Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
11
kosningamál baráttunnar. Reag-
an stuðlaði að því á undanförn-
um vikum með mjög umdeildum
yfirlýsingum, sem hann hefði
eins vel látið hjá liggja. Hann
sagði í ræðu í Suðurríkjunum, að
rétt væri að gera skópunarkenn-
ingu Darwins ekki hærra undir
höfði en sköpunarkenningu bibl-
íunnar í barnaskólum landsins.
Hann ýfði sár þjóðarinnar frá 7.
áratugnum í ræðu í Chicago með
því að kalla Víetnamstríðið „göf-
ugan málstað", en flestir Banda-
ríkjamenn vilja láta það kyrrt
liggja. Og hann sagði, þegar
George Bush varaforsetaefni
hans var í Peking, að hann vildi
endurnýja samband Bandaríkj-
anna og Taiwan, en Bush var þá
að reyna að fullvissa kínverska
leiðtoga um hið gagnstæða.
David Broder dálkahöfundur
Washington Post sagði á sunnu-
dag, að Reagan væri heppinn, að
hann hefði gert þessi mistök
fyrir Labour Day, „þegar fáir
aðrir en ofstækismenn fylgdust
með því, sem frambjóðendurnir
segðu eða gerðu." Frammistaða
frambjóðendanna í kappræðum
mun skipta verulegu máli og
aðrar yfirlýsingar gleymast,
þegar að líður kosningum. Fram-
boð Andersons veltur á kapp-
ræðum, en ósamkomulag um
þátttöku hans getur orðið til
þess, að engar verði haldnar í
baráttunni.
Samtök kvenkjósenda, sem
hafa hingað til séð um kappræð-
ur forsetaframbjóðenda, vilja,
að Anderson verði þátttakandi,
ef hann hefur 15% fylgi í
skoðanakönnunum 10. septem-
ber n.k. Reagan er hlyntur þátt-
töku hans, en Carter er umhugað
að hitta Reagan einan í fyrstu
kappræðunum, sem vekja mesta
athygli og ættu að verða í
kringum 20. september. Skoð-
anakannanir sýna, að Anderson
tekur 7 atkvæði frá Carter fyrir
hvert 1, sem hann tekur frá
Reagan, og því er skiljanlegt, að
Carter vilji gera honum fram-
boðið sem erfiðast.
Önnur samtök hafa boðið
frambjóðendunum til kapp-
ræðna, og Carter hefur þegið
þau boð, sem leyfa aðeins tvo
þátttakendur. Reagan hefur hins
vegar ekki þegið þau, en hann
kærir sig aðeins um tvær kapp-
ræður á þeim 10 vikum, sem enn
eru fram að kosningum.
Leikár Leikfélags Reykjavíkur að hefjast:
Sex ný verk frumsýnd í vetur
farið af stað með barnaleikrit um næstu mánaðamót
LEIKÁR Leikfélags Reykjavikur
er nú að hefjast og var starfsemi
þess kynnt á blaðamannafundi,
sem efnt var til í Iðnó i fyrradag.
Leikstjórar félagsins eru nú
tveir, þeir Þorsteinn Gunnarsson
og Stefán Baldursson, og tóku
þeir við störfum 1. september sl. f
vetur verða frumsýnd sex ný
verk og eru fimm þeirra i áskrift
og sala þegar hafin.
18. september nk. verður fyrsta
frumsýniningin og er þar um að
ræða nýlegt verk eftir Þjóðverj-
ann Franz Xaver Kroetz, sem
hlotið hefur nafnið VA6 sjá til þín,
maður" í þýðingu Ásthildar Egil-
son og Vigdísar Finnbogadóttur.
Koetz er meðal merkustu leik-
skálda Þjóðverja nú á dögum og
eru verk hans sýnd mjög víða. „Að
sjá til þín, maður" er talið eitt
hans besta verk og fjallar um
sambúð hjóna og stálpaðs sonar
þeirra. Hallmar Sigurðsson leik-
stýrir verkinu og er hann nýkom-
inn frá námi í leikstjórnarfræð-
um. Hann hefur ekki fyrr sett upp
leikrit í Reykjavík. Leikmynd er
eftir Jón Þórisson og leikendur
eru þrír, þau Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Sigurður Karlsson og
Emil Guðmundsson. Þess má geta,
að höfundurinn, Franz Xaver
Kroetz, verður staddur hér á landi
þegar leikritið verður frumsýnt.
I lok október verður sýndur nýr
íslenskur söngleikur eftir þá Þór-
arin Eldjárn, Ólaf Hauk Simonar-
son og Egil Ólafsson. „Grettir"
heitir hann og snýst um heldur
erfiðan ungling úr Breiðholtinu,
sem „lendir í því" að verða sjón-
varpsstjarna. Leikmynd gerir
Steinþór Sigurðsson og búninga
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir,
sem er nýkomin frá námi í
búningateiknun. í Gretti koma
fram 15 leikendur og fer Kjartan
Ragnarsson með titilhlutverkið.
Egill Ólafsson leikur Glám og
foreldra Grettis, Ásmund og Ás-
dísi, leika þau Jón Sigurbjörnsson
og Sigurveig Jónsdóttir, sem áður
lék með Leikfélagi Akureyrar.
