Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980
Frá f jórðungsþingi Norðlendinga:
Samræma þarf samgöng-
ur á landsbyggðinni
Rætt við Katrínu Eymundsdóttur, Húsavík,
framsögumann þjónustu- og þróunarmálanefndar
—  Brýn þörf er á samræm-
ingu og samhæfingu samgangna
bæði í landinu í heild og innan
héraöa, — sagði Katrín Ey-
mundsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Húsavíkur og fram-
sögumaður þjónustu- og þróun-
armálanefndar Fjórðungssam-
bands Norðlendinga. — Við vilj-
um reyna að koma á betri
samræmingu vöru-, farþega-,
nemenda- og póstflutninga en
tekist hefur nú um skeið. Þessir
þættir eru nú að mestu leyti úr
tengslum hver við annan til
mikils óhagræðis fyrir alla. Við
teljum einnig, að með betra
skipulagi verði einnig stigið
stórt skref í átt til meiri orku-
sparnaðar.
—   Einnig tengjast þessi sam-
göngumál mjög sviðum viðskipta
og þjónustu. Með betra skipulagi
eiga fyrirtæki á landsbyggðinni
auðveldara með að koma vörum
sínum á markað án þess að allt
þurfi að fara í gegnum Reykja-
vík. Til að auðvelda þetta þarf að
koma upp samgöngu- og flutn-
ingamiðstöðvum, þar sem flutn-
ingaleiðir mætast.
— Lögð verði áhersla á, að
samhliða og í framhaldi af
iðnþróunaráætlun verði gerð
fyrir Norðurland áætlun um
viðskipta- og þjónustustarfsemi,
sem mundi skapa í vaxandi mæli
aukin atvinnutækifæri í fjórð-
ungnum. Með því að auðvelda
fyrirtækjum og framleiðendum í
fjórðungnum að koma vörum og
framleiðslu sinni á markað, væri
um leið stuðlað að vexti þeirra
og viðgangi og um leið atvinnu-
lífi í viðkomandi héruðum.
— Fyrr á árum önnuðust
mjólkurbílarnir og Bjössarnir á
þeim mjög mikilvæga þjónustu
og fullnægðu margs konar þörf-
um. Talað hefur verið um að
endurvekja þessa starfsemi að
nokkru með því að koma á
ferðum sérstakra hálfkassabíla í
sveitum til þess að þjóna hinum
ólíku sviðum. Þar með væri hægt
að samræma flutning skólafólks
og almennra farþega, böggla og
vörusendinga milli staða, aðal-
lega í sveitum og strjálbýli. Nú
eru þessir flutningaþættir að-
skildir að mestu. Skólabíll, áætl-
unarbíll, pakkabíll, póstbíll og
mjólkurtankbíll aka allir sömu
leið án samhæfingar og með
miklu meiri kotnaði og bensín-
eyðslu en vera þyrfti. Við leggj-
um til, að haldnir verði fundir
sveitarstjórnarmanna,         sam-
gönguráðuneytis og þeirra að-
ilja, sem málið snertir, til undir-
búnings og stefnumótunar um
skipulagningu samgangna, bæði
í landinu í heild og innan héraða.
—  Skipaútgerð ríkisins hefur
að undanförnu aukið mjög starf-
semi sína og þar með vöru-
flutninga til landsbyggðarinnar
og frá henni. Með þessu keppir
hún mjög við þá aðilja, sem um
langan tíma hafa haldið uppi
flutningum á landi. Nokkur
gremja er meðal vöruflutninga-
bílstjóra af þessum sökum, —
ekki af því að Skipaútgerðin
veiti þessa annars ágætu þjón-
ustu, heldur af því hún er
ríkisstyrkt og hallarekstur
hennar er greiddur af almenn-
ingi, meöan vörubílar eru hátoll-
uð flutningatæki og eigendur
þeirra borga auk þess þunga
skatta af starfseminni og það í
margs konar formi. Þessum
mönnum, sem um áraraðir hafa
haldið uppi persónulegri þjón-
ustu við einstök fyrirtæki,
gremst það að vonum að vera
skákað burt á þennan hátt. Hins
vegar eru fyrirtækin mjög
ánægð með hina góðu þjónustu,
sem Ríkisskip veitir.
