Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
21
Flugumsjónin í Kefla-
vík flutt til Rvíkur
Jenný Sorheller, flugfreyja
„Fjárhagsleg af-
koma hundruða
heimila í hættu"
- segir Jenný Sör-
heller, flugfreyja
„ÞAÐ bíða allir eftir því hvað
kemur út úr ráðherraviðræðunum
við Luxemborgarmenn í næstu
viku og eins eftir því hvort þessar
upsagnir eru ólöglegar eða ekki,"
sagði Jenný Sörheller flugfreyja.
Hún var að koma úr flugi frá
Glasgow og Kaupmannahöfn þeg-
ar Morgunblaðsmenn ræddu við
hana um borð í einni af Boeing 727
þotum Flugleiða á Keflavíkur-
flugvelli í gærdag.
Jenný sagði að mikill ótti og
uggur væri í starfsfólkinu varð-
andi framtíðina, sem væri ákaf-
lega óviss. Þar væri mikið í húfi,
svo sem fjárhagsleg afkoma
hundruða heimila og ekki glæsi-
legar horfur um störf handa öllu
þessu fólki. Öllum flugfreyjum
Flugleiða hefur verið sagt upp,
alls um 160 talsins. Þar af hætta
30 fyrsta október. „Við lítum þetta
ákaflega alvarlegum augum þar
sem öllum hefur verið sagt upp og
leggjum áherslu á að sameigin-
legur starfsaldurslisti verði látinn
ráða varðandi uppsagnirnar svo
sem hingað til hefur verið gert.
Það er mjög alvarlegt að allur
þessi hópur verði látinn koma á
vinnumarkaðinn í einu á svo
stuttu tímabili, eins og atvinnu-
horfurnar eru, en málin eru öll í
mikilli óvissu og erfitt að átta sig
á hver framvindan verður," sagði
Jenný Sörheller.
AÐSETUR flugumsjónar Flugleiða
á Keflavíkurflugvelli er á efri hæð
flugstöðvarbyggingarinnar og er
þar jafnan erill mikill, símar og
radíótæki kalla og flugmenn koma
við og taka nauðsynleg gögn og
upplýsingar áður en flug er hafið.
Þarna vinna tveir menn á vöktum
og þótt mikið virtist að gera hjá
þeim, sífelldar hringingar og amst-
ur gáfu þeir sér þó tíma til að
spjalla við blaðamenn Mbl. inn á
milli. Sögðu þeir að þá stundina
væri fremur lítið að gera, ástandið
rétt eins og í kirkjugarði, en stund-
um gæti hasarinn orðið allmikill.
—  Þessar uppsagnir gera það að
verkum að starfsandinn verður
lélegur, að minnsta kosti hjá okkur,
enda er ætlunin að leggja flugum-
sjón hér niður og sameina hana
annarri flugumsjón félagsins á
Reykjavíkurflugvelli, sögðu þeir
flugumsjónarmenn Goði Sveinsson
og Kristbergur Guðjónsson vakt-
stjóri. Kristbergur, sem starfað
hefur við flug og flugumsjón í yfir
30 ár, sagöi að þeir væru nokkrir
með áratuga starfsferil, sem sagt
hefði verið upp. Þeir væru allir
fullfrískir og vel vinnufærir, ekki
farnir að tapa niður kunnáttu sinni
og ekki fallið úr starfsdagur.
—  Við erum tíu, sem störfum á
vöktum í flugumsjón Flugleiða hér á
Keflavíkurflugvelli. Við sem eldri
erum í starfi höfum sótt menntun
og þjálfun i Bandaríkjunum og
höfum því flestir réttindi til starfa
þar, en þeir yngri eru flestir aðeins
með réttindi hérlendis, segir Krist-
bergur. — Okkur er ekki ljóst
hvernig hægt verður að þjóna flug-
inu ef flugumsjón hér verður lögð
niður, en það á eftir að koma í Ijós,
sögðu þeir félagar.
I starfi flugumsjónarmanna felst
m.a. að undirbúa hvert flug, taka við
upplýsingum um veður á fyrirhug-
aðri flugleið, skipuleggja flugáætlun
í framhaldi af því, fá upplýsingar
um hleðslu og eldsneyti og skrá
hvernig því er komið fyrir í vélunum
og þar fram eftir götunum. Flug-
stjóri fer siðan yfir þessar áætlanir
sem flugmennirnir taka með sér
ásamt öðrum gögnum, sem flug-
umsjónarmenn hafa undirbúið,
kortum af flugvöllum o.fl., áður en
lagt er í flug. Er því oft sagt sem svo
að flugumsjónarmaðurinn sé flug-
maðurinn á jörðu niðri, enda ber
hann ábyrgð til jafns við flugmann
á því að allt sé undirbúið og skráö að
reglum. Þar fyrir utan eru flug-
umsjónarmenn oft í sambandi við
vélarnar þegar þær fara að nálgast
landið, gefa þeim upplýsingar um
veður o.fl., um þá fara þau skilaboð
sem á þarf að halda og þannig
mætti lengi telja.
