Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
Eyþór Fannberg, form. Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar:
Hreyknir af samn-
ingum okkar 1977
í TILEFNI af atkvæðagreiðslu
opinberra starf.smanna um
kjaramál, sneri Morgunblaðið
sér til formanns Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar, Ey-
þórs Fannberg, og spurði hann,
hver afstaða hans væri til sam-
komulagsins.
„I tilefni af atkvæðagreiðslu
um samkomulagið vil ég, að það
komi skýrt fram," sagði Eyþór,
„að samkomulagið um réttinda-
mál félagsmanna Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar er ein
meginforsenda samningagerðar
og forsenda þess, að samningur
félagsins taki gildi.
í þessu felst, að verði samn-
ingur ríkisstarfsmanna felldur,
er Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar ekki bundið af samn-
ingi sínum við Reykjavíkurborg.
Afstaða mín til samkomulagsins
er sú, að í því felist það, sem
unnt var að ná fram án verk-
falisboðunar og met ég það svo,
að betra sé að samþykkja það til
skemmri tíma, heldur en að
beita verkfallsvopninu við þær
aðstæður, sem nú eru í þjóðfé-
lagi okkkar."
„Hvers vegna tekur þú þessa
afstöðu."
„Þær rislágu krónutölubætur,
sem loks hafa náðst eftir þrettán
mánaða samningaþras við þrjár
ríkisstjórnir, bera vissulega
vitni  um  vilja  viðsemjenda
- Betra að
samþykkja
nú en beita
verkfalls-
vopninu
okkar. Um það þarf enginn að
efast.
En þær bætur, sem náðust,
koma þó á þann hluta launastig-
ans þar sem þeirra var mest
þörf, og þar sem meginþorri
félagsmanna okkar er staðsettur
í launum.
Svo er einnig um möguleika á
launaflokkshækkun, hann er þar
sem fjölmennustu flokkarnir eru
og gefur miklum fjölda félags-
manna okkar möguleika á launa-
flokkshækkun. — Möguleika,
sem þessir starfsmenn hafa ekki
áður eygt. — það er um persónu-
uppbót að ræða eftir 8 ára
starfsaldur, og einnig fyrir
hlutastörf og er það nýmæli hjá
okkur og kemur það fjölmörgum
til góða. Persónuuppbót fyrir
fullt starf hjá Reykjavíkurborg,
sem áður var eftir átján ár,
færist nú niður í 15 ár.
Persónuuppbót er nú í fyrsta
sinn til lífeyrisþega, sem hætt
hafa störfum. Eitt mesta bar-
áttumál félags okkar, það er að
lengd samningstímans sé samn-
ingsátriði milli okkar og við-
semjenda er nú loks náð.
Baráttumál vaktavinnufólks
um að fá að greiða í lífeyrissjóð
af vaktaálagi er nú loks viður-
kennt.
Lífeyrissjóðsréttindi eru auk-
in, m.a. með nýrri 95 ára reglu,
er byggir á viðurkenndum lífeyr-
issjóðsaldri.
Endurmenntunarsjóður er
stofnaður og honum tryggt fjár-
magn.
Fleira mætti upp telja, en
síðast en ekki síst vil ég nefna að
nú þegar fastráðningu er hætt
og sífellt fleiri félagsmenn eru
ráðnir með þriggja mánaða upp-
sagnarfresti, höfum við tryggt
okkur atvinnuleysisbætur til
jafns við aðra launþega í landi
voru.
valið er því anars vegar að
gera kjarasamning til eins árs,
kjarasamning, sem m.a. felur í
sér það sem ég hef hér nefnt —
og hinsvegar að boða til vinnu-
stöðvunar er fellir gildandi
samning, og tíminn einn getur
skorið úr um, hvaða kjarabætur
færi okkur."
