Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hér á landi mætti vera meiri dirfska á ferðinni Gangurinn, gallerí Helga Þorgils Friðjóns- sonar myndlistarmanns, verður tvítugur nú um helgina. Af því tilefni fór Fríða Björk Ingvarsdóttir í heimsókn og ræddi við Helga Þorgils um starfsemi Gangsins þar sem aldrei er auður veggur. ÞEGAR Helgi Þorgils Friðjónsson opnar dym- ar að heimili sínu á Reka- granda í Reykjavík geng- ur maður beint inn á Ganginn, gallerí sem Helgi hefur starírækt í tuttugu ár. Þar stendur nú yfir yfirlitssýning fjölmargra lista- manna sem hafa sýnt þar í gegnum árin, en verkin hafa verið að berast undanfamar vikur. Þessi sýning er því venju fremur viðamikil, teygir sig af ganginum inn í bamaherbergi, eld- hús, stofu og upp á loft. Þegar Helgi hefur leitt mig í gegnum þau verk sem þegar em komin upp og sagt mér undan og ofan af um listamennina spurði ég hann um tildrög þess að hann ákvað að halda sýningar á lista- verkum annarra listamanna á gangin- um heima hjá sér. „Áður en ég fór utan til náms var ég þátttakandi í litlu galleríi sem hét Output og var reyndar í heimahúsi. Ég var líka á tímabili með gallerí sem var ein blaðsíða í dagblaðinu Vísi þá- verandi, svo þetta er nú eflaust ein- hver þörf til að halda hlutum gang- andi. En það lá frekar ljóst fyrir að ég myndi gera eitthvað af þessu tagi þegar ég kom heim, því á þeim tíma var mjög h'tið af erlendri list á íslandi. Maður kynntist tiltölulega mörgum listamönnum í útlöndum og það virt- ist kjörið að draga einhveija hingað. Það var þá fyrst og fremst hugsað fyrir okkur sem vorum sjálfir í þessu, svo við gætum blandað blóði við lista- menn annars staðar frá. Þetta var til- raun til að skapa rými fyrir þá tegund af list sem var skyld list okkar sjálfra. Fyrir tilviljun var ég mjög heppinn með fyrstu sýningamar og þetta rann hratt af stað, - og hér um bil óvænt. Ætli það megi ekki reikna með að þetta hafi verið svona tíu sýningar á ári í öll þessi ár. Það hefur alltaf verið sýning í gangi, hér er aldrei auður veggur,“ segir Helgi Þorgils og bend- ir í kringum sig þar sem við sitjum í stofunni umkringd myndverkunum. Hugmyndin er að sýna óvænta hluti - En hvernig hefur svo gengið að halda tengslum viðlistamenn erlendis eftir heimkom una ? „Ef eitthvað er þá eru tengslin betri því ég sýni mjög mikið úti og er mikið á ferðalögum,“ svarar Helgi. „Þar fyrir utan hefur galleríið nú ákveðið orðspor erlendis og þeir sem maður talar við vilja frekar sýna en ekki. Úti hef ég lítið sem ekkert leitað til eldri listamanna og finnst mest spennandi að fá óþekkta listamenn eða þá sem ekki hafa sýnt hér á landi. Auðvitað eldist maður sjálfur, en hér vil ég frekar sýna unga íslenska lista- menn, heldur en jafnaldra mína og eldri. Þeir sem allir þekkja hafa ekk- ert að gera hérna, - nema það sé þá einhver hátíð," segir Helgi og hlær við. - En hver er hugmyndafræðilegur bakgrunnur þessarar starfsemi, - er einhver ákveðin sýn sem galleríið framfylgir? „Ja, ég hugsa að það megi nú flokka þetta gróflega. Ég reyni pers- ónulega að kjósa ólíka listamenn því hugmyndin er að sýna frekar óvænta hluti. Ég gæti auðvitað flett listasögu- bókum og valið þá sem mér finnast flottir og frægir, en ég hef enga löng- un til þess. Það er frekar að ég kjósi þá sem