Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						-}
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
15
Björn Baldursson verslunarfull-
trúi
Þar á móti koma síðan hverfa-
verslanirnar eða „kaupmaðurinn á
horninu" sem býður upp á per-
sónulegri þjónustu. Þannig eru
flestar verslanir KEA Þegar þær
hófu starfsemi sína voru þær
gjarnan í nýjum og barnmörgum
hverfum, en í dag eru margar
þeirra í eldri hverfum, en gegna
þó mikilsverðu þjónustuhlutverki
sem félagsmenn og aðrir við-
skiptavinir félagsins hafa ekki
viljað missa af.
Ég vil benda á það, að Kjör-
markaður KEA hefur verið starf-
ræktur í núverandi formi síðan í
aprílbyrjun 1979 og raunar lengur
á öðrum stað.
Þær staðhæfingar sem koma
fram í viðtalinu við Hagkaups-
menn tel ég að taka verði með
mikilli varúð og staðhæfingar eins
og „nýjungar í viðskiptaháttum",
„meira vöruúrval" og „lægra vöru-
verð í mörgum tilfellum" standist
ekki.
Ég hygg að meira vöruval sé
fyrst og fremst annað vöruúrval,
þ.e. önnur vörumerki, enda trúir
því tæpast nokkur maður að sagt
sé í alvöru að fóik hafi verið orðið
hér „glorsoltið" og að „jógúrt" hafi
verið ófáanleg á Akureyri áður en
ný verslun Hagkaups opnaði.
Hafið þið ekki lækkað vöruverð
eftir að Hagkaup opnaði?
Það er rétt að við hættum að
reikna flutningsgjöld á vöru milli
Reykjavíkur og Akureyrar, en því
var hætt nokkru áður en Hagkaup
opnaði hér nýja verslun. Annars
er jöfnun flutningskostnaðar eng-
in ný bóla hjá okkur, við höfum
verið með sama verð á öllu
félagssvæði okkar í mörg ár og t.d.
vörðum við 40 milljónum til jöfn-
unar vöruverðs á sl. ári.
Ég tel mig geta fullyrt, að
vöruverð í kjörmarkaði KEA sé nú
milli 5—10% lægra heldur en hér
þekkist, enda sýnir mikil sölu-
aukning í júlímánuði það.
Hvað um aðra þætti verslunar á
Akureyri?
Það hefur komið fram í skýrslu
um smásöluverslun í Svíþjóð, að
talið er að um þriðjungi af ráð-
stöfunartekjum meðalfjölskyldu
sé eytt í matvöru, en því er spáð að
það hlutfalli muni minnka með
árunum. Ég hygg að þetta hlutfall
se svipað hérlendis, þannig að
ljóst er að mikill hluti ráðstöfun-
artekna fer einnig í sérvöru. Hér á
Akureyri rekur KEA deildaskipt
vöruhús að flatarmáli um 2000
fermetrar og ekki má gleyma
ágætum kaupmannaverslunum
hér.
Ég tel því, að verslun eigi ágæta
möguleika hérna og það er ósk
mín að kaupfélögum í dreifbýli og
þéttbýli takist um ókomna fram-
tíð að reka verslun sína með þeim
markmiðum sem þau settu sér í
upphafi, til hagsældar íbúum
þessa lands, en jafnframt vil ég
undirstrika að heiðarleg sam-
keppni er bæði eðlileg og nauð-
synleg.
Guðrún Flosadóttir:
Segjum nei
við nauðung
Ég get ekki orða bundist lengur,
og tek heilshugar undir orð og
áskoranir Péturs okkar útvarps-
þular. Generáls okkar gegn hrím-
þursum stjórnar BSRB. Það er
aldeilis makalaust hvað þeir hrím-
þursar ætla okkur opinberum
starfsmönnum. Það hefur enginn
farið fram á eyris kauphækkun,
heldur að því, sem stolið hefur
verið, sé skilað aftur. Það var í
dentíð vestur á fjörðum, að maður
lánaði náunga sínum járnkarl; skil
á járnkarlinum létu á sér standa.
Sendi nú maður son sinn (frekar
einfaldan) að sækja járnkarlinn,
fékk hann það svar að járnkarlinn
væri týndur, en „hérna eru aurar
nokkrir sem þú skalt láta karl
föður þinn hafa í stað járnkarls-
ins." Varð þá strák að orði: „Hann
pabbi pjakkar ekki með aurun-
um."
Já, einfaldir erum við opinberir
starfsmenn, við viljum okkar
járnkarl aftur og ekkert meira.