—  Samræma þarf sjó-, land-
og loftsamgöngur og skipuleggja
þær betur, bæði til að nýta
orkufrek samgöngutæki betur og
veita fólkinu í landinu betri
þjónustu.
Sv. P.
Samræmd námsskrá og
skólaskipan á Norðurlandi
Rætt við Kristin G. Jóhannsson, annan fram-
sögumann félags- og menningarmálanefndar
— í fyrsta lagi vil ég nefna það,
að okkur þykja ríkisfjölmiðlarn-
ir ekki standa sig nógu vel við
fréttaflutning af landsbyggðinni
og fréttamat þeirra vera stund-
um næsta undarlegt, sagði
Kristinn G. Jóhannsson, ritstjóri
og fyrrum skólastjóri í Ólafs-
firði, annar tveggja framsögu-
manna félags- og menningar-
málanefndar Fjórðungssam-
bands Norðlendinga. — Ekki
viljum við þó skella allri skuld á
þá, heldur er það oft svo, að það
eru heimamenn, sem bregðast.
Við bendum á, að nauðsynlegt er
að ráða fastan starfsmann við
Ríkisútvarpið til þess að nýta
enn betur en gert er þá aðstöðu,
sem fengin er á Akureyri til
útvarpsstarfsemi og útsendinga
þaðan.
— Ef til vill hefur það verið
merkast gert í menningar- og
menntamálum á Norðurlandi að
undanförnu, að tekist hefur að
koma saman samræmdri náms-
skrá fyrir alla framhaldsskóla á
Norðurlandi og ákveða skóla-
skipan þar að mestu á því
skólastigi. Ég tel þetta afar
mikilsverðan áfanga, ekki síst
fyrir hina smærri skólastaði í
fjórðungnum. Hins vegar er
þetta auðvitað háð því, að við
getum mannað skólana í raun að
kennaraliði. Komið hefur í ljós í
haust, að hinir minni skólar
hafa átt í verulegum erfiðleikum
við að koma upp framhaldsdeild-
um vegna skorts á hæfum kenn-
urum.
— Skipuð var sérstök nefnd af
menntamálaráðuneytinu til þess
að fjalla um framhaldsskólamál-
in í fjórðungnum. Hún hefur
lagt fram þessa samræmdu
námsskrá, auk þess sem félags-
og menningarmálanefnd hefur
lagt til, að sú skipan, sem
samþykkt var á síðasta fjórð-
ungsþingi, þ.e. um skólaskipan,
hvar framhaldsnám skuli fara
fram, haldist óbreytt. Talið er
eðlilegt, að h.u.b. 3ja ára
reynslutími verði á þessari
náms- og skólaskipan í fjórð-
ungnum, áður en hún verður
endurskoðuð. Einkum verður þá
að taka til athugunar, hvort
nægilegur nemendafjöldi næst á
öllum þessum skólastöðum eða
hvort sameina verður skólasvæði
í stærri heildir.
— Við teljum, að halda verði
áfram því samstarfi minjasafna,
sem varð til fyrir forgöngu
nefndarinnar, og það starf verði
mótað í samráði yið þá, sem
gerst þekkja til. I september
verður haldinn fundur þessara
aðilja á Húsavík.
—  Ég hef mikinn áhuga á því
að auka samskipti í listamálum í
fjórðungnum. Mér finnst hver
kúra of mikið í sínu horni í því
efni og gagnkvæm samskipti séu
ekki eins ör né greið og þau ættu
að vera, og þess vegna er ætlunin
að kalla saman fund þeirra
aðilja, sem að listum starfa, til
þess að sjá, hvort úr megi bæta
með einhverjum hætti. Hér á ég
einkum við söngkóra og leikfé-
lög, en erfiðara verður að ná til
einstaklinga, sem starfa að
myndlist og tónlist, en þó verður
reynt að ná til þeirra líka og
koma þeim á framfæri, ef þeir
haf a áhuga.