Harald G. Haralds leikur Atla,
bróður Grettis og Hanna María
Karlsdóttir leikur Gullveigu. Að
auki kemur svo Þursaflokkurinn
fram í verkinu. Söngleikurinn er
ekki byggður á Grettissögu en þeir
nafnarnir kunna þó að eiga eitt og
annað sameiginlegt. Stefán Bald-
ursson leikstýrir og Þórhildur
Þorleifsdóttir samdi dansana.
Rétt er að vekja athygli á því, að
söngleikurinn Grettir, sem er í
áskrift, verður færður upp í Aust-
urbæjarbíói.
Jólaverkefni Leikfélagsins verð-
ur Ótemjan (The Taming of a
Shrew) eftir William Shakespeare
og verður það flutt í nýrri og
óbirtri þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar. Þetta er fyrsta uppfærslan
á þessu verki í íslensku atvinnu-
leikhúsi og jafnframt sjöunda
verkið, sem L.R. sýnir eftir Willi-
am Shakespeare. Leikstjóri verður
Þórhildur Þorleifsdóttir og leik-
myndina gerir Steinþór Sigurðs-
son.
í lok febrúar á næsta ári verður
frumsýnt nýlegt, amerískt leikrit
eftir Sam Shepard, sem nú þykir
með athyglisverðustu leikritahöf-
undum vestra og eru verk hans
sýnd víða. Birgir Sigurðsson þýðir
verkið og hefur það að svo komnu
máli hlotið nafnið „Grafið, en ekki
gieymt." Stefán Baldursson er
leikstjóri    og    Þórunn    Sigríður
Þorgrímsdóttir gerir búningana.
„Grafið, en ekki gleymt" er í senn
raunsæislegt og dularfullt og býr
yfir magnþrunginni spennu. Sögu-
sviðið er bóndabær í Illinois og er
fjölskyldan, sem sagt er frá, nokk-
uð kyndug svo ekki sé meira sagt.
Leikári Leikfélags Reykjavíkur
lýkur með því að sett verður upp á
ný, frumsamin íslensk revía. Ekki
er unnt að skýra frá höfundum
hennar enda hefur revíuhöfundum
löngum verið svo farið, að þeir
hafa lítt viljað flíka nöfnum sín-
um.
Auk þeirra fimm verka, sem að
framan eru talin og öll eru í
áskrift, mun Leikfélagið fara af
stað með barnaleikrit um næstu
mánaðamót og má það teljast til
nokkurra nýmæla í starfsemi fé-
lagsins nú síðustu árin. Er hér um
farandsýningu að ræða og verður
sýnt í barnaskólum borgarinnar.
Leikritið heitir „Hlynur og svan-
urinn á Heljarfljóti" og er höfund-
urinn finnsk kona, Christina And-
erson. Þetta leikrit vakti mikla
athygli í Finnlandi á síðasta ári og
þótti sviðsmyndin taka öðru fram.
Olof Kangas heitir leikmynda-
teiknarinn og er hann nú staddur
hér og verður Leikfélaginu til
aðstoðar við uppsetninguna. Stef-
án Baldursson þýddi verkið en
Eyvindur Erlendsson leikstýrir
því. Leikendur eru Guðrún Ás-
mundsdóttir, Jón Hjartarson, Val-
gerður Dan, Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Kristján Viggósson.
Ofvitinn, sem sýndur var á
síðasta leikári, kemur aftur á
fjalirnar síðast í september og til
stendur að endursýna Rommí,
með þeim Gísla Halldórssyni og
Sigríði Hagalin, í nágrannabyggð-
um Reykjavíkur.
Leikarar hjá Leikfélagi Reykja-
víkur eru nú 32 talsins og þar af
helmingur fastráðinn. Formaður
stjórnar Leikfélagsins er Jón
Hjartarson og honum til halds og
trausts þau Guðrún Ásmundsdótt-
ir og Steinþór Sigurðsson. Fram
kom í máli leikstjóranna og for-
manns félagsins, að svo mjög eru
húsakynnin í Iðnó farin að
þrengja að starfsemi félagsins að
til algerra vandræða horfir. Held-
ur hægt hefur miðað með Borgar-
leikhúsið nýja en gert ráð fyrir að
kjallari hússins verði boðinn út nú
á næstunni. Sem stendur eru það
aðeins sökklarnir einir sem gefa
fyrirheit um betri tíð.
Leikarar og starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur.
Díno veit hvað hann
syngur
(aðaltega ítalskar aríur)
Sértu að hugsa um að fá þér í svanginn þegar þú skoðar
sýninguna, þá ætti það aldeilis að vera hægt. Dínó sér um það
ásamt öðrum matreiðslumönnum Asks.
Þeir framreiða ítalskar pizzur og kínverska kjúklinga- og grísa-
rétti. Auk þess rétt dagsins að ógleymdum Askborgurunum.
Sértu að hugsa um léttari hressingu, þá bendum við á vöfflu
með rjóma eða smurt brauð og auðvitað kaffisopa.
Hér eru veitingar við allra hæfi.
Dragið ekki fram á síðasta dag að sjá sýninguna.
Opið er kl. 3-10 virka daga og 1 -
laugardaga og sunnudaga.
Svæðinu er lokað alla daga kl. 11.
10
Heimilið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48