tengjast minni eigin listsýn. Það er yfirleitt einhver „konseptúal" nálgun í verkunum, - ef hér er sýnt málverk, þá er það ekki bara vegna þess að það er málverk, það er nóg til af malerískum málurum sem aðrir geta sinnt. Flestir sem hér sýna eru ættaðir úr hugmyndalist, skrifa til dæmis um sína list. Ég lagði meiri áherslu á að sýna málara þegar ljós- myndin var hvað vinsælust fyrir svona fimm árum, bara til að reyna að finna einhvem nýjan flöt. Mikið af þeim málurum sem ég hef verið að sýna eru nú að verða svolítið vinsælir og þá má vera að ég fari að leita að einhveiju öðru. Mér finnst mikilvægt að reyna að finna eitthvert jafnvægi. Flestir þeirra sem hér hafa sýnt bytj- uðu þar sem hugmyndalistin gaf tón- inn. Margir urðu líka til um það leyti sem nýja málverkið varð fyrst umtal- að, en hluti þess tengdist hugmynda- list. Hinn hlutinn snerist um atrakt málverk sem átti að vera svolítið „fýs- ískt“. Ég held að ég hafi hneigst til að velja það sem spratt úr hugmynda- listinni, það hefur höfðað meira tU mín. Hér á Islandi hefur kannski ver- ið óvenju mikil áhersla á minimal tengda list að undanfómu, en ég hef í staðinn leitað í það sem er þvert á móti, - þar sem áherslan er á smáatr- iði. Sjálfur hef ég mikla löngun til að skapa gmndvöll tU þess að láta smá- atriðin vinna, en því hefur verið hafn- að á módemíska tímaskeiðinu. ísland hefur verið svo fátækt af galleríum, hér hefur kannski verið eitt gallerí eins og i8 sem starfar vel. En það vantar fleiri gallerí og aðrar tegundir af list, alveg án þess að það sé hallað á þá sem starfa af einhveijum krafti. En þegar galleríin em svona fá þá kemur ákveðin slagsíða á hlutina og það gerist mjög fljótt hér. Erííðara að gagnrýna þann sem hefur áunnið sér sögulegt nafn - Kemur þá Gangurinn inn til að rétta þessa slagsíðu fyrir þína gesti oggangandi? „Já, ég held að það sé óhætt að segja það,“ segir Helgi, „þetta hefur nýst mér og líka mörgum vinum mín- um. Kristinn Harðarson var mjög duglegur að hjálpa mér í eina tíð og maður sá að það sem hér var að ger- ast síaðist inn til hans og margra ann- arra. Ég held að þetta hafi haft miklu meiri áhrif en fólk gerir sér grein fyr- ir, sérstaklega á þeim tímum sem menn vom að mótast. Ég var líka svo heppinn að fá hingað listamenn á borð við Helmut Federle og John Arm- leder, svona hér um bil áður en heim- Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Þorgils í stofunni fyrir framan verk Peter Fichli og Peter Weiss. Lindin í ganginum HINIR erlendu listamenn hafa verið sem svöl lind fyrir hinn fúla pytt staðarlistarinnar. ...Myndiist, hin nýja myndlist á hverjum tírna, er að hlutatil í anda auðgripinnar fréttamennsku, jafnvel æsifrétta, en það er aðeins efsta lag hennar. Hinir dýpri hiutar þurfa sinn tíma, mis- mikinn eftir hvers eðlis þeir eru, til að smjúga út í umhverfíð, smita það og jafnvel metta. ■ (Kristinn G. Haröarson.) Um hugmyndir, - úr bréfi til Helga ÞAÐ vill oft á tíðum gerast með hluti sem eiga rætur sínar að rekja til hugmynda sem eru þekktar... að hlutirnir eru teknir út úr því nýjasta sem er upp á teningnum í það skiptið og settir inn í örlítið breytt sam- hengi. Á þessu flaskar maður oft og þannig held ég að ástatt hafi ver- ið um sýninguna mfna „Fjallið er eins og pumpa“. Pínulítið af þessu hér