Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 12 Konur og börn Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er sjaldan minnst á það nú á dögum í umfjöllun um myndlist, að nokkur munur kunni að vera á viðhorfum og efnistökum lista- manna annars vegar og lista- kvenna hins vegar. Ymsum kunna að þykja slíkar vangaveltur eiga illa við í jafnréttisanda samtímans, og telja þær einungis til þess falln- ar að kasta rýrð á framlag kvenna, sem sé vanmetið hvort sem er. Þessu er hægt að andmæla í ljósi sögunnar. Mary Cassatt var bandarísk kona, sem starfaði með Impressionistunum í París undir lok síðustu aldar; vegna sambanda sinna við auðuga landa sína hafði hún mikil áhrif á smekk þeirra á listaverkum og átti stóran þátt í að þeir keyptu mikið af verkum Impressionistanna, og var þannig mjög mikilvæg fyrir hreyfinguna. En listrænt framlag hennar var ekki síður merkilegt, þar sem hún lagði í verkum sínum mikla áherslu á hið hversdagslega, t.d. börn að leik, samband móður og bams og daglegt iíf þeirra. í þeim verkum komu fram viðhorf, sem enginn karlmaður hefði náð að festa á léreft. Þessi mögulegi munur á efni- stökum karla og kvenna kemur upp í hugann þegar sýning Guð- rúnar H. Jónsdóttur, Gígju, er skoðuð í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979-81, með grafík sem sérgrein, en hvarf síðan frá námi. Síðustu ár hefur hún mest fengist við olíumálverk, og þetta mun vera fyrsta sýningin sem hún heldur á verkum sínum. A sýningunni eru fjörutíu oh'u- málverk, sem Gígja hefur unnið á nokkrum síðustu árum. Þrátt fyrir fjölbreytt viðfangsefni er viss heildarsvipur ráðandi; mjúkur, fljótandi, allt að því loftkenndur blær svífur yfir myndunum, og notkun þunnra en hlýrra lita eykur á þann innileik, sem verkin bera með sér. Hér er því um að ræða rómantíska list, ef menn þola það orð í jákvæðri merkingu. Af einstökum viðfangsefnum eru flestar myndir af uppstillingum blóma og ávaxta. Slík myndefni eiga sér afar langa og sterka hefð, og Gígju tekst ágætlega að koma henni til skila með ákveðnum litblæ í samræmi við efni og titil hveiju sinni, eins og t.d. í „Haust“ (nr. 10). í einni mynd leynist þó trufl- andi ójafnvægi, þar sem epli er að falla af borðinu í „Ókyrrð“ (nr. 15); slíkt er óvenjuleg meðferð á þessu viðfangsefni. Kvenímyndin kemur nokkuð fram í ýmsum verkanna á sýning- unni, en best koma andstæður hennar fram í „Nýtt líf“ (nr. 12) annars vegar og í myndinni „A framabraut“ (nr. 16) hins vegar. Konan í síðarnefndu myndinni til- heyrir allt annarri veröld og á lítið sameiginlegt með þeirri hlýju og mýkt, sem geislar af hinni fyrri. Það eru þó helst myndir Gígju af börnum og unglingum, sem sitja í huganum. „Úr viðjum“ (nr. 17) er lítt áberandi en minnisstæð túlk- un á innilokun unglingsins, sem hann þarf að bijótast úr af eigin rammleik. Innilegar og bjartar bemskumyndir eins og „Vor“ (nr. 24) og „Tátur“ (nr. 37) sýna heim- inn áður en borðað er af skilnings- trénu; þessi börn eru niðursokkin í eigin hugarheim, veröld sem full- orðna langar oft að hverfa aftur til. Fyrir þá sem þekkja til listar Mary Cassatt eru tengslin hér einnig augljós. Þessi frumraun ungrar listakonu í sýningarhaldi er skemmtileg við- bót við íslenska sýningarflóra, því hér kemur fram listsýn, sem ekki MINNI MENGUN Suzuki Vitara Jlxi 3ja dyra lipur og öflugur lúxusjeppi Staðalbúnaður í Suzuki Vitara • 1.6 I 80 ha vél með rafstýrðri bensínsprautun • 5 gíra með yfirgír eða 3ja gíra sjálfskipting • Samlæsing hurða • Rafmagnsrúðuvindur • Rafstýrðir speglar • Snertulaus kveikja • Vökvastýri • Veltistýri • Halogen ökuljós með dagljósabúnaði • Þokuljós að aftan • Útvarpsstöng • Gormafjöðrun á öllum hjólum • Diskahemlar að framan, skálar að aftan • Grófmynstraðir hjólbarðar 195x15 • Varahjólsfesting • Snúningshraðamælir • Klukka • Vindlingakveikjari • Hituð afturrúða • Afturrúðuþurka og sprauta • Kortaljós • Fulikomin mengunarvörn, (Catalysator) • Samlitir stuðarar, hurðar- húnar og speglar • Vönduð innrétting • Litaðar rúður • Sílsahlífar • Eyðsla frá 8.0 I á 100 km • Verð 5 gíra: 1.438.000 stgr. Sjálfskiptur: 