Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 202. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Undirróður í Af ganistan Tókýó. Londun. 6. septembur. — AP. BLEÐLINGI hefur verið dreift meðal tikraínskra hermanna í her- liði Sovétríkjanna í Aft;anistan. þar sem hermennirnir eru hvattir til þess að leKgja niður vopn. Sovézk yfirvöld eru sökuð um innrás. og hermennirnir eru minntir á. að „Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir 60 árum or að marnir Ukrainumenn voru þá myrtir“. Hermt er að Sjálfstæðishreyfing Úkraínu hafi dreift bleðlingnum meðal hermannanna. Á baksíðu bæklingsins er mynd sem sýnir hóp Úkraínumanna traðka á sovézka fánanum. Sagt er að hermenn frá Úkraínu hafi verið sendir á vígvöll- inn í Afganistan gegn vilja Afgana og gegn vilja hermannanna sjálfra. Með þátttöku sinni eru þeir sagðir þjóna heimsvaldastefnu Brezhnevs forseta. „Berjumst fyrir sjálfstæði Úkraínu, knésetjum heimsvalda- sinnana í Moskvu," segir í lokaorð- um bæklingsins. Að mati diplómata og hernaðar- sérfræðinga er að svo komnu máli engin von um að Rússar vinni sigur í Áfganistan, og ekki virðast þeir heldur ætla að bíða ósigur í viður- eign sinni við þjóðfrelsisöflin. Marina vill opna gröf Oswalds Fort Worth. 6. septembrr. — AP. MARINA Oswald Porter hef- ur farið þess á leit við dóm- stóla. að gröf fyrrverandi eig- inmanns hennar, Lee Harvey Oswald, verði opnuð, þar sem „mjög vont fólk“ kunni að hafa fjarlægt líkið ... „Ég hef nýlega heyrt þann orðróm, að líkið sé ekki lengur í gröfinni," sagði hún fyrir rétti. „Ég hef sterka trú á því, að líkið sé ekki lengur í gröfinni," sagði hún í vitnaleiðslum vegna beiðni mágs hennar, Robert Oswalds, um að að hafnað verði beiðni brezka rithöfundarins Michael Eddowes um að líkið verði grafið upp. Eddowes telur, að Oswald hvíli ekki í gröfinni, heldur sovézki útsendarinn Al- ex James Hidell. Framseldur Marseilles, 6. september. AP. ÍTALSKI hægriöfgamaðurinn Marco Affatigato, eftirlýstur vegna sprengingarinnar í járnbrautarstöð- inni í Bologna í síðasta mánuði, var í dag fluttur flugleiðis til Ítalíu þegar franski dómsmálaráðherrann hafði samþykkt framsal hans. Affatigato var handtekinn í Nice 6. ágúst. Hann var ákærður fyrir að falsa opinber skjöl, hjálpa hryðju- verkamönnum og skipuleggja sam- tök hryðjuverkamanna. Á síld vid Eyjar VESTMANNAEYJABÁTAR fengu í vikunni góðan síldarafla í lagnet uppi í Ilarðalandi við Heimaey. Sildin þótti yfirleitt mjög góð og var söltuð, fryst eða verkuð á annan hátt hjá vinnslustöðvunum í Eyjum. beir á ófeigi III voru fyrstir til að leggja lagnet og fengu yfir 200 tunnur einn daginn, en Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari, var þá um borð og tók meðfylgjandi mynd. Eftirmaður Giereks vekur ekki lmfnineu Varsjá. 6. september. — AP. HUNDRUÐ Pólverja stilltu sér í röð snemma í morgun til að kaupa morgunblöðin með tilkynning- unni i nótt um að Stanislaw Kania hefði verið skipaður leiðtogi kommúnistaflokksins í stað Hækka 1 skatt Stokkhólmi. 6. septembor. — AP. SÆNSKA þingið samþykkti i nótt á aukafundi að hækka virðis- aukaskatt um 2,35% i 23.46%, þannig að hann verður ha*sti skattur sinnar tegundar í Evr- ópu. Hækkunin var samþykkt með 173 atkvæðum gegn 172. Edvard Giereks, en virtust lítt hrifnir. „Breytingin hefur ekkert að segja, því að Kania er bara kerfis- karl,“ sagði kona nokkur í biðröð- inni. „Landið okkar er í miklum vanda statt og það eina sem við fáum er sama gamla súpan." Kirkjan er líka full efasemda í garð mannaskiptanna og telur engra breytinga að vænta gagnvart kirkjunni í bráð. Kania er kunnur innan kirkjunnar, þar sem hann fór