Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980

Haukur Sævaldsson, verkfræðingur:
Stóriðja og gæluverkefni
Inngangur
í ritstjórnargrein nýlega beinir
Morgunblaðið spjótum sínum að
iðnaðarráðherra.     Spjótalögin
beinast einkum að áhugaleysi
hans fyrir stóriðjuframkvæmdum
annarsvegar en hinsvegar að ým-
iss konar gæluverkefni eigi allan
forgang, verkefni sem séu áhættu-
söm tilraunaverkefni. Tilnefnir
blaðið þar sérstaklega „Essin fjög-
ur" (Saltverksmiðja, Sykurverk-
smiðja, Steinullarverksmiðja og
Stálbræðsla).
Höfundur þessarar greinar er
ekki kunnugur stjóriðjumálum al-
mennt og þeim tengdum orku-
framkvæmdum eða þremur „Ess-
anna" en einu þeirra, þ.e.a.s.
Stálbræðslunni er ég mjög vel
kunnugur, og er fyrirlitningin í
skrifum Mbl. um þetta gæluverk-
efni hvatinn að þessum skrifum.
Forsagan
Það var einmitt í Mbl. fyrir
u.þ.b. tíu árum að ég fékk birta
grein  um  þá  verðmætasóun  er
meðhöndlun Islendinga á brota-
járni er. Sú grein var meðal
annars hvati að stofnun Stálfé-
lagsins hf. í nóvember 1970, þegar
rúmlega sextíu einstaklingar
lögðu fram hver tíu þúsund krón-
ur (þó nokkrir meira eða allt að
þrjátíu þúsund krónur). Verkefni
þess var að standa straum af
kostnaði vegna gaumgæfilegrar
athugunar á því hvort grundvöllur
væri fyrir hagnýtingu innlends
brotajárns og framleiða úr því
steypustyrktarstál fyrir innan-
landsmarkað. Þessir einstaklingar
höfðu trú á framtíð íslensks iðn-
aðar og tóku alvarlega hástemmd-
ar skálaræður stjórnmálamanna
um nauðsyn átaks til uppbygg-
ingar á iðnaði, en um það leyti
komust þessar skálaræður í tísku
og hafa tollað í henni síðan. Hefðu
þessir einstaklingar keyþt þá fyrir
þessar tíu þúsund krónur ríkis-
tryggð skuldabréf væri andvirði
þeirra nú rúmlega þrjúhundruð og
sextíu þúsund krónur.
Stálfélagið lauk sínum athugun-
um  á  miðju  ári  1971  og varð
niðurstaðan sú að hagkvæmt væri
að reisa hér litla verksmiðju er
sæi landsmönnum fyrir steypu-
styrktarstáli      til      allrar
mannvirkjagerðar. Var gefinn út
mjög viðamikill bæklingur um
málið og hann afhentur hinum
nýstofnaða Norræna iðnþróun-
arsjóði til umfjöllunar.
Baráttan
Eg mun nú freista þess að rifja
upp í allra stærstu atriðum þá
málsmeðferð sem Stáifélagið hef-
ur fengið hjá iðnaðarráðuneyti og
iðnþróunarsjóði. Ekki verða hér
tíundaðar hinar fjölmörgu heim-
sóknir til ráðherra og embætt-
ismanna ráðuneytanna né ótelj-
andi símtöl við hina og þessa
minni spámenn kerfisins. Fullyrða
má að þessi samskipti hafi ein-
kennst af mjög miklum seinagangi
og áhugaleysi, þar til núverandi
iðnaðarráðherra tók við embætti.
Það tók Iðnþróunarsjóð eitt ár að
hafna hugmyndinni um rekstur
stálverksmiðju. Sumar forsendur
synjunarinnar hefðu nægt til þess
að leggja stáliðnað allrar heims-'
byggðarinnar algerlega í rúst. Því
næst voru áaetlanirnar um mitt ár
1973 afhentar Þjóðhagsstofnun til
yfirferðar, að undirlagi þáverandi
iðnaðarráðherra,      Magnúsar
Kjartanssonar. Skilaði hún, í júlí
1974, mjög jákvæðri niðurstöðu.
Eftir stjórnarskipti 1974 var mál-
ið tekið upp við hinn nýja iðnað-
arráðherra, Gunnar Thoroddsen.