„Hvað viltu segja um afstöðu
manna nú til kjaramála opin-
berra  starfsmanna,  minnugur
Eypór Fannberg.
afstöðu þeirra, þá er Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
hafði forustu um gerð kjara-
samnings þeirra haustið 1977."
„Árið 1977 hafði Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar forystu
um að brjótast út úr verkfalli og
gerði samning, sem samtök
okkar eru nú hreykin af. Og
þrátt fyrir innreið þriggja ríkis-
stjórna og þrettán mánaða sam-
ningsþóf, hefur reynst erfitt að
bæta þann samning. Það hefur
þó tekist að hluta með tilkomu
þess samnings, er nú liggur
fyrir.
Þær raddir, sem árið 1977
hrópuðu hæst og atyrtu forystu
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar fyrir frumhlaup, hafa nú
að mestu hjaðnað.
Einstaka hafa þó söðlað um og
telja að nú eigi St.Rv. að sýna
sérstöðu og taka upp harðari
afstöðu til kjaramála.
Meginatriðið í kjarabaráttu
nú sem fyrr en að ná fram
kjarasamningi, sem miðað við
aðstæður hverju sinni, telst við-
unandi."
Sumarferð
sjálfstæðis-
félaganna
á Akureyri
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé-
laganna á Akureyri efna til
ferðar um Skagafjörð næstkom-
andi laugardag. Farið verður af
stað klukkan 10 árdegis, komið
við i Glaumbæ, á Sauðárkróki,
farið um Hegranes að Hólum og
svo aftur til Akureyrar.
Fararstjóri verður Björn Josef
Arnviðarson.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri milli klukk-
an 17 og 19.
Heilsugæslustöð
í Neskaupstað
NcskaupstaíS. 1. september 1980.
FÖSTUDAGINN 29. ágúst var ný
heilsugæslustöð tekin í notkun i
Neskaupstað. Heilsugæslustöðin
er til húsa i viðbyggingu við
Fjórðungssjúkrahúsið hér.
Byggingaframkvæmdir hófust
árið 1973, en byggingin er um 3000
fermetrar að stærð. í hinni nýju
heilsugæslustöð eru einnig rönt-
gendeild og rannsóknarstöð. Búist
er við að öll byggingin verði tekin í
notkun seint á árinu 1981.
Á síðastliðnu ári dvöldust 700
sjúklingar á sjúkrahúsinu um
lengri eða skemmri tíma. Endur-
hæfingardeild hefur þegar verið
tekin í notkun að hluta til, og nú er
starfandi hér sjúkraþjálfari. Yfir-
læknir við sjúkrahúsið er Eggert
Brekkan.
— Ásgeir.
Lítið hefur náðst og
margt hefur glatast
Nú göngum við almennir félag-
ar BSRB til atkvæðagreiðslu um
samkomulagsdrög þau er liggja
fyrir.
Samningaviðræður fóru vægast
sagt rólega af stað. Kröfugerðin,
sem var drifin af rétt fyrir síðustu
Alþingiskosningar, var lítið kynnt
félagsmönnum fyrr en undir vorið.
Með umræðum um kröfugerðina
og gang samninga kom fjörkippur
í opinbera starfsmenn og sendi
forysta BSRB og stærstu aðildar-
félög þess frá sér ályktanir um að
hefja skyldi undirbúning verk-
fallsaðgerða. Enda ekki nema von
að launamenn í BSRB færu að
ókyrrast, þar eð samningar voru
jú lausir 1. júlí 1979.
Reyndar hefur enginn orðið var
við að forysta BSRB tæki ályktun
sjálfs sín og félagsmanna alvar-
Iegar en svo, að enginn undirbún-
ingur verkfallsaðgerða er hafinn
að því er séð verður.