með málefni hennar í fram- kvæmdastjórn kommúnistaflokks- Venjulega koma morgunblöðin á blaðsölustaði klukkan sjö á morgn- anna, en þeim seinkaði vegna tilkynningarinnar klukkan hálf tvö í nótt um hina skyndilegu breyt- ingu. Takmarkað upplag er til sölu og tugir manna stóðu enn í röðum við blaðsölustaðina á hádegi til að ná sér í eintak. „Ég er hissa á því að Gierek skuli vera hættur. Enginn trúir því, að hann hafi verið leystur frá störfum af heilsufarsástæðum eins og til- kynnt var í nótt,“ sagði einn þeirra sem biðu. Heimildir í Gdansk herma, að leiðtogar nýju verkalýðshreyf- ingarinnar láti sér á sama standa að Gierek hafi verið settur af og Kania skipaður í hans stað. „Þessi maður er ekki mjög kunnur hérna,“ sagði pólskur blaðamaður í Gdansk. „Verkamennirnir segja að þeir hafi ekki ýkja mikinn áhuga á pólitískum breytingum eða sam- skiptum.“ Kania hefur í níu ár verið ritari í miðstjórninni með hermál og ör- yggismál sem sérsvið að sögn og er lítt kunnur almenningi. Hann hef- ur ýmist verið talinn traustur stuðningsmaður Giereks eða sterk- ur leiðtogi að tjaldabaki. 22 drukknuðu í kjölfestutönkum Santo DominKo. 6. septembor. — AP. ÆÐISGENGIN barsmíð á veggi kjölfestutanka flutningaskips Frakkar taka austur- þýzkan hershöfðingja Paris, 6. september. — AP. FYRRVERANDI herráðsfor- seti austur-þýzka flughersins. Heinz Bernhart Zorn hershöfð- ingi, var handtekinn i borginni Lille í Norður-Frakklandi i síð- asta mánuði og hefur verið ákærður fyrir njósnir að sögn franskra embættismanna i dag. Þegar starfsmenn frönsku gagnnjósnaþjónustunnar hand- tóku Zorn hershöfðingja 19. ágúst sl. fundu þeir hernaðar- legar upplýsingar í fórum hans, einkum viðvíkjandi skriðdrekum og gagnskriðdrekavopnum að sögn talsmanns franska innan- ríkisráðuneytisins. Embættismenn sögðu, að Zorn hefði komið til Frakklands einn síns liðs sem skemmtiferðamað- ur í ágústbyrjun og verið strax settur undir eftirlit. Hann var handtekinn á götu í Lille og í ljós kom að hann hafði hernaðarleg skjöl undir höndum. Frá því var ekki skýrt hvar hann fékk skjöl- in eða hvort aðrir útlendingar eða Frakkar væru viðriðnir mál- ið. Zorn var þegar í stað fluttur til Parisar á vegum frönsku gagnnjósnaþjónustunnar og sex dögum siðar var hann leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir njósnir samkvæmt heimildun- um. Nú er hann í haldi í Fleury Merogis fangelsinu í úthverfum Parísar. Zorn er 68 ára, var foringi í þýzka flughernum í heimsstyrj- öldinni, hélt ferli sínum áfram í austur-þýzka flughernum eftir stríð og varð að lokum forseti flugráðsins. Hann settist í helg- an stein fyrir þremur árum og hóf störf fyrir austur-þýzku ör- yggisþjónustuna að sögn franskra embættismanna. frá Panama vakti athygli skip- verja. og er björgunarmenn komu á vettvang. náðu þeir að bjarga 12 mönnum, en 22 drukknuðu i tönkunum er sjó var dælt í þá skömmu áður en skipið átti að halda frá Dóminikanska lýðveldinu til Miami á föstudag. Mennirnir 34 ætluðu augsýni- lega að laumast með skipinu til Bandarikjanna. Þeir komust óséð- ir um borð á fimmtudagskvöldi eða föstudagsmorgni og földu sig í tómum kjölfestutönkum skipsins. En þegar „gert var klárt" fyrir áætlunarferðina til Miami var tönkunum lokað og sjó dælt í þá. Hófst þá barsmíði laumufarþeg- anna. Laumufarþegarnir voru frá fá- tækrasvæðinu í norðurhluta Dóm- iníkanska lýðveldisins. Við fyrstu sýn bendir ekkert til þess að um skipulega smyglstarfsemi hafi verið að ræða, og hermt er að tiltölulega öflugt eftirlit sé með því, að laumufarþegar felist ekki um borð í fragtskipum sem sigla til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.