—  Að lokum má geta þess, að
nefndin er ekki nógu ánægð með
lög um aðstoð við þroskahefta
frá 30. maí 1979, þar sem gert er
ráð fyrir, að komið verði upp
öðru bákni við hliðina á sál-
fræðiþjónustu skóla í fræðslu-
umdæmunum. Við teljum hæpið
að skipta einstaklingunum upp
eftir hæfileikum, en teljum, að
þroskaheftir og aðrir fatlaðir
eigi að hafa sem greiðastan
aðgang að þeirri þjónustu og
þeim stofnunum, sem fyrir eru
handa öllum þjóðfélagsþegnum.
Fremur ætti að efla sálfræði-
þjónustu skóla og fræðsluum-
dæma en koma upp nýjum stofn-
unum á sama sviði.
Sv. P.
Olíuleit við
austurströnd
Grænlands
ALLT bendir til þess. að olíuleit
verði hrundið af stað við Jamesons-
land á suðurströnd Grænlands.
Áætlað er að kostnaður við leitina
verði a.m.k. milljarður danskra
króna, eða um eitt hundrað millj-
arðar ísl. króna. Full pólitísk sam-
staða er um málið bæði i Danmörku
og i Grænlandi.
Talið er að líkurnar á aö olia
finnist við Grænlandsstrendur séu
a.m.k. einn á moti 20, sem gefur
meiri vonir en fyrri rannsóknir.
Leitin nú verður einkum á Scores-
bysundi.
Viðræður standa yfir við banda-
ríska olíufyrirtækið Arco um aðild
þess að leitinni, þar sem það er
danska ríkinu um megn að standa
eitt sér í fjárfestingum vegna leitar-
innar. Einnig standa viöræður yfir
Ustinov gagnrýnir
„kjamorkukúgun"
örin bendir á Jamesonsland
við Norræna námavinnslufyrirtækið
af sömu sökum, en fyrirtækið hefur
haft sérleyfi til vinnslu náttúruauð-
æfa á Jamesonslandi allt frá árinu
1952. Arco á þetta fyrirtæki að
mestu. Arco átti aðild að oíuleit við
vesturströnd Grænlands árin 1976
ogl977.
Moskvu, 2. Nrptrmhrr. AP.
LANDVARNARÁÐHERRA Sov-
étrikjanna, Dmitri F. Ustinov,
hélt því fram i dag, að Banda-
rikjamenn væru aftur farnir að
beita „kjarnorkukúgun" og
reyndu að breyta hernaðarjafn-
vaginu i heiminum með her-
gagnauppbyggingu og áróðri.
Ráðherrann réðst einnig á Kín-
verja í blaðagrein í tilefni þess að
35 ár eru liðin síðan síðari heims-
styrjöldinni Iauk og endurnýjaði
tilboð Rússa um vináttusamning
við Japani.
Ustinov sagði, að Bandaríkin
beittu „kjarnorkukúgun" eins og á
árunum eftir heimsstyrjöldina og
kvað „nýja kjarnorkumálastefnu
þeirra auka hættu á almennum
kjarnorkuátökum og magna víg-
búnaðarkapphlaupið".
Sovézk sókn
Forsætisráðherra Ástralíu,
Malcolm Fraser, lýsti þeim ugg
sínum í ræðu í Washington, að
Rússar reyndu að ná „heimsyfir-
ráðum" og skoraði á vestræn ríki
að auka herútgjöld. Fraser gagn-
rýndi „algera sjálfumgleði" fólks á
Vesturlöndum, er teldi enga hættu
stafa af aðgerðum Rússa. Hann
mrui, að ef vestræn ríki sýndu
ekki festu kynnu Rússar að freist-
ast til að grípa til hernaðaríhlut-
unar í Miðausturlöndum og það
gæti leitt til átaka í Evrópu.
Japanir varkárir
I Tokyo sagði starfsmaður jap-
anska utanríkisráðuneytisins, að
nýleg áskorun Leonid Brezhnevs
forseta um bætt samskipti væru
„tilraun til að reka fleyg milli
Bandaríkjamanna og Japana".
-Hann sagði, að Japanir mundu
svara varfærnislega þreifingum
Rússa um betri samskipti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48