Hvers var krafist
Kröfugerð BSRB var hið ágæt-
asta plagg. Einkum voru það 3
atriði sem voru mikilvæg. Fyrst
skal frægan telja launastigann,
þar sem í raun var farið fram á
„samningana í gildi" auk hækkun-
ar á lægstu laun. Þá var krafist
fullra vísitölubóta á öll laun og að
lengd samningstímabilsins skyldi
vera samningsatriði. Kröfugerð-
inni fylgdi „sjálfstæða tillaga"
(félagsmálapakki), þar sem farið
var fram á m.a. atvinnuleysisbæt-
ur, endurskoðun á lífeyrissjóðs-
málum og raunverulegt launa-
jafnrétti.
Lítið hefur náðst og margt
glatast á krókóttri braut samn-
ingaviðræðna BSRB við sér „vin-
veitta ríkisstjórn".
Félagsmálapakkinn
Lítum sem snoggvast á félags-
málapakkann.  Þar náðust fram
ákveðnar umbætur í lífeyrismál-
um, vilyrði fyrir atvinnuleysisbót-
um og sömuleiðis að lengd samn-
ingstímabiisins verði samnings-
atriði. Öll þessi atriði eru háð
lagasetningu hins háa Alþingis og
eru því undir meirihlutasamþykki
þess komin. Við verðum því að
biðja ríkisstjórninni blessunar í
hverri kvöldbæn hér eftir (sem
hingað til). Ekki skulu þessi atriði
vanmetin, en hvað varð um kröf-
urnar varðandi fæðingarorlof, rétt
foreldra til að vera heima vegna
veikinda barna, Iengra orlof (laug-
ardagana), raunverulegt launa-
jafnrétti o.fl.
Fjórða hver
vika launalaus
Það hefur ekki farið fram hjá
okkur, sem þurfum að lifa .af
launum okkar, að eitthvað eru þau
farin að ódrýgjast. Hve mikil
kjaraskerðingin er virðist algjört
leyndarmál og yfir því ekki minni
leynd en störfum ákveðins leynifé-
lags hér í borg. Upp úr hagfræð-
ingi okkar datt þó hér á dögunum
talan 24—25%. Hann gerir þó nú
sitt ýtrasta til að kióra yfir þessar
upplýsingar sínar og notar hin
ýmsu hagfræðiheiti til þess að
rugla fólk í ríminu. Tökum við
þessar tölur bókstaflega vinnum
við kauplaust 1 viku í mánuði
miðað við kaupgetu eftir samning-
ana '77. Maður skyldi ætla að
vinveittir viðsemjendur með
Ragnar Arnalds í fararbroddi létu
ekki fara svona með launamenn.
Hvenær komumst
vio i tivolí
Hver eru launin skv. samkomu-
laginu? Okkur er boðið upp á
hvorki meira né minna en 14.000.-
kr. hækkun á 15 lægstu flokkana.
Þannig kostar það vísitölufjöl-
skylduna 3ja mánaða launahækk-
un að fara í tívolí (en þá er búið að
loka tívolíinu). Þegar ríkisstjórnin
í júní sl. bauð 6.000.- kr. hækkun
sagði einn af forsvarsmönnum
BSRB, að það nægði fyrir kart-
öflupoka og gotteríi fyrir börnin.
Nægja þessar 14.000.- fyrir mikið
meiru eftir síðustu hækkanir?
Reyndar eru ákvæði um ákveðn-
ar tilfærslur í launaflokkum, en
þrátt fyrir það er hækkunin aldrei
meiri en 7—8%. Hækkun er í efstu
launaflokkunum með samræm-
ingu við launastiga BHM, allt að
ca. 50.000.- kr. Miðbik launastig-
ans situr eftir með niður í 1%
hækkun. Afleiðing af þessu verður
óhjákvæmilega sú, eins og launa-
stiginn er byggður upp í dag, að
launaflokkarnir í miðju verða not-
aðir til að halda lægri launaflokk-
unum niðri. Kröfugerðin er með
þessu orðin fjarlægur draumur.
