé af
fólki á kjörskrá, sem hefur ekki
atkvæðisrétt, þar sem um þetta
leyti er ávallt mikið um breytingar
á starfsfólki ríkisins. Kjörskrá er
nú byggð upp eftir búsetu manna,
en ekki samkvæmt vinnustöðum
eins og áður hefur verið. í Reykja-
vík verður kjörstaður í Miðbæjar-
barnaskólanum, en menn geta þó
greitt atkvæði, hvar sem þeir eru
staddir, en þá ber að setja at-
kvæðaseðilinn í sérstakt úrskurð-
arumslag.
Stefnt er að því, að talning
atkvæða hefjist á laugardag og
úrslit liggi fyrir á laugardagskvöld
eða sunnudagsmorgun. Talið verð-
ur upp úr einum stampi allra
atkvæða ríkisstarfsmanna, en auk
atkvæðagreiðslunnar meðal ríkis-
starfsmanna eru þrjú bæjarstarfs-
mannafélög með atkvæðagreiðslu á
sama tíma og ríkisstarfsmenn og
eru það bæjarstarfsmannafélögin í
Reykjavík, á Akureyri og á Suður-
nesjum.  Þá  mun  Bæjarstarfs-
mannafélag Hafnarfjarðar halda
fund í kvöld þar sem tekin verður
afstaða til nýs kjarasamnings.
Loðnuverðið
ákveðið:
Lézt um
borð í
hvalbát
FJÖRUTÍU og átta ára skipverji
á Hval 7 lézt af hjartaslagi um
borð i hvalveiðiskipinu, þar sem
það var statt djúpt út af Látra-
bjargi i gær.
Slysavarnafélagi íslands barst
beiðni um aðstoð frá Hval 7 um
ellefuleytið í gær þar sem einn
skipverja hefði fengið hjartaáfall
og misst meðvitund. Þyrla og
hjálparvél frá varnarliðinu flugu
til skipsins og læknir í landi lagði
á ráð um meðferð mannsins um
borð í skipinu; blástursaðferð,
hjartahnoð og súrefnisgjöf. Þyrl-
an kom að Hval 7 um eittleytið og
fóru læknir og sjúkraliði um borð,
en maðurinn var þá látinn. Hvalur
7 var væntanlegur inn til Hval-
fjarðar í nótt.
Skipverjar á Sæbjörgu VE 56 gera klárt á loðnuna. Ljósm. MM. SiKurKeir.
Skiptaverð
hækkar um 49,7%
- heildarverð til útgerðar hækkar um 39%
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins hefur ákveðið lág-
marksverð á loðnu veiddri til
bræðslu á haustvertíðinni. Skipta-
verð er 31,45 krónur hvert kíló,
sem er 49,7% hækkun frá siðustu
haustvertíð, en þá var skiptaverð-
ið 21,01 króna kílóið. Heildarverð
til útgerðar að meðtöldu olíu-
gjaldi og stofnfjársjóðsgjaldi er
nú 35,38 krónur kilóið, sem er 39%
hækkun frá siðustu vertið, en þá
var heildarverðið 25,50 krónur
kilóið. Loðnuskipin hafa verið að
halda úr höfn og norður fyrir. en
veiðar mega hefjast aðfararnótt
fostudagsins.
Verðið er miðað við 16% fitu-
innihald og 15% fitufrítt þurrefni,
en skiptaverðið breytist um 1,70
krónur fyrir hvert 1%, sem fitu-
innihaldið breytist og hlutfallslega
fyrir hvert 0,1%  . Breytingar á
þurrefnismagni breyta verðinu um
1,95 krónur hvert 1% og hlutfalls-
lega fyrir hvert 0,1%. Ofan á
skiptaverð greiða kaupendur 5 aura
til loðnunefndar fyrir hvert kíló og
lögum samkvæmt skal greiða 2,5%
olíugjald til fiskiskipa og 10%
gjald til stofnfjársjóðs fiskiskipa,
sem ekki koma til skipta.
Verðið er uppsegjanlegt frá 1.
október og síðar með viku fyrir-
vara. Verðið var ákveðið af odda-
manni, Ólafi Dayíðssyni, og full-
trúum seljenda, Ágústi Einarssyni
og Ingólfi Ingólfssyni, gegn at-
kvæðum fulltrúa kaupenda, Guð-
mundar Kr. Jónssonar og Jóns
Reynis Magnússonar.
Forsetar S.I.
vilja ekkert
segja núna
MORGUNBLAÐID hafði í gær
samband við dr. Ingimar Jónsson
forseta Skáksambands íslands og
leitaði álits hans á þeim ummæl-
um Einars S. Einarssonar í sam-
tali við Mbl., að hann geti ekki
sætt sig við annað, en Ingimar og
Þorsteinn Þorsteinsson varafor-
seti S.í. annað hvort taki aftur
„óhefluð ummæli" í hans garð, eða
finni þeim stað. Einnig spurði
Mbl. Ingimar um ástæður og
aðdraganda þess, að stjórn S.I.
skipti um skoðun í málinu og
viðurkenndi Einar S. Einarsson
sem forseta Skáksambands Norð-
urlanda áfram. Ingimar Jónsson
sagðist ekki vilja segja neitt um
mál þetta. Mbl. hafði einnig sam-
band við Þorstein Þorsteinsson
varaforseta S.í. vegna þessa, en
hann kvaðst ekkert vilja segja að
svo stöddu.