Leiddi það til þess að Þóðhags-
stofnun fór á nýjan leik yfir
áætlanirnar eftir að Stálfélagið
hafði fengið nýtt tilboð í tækjab-
únað. í maí 1975 sendi Stálfélagið
bréf til iðnaðarráðuneytis, þar
sem farið var fram á ríkisábyrgð
fyrir 75% af stofnkostnaði. Fyrr-
ipart árs 1976 sendi iðnaðarráðun
eytið málið til umfjöllunar í fjár-
málaráðuneytið. í maí 1976 vísar
það málinu aftur til iðnaðarráðun-
eytisins vegna ónógra upplýsinga
ásamt fjölda fyrirspurna. Iðnað-
arráðuneytið sendi málið aftur til
fjármálaráðuneytisins í ágúst
1976. Til þess að herða á málinu,
fóru Stálfélagsmenn á fund for-
sætisráðherra og að hans undir-
lagi var Þjóðhagsstofnun falið að
yfirfara dæmið í þriðja sinn og
barst niðurstaða hennar mjög
fljótt eða í október 1976 og með
sömu jákvæðu útkomu og áður. í
kjölfar þessarar þriðju yfirferðar
Þjóðhagsstofnunar fór iðnaðar-
ráðuneytið fram á það við
fjármálaráðuneytið að ríkis-
ábyrgð vegna Stálfélagsins yrði
tekin upp í fjárlögum 1977. Neitun
fjármálaráðuneytisins barst fyrst
í júní 1977. Vegna eftirgangssemi
Stálfélagsins voru því tilkynntar
þessar niðurstöður í september
1977 án þess að nokkur afstaða
væri tekin til synjunarinnar af
hálfu iðnaðarráðuneytisins.
Stálfélagsmenn fóru fljótlega
eftir embættistöku núverandi iðn-
aðarráðherra á fund hans. Eftir
að hann hafði kynnt sér málið
gaumgæfilega sumarið 1979,
ákvað hann að láta kanna eins
rækilega og tök væru á, tilfallandi
brotajárnsmagn og í framhaldi af
því var skipuð verkefnisstjórn.
Mikil og blómleg
starfsemi hjá Fáki
Reiðskólinn í Saltvík á Kjal-
arnesi hefur verið starfræktur í
sumar í samvinnu við Æsku-
lýðsráð og í vetur var einnig
rekinn skóli frá neðri hesthús-
um Fáks og var aðsókn svo
mikil, að ekki var unnt að anna
eftirspurn.
Auk firmakeppninnar voru
haldin tvö mót í vor og var þar
í FRÉTTABRÉFI, sem Hesta-
mannafélgið Fákur hefur sent
frá sér, segír, að um 500 hross
hafi verið á fóðrum hjá félag-
inu í vetur og auk þess 70 á
Ragnheiðarstöðum. Féiagið
rak tamningastöð frá janúar
til júniioka og varð aðsókn að
henni mjög mikil. Fákur hefur
nú aðgang að 13 beitarlondum
sem flest eru í nágrenni
Reykjavíkur. Vegna áburðar-
gjafar og kostnaðar við girð-
ingar hefur beitarkostnaður
aukist verulega.
Á síðasta ári keypti Fákur
jörðina Ragnheiðarstaæði í
Gaulverjabæjarhreppi í Flóa og
hefur verið hafist handa við
framkvæmdir á jörðinni og
endurbætur á húsum. Borinn
var áburður á landið og sáð
grasfræi og var það gert í
samvinnu við Landgræðslu rík-
isins. Stjórn Fáks kann sand-
græðslustjóra miklar þakkir
fyrir góða samvinnu í þeim
málum. Ragnheiðarstaðir eru
um það bil 850 hektarar að
stærð.
"Ol
Núverandi stjórn Hestamannafélagsins Fáks
fitjað upp á ýmsum nýmælum.
Notaðir voru rásbásar, sem fé-
lagið lét smíða, og er það í
fyrsta sinn sem þeir eru notaðir
hér á landi. íþróttadeild Fáks
starfaði vel og tók m.a. þátt í
Islandsmóti í hestaíþróttum og
stóð fyrir námskeiðum. Fjáröfl-
unardeildir félagsins unnu ötult
starf. Kvennadeildin sá um
hlaðborðin vinsælu og happ-
drættið, og karladeildin stóð
fyrir firmakeppni.
Hestamannafélagið Fákur
fagnar því að Skipulag ríkisins
hefur ráðið Einar E. Guð-
mundsson til að gera tillögur
um reiðleiðir á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu og tengivegi milli
hestamannafélaganna. Stjórn
Fáks hefur mikinn áhuga á að
*era verði göng undir veginn við
Rauðavatn enda er slysáhætta
?ar mikil. í tilefni af ári trésins
lafa Fáksfélagar plantað 4000
;rjám í reit félagsins við Elliða-
ir.
í fréttabréfi Fáks er að síð-
jstu skorað á alla félaga að
?anga vel um beitarlöndin og
mnars staðar þar sem þeir eru
í ferð.
Athygli er vakin á því að
áheimilt er að taka hesta úr
beitarlöndum eftir 30. septem-
ber nema haft sé samband við
skrifstofuna og að síðustu eru
hestamenn hvattir til að ríða
ávallt á hægri vegarkanti og
víkja vel fyrir akandi umferð.
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48