1.530.000 stgr. Til afgreiðslu strax. $ SUZUKI ----------------------- SUZUKIBÍLAR HF ■ SKEIFUNNI 17- SÍMI 68 51 00 Gígja: Meyjarsæti. hefur sést mikið síðustu ár. Fagleg úrvinnsla er einnig góð, en á stöku stað hefði minni skreytni og meiri skerpa gert myndirnar hvassari og átakameiri. En fýrstu skrefin lofa góðu, eins og viðtökur myndanna sýna, og framtíðin er björt. Sýningu Gígju í Hafnarborg í Hafnarfirði lýkur sunnudaginn 15. september. Frístundamálarar Myndlist Eiríkur Þorláksson Allir sem fengist hafa við þá iðju að draga til myndar eru sam- mála um að myndlistin er eitt ánægjulegasta áhugamál, sem hægt er að eignast. Þeir sem leggja stund á listmálun í frístundum sín- um hafa ávallt verið margfalt fleiri en þeir sem leitast við að lifa á listinni, og helga henni alla sína orku. En oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og þess eru mörg dæmi úr listasögunni að menn sem í upp- hafi litu einungis á þetta sem skemmtilegt tómstundagaman, hafi snúið sér alfarið að listinni og lagt þar fram dijúgan skerf til listþróunar síns tíma. Nægir í þessu sambandi að nefna þá Paul Gauguin og hinn einlæga Henri Rousseau, sem Picasso og fleiri krýndu sem konung sinn í einni frægustu listamannaveislu sög- unnar. Því er alltaf áhugavert að fylgj- ast með hvað frístundamálarar hafa fyrir stafni. Nú stendur yfir í Listasafni alþýðu myndverkasýn- ing félagsmanna Verzlunarmanna- félags Reykjavikur, en þar getur einmitt að líta meira en eitt hundr- að og þrjátíu verk eftir samtals þijátíu frístundamálara. í ávarpi til gesta, sem birtist í ágætri sýningarskrá, segir formað- ur félagsins að sýningin sé m.a. haldin til að minnast aldarafmælis þess. Á nokkrum undanförnum árum hefur félagið stuðlað að auknum listáhuga félagsmanna með því að standa fyrir námskeið- um, þar sem þekktir listamenn og aðrir leiðbeinendur hafa veitt til- sögn. Þetta hefur skilað sér í auk- inni þátttöku félagsmanna, og jafnframt má gera ráð fyrir að fólk sæki almennar sýningar í auknum mæli og fylgist þannig með því sem er að gerast á lista- sviðinu hér á landi. Það mættu fleiri hagsmunafélög leggja mann- rækt af þessu tagi lið í starfi sínu, því allt slíkt er að sjálfsögðu til hagsbóta fyrir félagsmenn. Breiddin í hópi sýnenda er mik- il; sá elsti verður áttræður á þessu ári, en sá yngsti er tuttugu og fimm ára. Á sýningunni getur að líta olíumálverk, vefnað, textílverk, myndir unnar með akrýl, pastel og blandaðri tækni, en þó eru vatnslitamyndir áberandi flestar, enda væntanlega sá miðill, sem er þægilegastur í meðförum. Jafn- framt er athyglisvert að sjá, hversu góðum tökum margir hafa náð á vatnslitunum; litablöndun og blæ- brigði myndanna er oft með þeim ágætum, að flestir listamenn væru fullsæmdir af. Þar hafa leiðbein- endur og listafólkið sjálft náð góð- um_ árangri. Á jafn stórri sýningu sem þess- ari er nær vonlaust að geta sérs- taklega alls þess, sem vert væri, enda vinnur þetta listafólk sín verk frá mismunandi sjónarhorni. Við- fangsefnin eru fjölbreytt, en mest ber þó á hefðbundnum landslags- myndum og uppstillingum, en fant- asíum og abstraktmyndum bregð- ur þó fýrir. Einkum era það stemmningsmyndir af ýmsu tagi sem draga að sér athyglina, og má t.d. nefna myndina „Birtuskil“ (nr. 26) eftir Bóel ísleifsdóttur, „Speglun“ (nr. 82) eftir Sonju Schmidt og „Skógareld“ (nr. 112) eftir Helga Hallgrímsson; öll þessi verk bera með sér gott jafnvægi og tilfinningu fyrir litum. Vefnaður Ólafar Siguijónsdóttur sýnir skemmtilegar landslagsmyndir í smæð sinni, og loks auðga verk ungu mannanna, Einars Magnúss Magnússonar og Franz Kristins- sonar, sýninguna með ólíkum við- fangsefnum og efnistökum. Þetta er skemmtileg sýning og vel upp sett við þröngar aðstæður, og er öllum aðstandendum til sóma. Listafólkið á þakkir skildar fyrir að veita öðrum hlut í ánægju sinni, sem og Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur fyrir að styðja við bakið á frístundamálun félags- manna sinna. Myndverkasýningu félags- manna VR í Listasafni ASI við Grensásveg lýkur sunnudaginn 15. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.