Hver var tilgangur hennar? Hvað
réttlætir svona gífurlega tilslökun
í launakröfum? Ekki er það fé-
lagsmálapakkinn, við fórum fram
á hann í kröfugerðinni. Það læðist
að manni sá grunur að skylt sé
skeggið hökunni og þessar tilslak-
anir séu vegna þess að við semjum
við „vinveitta" ríkisstjórn.
Það er margt sem
ekki gengur upp
Út yfir allan þjófabálk tekur þó,
að forysta okkar samþykkir lög-
bundna vísitöluskerðingu með því
að fallast á svokölluð Ólafslög.
Þarna kveður við nýjan tón, því
BSRB mótmælti þessum lögum
strax í upphafi og hefur aldrei
viðurkennt þau fyrr en þá nú. Er
það virkilega mat forystu okkar að
nú eftir 25% kjaraskerðingu séum
við í stakk búin til að taka á
okkur, reglulega á 3ja mánaða
fresti, áframhaldandi, lögbundna
kjaraskerðingu?
Við vitum líka að yfirvofandi
IIjordís Hjartardóttir
eru efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar. Er það kannski
vegna samninga og von um ró á
vinnumarkaðnum að þess er svo
vandlega gætt að ekki leki út um
innihald þeirra aðgerða?
Það er orðið allt of margt í
samkomulaginu sem ekki gengur
upp.
Hefnum þess í héraði...
Meðal almennra félaga heyrast
þær raddir, að þess skuli hefnt í
héraði, sem illa fari á Alþingi og
kjarabótum skuli náð í sérkjara-
samningum. Það er fásinna að
láta sér detta í hug, eftir það sem
á undan er gengið, að starfshópar
nái fram einhverri leiðréttingu á
kjörum sínum í sérkjarasamning-
um. Verum minnug þess, að í þeim
gildir ekki okkar sterkasta vopn
— verkfallsrétturinn.
Hvað er þá til ráða?
Séum við ekki tilbúin til að
fallast á þá kjaraskerðingu sem í
samkomulaginu felst verðum við
að fella það og þar með boða
verkfall. Aður en til þess kæmi er
sáttanefnd skylt að leggja fram
sáttatiilögu. Sáttanefnd getur
ekki boðið upp á eitthvað sem er
lakara en það samkomulag, sem
þegar hefur verið felit. Við vitum
líka, að rikisstjórnin vill ýmislegt
á sig leggja til aö halda mjúku
sætunum  í  ráðherrastólunum,
Anni G. Haugen
gömlum sem nýsmíðuðum, og er
ekki allt of örugg með að standa af
sér verkfall BSRB.
Að kyssa prinsinn
Mörg og misjöfn er röksemda-
færsla talsmanna samkomulags-
ins. Skemmtilegust eru þó rök
forystu       Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar um að sam-
þykkja skuli samkomulagið vegna
félagsmálapakkans. Viðsemjandi
þeirra, Reykjavíkurborg, er nefni-
lega alls ekki fær um að uppfylla
nema lítinn hluta hans, þar eð það
þarf lagabreytingar til. Samþykki
St.Rv. samkomulagið en BSRB
felli það sitja starfsmenn'Reykja-
víkurborgar uppi með fyrrnefndar
krónur og lítið annað. Það er eins
og gamla ævintýrinu sé snúið við
og við kossinn breytist prinsinn í
slepjulegan, grænan frosk.
Félagar. Vissulega eru þær fé-
lagslegu umbætur, sem í sam-
komulaginu felast góðra gjalda
verðar. En fyrir stóran hluta
félagsmanna verður ekki nóg að
hugga sig við bætt lífeyrisréttindi
í ellinni, því að erfiðara og erfiðra
verður fyrir þá að láta endana ná
saman.
Félagar — flykkjumst á kjör-
stað — sýnum samtakamátt okkar
— fellum samkomulagið.
Reykjavik 3. september 1980,
IIjordís Hjartardóttir,
Anni G. Haugen.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48