Borgarf ulltrúar Sjálfstæðisflokksins:
Hætt verði við áform um að
tímamæla símtöl Reykvíkinga
Bæjarstarfsmenn i Kópavogi:
Vildu ekki „gólf ið"
en f engu það samt
SAMKOMULAG hefur tekizt milli
Bæjarstarfsmannafélags Kópavogs
og Kópavogskaupstaðar. sem er í
aðalatriðum samhljóða samningi
þeim. sem BSRB hefur gert við
fjármálaráðherra. Samkomulagið
átti að undirrita í gærkveldi. en
siðan cr gert ráð fyrir að það verði
borið upp á félagsfundi, að því er
Björn Þorsteinsson, formaður fé-
lagsins tjáði Morgunblaðinu í gær.
Á samningafundum í fyrrinótt
neituðu fulltrúar starfsmannafé-
lagsins að hafa gólf í kjarasamn-
ingnum, en fyrir þrábeiðni Björns
Ólafssonar, formanns bæjarráðs var
ákveðið að gólfið yrði haft inni.
Björn Þorsteinsson, formaður
starfsmannafélagsins kvað fulltrúa
félagsins hafa talið fáránlegt að
hafa gólfið inni, þar sem það hefði
ekki snert neina starfsmenn Kópa-
vogskaupstaðar.  Hins vegar  mun
það hafa verið sjónarmið stjórnenda
kaupstaðarins, að nauðsynlegt væri
að hafa eins mikla samræmingu
milli samnings BSRB og Kópavogs-
kaupstaðar, þar sem það sparaði
vinnu við útreikninga á launatöfl-
um. Var að lokum fallizt á þetta
sjónarmið og gólfið látið standa í
kjarasamningnum.
1 DAG verður tekin til umf jöllunar i
borgarstjórn Reykjavikur, tillaga
frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins. þar sem þess er krafist að
þegar verði horfið frá áformum um
að gera borgarbúum að greiða fyrir
innanbæjarsímtöl samkvæmt tíma-
mæli, einum landsmanna. Tillagan
er svohljóðandi:
„Borgarstjórn Reykjavíkur krefst
þess, að þegar verði horfið frá
fyrirætlunum um að gera Reykvík-
ingum að greiða fyrir innanbæjar-
símtöl samkvæmt tímamæli. Borgar-
stjórnin telur, að fyrirhuguð breyt-
ing sé í hæsta máta óeðlileg og
óréttlát.
Stefnt er að því að tímamæla
símtöl á einu svæði landsins og nota
þá fjármuni, sem með því fást til að
greiða niður almenn langlínusamtöl.
Verði af þessari breytingu munu kjör
nær allra Reykvíkinga rýrna veru-
lega, ekki sízt aldraðs fólks og
einhleypinga og þeirra annarra, sem
bundnari eru heima við en aðrir og
nota símann sem mikilvægasta
tengilið við ættingja og vini":
Tillagan verður sem fyrr segir
tekin til umræðu á fundi borgar-
stjórnar í dag, en hún var lögð fram
a mánudaginn. Flutningsmenn eru
allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins. Ályktunin verður send
samgönguráðherra og öllum þing-
mönnum Reykjavíkur, ef samþykkt
verður.
Árgangur loðnunnar
sem hrygnir næsta
vor virðist slakur
Sameiginlegt verkalýðs-
félag Arnarflugsfólks?
STARFSFOLK Arnarflugs
hefur rætt það sín á milli að
stofna sameiginlegt verka-
lýðsfélag allra starfsmanna
Arnarflugs og er fullur vilji
til  slíks  hjá  starfsfólkinu.
Mun ráðgert að kanna málið
til fulls í haust þegar allir
starfsmenn     Arnarflugs
verða á landinu í senn í
nokkra daga.
í NORSKA tímaritinu Fiskaren 29.
águst er viðtal við norska fiskifræð-
inginn Johanncs Hamre, sem fyrir
nokkru er kominn úr loðnuleið-
angri. Segir Hamre í viðtalinu. að
rannsóknir íslendinga sýni, að ár-
gangur loðnu frá 1978, sem hrygnir
næsta vor, sé i heildina mun lélegri
heldur en árgangarnir frá 1977 og
1979. Hann segir að rannsóknir
Norðmanna bendi til hins sama, þó
svo að hann vilji ekki segja nokkuð
ákveðið um stærð þessa árgangs
fyrr en að loknum sameiginlegum
leiðangri íslendinga og Norðmanna
i haust.
Johannes Hamre var leiðangurs-
stjóri á norska hafrannsóknaskipinu
G.O. Sars, sem kannaði útbreiðslu
loðnu og kolmunna á Jan Mayen/
Grænlands/íslandssvæðinu. Segir
Hamre, að loðna hafi fundizt á
næstum því sömu slóðum og í fyrra.
Þó hafi verið meiri loðna við Jan
Mayen í ár heldur en í fyrra og
einnig nær eyjunni. Hins vegar hafi
verið minna af loðnu í lögsögu
Efnahagsbandalagsins við Græn-
land. Segir Hamre að þessar rann-
sóknir hafi verið gerðar í samvinnu
við íslendinga, sem hafi kannað
svæðið sunnan og vestan við ísland.
m
Johannes Hamre, fiskifræðingur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48