— Hér er mest að gera milli 7 og 9
á morgnana þegar vélarnar eru á
förum til Evrópu og Bandaríkjavél-
arnar að koma og í eftirmiðdaginn
þegar þær eru að koma frá Evrópu
og Bandaríkjavélarnar að fara. Á
næturnar er yfirleitt rólegt, en þá
notum við tímann til að undirbúa
morgunflugið. Hins vegar eru vélar
Flugleiða ekki þær einu, sem við
þjónum, hér fara um SAS vélar og
hinar og aðrar vélar erlendra flug-
félaga, sem lenda óvænt, og þurfa á
þjónustu okkar að halda, upplýsa
þeir Kristbergur Guðjónsson og
Goði Sveinsson einnig og þótti nú
rétt að tefja þá ekki öllu lengur, þar
sem búið var að trufla starfsfrið
þeirra nóg.
Ekki kváðust þeir búast við að
geta leitaö fyrir sér annars staðar
um starf flugumsjónarmanns, hér
væri um sérhæft starf að ræða, sem
fyrirfyndist ekki hjá öðrum aðilum
en millilandaflugfélögum og þvi
óljóst hvað flugumsjónarmenn gætu
tekið sér fyrir hendur þegar Flug-
leiðum sleppti.
Kristbergur Guðjónsson vaktstjóri og Goði Sveinsson í flugumsjón-
inni ræða málin.
FÍA menn kæmust að á henni og
Flugleiðir neyddust til að fara að
kröfum þeirra. Þeir vilja nú
halda sínum hlut þrátt fyrir að
samdrátturinn sé á þeirra leið-
um, sögðu flugmenn og héldu
áfram:
—  Þeir eru flestir eldri í starfi,
en yngstu menn í FÍA og ef litið
er á listana kemur í ljós að fyrstu
20 menn, sem þyrfti að segja upp
eru frá okkur, menn sem fljúga
Fokker og nokkrir á Boeing
þotunum.
En hvað geta flugfreyjurnar,
sem verða að hætta hjá Flugleið-
um, farið að gera?
— Við höfum fengið atvinnutil-
boð hér innanlands, t.d. fiskvinnu
bæði á Vestfjörðum og Höfn,
sögðu þær. — Sjálfsagt getum við
fengið eitthvert starf þegar við
göngum héðan út, en það verður
ekki flugfreyjustarf.
Þá ræddu flugmenn nokkuð um
verkefni, sem fengin hafa verið í
hendur Arnarflugi:
—  Við höfum ekki flogið eina
einustu sólarlandaferð í allt
sumar, Arnarflug hefur annast
allt leiguflug fyrir Flugleiðir.
Árið 1977 flugum við 111 ferðir á
3 mánuðum og þetta hefur
kannski verið kringum 900 tíma
vinna á ári, en nú hafa þeir alveg
séð um þetta flug. Við teljum að
vel hefði mátt skipuleggja flugið
þannig að hægt hefði verið að
fljúga það á okkar vélum.
En hvað tekur við, hvenær
búist þið við að frétta af endur-
ráðningum?
— Það er nú það sem við bíðum
öll eftir. Við fréttum yfirleitt
fyrst um einhverjar svona að-
gerðir í blöðunum og finnst okkur
oftast að lítið samband sé haft
við okkur starfsmenn, sögðu þau
Jón Karl Snorrason, Stefán
Gunnarsson, Magnús Jónsson,
Inga Eiríksdóttir, Guðrún Clau-
sen, Helga Ottósdóttir og Elísa-
bet Hannam.
Stöðugt stríð allt
frá sameiningunni
Kjartan Norðdahl flugmaður (t.v.) og Bragi Norðdahl flugstjóri.
Vonum að sem f lest-
ir haldi starfinu
- segja FIA menn
— ÞAÐ eru náttúrlega óánægja
með þessar uppsagnir og þriggja
mánaða uppsagnarfresturinn virð-
ist ekki virtur sem skyldi, sögðu
þeir Bragi Norðdahl flugstjóri og
Kjartan Norðdahl flugmaður er
Mbl. spjallaði við þá þegar þeir
voru að koma eina ferðina frá
Kaupmannahöfn í vikunni á
Boeing-727 þotu Flugleiða og eru
þeir í Félagi ísl. atvinnuflugmanna.