og pínulftið af hinu þar. Þetta á ekkert skylt við að fylgjast með heldur fremur að apa eftir. Það getur oft á tíðum verið gott hér í ein- angruninni. ■ (Birgir Andrésson.) I góðum gangi GANGURINN varð til 1980 - opnaði með sýningu Hreins Friðfinns- sonar. Fremst við dyrnar var skrifað með hvítu letri á hvítan vegg „FOR THE TIME“ og á veggnum beint á móti „BEING" og gat því umsnúist í „BEING FOR THE TIME“. í bæklingi, sem Gangurinn gaf út eftir fyrsta starfsárið, var laust blað eftir Hrein sem á var lctrað öðrum megin „STUND" og hinum megin „UM“. Ef til vill er þetta eins konar titill fyrir þessa starfsemi. ■ (Heigi Þorgils Friöjónsson.) urinn var farinn að skoða þá. Við gát- um því virt þá fyrir okkur án þess að frægð þeirra væri að þvælast fyrir. Frægðin gerir það að verkum að mað- ur hefur ekki sama gagnrýnisréttinn. Það þarf mun meiri orku til þess að gagnrýna einhvem sem hefur áunnið sér sögulegt nafn, heldur en einhvem sem stendur jafnfætis manni.“ - Það hafa þá komið hingað lista- menn sem hafa jafnvel veríð að feta sín fyrstu skref? „Já, ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir þvi að nafnið Gangur- inn eða „Corridor" er allþekkt úti. Þegar maður skoðai- skrár sumra þessara listamanna er „Corridor" eitt af efstu nöfnunum, sem er mjög skemmtilegt. Talsvert mai-gir hafa síðan komið hingað seinna til að kenna og sumir sýndu í galleríinu hans Péturs Arasonar á „Annarri hæð“. Þegai’ búið er að kynna lista- menn hér á landi er auðveldara að koma þeim í tengsl við skólann og þeir hafa margir búið héma hjá mér og unnið á vinnustofunni. Það fyrir- komulag hefur þó breyst í seinni tíð, nú em leigð hótelherbergi fyrir þá sem koma til að kenna. En þó þetta hafi stundum verið íþyngjandi í gegn- um tíðina, þá var þetta mjög gefandi um leið og ég vildi ekki hafa haft það örðuvísi. Það er talsverður gesta- gangur héma; nýlega var Alan John- ston hér og nú er Jim Butler að koma hingað í byijun júní. Þetta heldur manni svolítið uppteknum en það er hollt og nærandi, eins og lýsið bara. Mér finnst líka almennt, - þótt það sé kannski svolítið gróft að segja það, - að ég eigi miklu nánari félaga i starf- inu úti heldur en hér. Það em fleiri þar sem mér fínnst skynja það sem ég er að gera og maður getur talað al- varlega við um fagverkið sjálft til dæmis,“ segir Helgi. Söfnin taka enga áhættu og sköpunarkrafturinn er alveg í lágmarki - Nú fínn ég að þú hefur mjög ein- dregna afstöðu á þessu sviði, er hægt að fá þig til að tjá þig um „ástandið“ almennt á Islandi? „Það er mjög margt gott gert á ís- landi, eins og t.d. það sem hún Edda er að gera í i8. En mér finnst stundum eins og það mætti vera meiri dirfska á ferðinni. Það er kannski bara þessi árátta mín til að hrekkja svolitið líka. Til að staðir lifi af verður dirfskan að vera með manni. Mér finnst þessa hugsun reyndar vanta svohtið í bók- menntaheiminn hér líka. En vanda- málið hér er fyrst og fremst þetta; það vantar fleiri gallerí og viljann til að taka áhættu. Söfnin taka enga áhættu og sköpunarkrafturinn er al- veg í lágmarki finnst mér.“ - Finnst þér söfnin hafa staðið sig? „Ekki eins og ég vil að þau standi sig, það er langt því frá,“ svarar Helgi. „En þegar talað er við forsvar- SJÁBLS. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.