Eg hef ferðast svolítið um
heiminn (á því láni að fagna að
eiga skyldfólk erlendis) svo það
hefir ekki verið mér ofviða fjár-
hagslega. Ég hef lagt mig eftir því
að kynna mér lífskjör fólks, sér-
staklega þeirra, sem vinna sam-
bærileg störf og ég. Það þarf
ekkert að vera að orðlengja þetta:
við hérna á íslandi vinnum fyrir
smánarlaun. Ísland er orðið lág-
launaland. Það er lögboðin 40
stunda vinnuvika, en flestir vinna
60—70 stundir á viku, og hrekkur
ekki til. Hvað veldur því að stelpa
í frystihúsi í Færeyjum hefur
helmingi hærri laun en stelpa í
samskonar vinnu á íslandi?
Ég var nýlega í Danmörku og
labbaði inn í litla tuskubúð í
úthverfi Kaupmannahafnar. Þar
var við afgreiðslu 17 ára hnáta. Ég
spurði hana hvað hún hefði í laun
á mánuði. Hún hafði í nettólaun
ca 450.000.00 á mán. Ég er búin að
vera opinber starfsmaður í ára-
raðir, og brúttólaun mín eru í dag
krónur 360.000.00 á mán.
Ég er gæslukona á einum af
barnaleikvöllum Reykjavíkur-
borgar og þekki þar af leiðandi
hagi fjölda margra fjölskyldna og
Guðrún Flosadóttir
einstæðra foreldra. Ég þekki vel
til barna, enda fimm barna móðir
sjálf, og ekki meir um það. Þá er
það gamla fólkið. hvernig búið er
að því; getur nokkur íslendingur
kinnroðalaust sagt frá þeirra
kjörum? Svari nú hver fyrir sig.
Að ég tali nú ekki um öryrkja.
Lásuð þið greinina hans Magn-
úsar Kjartanssonar fyrrv. ráðh.
en nú 75% öryrkja? Hún birtist í
Morgunblaðinu í síðustu viku.
Sérstaklega ætti ríkissaksóknari
að rýna í hana. Magnús er ritsnill-
ingur, það vita allir sem eitthvað
hafa lesið, og ekki gengur hann
með steinbarn í maganum.
Kannski Ragnar ráðherra BSRB
geti eitthvað lært af flokksbróður
sínum.
Eg er uppalin hjá afa mínum,
einum af stofnendum verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, ég
man enn sem lítil hnáta eftir því
þegar hann tók þátt í verkfallsað-
gerðum og þurfti að hella niður
mjólk. Hann kom heim þungbú-
inn, blessaður gamli maðurinn, og
hafði tekið sér þetta nærri. Hann
sagði við mig: „I kvöld og næstu
daga fá mörg börn enga mjólk og
þú færð hana ekki heldur," og um
leið hellti hann niður í vaskinn
mjólkurlögginni, sem til var í
kotinu. Hann var aðventisti, trú-
aður og heiðarlegur, sannur
verkamaður.
Fyrir hverju barðist hann svona
harkalega, gætu nú sumir spurt.
Jú, hann barðist fyrir mannrétt-
indum. Aleiga hans var ekki stór,
mæld í peningum. Hverju hafði
hann að tapa? Hann hafði ná-
kvæmlega engu að tapa, en allt að
vinna.
Eigum við að svívirða minningu
brautryðjendanna, og láta hrifsa
af okkur það, sem þá dreymdi um
og fórnuðu öllu fyrir? Nei og aftur
nei, aldrei! — Það er eitthvað að á
íslandi allsnægtanna. Ég skora á
foringja verkalýðsins að víkja
hvergi, láta ekki blekkjast, þótt
rauðgulur litur sé á ríkisstjórn,
ellegar bláhvítur; skiptir engu. Ég
skora á allar gæslukonur barna-
leikvalla — svo og á alla opinbera
starfsmenn, að segja nei við nauð-
ung og fella samninga stjórnar
BSRB við ríkisvaldið.
1. sept. 1980.
Guðrún Flosadóttir.
Kær kveðja til allra þeirra,
sem beðið hafa eftir ódýrri
ljósritunarvél fyrir
venjulegan pappír!
(OMIC)
L=S
Við bjóðum þér splúnkunýja OMIC SELEX
1100 LD fyrir aðeins:
Kr. 1.850.000
Sýningarvél í verzlun okkar.
Komið, skoðið - Hringið, skrifið.

I SKRIFSTÓFUVÉLAR H.F.

HVERRSGATA
33
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48