— Við vitum í raun ekkert um
það sem gerast kann á næstunni,
það mun unnið að útvegun nýrra
verkefna og við bíðum í voninni til
1. nóvember, að sem flestir haldi
starfi, sögðu þeir einnig. — Við
vonum að forráðamenn félagsins
geti fljótlega skýrt málin og teljum
að fækkað verði um færri menn en
talað var um fyrst. Stærsta málið
finnst okkur vera það, að láta ekki
sætið handa einhverjum öðrum.
Aðferðin við endurráðningarnar er
ekki ljós ennþá, en menn myndu
ekki fallast á að standa upp
einungis til að annar maður komi í
sæti þeirra. Sú staða gæti til
dæmis komið upp, að aðstoðarflug-
menn á Fokker-vélunum þyrftu að
víkja fyrir aðstoðarflugmönnum á
DC-8 og menn vilja ekki rýma á
þann hátt fyrir öðrum.
—  Þá finnst okkur ekki rétt eins
og Loftleiðaflugmenn hafa bent á
að samdráttur sé líka í verkefnum
Boeing-þotanna þar sem nú er
verið að selja tvær þeirra. Sala
þeirra nú er að miklu leyti vegna
fjármagnsskorts félagsins og sá
fjárskortur stafar ekki af öðru en
rekstrarerfiðleikum vegna taps á
ákveðnum áætlunarleiðum félags-
ins. Er sala Boeing-vélanna því
óbein afleiðing samdráttarins.
—  Flugfélög erlendis eru einnig
að segja upp flugmönnum og því er
mjög óvíst að nokkur fái störf þar,
þessi samdráttur er víða fyrir
hendi og óvissa í flugmálum hvar-
vetna, sögðu þeir að lokum.
- segja Loftleiða-
flugmenn
- STARFSFÓLKIÐ veit í rauninni
ekki hvað er að gerast í fyrirtæk-
inu núna eða hvað hefur verið að
gerast að undanförnu, við höfum
ekki verið látnir vita og það má
eiginlega segja að við höfum átt
von á hverju sem væri síðustu árin
og stjórn fyrirtækisins hefur verið
í lágmarki, sögðu þeir Pálmi Sig-
urðsson flugstjóri og Árni Sigur-
bergsson flugmaður á DC—8 þotu,
sem var að koma frá Luxemborg er
blaðamaður Mbl. ræddi stuttlega
við þá og innti þá álits á því sem er
að gerast hjá Flugleiðum um þess-
ar mundir.
— Við höfum engar „patent"—
lausnir, en greinilegt er að sam-
keppni og olíuverðið eru félaginu
erfið og við þá erfiðleika verður að
kljást ef halda á uppi samgöngum
við landið. Ekki er hægt að kenna
neinu einu sérstöku atriði um það
hvernig nú er komið fyrir félaginu,
en menn vita að allt frá samein-
ingu félaganna hefur verið nánast
stöðugt stríð, innbyrðis óánægja
grafið um sig og sífelldur slagur
verið milli stjórnar Flugleiða og
starfsfólks. Góður starfsandi er
verður að vera fyrir hendi, en það
gerist vart þegar þeir sem eiga að
stjórna félaginu geta ekki komið
fram og fengið starfsfólkið með
sér. Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér, á vel við í
þessu sambandi og við teljum að nú
sé mál til komið að leggja niður
allar deilur að hugsa um það að
koma félaginu á réttan kjöl, kváðu
þeir félagar og ræddu síðan um
nauðsyn þess að halda áfram
Ameríkufluginu:
— Ef Flugleiðir hætta flugi til
Luxemborgar er ljóst að þeir munu
á þeim degi taka við fluginu sjálfir
og þá er um leiö ljóst að Flugleiðir
koma þar ekki við sögu meir.
Sennilega hefði átt að vera búið að
koma ríkinu meira inn í stjórn
Flugleiða, fleiri aðilar og nýir
aðilar ættu að koma í stað þeirra
sem nú ráða mest ríkjum. Það er
djúp lægð sem gengur yfir okkur
núna, en vonandi á fyrirtækið eftir
að komast fyrir hana.
Pálmi Sigurðsson flugst jóri (t.v.) og Árni Sigurbergsson flugmaður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48